Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁTTA af hundraði allra kvenna á
aldrinum 20-30 ára á Íslandi eru af
erlendu bergi brotnar. Ein af til-
lögum samstarfshóps á vegum nor-
rænu ráðherranefndarinnar fjallar
um innflytjendamál og aldursdreif-
ingu Norðurlandaþjóðanna.
Á nýlegum fundi þar sem bókin
Umleikin vindum veraldar, sem
byggð er á skýrslu nefndarinnar um
breytta tilhögun Norðurlandasam-
starfs, var kynnt, kom fram að ein
af tillögunum snýst um hvernig
bregðast eigi við breyttri aldurs-
dreifingu og hvaða áhrif hún hefur á
velferðarkerfið. Jón Sigurðsson, for-
maður nefndarinnar, segir að sú til-
hneiging sé fyrir hendi að þjóðirnar
vilji gjarnan flytja inn yngra fólk til
þess að annast sína öldruðu þegna.
„Í öllum löndunum er umræða um
það að breyting á aldurskiptingu
hljóti að kalla á að menn verði opn-
ari fyrir innflytjendum en þeir voru
áður,“ segir Jón.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð-
herra og einn af samstarfsráðherr-
um Norðurlandanna, bendir á að
um 8% kvenna á aldrinum 20-30 ára
á Íslandi eru af erlendu bergi brotn-
ar. „Þetta eru þær konur sem eru
að ala af sér næstu kynslóð og börn-
in alast upp við tvö tungumál, geta
lent í tungumálaerfiðleikum o.s.frv.
Þetta er mikilvægt málefni fyrir
okkur Íslendinga ekki síður en hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir
Siv.
8% kvenna 20–30 ára
af erlendu bergi brotin
UNNENDUR útivistar áttu víða í
erfiðleikum á skírdag sökum mik-
illar úrkomu. Grafningur var þar
ekki undanskilinn en eins og sjá
má náði vatnið upp á skilti yfir
gönguleiðir um Hengilssvæðið og
vart hægt að ganga þarna um
nema í vöðlum. Engar tilkynn-
ingar bárust lögreglunni á Sel-
fossi um vandræði í vatnselgnum.
Vatnselgur í Grafningi
Morgunblaðið/Ingólfur
TÍMARITIÐ The Economist fjallaði
um Davíð Oddsson í grein sem birt-
ist í blaðinu fyrir páska. Greinin er í
fremur jákvæðum tón um störf og
feril Davíðs sem forsætisráðherra
þar sem Davíð er kallaður efasemd-
armaður um Evrópusamstarfið.
Jafnframt er sagt að forsætisráð-
herra líkist helst skáldi með sitt
stríðnislega fas og úfna hár, enda sé
hann bæði leikrita- og smásagna-
höfundur.
Í greininni kemur fram að Davíð
sé sá forsætisráðherra í Evrópu
sem lengst hafi setið á valdastóli,
frá 1991, og ætli sér lengri setu eft-
ir kosningarnar 2003. Þá kemur
fram að hann sé umdeildur og tal-
inn bæði vinsælasti og óvinsælasti
stjórnmálamaður landsins. Fram
kemur að íhaldsmönnum hafi ætíð
vegnað betur á Íslandi en í öðrum
Norðurlöndum þar sem sósíal-
demókratar hafi verið ráðandi og
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið
einn við völd eða í samsteypustjórn-
um meira eða minna síðustu 50 ár-
in. Stefna íhaldsmanna á Íslandi sé
hins vegar sérstök og jafnvel at-
hafnamenn vilji halda uppi því öfl-
uga velferðarkerfi sem til staðar sé.
Samt sem áður hafi íslenska sam-
félagið greinilega færst til hægri í
valdatíð Davíðs Oddssonar.
Í grein The Economist kemur
fram að undir stjórn Davíðs hafi
ýmis boð og bönn í viðskiptalífinu
verið afnumin, markaðir verið opn-
aðir og ríkisfyrirtæki verið einka-
vædd, enda hafi Davíð talið ýmis
höft í viðskiptalífinu standa sam-
félaginu fyrir þrifum. Fram kemur
í greininni að árangurinn af stefnu
Davíðs hafi verið góður og hag-
kerfið hafi stækkað um fjórðung
frá árinu 1995. Kaupmáttur launa
hafi aukist auk þess, sem ótrúlegt
sé, að hinir fátæku hafi fengið mest
í sinn skerf.
Engin rök fyrir inngöngu
Einnig kemur fram í greininni að
framtíðarhorfur séu góðar á Íslandi
og reiknað sé með að lokið verði við
að greiða upp skuldir hins opinbera
árið 2004. Atvinnuleysi sé um 1% og
flytja þurfi inn Pólverja í fisk-
verkun, tveir síðustu ríkisbank-
arnir og Landssíminn verði seldir á
árinu og fyrirhuguð sé bygging
álvers á austurhluta landsins.
Ferðaþjónusta haldi áfram að vaxa
hröðum skrefum og íslenskir bænd-
ur sjái möguleika í útflutningi á
kjöti nú þegar gin- og klaufaveikin
herjar á lönd. Þrátt fyrir þetta, seg-
ir í greininni, er forsætisráðherra
ekki sáttur. Hann vilji lækka skatta
á fyrirtæki, m.a. til að laða aftur til
landsins fyrirtæki sem skráð eru
erlendis, og að landsmenn setji
traust sitt meira á þekkingariðnað í
stað vinnslu náttúrulegra auðlinda,
þannig að Ísland verði jafnþekkt
fyrir hugbúnað og fisk.
Í greininni segist Davíð engin rök
sjá fyrir inngöngu í Evrópusam-
bandið. Íslendingar hafi aðgang að
mörkuðum Evrópu í gegnum EES-
samninginn og segist Davíð trúa því
að innganga í ESB myndi þýða að
Íslendingar væru að gefa sjálfstæði
sitt eftir og fá í besta falli lágværa
rödd í staðinn í Brussel. Þá kemur
fram að forsætisráðherra hafi efa-
semdir varðandi Evrópusamstarfið.
Hann fallist á stækkun ESB í þeim
tilgangi einum að stækka mark-
aðssvæðið en hæðist að hugmynd-
um um pólitískt bandalag.
Economist fjallar um Davíð Oddsson forsætisráðherra
Farsæll leiðtogi með
efasemdir um ESB
Greinin um Davíð Oddsson forsætisráðherra í The Economist.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins til að greiða fyrrum
flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni
hærri lífeyri en stjórn sjóðsins hafði
áður ákveðið.
Miðuðu við 65% af föstum
launum fyrir dagvinnu
Í hnotskurn snerist deilan um
hvaða greiðslur teldust til fastra
mánaðarlauna fyrir dagvinnu flug-
stjóra hjá Landhelgisgæslunni.
Þegar flugstjórinn lét af störfum
vegna aldurs árið 1987 ákvað stjórn
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
að miða lífeyri hans við 65% af föst-
um launum fyrir dagvinnu. Flug-
stjórinn stefndi sjóðnum og byggði
kröfur sínar einkum á því að sam-
kvæmt gildandi kjarasamningum og
launatöflum teldust greiðslur fyrir
handbókarálag, vaktaálag, flugauka
og flugtímaálag til fastra launa.
Þær hafi ætíð verið tilgreindar sem
ein föst, ósundurliðuð greiðsla á
launaseðlum sem mánaðarkaup.
Flugstjóra dæmd-
ur aukinn lífeyrir
Þetta hafi ríkið og lífeyrissjóðurinn
staðfest með því að skila mótfram-
lagi og draga iðgjöld af heildarlaun-
um, að frádregnum dagpeningum
og yfirvinnu, án athugasemda.
Lífeyrissjóðurinn hélt því fram að
samkvæmt gildandi lögum um sjóð-
inn teldist vaktaálag, handbókar-
álag, flugauki og flugtímaálag ekki
til fastra launa fyrir dagvinnu. Það
hefðu verið mistök hjá Landhelg-
isgæslunni að draga iðgjöld af þess-
um greiðslum.
Héraðsdómur féllst á dómkröfur
flugstjórans og dæmdi sjóðinn til að
greiða honum lífeyri sem nemur
65% af samtölu grunnlauna, vakta-
álags, handbókargjalds fyrir hvern
mánuð í efsta launaflokki sam-
kvæmt launatöflu flugmanna Land-
helgisgæslunnar frá 1. janúar 1987
en af flugtímaálagi frá 1. janúar
1997. Þá var ríkissjóði gert að
greiða flugstjóranum 850.000 krón-
ur í málskostnað.
Páll Þorsteinsson héraðsdómari
kvað upp dóminn.
TALIN voru í gær atkvæði í alls-
herjaratkvæðagreiðslu meðal félags-
manna Kennarasambands Íslands
sem fram fór dagana 2.–4. apríl um
aðild Félags íslenskra leikskóla-
kennara að sambandinu. Nær sjötíu
prósent félagsmanna tóku þátt í at-
kvæðagreiðslunni og tæp 57%
greiddu atkvæði með aðild.
Á kjörskrá voru 6.051. Atkvæði
greiddu 4.207 eða 69,53%. Já sögðu
2.380 eða 56,57%. Nei sögðu 1.504
eða 35,75%. Auðir seðlar voru 312
eða 7,42%. Ógildir seðlar voru 11 eða
0,26%.
Félag íslenskra leikskólakennara
verður sjöunda aðildarfélag Kenn-
arasambands Íslands frá og með
september í haust, sex mánuðum
fyrir næsta þing Kennarasambands
Íslands.
Formlegur undirbúningur að aðild
FÍL að Kennarasambandinu hefur
staðið allt frá stofnþingi sam-
bandsins í nóvember 1999. Þingið fól
sérstakri nefnd, sem skipuð var
fulltrúum hvorra tveggja samtaka,
að undirbúa hugsanlega aðild.
Nefndin lauk störfum í byrjun mars
og mælti með aðild að því tilskildu að
hún yrði samþykkt í allsherjarat-
kvæðagreiðslu meðal félagsmanna
Kennarasambands Íslands í sam-
ræmi við ákvörðun stofnþings þess.
Aðild FÍL að
KÍ samþykkt