Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ H vað skilur okkur frá dýrunum? Fyrir nokkur hundruð árum hefði svarið ekki vafist fyrir fólki á Vesturlöndum: Við erum sköpuð í mynd Guðs, hann gaf Adam og Evu eilífa sál en ekki dýrunum. En ein vinsælasta klisja nútímans er að við séum ekkert annað en dýr. Maðurinn sé bara svolítið klárari en hin dýrin og allt tal um yfirburði mannsandans og eilífa sál sé gömul hindurvitni. Sumir segja þetta til að leggja áherslu á vinsemd í garð dýranna og hvetja til að réttindi þeirra séu virt. Málið vandast þegar til dæm- is refurinn ræðst á æðarkolluna, rífur hana í sig og hirðir ekkert um réttindi hennar. Hvort eigum við að styðja rétt hans til að njóta afurða náttúrunnar eða rétt koll- unnar til að lifa? Getum við yfirfært mannréttindi á dýrin og hver hef- ur þá fært okkur réttinn til að úr- skurða í þessum málum ef ekki Skaparinn? Trúin á að mannlífið sé heilagt í öðrum skilningi en annað, jarð- neskt líf er auðvitað þess eðlis að hana er aldrei hægt að rökstyðja til fulls, aldrei er hægt að sanna tilvist Guðs. Sá sem fullyrðir að honum finnist rauð rós fallegri en hvít er að tjá tilfinningar sínar og þarf ekkert að rökstyðja þær. Og sama á við um trú og trúleysi. En erum við bara dýr, hver er munurinn á þeim og okkur? Eitt af því sem strax kemur upp í hug- ann er að mjög fá dæmi eru um að dýr geri eitthvað einfaldlega af því að þau hafa gaman af því. Dýrasálfræðingar eru iðnir við að útskýra fyrir okkur ýmislegt í hegðun spendýra, fugla og ann- arra dýra, hátterni sem virðist vera einskært grín en er fyrst og fremst þjálfun í að bjarga sér í náttúrunni. Kettlingurinn sem eltir boltann er að æfa sig í músa- veiðum. Ef kettir eru heimspek- ingar er hægt að fullyrða að þeir fylgi allir nytsemishyggjunni. Og annað getum við sem engin dýr kunna. Við hlæjum stundum að okkur sjálfum þótt það sé erf- itt, sérstaklega á mánudögum. Hláturinn sýnir að maður sé á ferð en ekki ferfætlingur, kímni og hlátur eru ótvíræð merki um að við séum öðruvísi en dýrin. Það skiptir sköpum að geta brosað gegnum tárin á erfiðum tímum og hlegið þegar okkur lystir. Sérfræðingar í hollustuháttum segja okkur, sumir grafalvarlegir á svipinn, að hægt sé að sanna með tölulegum rökum að hlát- urinn sé hollur, hann lengi lífið. Nú er það alltaf álitamál hvort langt líf er endilega betra en stutt, það hlýtur að fara eftir gæð- unum. En þeir segja að hláturinn sé hollur, hann losi um spennu. Góð áhrif á líkama og geð séu mælanleg og til bóta. Hann er heilsubótarlyf og hláturinn er ódýrari en framleiðsla lyfjaris- anna. Auk þess munu of stórir skammtar vera sjaldgæfir, enginn deyr úr hlátri. Hláturinn er nátengdur öðru fyrirbæri sem er háð og spott og ekki er alltaf jafn saklaust þótt það hafi líka þægileg, spennulos- andi áhrif fyrir aðra en viðfangs- efnið. Nú geta allir í lýðræðis- löndum gert gys að valdhöfum en verða að halda sig innan marka laga um velsæmi og ærumeið- ingar. Ráðamenn fyrr á öldum heftu alltaf tjáningarfrelsið en at- hyglisvert er að kóngar og keis- arar um allan heim litu svo á að þeir yrðu að hafa í sinni þjónustu að minnsta kosti einn þegn sem nyti þeirra sérréttinda að mega segja upp í opið geðið á yfirvald- inu það sem honum fyndist. Hann mátti, einn allra, segja skopsögur á kostnað þjóðhöfð- ingjans, jafnvel ljóstra upp um viðkvæm leyndarmál en þá helst með því að tjá sig í dæmisögum. Eitt mikilvægasta hlutverkið var að koma á framfæri gagnrýni og leyndri óánægju í samfélaginu til að þess að hinn krýndi stæði ekki fyrirvaralaust frammi fyrir upp- reisn. Hirðfíflið varð á seinni hluta miðalda öryggisventill þjóðhöfð- ingjans. Konungshirð sem stóð undir nafni varð að hafa sitt fífl, þau voru við hirðir í Evrópulönd- unum, einnig í Afríku, í Kína og í Japan þótt hefðirnar væru nokk- uð ólíkar eftir menningarheimum. Smekkurinn var misjafn og oft grimmdarlegur. Sumum kóng- unum fannst mest gaman að dvergum eða fólki með herðakistil og aðra líkamlega fötlun. Súleim- an mikli Tyrkjasoldán vildi að dvergarnir væru daufdumbir og þar að auki geltir. Fífl með svipað hlutverk og hjá þjóðhöfðingjanum voru einnig vinsæl hjá auðugum aðalsmönnum, á krám og í hern- um. Búningarnir voru skraut- legir, ósvikið fífl bar húfu af sér- stakri gerð, bjöllur héngu á klæðunum og gjarnan hland- blaðra úr svíni. Að sögn Beatrix Otto, sem ritað hefur bók um sögu hirðfíflanna, gerðist það ekki oft að þeim væri harkalega refsað fyrir ósvífni en dæmi finnast þó um það. Einn frægasti flækingur í sögu Þýskalands, Till Eulenspiegel eða Ugluspegill, var oft í hlutverki hirðfíflsins. Frásagnir af honum eru oft gamlar flökkusagnir en minna sumar á nútímalegar hrekkjasögur og glens. Hann er sagður hafa verið meistari í að pretta þá ríku, hæðast að hræsni og gera sér mat úr snobbi. Eitt sinn tók hann að sér að mála tugi málverka af forfeðrum Danakon- unga en sagði þau vera þeirrar náttúru að eingöngu réttfeðrað fólk gæti séð þau. Ekki var máln- ingarögn á striganum en allir luku lofsorði á hæfileika Ugluspegils. Á allri kímni, hvort sem hún er hvít, grá eða svört, eru alvarlegar hliðar, þær geta verið heilsufars- legar og pólitískar eða af enn öðr- um toga. Afleiðingarnar eru stundum ófyrirsjáanlegar, erlend- is geta menn í versta falli misst höfuðið en hér á landi náð ráða- manna, verst er þó að missa al- menningshylli hafi menn einu sinni öðlast hana. Enginn skyldi því gera grín að almenningi, hin- um veraldlega herra okkar allra. Hlæjandi að þessu Sérfræðingar í hollustuháttum segja okkur, sumir grafalvarlegir á svipinn, að hægt sé að sanna með tölulegum rökum að hláturinn sé hollur, hann lengi lífið. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EINUNGIS 4% ferða á höfuðborgar- svæðinu eru farnar með almenningsvögn- um. Aðrir ferðast með einkabílum. Þetta er þjóðhagslega óhag- kvæmt hlutfall. Skýr- ingin liggur m.a. í rysj- óttu veðurfari, dreifðri byggð og fámenninu sem veldur því að al- menningssamgöngur verða hlutfallslega mjög dýrar. Reykjavík- urborg setur yfir 600 milljónir króna á ári til Strætisvagna Reykja- víkur og dugir þó ekki til. Ekki eru líkur á að nýstofnað byggðasamlag sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu um reksturinn lækki framlag borgarinnar. Leita verður nýrra leiða til þess að gera fýsilegt fyrir borgarbúa að nýta sér þá þjón- ustu sem almenningsvagnar bjóða. Lausnin er þó ekki að þrengja að einkabílnum í gatnakerfi borgarinn- ar eins og stefnt er að. Þegar verið er að skipuleggja miðborgina og ná- grenni hennar verður sú vinna að grundvallast á raunverulegum ferðavenjum almennings og flutn- ingsþörf fyrirtækja í miðbænum. Fyrirmyndir, sem teknar eru hráar frá útlöndum, eiga ekki við hér. Að- alskipulag það sem nú er í gildi gerir ráð fyrir því að „umferðarrýmd“ vestan Elliðaáa verði ekki aukin. Þá gerir skipulagið ráð fyrir því að tak- marka umferð í miðborginni. Hvort tveggja stríðir gegn því að reisa mið- borgina úr þeirri niðurlægingu sem hún er komin í. Tónlistar- og ráðstefnuhús mun efla miðborgina Tónlistar- og ráðstefnuhúsið, sem reisa á sameiginlega af ríki og borg, verður gríðarlega stór framkvæmd. Það mun rísa þar sem nú er Fax- askáli. Í húsinu verða þrír áhorf- endasalir og hugsan- lega einnig bíósalir. Tengt tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu verður 250 herbergja hótel með stækkunarmögu- leika upp í 400 her- bergi. Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi sem taka mun við þeirri bíla- stæðaþörf sem starf- semin mun kalla á. Enginn vafi er á því að tónlistarhús á hafnar- bakkanum mun breyta miklu fyrir miðborgina. Það mun auk þess hafa margfeldisáhrif í tón- listarlífi þjóðarinnar. Ráðstefnuhúsið mun auka verulega möguleika okkar á sviði ferða- mennsku og lengja þann allt of stutta tíma sem ferðamenn streyma til landsins. Við eigum enn mikil sóknarfæri á þessu sviði og verðum að nýta þau. Flutningur Hringbrautar Ný lega Hringbrautar liggur nú að mestu leyti fyrir. Hún mun færast suður fyrir Umferðarmiðstöðina, nær flugvellinum. Auðfarnasta leið niður í miðbæ af Hringbrautinni hef- ur verið um Sóleyjargötu, eins og menn þekkja. Sóleyjargata byggðist upp á fyrstu áratugum aldarinnar og var alls ekki hugsuð sem hraðbraut niður í bæ eins og hún er í dag. Það er ekki ákjósanlegt að breikka göt- una enda ekki hægt nema að hluta. Tjarnargata og Suðurgata eru enn síður til þess fallnar að taka við þungri umferð niður í bæ. Þó munu fyrirhugaðar breytingar á umferðar- skipulaginu í tengslum við færslu Hringbrautar líklega leiða til þess að umferð um þær götur muni aukast. Það er óæskilegt. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu standa saman að svæðis- skipulagsgerð. Sú vinna er langt komin. Samkvæmt þeim tillögum, sem þegar hafa verið kynntar, er gert ráð fyrir því að ný gata, svokall- aður Hlíðarfótur, verði hluti af skipulaginu. Hlíðarfótur er stofn- braut sem liggur frá Umferðarmið- stöðinni, meðfram Öskjuhlíðinni (hugsanlega í göngum í gegnum Öskjuhlíðina) og myndar gatnamót við Kringlumýrarbraut í Fossvogin- um. Kynntar hafa verið hugmyndir skipulagshöfunda um að Hlíðarfótur liggi þaðan í göngum í gegnum Kópavogshæðina og komi upp í ná- grenni við Mjóddina. Engar hug- myndir hafa verið kynntar sem lúta að því að efla vegtengingar miðbæj- ar Reykjavíkur við gatnakerfi höf- uðborgarsvæðisins sem er þó grunn- forsenda þess að glæða miðbæinn lífi að nýju. Þróunaráætlun miðborgar virkar ekki Núverandi meirihluti borgar- stjórnar hefur ekki bent á leiðir til úrlausnar þeim vanda sem við mið- bænum blasir. Þar á bæ er helst rætt um að reka áróður fyrir því að fólk hjóli allra sinna ferða. Hin flókna Í jarðgöngum niður í miðbæ Júlíus Vífill Ingvarsson Samgöngumál Verslun í miðborginni stendur frammi fyrir eitilharðri og ógnandi samkeppni, segir Júlíus Vífill Ingvarsson, sem er uppbygging stærstu verslunarmiðstöðvar landsins í Smáralind. Við þeirri samkeppni verður að bregðast. TILHNEIGING fjölmiðla er að ofurein- falda fréttaflutning af niðurstöðum rann- sókna á sviði erfðavís- inda. Þannig hefur því verið haldið fram að hægt sé að búa til tvö afrit af sama einstak- lingnum með klónun. Allt frá fyrsta degi fóst- urs í móðurkviði ræðst, hins vegar, tjáning gena að verulegu leyti af ytra umhverfi. Því miður hafa íslenskir vísindamenn tekið þátt í þeirri ofureinföldun sem birtist oft um tengsl erfða og sjúkdóma. Íslensk erfðagreining lagði af stað með þá hraustlegu yfirlýsingu að fyrirtækið ætlaði að finna erfðafræðilegar or- sakir allra helstu sjúkdóma innan nokkurra ára. Forsvarsmenn fyrir- tækisins boða reglulega til blaða- mannafunda og gefa frá sér frétta- tilkynningar um „merkan áfanga“ og að þeir hafi verið „fyrstir“ til að tengja ákveðinn sjúkdóm við „fingra- för“ genamengisins. Síðan koma fram erlendir vísindamenn sem bæði draga í efa hversu merk uppgötvunin er og jafnframt það að fyrirtækið hafi verið fyrst til að birta slíkar niður- stöður. Hliðstætt atvik gerðist hjá Urði, Verðandi, Skuld sem fékk mikla athygli í tengslum við fullorð- inssykursýki sem finnst hjá ungu fólki (MODY-2). Forsíðufyrirsögn DV var í þá veru að erfðir sykursýki hefðu verið uppgötvað- ar. Þegar betur var far- ið að rýna í textann kom í ljós að tengsl höfðu fundist milli erfðaþátta og sjaldgæfs afbrigðis af sykursýki, sem hrjáir einungis um eitt prósent af þeim er greinast með sykur- sýki. Jafnframt var vik- an varla liðin þegar kom í ljós að franskir aðilar höfðu áður upp- götvað þessi tengsl. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa einnig fallið í gryfju ofurein- földunar og oftúlkunar. Frétt barst af frumniðurstöðum úr niðjarannsókn Hjartaverndar í tengslum við undirritun á fjárstuðn- ingi frá Skeljungi. Þar kom í ljós að afkomendur hjartasjúklinga hafa fleiri áhættuþætti en afkomendur fólks í viðmiðunarhópi og samkvæmt fréttinni benti þetta til að um „erfða- sjúkdóm“ væri að ræða. Margt annað í Hjartaverndargögnum hefur sýnt vægi umhverfis og hlýtur að vera í fullu gildi. Samanburðarrannsókn á Vestur-Íslendingum og Héraðsbúum leiddi í ljós tölfræðilega fylgni milli aukinnar áhættu á hjartasjúkdómum og skyldleikastuðuls. Af niðurstöðum var dregin sú ályktun að aukin áhætta væri arfbundin og jafnframt var tiltekið í fyrirsögn Morgunblaðs- ins að niðurstöðurnar vektu „alþjóð- lega“ athygli. Vestur-Íslendingar tala ensku með íslenskum hreim og hugsanlegt er að slík menningaráhrif dofni eftir því sem einstaklingar eru fjarskyldari, sem segir ekki að tiltek- inn hreimur sé bundinn í erfðum. Þegar skoðað var hvað réttlætti fyr- irsögnina um hina miklu alþjóðlegu athygli reyndist það vera að um- ræddar niðurstöður höfðu verið kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu, en ekki að umfjöllun eða athygli tengd- ist birtingu í alþjóðlegu ritrýndu tímariti. Síðustu daga var sami lúðrablást- ur enn og aftur vakinn upp í tengslum við rannsókn Urðar, Verð- andi, Skuldar á magakrabbameini. Þar kom í ljós að tíðni magakrabba- meins hefur minnkað, sem rakið hef- ur verið til breytinga á neysluvenj- um, t.d. minnkuð neysla á söltuðu og reyktu kjöti (sbr. rannsóknir Níelsar Dungal). Tölfræðilega marktæk Gunnlaugur B. Ólafsson Erfðavísindi Það verður að teljast tímabært, segir Gunn- laugur Benedikt Ólafs- son, að fjölmiðlar komi sér upp vísindafulltrúa sem ætlað væri að meta hlutlaust og faglega gildi þeirra niðurstaðna sem er verið að kynna. Erfðir eða ósiðir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.