Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stórsekkir Algengar tegundir fyrirliggjandi Útvegum allar stærðir og gerðir Tæknileg ráðgjöf Bernh. Petersen ehf., Ánanaust 15, 101 Reykjavík, sími 551 1570, fax 552 8575. Netfang: steinpet@simnet.is NÚ styttist í að tveir tugir ára eru liðnir frá því að grunnurinn að núgild- andi lögum um stjórn fiskveiða var lagður. Allar götur síðan hafa sjávarútvegurinn og sjávarbyggðirnar mátt búa við þá fjötra sem í lögunum felast. Í upphafi létu þó flestir sér fátt um finnast, því hvað kom mönnum við þó að ein og ein máttarstoð í litlu byggðarlagi væri brostin, eða væri að bresta. Og séð væri að þeir sem við máttu búa gætu fátt til varnar unnið þrátt fyrir góðan vilja. Það var einmitt svo komið árið 1983 í Patrekshreppi þegar lög um stjórn fiskveiða voru í smíðum. Því ákvað hreppsnefnd Patrekshrepps að fara á fund sjávarútvegsnefnd- ar Alþingis, ásamt fulltrúum verkalýðsfélags og útvegsmanna stærri skipa og smábáta. Eftir að við höfðum flutt mál okkar, sem bar nokkurn árangur á þeim tíma miðað við frumgerð lag- anna, þá er mér efst í huga spurn- ing frá Valdimar Indriðasyni, for- manni sjávarútvegsnefndar, hvernig stæði á komu okkar þar sem sjávarútvegsnefnd hefði leitað umsagnar allra aðila sem við vær- um fulltrúar fyrir. Hann nefndi því til staðfestingar Samband sveitar- félaga, Sjómannasambandið, ASÍ, LÍÚ o.fl. Þeir væru allir búnir að gefa jákvæða umsögn. Lengi vel töldu þeir, sem nú telja sig hagsmuna- aðila, málið ekki koma sérvið. Þeirra hlut- verk væri fyrst og fremst að reka sveit- arfélög og/eða að sækja bætt launakjör til handa sínu fólki og virtist þá stundum engu máli skipta hvort gert væri út eða ekki. Nema LÍÚ for- ystan sem hefur talið frá upphafi að hún ein ætti þau lög sem gild- andi eru um stjórn fiskveiða og kinokar sér ekki við að snupra stjórnvöld fari þau ekki eftir í einu og öllu þeim vilja sem þeir hafa til þróunar byggðar í landinu. Á þessu sviði hafa þeir engu gleymt þó komin sé ný öld og hóta málsókn ef ekki verður strik- að yfir rekstrargrundvöll vel flestra smábáta! Hóta nú að ganga götu Valdimars Jóhannessonar sem ekki var vitað fyrr en nú að Kristján og Co hefðu sérstakt dá- læti á, en kjósa um leið að loka augunum fyrir því að smábátar ásamt örfáum hefðbundnum ver- tíðarbátum hafa tekið við því hlut- verki að afla fisks fyrir þau byggð- arlög sem áður byggðust upp á útgerð stærri báta og togara. Úgerðarflokkum sem fórnað hefur verið á samrunabrautinni, sem þekkt er nú í seinni tíð og tók við af gjaldþrotagötunni sem áður var gengin, en þótti nokkuð grýtt og útlitsljót, sérstaklega fyrir stjórn- mála- og forystumenn Byggða- stofnunar. Því má spyrja hvort það séu ekki fleiri sem geti höfðað mál útaf lögum um stjórn fiskveiða, ef forysta LÍÚ er komin að fótum fram vegna undanlátssemi stjórn- valda til handa smábátum. Velvilji stjórnvalda til veiða smábáta Víst er hægt að skilja vonbrigði forystu LÍÚ þegar litið er til þess að í upphafi var reiknað aflamark krókabáta 2,18% af úthlutuðu þorskaflamarki, en er nú 13,75%. Svo er fyrir að þakka góðum mál- stað, markvissri forystu LS og vel- vilja stjórnvalda. Ætla má að velvild stjórnvalda byggist ekki síst á þeirri stað- reynd að aflamarksskipin eru ekki lengur til og eina vonin til að byggð legðist ekki í auðn væri sú að þeir útgerðarmenn og sjómenn sem þurft hafa að sjá á eftir skip- um sínum siglandi burt á hafi hag- ræðingar, væru tilbúnir til að halda áfram baráttunni fyrir betri byggð eins og áður. En nú skal reitt til höggs ef marka má yfirlýs- ingar síðustu daga. Viðvörunar- ljós blikka Eins ber að hafa í huga að meirihluti þeirra, ef ekki allir, sem völdu þorskaflahámark gerði það á grundvelli þess að veiðar eru frjálsar í ýsu, steinbít og ufsa. Um það var samið og verður ekki af hendi látið átakalaust frekar en annað sem náðst hefur í samn- ingum við stjórnvöld um rekstr- argrundvöll krókabáta. Ekki síst þegar í ljós hefur komið að núver- andi lög um stjórn fiskveiða eru sett á röngum forsendum hvað krókabáta varðar, sbr. álitsgerð prófessors Sigurðar Líndals og Skúla Magnússonar lektors við HÍ. Því verður vart trúað að þing- menn láti slíkt átölulaust. Jafn- framt skal að það minnt að króka- bátar, jafnt í þorskaflahámarki sem dagabátar, eru háðir stærð- artakmörkunum, á meðan afla- marksskipin má stækka að vild. Enn fremur að bátar í dagakerfi mega aðeins veiða á handfæri og þorskaflahámarksbátar á handfæri eða línu. Sagt er að línuveiðar séu dýr útgerðarmáti en með tilliti til þess möguleika sem felst í því frelsi sem er í þorskaflahámarks- kerfinu, þá er það mögulegt. Ætla má að mörgum útgerðarmanninum í aflamarkskerfinu þætti sér þröngt skorinn stakkurinn ef hann fengi ekki að ráða í hvaða veið- arfæri hann veiddi sitt aflamark. Eins og sagði í upphafi eru nær tveir tugir ára frá því að grund- völlur þeirra laga sem gilda um stjórn fiskveiða var lagður. Frá þeim tíma hafa ótal breytingar verið gerðar til að festa grundvöll- inn frekar í sessi. Því verður æ erfiðara að koma á skipulagi svo að öllum líki, þar sem þeir sem til voru í upphafi eru löngu horfnir á braut og aðrir teknir við með til- heyrandi skuldsetningu. Af þeim sökum hlýtur það að vera óðs manns æði ef núgildandi lög um stjórn fiskveiða verða látin koma til framkvæmda 1. september nk. Það þarf pólitískan kjark Mig langar að lokum að leggja til tvennt fyrir utan að núgildandi lög verði sett í alkul. Í fyrsta lagi að Kvótaþing verði lagt af. Sjáv- arútvegsráðherra telur það hluta af kjarasamningi sjómanna og út- vegsmanna, en hvorugur vill við krógann kannast. Í öðru lagi að byggðirnar sjálfar fái nokkra hlut- deild í því aflamarki sem úthlutað er í auðlind Íslandsmiða. Aukið yrði við allar kvótabundn- ar tegundir um 10%. Aukingin rynni til útgerðarstaða í sama hlutfalli og aflamarkið fór á hverj- um tíma. Við meðferð veiðiheim- ildar lytu viðkomandi sveitastjórn- ir ákveðnum reglum. Helmingi af úthlutuðu aflamarki ættu handhaf- ar aflamarks forleigurétt á, en af- gangurinn yrði leigður til þeirra sem hefðu ekki yfir aflamarki að ráða en væru í útgerð og hefðu lagt upp afla á næsta fiskveiðiári á undan úthlutun. Leigugjald mætti aldrei vera meira en 50% af mark- aðsverði á kvóta hvers tíma. Hafi sveitarstjórnir ekki úthlutað innan 3 mánaða skal veiðiheimildin boðin út á frjálsum kvótamarkaði og seld hæstbjóðanda. Á móti kæmi að úthlutuð afla- hlutdeild yrði óbreytt næstu 2 ár- in. Hjörleifur Guðmundsson Fiskveiðistjórn Ætla má að mörgum út- gerðarmanninum í afla- markskerfinu þætti sér þröngt skorinn stakk- urinn, segir Hjörleifur Guðmundsson, ef hann fengi ekki að ráða í hvaða veiðarfæri hann veiddi sitt aflamark. Höfundur er trillukarl á Patreksfirði. Almenningur standi vörð um veiðar smábáta Á FJÖLSÓTTU og velheppnuðu málþingi um sýningahald, sögustaði og viðskipti við ferðamenn, sem haldið var fyrir skömmu, kom fram mikill áhugi á að auka samstarf menningarstofnana, verslunar og ferðaþjónustu. Á málþinginu var fjallað um það sem vel hefur tekist í samstarfi þessara greina hérlendis og hvað er ógert. Rætt var um hvernig mætti efla gæðavitund þeirra sem þjónustuna veita hér- lendis og kynnt ný áform í upp- byggingu ferðaþjónustu á lands- byggðinni. Fyrirlesarar frá Bretlandi og Noregi miðluðu af reynslu sinni að þessu leyti og kynntu margar góðar hugmyndir um hvernig mætti efla menningar- tengda ferðaþjónustu og verslun hérlendis. Fjölbreytileg safnaflóra Íslensk söfn og safnatengdar stofnanir eru nú rúmlega sjötíu talsins og dreifast um allt land. Stærstu sérsöfnin eru í Reykjavík en um allt land eru byggða- og minjasöfn sem endurspegla sögu og sérkenni hinna ýmsu landshluta og þátta í sögu þjóðarinnar. Söfnin eru afar fjölbreytileg en markmið flestra þeirra er að varðveita og miðla sögu og þekkingu til almenn- ings. Á sama tíma og sprenging hefur orðið í ferðaþjónustu víðs vegar um heim hefur framboð á hvers konar afþreyingu aukist gífurlega. Selj- endur ferðaþjónustu þurfa að laga sig að þessum breytingum og söfnin eru þar engin undantekning. Und- irritaður hefur skoðað mörg söfn á ferðalögum um Ameríku og Evrópu og getur borið vitni um að á sl. 10 árum hafa þar orðið ótrúlegar fram- farir við miðlun og framsetningu í safnaheiminum. Þar ræður óþrjót- andi hugmyndaauðgi ríkjum og gengið er út frá því að fræðsla geti verið og eigi að vera skemmtileg. Góð dæmi um þetta eru sjóminja- safnið í Grimsby, sem fjallar um togaraöld Breta, og sambærilegt safn í Barcelona þar sem fjallað er um siglingar og hlut þeirra í gull- skeiði Spánar fyrr á öldum. Bæði söfnin eiga það sameiginlegt að við- fangsefnið er nálgast á svo lifandi og skemmtilegan hátt að gesturinn kemst ekki hjá því að upplifa sög- una og setja sig í spor manna og kvenna frá þessum tíma. Hið sama má segja um hið fræga víkingasafn í Jórvík á Englandi sem er fyrir löngu orðið fyrirmynd annarra safna um allan heim. Mörg íslensk söfn óspennandi Framsæknir aðstandendur safna og sögustaða hérlendis hafa áttað sig á hinni öru þróun erlendis og reyna, þrátt fyrir þröng fjárráð, að hleypa nýju lífi í starfsemina. Gam- an hefur verið að fylgjast með vel- gengni nokkurra sérhæfðra safna á landsbyggðinni þar sem ekki er hik- að við að fara ótroðnar slóðir við að fjalla um sjóminjar og útgerð, versl- unarhætti, landbúnað, heimilisiðnað og atvinnusögu svo eitthvað sé nefnt. Skemmtileg dæmi um þetta eru Síldarminjasafnið á Siglufirði, Byggðasafnið að Skógum og Ósvör í Bolungarvík. Þessi söfn kynna menningu viðkomandi staða en eru einnig mjög upp- lýsandi um horfna lífs- hætti. Margt bendir til þess að íslensk söfn séu of mörg og smá. Því miður hafa fá þeirra svarað kalli tím- ans og mörg eru enn nær því að vera ryk- fallnar minjar en lif- andi og gefandi staðir. Forsvarsmenn fyrir- tækja og aðrir sem fá oft til sín erlenda gesti hafa kvartað yfir því að söfnin séu óaðgengileg, óspennandi og virðist fremur ætluð fræðimönn- um en fjölskyldufólki. Ekki þarf að draga í efa að margir forráðamenn safna eru allir af vilja gerðir til að gera þau skemmtilegri og aðgengi- legri en skortir til þess fjármagn. Hvernig eflum við söfnin? Íslensk söfn þurfa almennt að taka sig verulega á ef þau eiga að vera aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Full ástæða er til þess að hvetja ríki, sveitarfélög og aðra rekstraraðila safna til að ráðast í allsherjar endurskoðun á hlutverki safna í samráði við sérfræðinga í ferðaþjónustu. Þar væri hægt að hafa eftirfarandi hugmyndir til hlið- sjónar:  Mörg söfn þarf að sameina og gera þau öflugri og markvissari.  Taka þarf mið af erlendri safnaþróun og leggja áherslu á að gera söfnin lífleg og skemmtileg. Það á t.d. ekki að vera markmið í sjálfu sér að troða sem flestum munum inn á safnið heldur leggja áherslu á upplifun gestanna og að þeir geti með einhverjum hætti sett sig í spor þeirra sem safnið segir frá.  Nær öll íslensk söfn þurfa að leggja meiri áherslu á að ná til barna og verða þannig skemmti- staður allrar fjölskyld- unnar.  Mörg tækifæri felast í auknu sam- starfi verslunar og safna en á undanförn- um árum hafa erlend söfn aukið sölustarf- semi sína til mikilla muna. Sýna erlendar tölur að af sjálfsaflafé safna kemur stærsti hlutinn oftast frá minjagripaverslunum við útganginn en tekjur af veitingasölu og aðgöngumiðasölu eru mun minni. Flestir ferðamenn líta á það sem ómissandi hluta af heimsókn í safn að koma við í búðinni og marg- ir eyða þar verulegum fjárhæðum.  Öflugur minjagripaiðnaður og stöðug vöruþróun er nauðsynleg forsenda þess að ferðamannaversl- un geti vaxið og dafnað.  Skoða þarf hvort rétt sé að stofna ný söfn til að miðla þekkingu til ferðamanna um margvísleg ís- lensk sérkenni. Erlendir ferðamenn kynnu vafalaust vel að meta safn þar sem áhersla yrði lögð á jarð- fræði og legu landsins og með ýms- um tæknibrellum yrði sýnd ellefu hundruð ára barátta landsmanna við óblíð náttúruöfl; eldgos, jarð- skjálfta, hafís, snjóflóð og mann- skaðaveður á sjó og landi. Einnig má nefna víkingagarð og hitaveitu- safn. Íslensk söfn eru mikil auðlind en frjóar umræður um það hvernig þau geta sinnt hlutverki sínu sem best eru löngu tímabærar. Það er von undirritaðs að umrætt málþing, sem Samtök verslunarinnar áttu m.a frumkvæði að, verði til þess að ráð- ist verði í uppbyggingu í safnamál- um og í þeim efnum takist gott samstarf á milli verslunarinnar og menningarstofnana. Stefán S. Guðjónsson Viðskipti Full ástæða er til þess að hvetja ríki, sveit- arfélög og aðra rekstr- araðila safna, segir Stefán S. Guðjónsson, til að ráðast í alls- herjar endurskoðun á hlutverki safna í sam- ráði við sérfræðinga í ferðaþjónustu. Höf. er framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar – FÍS. Íslensk söfn – auðlind sem má nýta betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.