Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 35 ÝMISS konar sýningar hafa verið haldnar í sýningarsal Grafíkfélagsins í Hafnarhúsinu, fæstar þeirra hafa þó beinlínis skarað starfsemi sjálfs verk- stæðisins á staðnum, ef nokkur. Vægi þess óumdeilanlegt að þar séu jafn- aðarlega uppi vel undirbúnar og for- vitnilegar sýningar, sem opni augu gests og gangandi fyrir eðli grafík- lista og þrykktækni yfirhöfuð. Í það heila mikilvægi hins staðbundna vett- vangs, en minni áhersla lögð á tæki- færissýningar einstaklinga. Um þessar mundir er þar uppi sýn- ing sem kemur félagsmönnum og áhugafólki um grafík nokkuð við, einkum á tímum er þrykkið sjálft eitt og sér hefur öðlast svo miklar vin- sældir að svo er sem margur hafi gleymt sjálfri upprunalegu tækninni að baki. Tækniheimi sem úreldist aldrei og býður upp á mikla mögu- leika og er svo undursamlegur að inn- vígðir falla iðulega í stafi yfir hand- bragði listamanna fortíðar og tjákrafti myndanna. Þykir svo merki- legur að þjóðlistasöfn hafa mörg hver sérstakar deildir, Grafik Kabinett, innan vébanda sinna. Mikil áhersla lögð á þennan afmarkaða geira í hinu nýja og risastóra þjóðlistasafni, Kunstforum, í Berlín, og vert er að geta einstæðrar eignar British Mus- eum í London á fyrri alda listgrafík. Hins vegar sinntu menn ekki sem skyldi hinni miklu og fágætu eign Ríkislistasafnsins í Kaupmannahöfn á grafíkblöðum við hinar gagngeru og umndeildu breytingar á byggingunni fyrir nokkrum árum, sem vakti eðli- lega forundran og óvægar athuga- semdir. Sér í lagi eftir að menn upp- götvuðu svo hvernig þeir í Berlín höguðu hér málum, en þá var of seint að vera gáfaður. Sýningin í Hafnarhúsinu er um margt merkileg, en alltof smá í snið- um til að hún megni að opna augu al- mennings fyrir því hvað hér er á ferð- inni, getur þó boðað tímamót um aukið upplýsingaflæði á þessa hluti. Veki hún forvitni safnstjóra borgar- innar um stærri úttekt á vettvangin- um væri til mikils unnið því þekking almennings á listgrafík er mjög brotakennd og ábótavant, að ekki sé fastar að orði kveðið. Um að ræða ör- lítið sýnishorn á vinnubrögðum nokk- urra listamanna sem unnið hafa í ljós- myndaætingu, photogravure, þar á meðal ekki minni bóga en Edvard Steichen (1874-1973) sem var sam- verkamaður Alfreds Stieglitz (1864- 1946) um útgáfu ritsins Camera Works 1903-17, svo og Eli Ponsaing (f. 1922) sem er sennilega nafnkennd- astur á Norðurlöndum fyrir tilraunir sínar á sviðinu. Líkast til hefði verið mun áhrifameira að leggja áherslu á þessa tvo, slagkrafturinn meiri og upplýsingastreymið gildara. Eli Ponsaing er helst þekktur fyrir rannsóknir sínar á möguleikum þrykktækninnar, einkum á sviði steinætinga og ljósmyndagrafíkur og hefur gert ýmsar merkar uppgötvan- ir á sviðinu. Og þar sem verk hans eru einna fyrirferðarmest á sýningunni og segja helst frá því hvað hér er á ferðinni má vera rétt að fara nánar í saumana á ferli hans: Ponsaing kom að listakademíunni í Kaupmannahöfn 1951 í því augnamiði að læra skerm- þrykk, þ.e. sáldþrykk, sem menn þekkja helst undir heitinu silkiþrykk hér á landi, og með tímanum var hann með í að þróa þá sérstöku tækni. Með- al tilrauna hans var að yfirfæra mál- verk á silkið og á fimmta og sjötta áratugnum þróaði hann ásamt fleiri listamönnum silkiþrykkið til fullgilds og með tímanum viðurkennds graf- ísks tjáningarmeðals. Ekki veit ég fullkomlega hvaða kennara hann hafði upprunalega, en hann komst fljótlega í kynni við hinn norska Reid- ar Magnus (1896-1968) sem var við- loðandi á grafíkverkstæðinu í kjallar- anum og seinna mikilvægur leið- beinandi í steinþrykki. Líkt og skrifari tók eftir og naut góðs af í vinnu sinni á verkstæðinu 1955-56, varð Ponsaing nokkrum árum seinna upptendraður af tilraunum Magnusar með asfalt og gat leiðbeint honum við að brenna krítarteikningu inn í asfalt- borinn steininn, sem Magnus hafði ítrekað reynt án árangurs. Hinn nafn- kenndi grafíklistamaður Palle Niel- sen (1920-2000) þá nýorðinn prófess- or tók eftir þessum tilraunum nemendanna og fékk mikinn áhuga á þeim, kallaði Ponsaing til sín og varð það til ævilangrar samvinnu þeirra. Tæknin reyndist henta list Palle Niel- sen vel og nú sem framvegis þrykkti Ponsaing allar myndir sem meistar- inn útfærði í henni, í sameiningu þróuðu þeir steinætinguna til sjálf- stæðs grafísks tjámeðals. Árið 1968 var Ponsaing skipaður lektor og um- sjónarmaður á verkstæðum grafíska skólans og var þar ómetanlegur starfskraftur í 24 ár. Árið 1982 upp- götvaði Ponsaing möguleikann á að þrykkja rastarlausa ljósmynd (helio- grafi) með því að lýsa sömu offsetplöt- una mörgum sinnum, sjö árum seinna fann hann upp aðferð til að þrykkja ljósmyndagrafík frá fjölliða ljós- myndaplötu (fotopolymerplötu), sum- ir segja mikilvægustu uppgötvun á sviði listgrafíkur á seinni tímum. Eli Ponsaing var þannig eins konar Stanley William Hayter norðursins, en sá rak heimsfrægt verkstæði í Par- ís. Hefði án nokkurs vafa haft mikla þýðingu að vera hér sem á fleiri svið- um t.d. múr- og rýmislist í góðu og jarðtengdu sambandi við listakadem- íuna í Kaupmannahöfn. Komið enn eitt lýsandi dæmi þess hvað fór for- görðum hjá okkur með því að klippa á allt menningarsamband við Dani við lýðveldisstofnunina og íklæðast skartklæðum keisarans. Af ofan- skráðu má væntanlega ráða að um merkilegan framníng er að ræða hjá grafíkfélaginu, þótt lítill og ófullnægj- andi sé. Hefur meiri þýðingu að bregða ljósi á hann með skilmerki- legri frásögn af einum listamannanna en sitt lítið af hverju um alla. Sýningin er sett upp í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og ligg- ur frammi upplýsandi sýningarskrá ásamt tímaritinu grafiknytt, sem gef- ið er út af sænska grafíkfélaginu í Stokkhólmi. Ljósmyndaætingar MYNDLIST Í s l e n z k g r a f í k Edward Steichen/ Lennart Olsen, Lasse Mellberg/Samuel Lindskog Mari Bachström/ Helgi Snær Sig- urðsson, Björn Bredström/ Eli Ponsaing. Opið fimmtudaga– sunnudaga frá 14-18. Til 29. apríl. Aðgangur ókeypis. „PHOTOGRAVURE“ Eli Ponsaing, Fjöður, 1996. Eli Ponsaing, sjálfsmynd, á sýningunni hjá Grafíkfélaginu. Bragi Ásgeirsson MEÐAN á sýningu þeirra Blöndu- ósinga stóð rifjaðist upp fyrir mér að gagnrýnandi Morgunblaðsins hafði þau orð um leikritið Í hvítu myrkri eftir frumsýningu í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma (1996) að Karl Ágúst Úlfs- son hefði skrifað klassískt leikrit. Ekki varð merking þeirra orða neitt ljósari fyrir mér eftir sýningu Leik- félags Blönduóss, en hitt varð alveg ljóst í mínum huga að eitt erfiðasta verkefni sem áhugaleikarar geta tek- ist á hendur er að túlka samtímaleik- rit í raunsæisstíl. Það hentar síst áhugaleikurum að leika lítið „út“ en því meira „inn“. Leikrit þar sem tæki- færi gefst til ofleiks, týpusköpunar, söngs, jafnvel dans, að fara í búning annars tímabils eða sprella með verk- ið eru öll betur fallin til flutnings áhugamanna en grafalvarlegt raun- sæisverk af því tagi sem Í hvítu myrkri er. Vissulega eru á þessu und- antekningar sem sanna þó ekki neitt. Í hvítu myrkri gerist um hávetur á litlu niðurníddu hóteli í ónefndu sjáv- arplássi í ónefndum firði. Þessa nótt geisar óveður og þær Kata hótelstýra og Brynja starfsstúlka hafa áhyggjur af þeim sem eru að berjast við veðrið, bæði til sjós og lands. Áætlunarbíllinn verður innlyksa með bílstjórann og einn farþega, konuna Mörtu, en geð- veikur piltur, Bjarni, bíður þess að komast suður með rútunni. Um nótt- ina þegar Jakob gröfustjóri – bróðir Bjarna og kærasti Brynju – kemur hrakinn og kaldur á hótelið hefst mik- ið uppgjör þar sem í ljós kemur að Kata, Marta, Jakob og Bjarni eiga sér ófagra sameiginlega sögu. Með svona verk í höndunum verður ekki framhjá því horft að ef ekki tekst að skipa í hlutverk þannig að sæmi- legt jafnræði sé með leikendum þá er betur heima setið en af stað farið. Þetta er sagt þar sem tæplega gengur að setja 15 ára ungling í hlutverk Brynju, þunglyndrar konu á þrítugs- aldri. Engu að síður kom Dagný Kristjánsdóttir ýmsu til skila í tilfinn- ingalífi persónunnar sem ætla mætti að svo ung stúlka ætti erfitt með að setja sig inn í. Dagný er greinilega efnileg leikkona. Guðmundur Karl Ellertsson í hlutverki gröfustjórans Jakobs naut sín ekki að ráði fyrr en í lokaatriðinu er hann gat beitt sér af krafti. Margt af því sem miður fer í þess- ari sýningu verður að skrifast á reikn- ing leikstjórans, þar sem hann hefur ekki unnið af nauðsynlegri natni við smáatriði textans sem eru þó lyklarn- ir að persónusköpuninni af hálfu höf- undarins. Dæmi sem tilfæra má er viðkvæði rútubílstjórans, „hjartað mitt“; ef þetta er ekki notað sem ein- kenni um persónulegan talanda er betra að sleppa því. Fleiri tækifæri til að gæða persónurnar lífi og lit voru einnig ónotuð, hótelstýran Kata á sér skrautlega sögu og hefði sem hægast mátt gera sér einhvern mat úr því. Egill Pálsson í hlutverki hins geð- veika Bjarna vann samúð áhorfenda og lagði þannig stóran skerf af mörk- um svo verkið kæmist heillegt til skila. Vafalaust þykir aðstandendum sýningarinnar súrt í broti að undirrit- aður hafi ekki hrifist meira af sýningu þeirra en raun er á. Vissulega er góðra gjalda vert að takast á við ís- lenska dramatík fremur en útlenda farsa svo að andstæður séu nefndar, og áhugaleikarar búa við það frelsi að geta valið sér það verkefni sem þeim sýnist og leikið eins og þeim sýnist. Hér er það gert með þeim hætti að taka verður viljann fyrir verkið og vonandi færir þetta leikurum á Blönduósi heim sanninn um að ekki er allt sem sýnist og það sem virðist ein- falt og öruggt er það alls ekki þegar kemur að túlkun á leiksviði. Því nær sjálfum sér í tíma og rúmi sem leik- arinn fer því erfiðara reynist honum oft að koma því frá sér. Hvítt myrkur á Blönduósi LEIKLIST L e i k f é l a g B l ö n d u ó s s Eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Guðmundur J. Haralds- son. Leikarar: Guðmundur Karl Ellertsson, Dagný Kristjánsdóttir, Egill Pálsson, Jófríður Jónsdóttir, Þórarinn Torfason, Ragna Peta Hámundardóttir. Laugardagur 14. apríl. Í HVÍTU MYRKRI Hávar Sigurjónsson Í RÓMANTÍSKU gamanmyndinni „The Wedding Planner“ leikur JLo, eins og leikkonan/söngkonan Jennifer Lopez er farin að kalla sig, ráðgjafa við framkvæmd brúðkaupa, einskon- ar brúðkaupsverkfræðing. Allt geng- ur henni í haginn í starfi en einkalífið er aumara; sjálfur brúðkaupsverk- fræðingurinn á engan kærasta. En svo gerist það að stórkostlega mynd- arlegur læknir bjargar henni frá slysi og allt stefnir til betri vegar þar til JLo kemst að því að læknirinn fjall- myndarlegi er brúðguminn í næsta brúðkaupi sem hún á að stjórna. Úr því verður furðulega döpur og alvöruhlaðin grínmynd sem handrits- höfundarnir Pamela Falk og Michael Ellis eiga ákaflega erfitt með að lífga upp. Ekki tekst leikstjóranum Adam Shankman það heldur enda ákaflega upptekinn af forsíðufegurð aðalleik- aranna sinna; maður getur ímyndað sér að það hafi farið jafnmikill tími í að farða þá og tók að smíða leikmynd- irnar. Þeir eru flekklausar fegurðar- dísir. Hvert pensilstrik er dregið af nákvæmni listamanns. Svo McCon- aughey virki ekki sá gersamlega inn- antómi læknir sem hann leikur, eru sett á hann greindarleg gleraugu, sem er gamalt Hollywood-trix til þess að setja ábúðarmikinn svip á inni- haldslausar umbúðir. JLo má vart mæla fyrir bæði innri og ytri fegurð. Hún á enga vini nema gamalmenni sem skoppa í kringum aldraðan föður hennar og hún er reiðubúin að giftast vita vonlausum Ítala bara fyrir pabba sinn. Svo myndin snertir aldrei jörðina enda gerð í þeim stórstjörnustíl Hollywood-mynda sem er bæði gam- aldags og væminn en ætlar seint að verða útdauður. Þegar svona vellu- myndir eru gerðar í Hollywood er sagt að þær séu konumyndir. Það er ekki fallega sagt um konur. Lopez og læknirinn KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , L a u g a r - á s b í ó o g B o r g a r b í ó A k u r e y r i Leikstjóri: Adam Shankman. Fram- leiðandi: Peter Abrams. Handrit: Pamela Falk og Michael Ellis. Aðal- hlutverk: Jennifer Lopez, Matthew McConaughey, Bridget Wilson, Alex Rocco. 120 mín. „THE WEDDING PLANNER“1 ⁄2 Arnaldur Indriðason SUÐUR um höfin er yfirskrift þriggja sólartónleika kvennakórs- ins Léttsveit Reykjavíkur og mun kórinn með þeim fagna sumri. Tón- leikarnir verða haldnir í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, og verða þeir fyrstu á morgun kl. 17. Aðrir tónleikar verða laugardagskvöldið 21. apríl kl. 20 og þriðju og síðustu tónleikarnir kl. 20 þriðjudags- kvöldið 24. apríl. Sungin verða ýmis lög úr suðri m.a. eftir Ricardo Rodriguez, Serr- ani, Sigfús Halldórsson og Pál Torfa Önundarson. Með kórnum syngja 3 söngkonur, þær Björk Jónsdóttir, sópran, Signý Sæmunds- dóttir, sópran ásamt Jóhönnu Þór- hallsdóttur, alt og undirleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó- leikari. Léttsveitin er skipuð hundr- að og tíu konum. Aðalheiður Þorsteinsdóttir hefur útsett flest lögin sem sungin verða og annast hún undirleik ásamt hljómsveit skipaðri gítarleikur- unum Einari Kristjáni Einarssyni og Kristni Árnasyni og bassaleik- aranum Jóni Skugga. Úr röðum kórsins koma fram Ása Bjarnadótt- ir sópran sem syngur einsöng og Stína bongó slagverksleikari. Stjórnandi kórsins er Jóhanna Þórhallsdóttir. Suður um höfin með Léttsveit Reykjavíkur MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barna- leikritið Langafi prakkari í Stóru- Vogaskóla í dag kl. 17.15. Leikritið, sem er eftir Pétur Egg- erz, byggist á sögum Sigrúnar Eld- járn, Langafi drullumallar og Langafi prakkari. Þar segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar. Þó langafi sé blindur og gamall er hann alltaf tilbúinn að taka þátt í einhverjum skemmtilegum uppátækjum með Önnu litlu. Hann passar hana á daginn þegar pabbi hennar og mamma eru í vinnunni. Langafi og Anna eru leikin af þeim Bjarna Ingvarssyni og Aino Freyju Järvelä, leikstjóri Pétur Eggerz. Miðaverð er 1.000 kr. Langafi prakk- ari í Vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.