Morgunblaðið - 18.04.2001, Síða 64

Morgunblaðið - 18.04.2001, Síða 64
MINNINGAR 64 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ $  &    &      ,   ! ! !1  + + #)     #        )  %      '    ## ! +2  6.+)) #. - &+( 6)   7 8 4 74     8)    )    )  ;&  6  (   1  & *2 + 2+ + 3/,+ ) 4 6+ +  ( % 5    & %&  *   . ;  ) + - .6+ ))  6++*2.6+ ))  . -6.+# $+., +  6+ # '+ . -#  2&-+. -))  6+ )26+ # 8+ + )) (       '%316  ! $  1 + )8 2)8++2&-8       A  4  ?   ()     A .,        !   <## . 4) 6-+)6 *+ # G"+%)) ( 2    ;7        8        ;&  % 6 11!6(% 6 11! 1 6"+ .)F  2&  & 8/ 9288    3   ()  B. )  '#   ++# :   22"+ # )2)) #. - & ( ()    1  H+*+) $G*+)*2)        3## B4)    4 %& ; # .2   22 ))) ( 2     ;&  !1 : % 6 11! 1  .)    3   ()  C      '    ++# %9+2$+ ,# +.G -+ +))  +. " %9+2))  $+ ,%9+2#( ✝ Ragnar Einars-son fæddist í Reykjavík 17. mars 1943. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 10. apríl síðastliðinn. Hann var næst- yngstur átta barna hjónanna Jakobínu Hansínu Þórðardótt- ur, húsmóður, f. 1903, d. 1988, og Ein- ars Ásmundssonar, forstjóra í Sindra, f. 1901, d. 1981. Systk- ini Ragnars eru: Ás- geir, f. 1927; Ásmundur, f. 1929, d. 1965, Þórður, f. 1930, Sigríður, f. 1933; Óskar Helgi, f. 1936; Magn- ús, f. 1938, d. 1963, og Björn, f. 1946. Ragnar kvæntist 1968, Kristínu Waage félagsfræðingi. Þau skildu. Foreldrar hennar voru El- ísabet Egilson Waage, sölustjóri hjá Ferðaskrifstofu Íslands, f. 1910, d. 2000 og Indriði Waage, leikari og leikstjóri, f. 1902, d. 1963. Börn Ragnars og Kristínar eru: 1) Elísabet Indra, f. 1970, fiðlukennari og dagskrárgerðar- maður. 2) Magnús, f. 1975, nemandi í kirkjutónlist, unn- usta hans er Hrafn- hildur Halldórsdótt- ir, f. 1976. 3) Gunnar Emil, f. 1978, starfs- maður hjá Eimskip. Ragnar lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1969. Að námi loknu tók hann til starfa við fyrirtæki föður síns, Sindra hf., og starfaði þar til ársins 1981. Frá þeim tíma hefur Ragnar unn- ið við bókhald og endurskoðun fyrir ýmis fyrirtæki. Síðustu árin starfaði hann við bókhaldsstofuna Alex ehf. Ragnar tók virkan þátt í starfi margra kóra svo sem Stúdenta- kórsins, Skagfirsku söngsveitar- innar og Kórs Langholtskirkju. Þá var hann félagi í Oddfellow- reglunni. Útför Ragnars var gerð frá Langholtskirkju 17. apríl. Hann Ragnar, fyrrverandi mágur minn, hefur kvatt þennan heim eftir stutta baráttu við sjúkdóminn sem sigraði hann. Kynni okkar Ragnars hafa staðið lengi. Ég var stráklingur innan við tvítugt þegar leiðir okkar lágu fyrst saman. Hann var skólabróðir og samstúdent systur minnar og síðar eiginmaður hennar og faðir systur- barna minna þriggja. Við námum land í Breiðholtinu, sem þá var að byggjast upp, á svipuðum tíma og vorum nágrannar þar um árabil. Börnin okkar voru á svipuðu reki og samgangur milli heimilanna mikill. Hann reyndist móður minni góður tengdasonur, fyrir það vil ég þakka honum, og var hann meðal þeirra sem báru hana til grafar fyrir tæpu ári síðan. Ekkert okkar óraði þá fyrir því að svona myndi fara. Tengsl hans við fjölskylduna héld- ust alla tíð þrátt fyrir skilnað hans og Kristínar, systur minnar. Þau báru gæfu til að skilja sem vinir og voru það alla tíð og var það ekki síst gott fyrir börnin þeirra sem fengu að njóta beggja foreldra sinna eins og kostur var. Mættu margir taka það sér til fyrirmyndar. Þau héldu t.d. alltaf jólin saman og við Margrét kona mín urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að hafa þau öll hjá okk- ur í faðmi stórfjölskyldunnar mörg undanfarin áramót. Það sem fyrst vakti athygli mína þegar systir mín kynnti mig fyrir Ragnari var strákslegur glampinn í augum hans og hlýtt handtakið. Eins og með svo marga var lífsleið hans stundum grýtt, en hann hélt sínum góðu eiginleikum og varðveitti barnið í sjálfum sér fram á síðustu stund og kom það ekki hvað síst í ljós á gamlárskvöld þegar „strákarnir“, ungir og gamlir, stóðu fyrir flugelda- sýningu í Holtsbúðinni með miklum tilþrifum. Tónlistin var stór þáttur í lífi Ragnars sem og barna hans og tengdi hún þau enn sterkari böndum. Um tíma sungu þau öll í sama kór og fóru í söngferðalög saman. Við Margrét kveðjum góðan vin og biðjum ástvinum hans blessunar. Hákon Waage. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandes.) Já, þú, elsku Raggi, varst á svo margan hátt alveg einstakur maður. Þú varst prýddur einstökum per- sónuleika. Alltaf geislaðir þú af gleði sem var þitt aðalsmerki og þegar við hugsum til baka sjáum við þig fyrir okkur með þitt yndislega bros og því fylgdi alltaf þessi ósvikni og einlægi prakkarasvipur, sem allt of fáir geta leikið eftir. Þú gast alltaf grínast með alla hluti og séð það spaugilega í öllu. Þegar við vorum krakkar sóttum við mikið til ykkar í Vesturbergið, sem var ekkert skrítið því það var alltaf svo rosalega gaman að vera með ykkur. Öll leikritin og skemmti- atriðin sem við krakkarnir settum upp og það gerði hlutina ennþá skemmtilegri að þú og Kristín voruð svo spennt að horfa á uppfærsluna. Það var alltaf svo gott að hitta þig. Þú gafst svo mikið af þér og áhugi þinn á okkur og okkar daglega lífi var svo einlægur. Þú sendir frá þér yndislega strauma og sýndir hversu vænt þér þótti um okkur og hversu gaman þér þótti að hitta okkur. Elsku Raggi, við vitum að þú hefur það gott núna. Nú fá víst aðrir að njóta allrar gleðinnar og prakkara- strikanna þinna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við systkinin kveðjum þig, elsku frændi, með söknuði og sendum ykk- ur, elsku Indra, Maggi, Hrafnhildur, Gunnar Emil og Kristín, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Bjössabörnin, Bryndís, Sigríður, Björn Jakob og Einar Már. Vinur minn Ragnar Einarsson, oftast nefndur Raggi meðal vina sinna, er látinn langt fyrir aldur fram. Þrátt fyrir að við værum báðir fæddir og uppaldir við Hverfisgöt- una í Reykjavík, annar í húsi númer 42 og hinn í húsi númer 55, hófust ná- in kynni okkar ekki fyrr en eftir barnaskóla. Á þessum aldri eru vin- áttubönd mjög háð skólagöngu og skipan í bekki og það var því ekki fyrr en í gagnfræðaskóla að kynni okkar Ragnars hófust í gegnum frænda hans og sambekking minn, Ásmund, sem var frá Grundarfirði og bjó í skólavist hjá foreldrum Ragnars, Jakobínu og Einari. Foreldrar Ragnars áttu sjö syni og eina dóttur, Ásgeir, Ásmund, Þórð, Sigríði, Óskar, Magnús, Ragn- ar og Björn, og bjó fjölskyldan í fimm hæða steinhúsi á Hverfisgötu sem jafnframt hýsti skrifstofur fyrirtæk- isins Sindra hf. sem var í eigu Ein- ars. Fjórir elstu bræður Ragnars, þeir Ásgeir, Ásmundur, Þórður og Óskar, unnu við fyrirtæki föður síns og bjuggu með fjölskyldum sínum á Hverfisgötu 42 en Sigríður bjó á Ægisíðu ásamt sinni fjölskyldu. Fjöl- skylda Ragnars tók mér afar vel og varð Hverfisgata 42 því fljótlega mitt annað heimili og minnist ég sérstak- lega þægilegrar nærveru Jakobínu móður Ragnars, sem ætíð hafði í nógu að snúast með sína stóru fjöl- skyldu. Á þessum árum kynntist ég fjölskyldu Ragnars bæði innan og ut- an heimilis þeirra, þar sem við Ragn- ar vorum af og til nýttir til barna- pössunar og Einar réð mig á tímabili til sumarstarfa við birgðageymslu fyrirtækisins í Borgartúni. Á þessum tíma varð fjölskyldan fyrir þeirri ógæfu að Magnús, þriðji yngsti bróð- irinn, lést af slysförum og nokkrum árum síðar lést Ásmundur, næstelsti bróðirinn, langt um aldur fram. Á menntaskólaárum lentum við félagar hvor í sínum bekknum í Menntaskólanum í Reykjavík og í Háskólanum fór Ragnar í viðskipta- fræði en ég í læknisfræði. Vinátta okkar hélst þó órofin og var Hverf- isgata 42 miðpunktur félagslífs margra samstúdenta okkar bæði fyr- ir og eftir stúdentspróf 1964. Á há- skólaárum okkar festum við báðir ráð okkar og kvæntist Ragnar Krist- ínu Waage skólasystur sinni og átti með henni þrjú börn, Elísabetu Indru, Magnús og Gunnar. Þrátt fyr- ir að Ragnar og Kristín hafi síðar ákveðið að slíta samvistir var áfram ávallt mjög náið vinasamband þeirra á milli. Á tólf ára tímabili frá 1972 lágu leiðir okkar félaga að mestu aðskild- ar vegna búsetu fjölskyldu minnar utan Reykjavíkur og erlendis. Við héldum þó sambandi með reglu- bundnum jólakveðjum sem staðfestu að Ragnar var mjög stoltur af börn- um sínum. Það er mín vissa að Ragn- ar hafi verið börnum sínum ekki ein- göngu góður faðir heldur einnig góður félagi. Að lundarfari var Ragn- ar rólyndismaður og man ég ekki eft- ir að hann hafi skipt skapi. Hann var ætíð brosmildur, bauð af sér góðan þokka og þótt langt væri um liðið milli funda var viðmótið ætíð eins og stutt væri um liðið frá síðasta fundi. Veikindi Ragnars bar skjótt að og varð fljótlega ljóst að sjúkdómurinn var það langt genginn að ekki yrði við ráðið. Við þessar aðstæður fannst mér aðdáunarvert það jafnaðargeð sem félagi minn sýndi allan þann tíma sem greining og meðferð stóð yfir. Hann gerði sér fljótt grein fyrir hvert stefndi en hélt þó hugarró og lagði á ráðin um hvernig staðið yrði að fráhvarfi hans af þessari jörð. Kæri vinur, ég þakka þér ánægju- lega samfylgd á liðnum árum um leið og ég sendi börnum þínum, Kristínu og systkinum samúðarkveðjur fjöl- skyldu minnar. Kristján Sigurðsson. Kveðja frá Kór Langholtskirkju Vertu sæll vinur. Þessi orð komu mér í hug eftir að hringt var í mig að kvöldi 10. apríl síðastliðins og mér sagt að vinur minn og kórfélagi Ragnar Einarsson hefði látist þá fyrr um kvöldið. Kom það í raun ekki á óvart. Hann hafði veikst skyndilega í febrúar síðast- liðnum og kom þá í ljós að hann var haldinn mjög illvígum sjúkdómi. Hann var nýlega orðinn 58 ára þegar hann lést eftir stutta sjúkra- húsvist. Ég kynntist Ragnari fyrst þegar RAGNAR EINARSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.