Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frönsku- námskeið verða haldin 30. apríl.-22. júní 2001 Innritun frá 9. apríl. Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna, taltímar. Námskeið fyrir börn og eldri borgara og einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Ferðamannafranska: 10 tíma hraðnámskeið fyrir Frakklandsfara. Stuðningskennsla fyrir skólafólk. Upplýsingar í síma 552 3870 frá kl. 11-18 Hringbraut 121, JL-Húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820. ✆ Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is HEILDARTEKJUR Samskipa og dótturfyrirtækja þess námu á síðasta ári tæplega 11,8 milljörðum króna sem er ríflega 16% aukning frá árinu áður, en rekstrartekjur Samskipa hafa nær fjórfaldast á síðustu sjö ár- um. Rekstrargjöld samstæðunnar án skatta voru rúmlega 11,9 milljarðar króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld var 273 milljónir en tap eftir fjármagnsliði og skatta nam tæpum 388 milljónum króna. Í árslok var eigið fé samstæðunnar tæplega 1,8 milljarðar króna og hafði aukist um tæplega hálfan milljarð króna á milli ára. Erfitt rekstrarumhverfi Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að afkoman sé vissulega vonbrigði, menn hafi ekki átt von á þessari niðurstöðu í byrjun síðasta árs. Ytri aðstæður hafi leikið félagið nokkuð grátt á liðnu ári. „Þar ber auð- vitað fyrst að nefna gengissig krón- unnar á miðju ári. Misgengi Banda- ríkjadals og evru kom sér reyndar mjög illa líka. Við erum með meiri- hluta tekna okkar í evrum en dalur vegur hins vegar þyngra í gjöldunum, m.a. í olíukaupum og gámaleigu, á tímabili var misgengið allt að 18% og það kom illa við okkur. Innbyrðis þró- un gjaldmiðla, annars vegar dals og evru og svo hins vegar íslensku krón- unnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum var okkur óhagstæð. Þá var gríðarleg hækkun á olíu hjá okkur, bæði mark- aðsverðsins og eins vegna þróunar ís- lensku krónunnar gagnvart dalnum. Þá var ýmislegt annað sem var okkur frekar þungt í skauti. Þar má til dæm- is nefna að vinnumarkaðurinn var mjög erfiður í fyrra. Við vorum með bundin skip í einar tvær vikur vegna sjómannaverkfalls og launaskrið var einnig mikið. Auk þess var kostnaður af umbótum á innanlandskerfi félags- ins allur gjaldfærður á árinu. Afkoma tveggja erlendra dótturfélaga var einnig óviðunandi og skipti þar slök afkoma í Vestur-Noregi og Þýska- landi mestu. Ég minni þó á að rekstur Samskipa hefur gengið vel mörg und- anfarin ár og þetta er í fyrsta sinn að tap er á rekstrinum eftir að ég kom að félaginu.“ Strandflutningum hætt Ólafur segir að á árinu hafi verið tekin sú ákvörðun að hætta strand- siglingum og færa innanlandsflutn- inga á þjóðvegina. Með breytingunni aukist þjónusta við landsbyggðina til muna, flutningstími styttist og um- talsverð hagræðing skili sér í flutn- ingsverði. Einnig hafi BM Flutningar og Flutningsmiðlunin Jónar samein- ast undir nafninu Jónar Transport en það er að öllu leyti í eigu Samskipa og er stærsta fyrirtækið á sviði alþjóð- legrar flutningsmiðlunar á Íslandi. Aðspurður um horfur á þessu ári segir Ólafur að þetta ár fari ágætlega af stað þótt menn horfi fram á sam- dráttareinkenni í flutningum til landsins. „Þá eru fiskiskipin stopp og það kemur niður á okkur eins og öðr- um. Krónan hefur sigið umtalsvert núna og það hefur áhrif á skuldaliðina en þegar það gerist svona snemma á árinu þá vinnum við það hins vegar umtalsvert inn í tekjum síðar árinu. Vinnumarkaðurinn er miklu betri, bæði almenni markaðurinn og upp- lýsingageirinn. Við ætlum að halda áfram að vinna úr okkur málum og ætlum að efla samstarfið viðerlend félög á þeim flutningaleiðum sem við erum inni á.“ Tap af rekstri Samskipa Hækkandi olíuverð til skipa Samskipa er ein skýringin á verri afkomu félagsins. TAP af rekstri Verðbréfastofunnar hf. nam 43 milljónum króna á árinu 2000, samanborið við 30 milljóna króna hagnað árið áður. Í tilkynn- ingu frá Verðbréfastofunni segir að mest muni um óinnleyst gengistap vegna verðbréfaeignar. Heildarvelta Verðbréfastofunnar á árinu 2000 var 192 milljónir króna og jókst um 23% milli ára. Veltufé frá rekstri nam 52 milljónum sem er 10 milljóna króna aukning frá fyrra ári. Eigið fé fyrirtækisins var í árs- lok 187 milljónir króna og hlutafé er 106 milljónir. Hluthafar í Verðbréfa- stofunni eru 68 talsins. Tveir sjóðir Carnegie með fram- úrskarandi ávöxtun Í tilkynningu Verðbréfastofunnar segir að starfsemi fyrirtækisins byggist sem fyrr á almennri verð- bréfamiðlun bæði með hlutabréf og skuldabréf. Sá þáttur sem vaxið hafi hvað mest í starfseminni séu við- skipti með húsbréf. Verðbréfastofan hefur selt sjóði Carnegie á Íslandi í rúm þrjú ár og segir í tilkynningunni að ávöxtun þeirra hafi verið mjög viðunandi á síðasta ári. Tveir sjóðir hafi sýnt framúrskarandi ávöxtun, þ.e. Medic- al-sjóðurinn og Heilsusjóðurinn. Ný stjórn Verðbréfastofunnar hf. var kjörin á aðalfundi félagsins 10. apríl síðastliðinn en hana skipa Hilmar B. Baldursson, formaður, Gunnar G. Schram, Stefán Gunnars- son, Kristján Gíslason og Kristján Þorbergsson. Sigurður Valdimars- son, stjórnarmaður, lést í janúar síð- astliðnum og Hallgrímur Guð- mundsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, en hann tekur sæti í varastjórn ásamt Magn- úsi Kristinssyni. Heildarvelta jókst um 23% Tap Verðbréfastofunnar hf. 43 milljónir árið 2000 LÍTIL viðskipti voru með hlutabréf í Baugi í gær þrátt fyrir að greint hafi verið frá því á skírdag að Baugur hefði keypt bandarísku lágvöruverðs- keðjuna Bill’s Dollar Stores. Verð hlutabréfa í Baugi lækkaði um 0,8% í gær, fór gengið úr 12,10 í 12,00. Alls urðu sjö viðskipti með bréfin fyrir um 7 milljónir króna. Sérfræðingar á ís- lenskum fjármálamarkaði eru tregir til að leggja mat á viðskipti með bréf í Baugi og verð bréfanna að svo stöddu vegna skorts á upplýsingum. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningadeildar Búnaðar- bankans, telur þó að fréttir af kaup- unum á Bill’s Dollar Stores nú ættu í sjálfu sér ekki að leiða til hækkana á gengi bréfanna enda hafi legið fyrir í nokkurn tíma að félagið væri að leita að vaxtartækifærum í Bandaríkjun- um. Hún segir mjög lítil viðskipti hafa verið með bréf Baugs undanfarna mánuði, verðmyndun hafi því ekki verið sérlega virk og gengið hafi hald- ist fremur stöðugt frá því um mitt síð- asta ár. „Félagið er með mjög metnaðar- fullar áætlanir og það vakna óneitan- lega spurningar um hvort menn séu að dreifa kröftum sínum of víða. Á árinu hyggst félagið opna stærstu verslunarmiðstöð landsins, kaupa og endurskipuleggja rekstur Bill’s Doll- ar Stores í Bandaríkjunum, útvíkka starfsemi sína í lyfjaverslun í Noregi og opna fataverslanir á Norðurlönd- um. Þá er félagið með samning um kauprétt á bréfum Arcadia í Bret- landi. Þetta eru vissulega spennandi tímar og möguleikarnir miklir. Félag- ið stefnir á gríðarleg umsvif á mörg- um sviðum í ólíkum löndum. Slíkt krefst sterkrar og mjög markvissrar stjórnunar,“ sagði Edda Rós. „Rétt er að hafa í huga að á síðasta ári var veltufé frá rekstri Baugs-sam- stæðunnar um 1,3 milljarðar og hand- bært fé frá rekstri rúmur milljarður. Félagið er með heimild fyrir 500 milljón króna hlutafjáraukningu, sem eru um 6 milljarðar að markaðsvirði miðað við núverandi gengi. Kauprétt- urinn í Arcadia gildir til áramóta. Gengi bréfa í Arcadia hefur hækkað um 40% frá því að Baugur tilkynnti um samninginn og markaðsaðilar í Bretlandi spá enn frekari hækkunum. Því eigum við von á að kaupréttar- samningurinn sé fremur hagstæður og gerum jafnvel ráð fyrir að félagið muni innleysa hluta hagnaðarins á árinu.“ Lítil viðskipti með bréf í Baugi STUTTFRÉTTIR ● Í NÝJUSTU skýrslu OECD segir að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera á varðbergi gagnvart þeirri áhættu sem stærri bankar hafa tekið á sig og minnka þannig áhrif breytinga á ytri skilyrðum á fjármálamarkað. Að auki kunni að þurfa að hækka lög- bundna eiginfjárkröfu, endurmeta áhættuskuldbindingar og leggja meira til hliðar á afskriftareikning út- lána. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins (FME), segir fyllstu ástæðu til að taka athugasemdir OECD alvarlega og að þessi sjón- armið séu mjög í takt við það sem FME hafi sett fram. Til dæmis hafi FME bent á að afskriftahlutfall hafi lækkað samhliða verulegri aukningu útlána. Þá hafi OECD fjallað sér- staklega um CAD-hlutfallið og þeirri skoðun verið lýst að engin fjár- málastofnun ætti að vera undir 10% þó lögbundin neðri mörk séu 8%. FME hafi einnig verið þeirrar skoð- unar að lánastofnanir ættu ekki að nota víkjandi lán til að komast yfir lögbundið 8% lágmark miðað við nú- verandi aðstæður. Páll Gunnar segir 8% hlutfallið miðast við stærri al- þjóðlega banka með meiri áhættu- dreifingu. FME hafi einnig lagt áherslu á að minni fjármálastofnanir hér á landi hafi töluvert hærra hlut- fall en 10%. Páll Gunnar segir FME hafa átt í viðræðum við lánastofnanir um þessi atriði og mætt þar vaxandi skilningi. Ekki sé annað að sjá en þær taki athugasemdir af þessu tagi alvarlega. OECD mælir með auknu eftirliti ● NÝ verðbólguspá Gjaldeyrismála, sem Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. gefa út, gerir ráð fyrir að í maí hækki vísitala neysluverðs um á bilinu 0,7– 1,1% en spáin er gerð í ljósi vísitölu neysluverðs sem birt var fyrir páska. Vísitala neysluverðs í apríl hækkaði langt umfram spá Gjaldeyrismála frá 26. mars síðastliðnum og reyndist hækkunin, 1,2%, tvöfalt meiri en efri mörk spárinnar. Verð á innfluttum varningi hækkaði umfram forsendur spárinnar. Matur og föt hækkuðu umtalsvert en þó var gert ráð fyrir verðhækkun fata vegna þverrandi lækkunaráhrifa útsala. Þá hækkaði fasteignaverð áfram þvert á vænt- ingar. Auk mikillar hækkunar neyslu- vísitölu í apríl hefur gengi krónunnar lækkaði meira í mánuðinum en gert var ráð. „Leiðir þetta til nokkurrar hækkunar spárinnar. Frá upphafi til loka þessa árs (jan/jan) er gert ráð fyrir um 4,7% verðbólgu. Eins og und- anfarna mánuði eru margir óvissu- þættir í verðlagsmálum. Þar standa upp úr þróun olíuverðs og gengis og staða kjaramála. Spáin gerir ekki ráð fyrir umtalsverðu sigi krónunnar um- fram það sem orðið er,“ segir í Gjald- eyrismálum. Spáir 0,7–1,1% vísitöluhækkun ● STJÓRN Línu.Nets mun fjalla um það á fundi sínum næstkomandi mánudag hvort gerðardómur í máli Línu.Nets og Irju verði lagður fram borgarfulltrúum til upplýsingar, en á fundi borgarstjórnar fyrir páska ósk- aði Inga Jóna Þórðardóttir oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn eftir því að gerðardómurinn yrði lagður fram. Á fundinum sagði Helgi Hjörv- ar forseti borgarstjórnar að sér þætti sjálfsagt sem einn af fulltrúum Orku- veitu Reykjavíkur í stjórn fyrirtæk- isins að taka þá beiðni upp við stjórn Línu.Nets og fá um hana fjallað á næsta fundi stjórnar. Hver niður- staða þeirrar umfjöllunar yrði gæti hann ekki sagt um fyrirfram en sér þætti beiðnin sjálfsögð og eðlileg. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Helgi að næsti stjórnarfundur Línu.Nets verði á mánudaginn og ef stjórnin yrði við beiðninni verði hægt að leggja dóminn fyrir í borgarráði strax á þriðjudag eða miðvikudag. Beiðni um gerð- ardóm vegna kaupa á Irju Ytri skilyrði félagsins á síðasta ári öll mjög mótdræg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.