Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ TORTOISE er með merkilegustu sveitum sem fram hafa komið á sviði dægurtónlistar, í sem víðustum skilningi, undanfarin tíu ár og er hik- laust það allra besta sem hin svokall- aða síðrokksbylgja hefur getið af sér eins og snilldarverkin Millions Now Living Will Never Die (1996) og TNT (1998) sanna svo vel. John McEntire, liðsmaður og upptöku- stjóri sveitarinnar, er eins konar Joe Meek sinnar kynslóðar, fádæma hæfileikaríkur takkasnúningsmaður og einn allra frumlegasti upptöku- stjóri sem fram hefur komið í seinni tíð (Joe Meek var sérvitur bylting- armaður hvað upptökufræði varðar sem starfaði á sjöunda áratugnum). En á Standards er Tortoise á villi- götum. Og vonbrigðin þar af leiðandi allmikil. Ég átti síst von á að þessi eðalsveit myndi falla í svona ládeyðu og luðruhátt sem einkennir þetta verk og það er fátt jafn leiðinlegt og að hlusta á hæfileikaríkt fólk nýta ekki það sem það býr yfir til fulls. Þótt fyrri verk hafi búið yfir gnægð af tilvísunum bæði í súrkáls- sveitir eins og Can og Neu! og fram- sækið rokk áttunda áratugarins var unnið með öll áhrif frábærlega. Sjá t.d. TNT, hvar farið var með tölvu- og rafhljóð á snilldarlega nýstárleg- an hátt, enda sú plata ekkert minna en meistaraverk í alla staði. Fyrir þessu fer ekki hér. Farið er of varlega í hlutina og platan er bæði flöt og máttlaus. Laglínur eru næsta fyrirsjáanlegar, bæði eru þær lítt spennandi og koma manni aldrei á óvart. Þetta gengur allt saman í ber- högg við það sem sveitin hefur staðið fyrir og haft til síns ágætis til þessa. Daður við gamaldags hljóðgervla- hljóm í anda nýrómantísku bylgj- unnar er ekki að gera sig, ekki frek- ar en slæpingslegt rölt þeirra í kringum kaldan Yes/Weather Re- port-graut. Sumt hérna hljómar ekki ólíkt bræðingstilraunum Mezzo- forte. Með fullri virðingu fyrir þeirri mætu sveit er það fjarri því að vera þessari plötu til tekna. Hvað er að gerast með blessað síð- rokkið; formið sem bauð heilnæmri tilraunamennsku faðminn og hefur, vegna þess, getið af sér nokkrar af allra skemmtilegustu og um leið áræðnustu rokkplötum síðari ára? Ég ætla ekki að fara að lýsa yfir einhverjum endalokum stefnunnar enda margt gott að finna þar enn. En manni er óneitanlega brugðið er eins mikið burðarband og brautryðjandi sem Tortoise hefur verið bregst. Áferð plötunnar er flott og svöl en þegar höggvið er eftir meiru – ein- hverju varanlegu, einhverju inni- haldi – grípur maður í tómt. Umbúð- ir utan um ekkert, sannkallað umbúðarokk. Tortoise stendur undir nafnbót hér – silast letilega áfram líkt og áttavillt og áhugalaus skjaldbaka. Hér sannast því hið fornkveðna: Svo bregðast krosstré sem önnur tré. ERLENDAR P L Ö T U R Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um fjórðu skífu Chicago-síðrokkaranna úr Tortoise, Standards.  Chicago-sveitin Tortoise siglir óþægilega lygnan sjó á Stand- ards að mati Arnars Eggerts Thoroddsen. Svo bregðast krosstré … TÓNLEIKARNIR voru rétt óbyrjaðir þegar ég kom í Listasafn Reykjavíkur. Greina mátti spennu í andrúmsloftinu hjá þeim mörgu aðdá- endum raftónlistar sem mættir voru í safnið og ekki að undra þar sem finnska dúóið Pan Sonic nýtur gífur- legrar virðingar innan rafgeirans. Öll umgjörð tónleikanna var aðstandend- um til mikils sóma og framtakið til fyrirmyndar. Product 8 var fyrst til kveikja á tól- um sínum og tækjum. Þetta er ís- lenskt tvíeyki sem fæst við tilrauna- kennda raftónlist sem reynir á þolrif hlustenda. Hávaðinn og óhljóðin sem Product 8 tókst að framleiða voru slík að nokkrir áhorfendur forðuðu sér á braut á meðan þeir fluttu hljóðlist sína. Hljóðin sem drundu um salinn voru lík vélarnið togara, síendurtekn- ir málmslættir og suð. Hljóðveggur- inn sem var byggður úr óhljóð- amynstri vakti ónot þegar hljóð- bylgjurnar smugu í gegnum merg og bein. Ekki notalegt á nokkurn hátt en eigi að síður áhrifaríkt. Eftir Product 8 var röðin komin að eins manns hljómsveitinni Curver sem er ein þekktasta sköpun fjöllista- mannsins Birgis Arnars Thoroddsen. Curver hefur verið lengi að og tónlist- in tekið miklum stakkaskiptum en í dag má flokka hana sem kraftmikla raftónlist og hávaða (e. noise). Tón- verkið sem Curver flutti var heil- steypt og litríkt svo ekki sé meira sagt. Verkið byrjaði á Alphaville- smellinum „Forever Young“ teygðum og toguðum. Laginu var síðan velt upp úr suði, rafpúlsum og tilheyrandi óhljóðum. Eftir smástund var fallega laglínan horfin í rafdrunur og glund- roða, hughrifin ekki ólík því að standa við Dettifoss. Þegar búið var að þenja skilningarvitin til hins ýtrasta kom að rúsínunni í pylsuendanum, óhljóðin hurfu og við tók falleg ballaða For- eigner „I Want To Know What Love Is“. Lagið var leikið í sinni hreinustu mynd og vakti Curver mikla lukku með þessari samsuðu sinni. Pan Sonic leysti Curver af hólmi og átti síðustu hljóðverk kvöldsins. Pan Sonic skipa tveir Finnar, þeir Ilpo Väisänen og Mika Vainio, og voru tón- leikar þeirra hér á Íslandi þeir síðustu á tónleikaferð þeirra. Það er tvennt ólíkt að hlýða á Pan Sonic af geisla- diski eða Pan Sonic á tónleikum. Það sem finna má á plötum þeirra er naumhyggjuleg tilraunakennd raf- tónlist með teknóáhrifum sem vel má njóta heima í stofu. Tónleikar Pan Sonic eru af öðrum toga; hljóðheim- urinn er rannsakaður og kallaður fram í öllum regnbogans litum. Grimmileg vélarhljóð (e. industrial noise), bassadrunur, óhljóð, hávaði og gegndarlaus kraftur einkenndu það sem Pan Sonic hafði fram að færa. (Ó) hljóð Finnanna minntu á farartæki, náttúruna og ýmislegt fleira úr um- hverfinu í gríðarlegri mögnun og bjögun. Á tímabili var hljóðmúrinn ekki ósvipaður hreyfilsnið fokkerflug- vélar. Gaman var að sjá og heyra hvernig Pan Sonic-menn léku sér með hljóð og mynd því á tjald fyrir ofan sig vörpuðu þeir línu sem endurspeglaði þá tíðni og hljóma sem þeir voru að skapa. Öllu var stjórnað af mikilli yf- irvegun og innlifun. Þegar ég horfði á þá félaga með tól sín og takka var ekki annað hægt en að dást að þeim fyrir hugrekki og þor á ferðalagi um órannsakaða heima hljóðs og hljóma. Pan Sonic-félagar kæra sig kollótta um alla tískustrauma og dag eru þeir í þeim sporum að geta gert það sem þá langar til. Í raun hef ég þá grunaða um að eiga fleira í pokahorninu en þeir sýndu þarna um kvöldið. En (ó) hljóðin féllu í góðan jarðveg og yfir- höfuð er ég ánægður með tónleika Pan Sonic, þetta var sannkölluð lífs- reynsla en næst læt ég mér kannski nægja að hlusta á diskinn. TÓNLIST L i s t a s a f n R e y k j a v í k u r Tónleikar Pan Sonic, Curvers og Product 8 í litla sal Listasafns Reykjavíkur miðvikudaginn 4. apríl. RAFTÓNLEIKAR Tilkomumikil óhljóð Jóhann Ágúst Jóhannsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Pan Sonic vörpuðu hljóðlistinni upp á tjald í formi myndræns sveiflugjafa. annan hvern miðvikudag fimm daga vikunnar sýnir í Tjarnarbíói       5. sýning fimmtudaginn 19. apríl (sumardagurinn fyrsti) 6. sýning föstudaginn 20. apríl 7. sýning föstudaginn 27. apríl Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525. Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00. Stóra svið BLÚNDUR & BLÁSÝRA eftir Joseph Kesselring Fös 20. apríl kl. 20 6. sýning Lau 28. apríl kl. 19 SKÁLDANÓTT eftir Hallgrím Helgason Lau 21. apríl kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 27. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 4. maí kl. 20 – NOKKUR SÆTI LAUS AUKASÝNINGAR V. MIKILLAR EFTIRSPURNAR MENNINGARVERÐLAUN DV 2001 MÓGLÍ eftir Rudyard Kipling Sun 22. apríl kl 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH: Sýningin er túlkuð á táknmáli Sun 29. apríl kl 14 – NOKKUR SÆTI LAUS Sun 6. maí kl. 14 Sun 13. maí kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ÍD KRAAK EEN OG KRAAK TWEE eftir Jo Strömgren POCKET OCEAN eftir Rui Horta Sun 22. apríl kl. 20 Sun 29. apríl kl. 20 Litla svið - Valsýningar KONTRABASSINN eftir Patrick Süskind Fim 19. apríl kl. 20 Fös 20. apríl kl. 20 Lau 28. apríl kl. 19 Sun 29. apríl kl. 20 ÖNDVEGISKONUR eftir Werner Schwab Sun 22. apríl kl. 20 Fim 26. apríl kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR! PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Sun 29. apríl kl. 19 FRUMSÝNING - UPPSELT Fös 4. maí kl. 20 - UPPSELT Lau 5. maí kl. 19 - UPPSELT Fös 11. maí kl. 20 Lau 12. maí kl. 19 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sýnt í Gamla bíói (í húsi Íslensku óperunnar) Miðasala í síma 511 4200 og á Netinu - www.midavefur.is Hópar: Hafið samband í síma 511 7060. Laugardag 21. apríl kl. 23:00 - uppselt Fimmtudag 26. apríl kl. 20:00 - örfá sæti laus Laugardag 28. apríl kl. 23:00 - nokkur sæti laus Laugardag 5. maí kl. 23:00 - uppselt 25% afsláttur af mat fyrir og eft ir sýningu á Café Óperu.   Í HLAÐVARPANUM         24. sýn. fim. 19. apríl kl. 21.00 Tilboðsverð á miðum á sumardaginn fyrsta 25. sýn. lau. 21. apríl kl. 21.00 26. sýn. fös. 27. apríl kl. 21.00              !!""#$%"" &&&'   ' 552 3000 opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 flyst í Loftkastala vegna mikillar aðsóknar lau 21/4 UPPSELT fim 26/4 örfá sæti laus sun 29/4 örfá sæti laus fös 4/5 örfá sæti laus lau 12/5 sun 13/5 lau 19/5 Boðið upp á gómsæta snigla í hléi! ATH aðeins 8 sýningarvikur eftir Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 sun 22/4 örfá sæti laus lau 28/4 örfá sæti laus lau 5/5 SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG KL. 20 fös 27/4 UPPSELT fim 3/5 AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR! 530 3030 Opið 12-18 virka daga FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 Frumsýn. lau 28/4 UPPSELT sun 29/4 UPPSELT Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar opnar hún í viðkom- andi leikhúsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ()*+),!-*))*.)) /0 1* 120& 0 "7  !D3   4<7  D3   4E7)'ED3   4 !7 +D"   47)3D"   4 #7  #D"   4 7) D"   4 '7  ED"   4) !D"   4  D"   4)'"D"   4 '<D"   4 + D"   ' 3. 53*-+ 6  +0 )'#D3   4 ' D3 '#7      '8%   4 '!D3   4 'D3 8%'9%   4 "D"  < 0       '#      'D"   4 +D"     4  <D" 0    4'#D" 0     4 '+D"4 '3D"  +#D" 2 :;)<66.-))     0 %''D3  3   4 '!D3  3    'D3  3       E 0     4<D"  3 0     4 +D"  3 '#D"  3  '3D"  3 .3)!6=>)   )0? E7''D3     4!7 '"D3     47 '<D 3 0     4 #7 'D"  7<D"  '7 D" Smíðaverkstæðið kl. 20.00: 3. 53*-+ 6  +0  '881@     '"D3     '<D3   4 'D"    <D"     D"   ' Litla sviðið kl. 20.30: +:4;)*+) >  AB; 0 )'#D3  ' D3  '!D3B 9 C  &&&'  D '     E  D ' %    #   B   B 0   '8%'%%F  G F H' 0 BB I          0 B    '= B J B  #K'F '*  *L:>M     )   '  '# )'#  '# '   '#  B  0      '#9N#K0 B C C  'F @78#@%%' &&&'    ' Leikfélag Mosfellssveitar Gamanleikritið Á svið Hið fúla fólskumorð í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ Leikstjóri Ingrid Jónsdóttir 5. sýn. fim. 19. apríl kl. 20.00 6. sýn. fös. 20. apríl kl. 20.00 7. sýn. lau. 21. apríl kl. 20.00 „Það þarf hugkvæmni, hæfileika og hugrekki til að skapa svona skemmtilega sýningu....(ÞT. Mbl.)“ Miðaverð aðeins kr. 1500 Miðapantanir í síma 566 7788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 87. tölublað (18.04.2001)
https://timarit.is/issue/249167

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

87. tölublað (18.04.2001)

Aðgerðir: