Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRN Stykkis- hólms ákvað á fundi sínum fyrir páskana að auglýsa eyjar í eigu Stykkishólmsbæjar á Breiða- firði til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Um er að ræða 7 eyjar eða hólma sem eru nálægt Stykk- ishólmi. Eyjarnar hafa fram að þessu verið leigðar til fjögurra ára í senn. Leigjendur hafa not- að eyjurnar til eggja- og fugla- tekju og til beitar. Þær eyjar sem eru til sölu eru m.a. Þórishólmi, Hvíta- bjarnarey og Leiðólfsey. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra hefur bæjarfélagið lítil not haft af eyjunum og vill með þessu kanna hvort ekki sé áhugi hjá einstaklingum að kaupa og njóta náttúrunnar á Breiðafirði. Óli Jón vildi ekki gefa upp söluverðið, en sagði að óskað yrði eftir tilboðum í þær. Eyjar á Breiða- firði aug- lýstar FLUGMENNIRNIR Sigurð- ur Runólfsson og Hergill Sig- urðsson luku för sinni á eins hreyfils flugvél til Eþíópíu á skírdag. Ætlunin er að nota vélina, sem er af gerðinni Cessna 182, til hjálparstarfs í Eþíópíu. Flugmennirnir hafa ráðið sig í vinnu hjá flugfélagi í Kenýa. Ferðin til Eþíópíu tók fjórar vikur. Eþíópíu- flugi lokið ÁTTA orrustuvélar frá þýska og bandaríska hernum munu stunda lágflugsæfingar á afmörkuðu lág- flugssvæði yfir miðhálendi Íslands dagana 18. til 20. apríl og 23. apríl. Gunnar Gunnarsson, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, segir að æfing- arnar tengist ekki á neinn hátt gerð nýs samkomulags um fram- kvæmd varnarsamningsins, heldur hefðu Þjóðverjarnir einfaldlega óskað eftir því að fá að æfa hér á landi. Gunnar sagði að undanfarin ár hefðu ýmis NATO-ríki óskað eftir því að fá að æfa lágflug hérlendis og t.d. hefðu breskar orrustuvélar æft með bandarískum vélum á miðhálendinu í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking ár- ið 1999. Gunnar sagði að bandaríski her- inn hefði heimild til þess að stunda lágflugsæfingar átta sinnum í mán- uði í tvo tíma í senn yfir vetrartím- ann. Frá maí fram í september væru lágflugsæfingar hins vegar bannaðar, m.a. vegna aukinnar um- ferðar um miðhálendið. Hann sagði að æfingarnar núna yrðu viðameiri, en þær munu standa í fjóra daga, eins og áður sagði, og í fjóra tíma í senn. Þýski herinn mun verða með fjórar Tornado-orrustuvélar við æfingarnar en bandaríski herinn með fjórar F-15-orrustuvélar. Æfingarnar munu fara fram 18., 19., 20. og 23. apríl frá klukkan 9 til 11 og 13.30 til 15.30. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu er lágflug ein- ungis heimilað á þeim afskekktu svæðum þar sem almenningi, mannvirkjum og flugvélum stafar ekki hætta af. Að sögn Gunnars munu æfing- arnar aðallega fara fram fyrir aust- an og norðaustan Hofsjökul, en þær hafa verið skipulagðar í náinni samvinnu við Flugmálastjórn. Æfingar flugvéla á miðhálendinu FIMM nýir stólar, sem eru gjöf frá Bent Scheving Thorsteinssyni og konu hans, frú Margréti Scheving Thorsteinsson, voru vígðir í bisk- upamessu í Dómkirkjunni á páska- dagsmorgun. Stólarnir voru sér- hannaðir fyrir Dómkirkjuna, en um er að ræða fjóra kórstóla og einn biskupsstól. Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands, vígði biskupsstólinn við messuna, en slíkir stólar eru ekki ætlaðir öðrum en biskupi. Í kórstólana mega setjast forseti Íslands við Al- þingissetningu, brúðhjón og prest- ar við prestvígslur svo eitthvað sé nefnt. Stefán Snæbjörnsson innanhúss- arkitekt hannaði stólana, Kristján A. Kristjánsson húsgagnasmiður smíðaði stólgrindurnar og Egill Ás- grímsson húsgagnabólstrari bólstr- aði þá. Hver stóll ber silfurplötu sem Ívar Björnsson, gullsmiður og leturgrafari, smíðaði og letraði á nöfn gefenda og tilefni gjafarinnar. Stólana gáfu Bent og kona hans vegna starfa Bents í sóknarnefnd Dómkirkjunnar á árunum 1981 til 1989. Með stólagjöfinni, sem metin er á 2 milljónir króna, vildi Bent minnast starfa sinna í sóknarnefnd Dómkirkjunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á myndinni er biskupsstóllinn til vinstri og tveir kórstólanna til hægri. Nýir kór- stólar vígðir í Dóm- kirkjunni UNGUR piltur fórst í eldsvoða á Dalvík sl. laugardagsmorgun. Hann hét Einar Sæþór Jóhannesson og var 18 ára. Tilkynning um eld í litlu járn- klæddu einbýlishúsi við Karlsbraut barst lögreglu skömmu fyrir kl. sjö á laugardagsmorgun. Þegar slökkvilið kom á vettvang var mikill eldur og reykur í húsinu og logaði eldur m.a. út um dyr og glugga. Slökkvistarf gekk vel en húsið er talið ónýtt. Pilt- urinn sem lést bjó í húsinu ásamt móður sinni, en hún var að heiman er eldurinn kom upp. Að sögn lögreglunnar í Dalvíkur- byggð eru eldsupptök óljós en unnið er að rannsókn málsins. Lést í elds- voða á Dalvík ÞAÐ vantaði ekki snjóinn á Akur- eyri um páskana og ekki ólíklegt að margur sunnlenskur skíðaáhuga- maðurinn hafi litið hýru auga norð- ur yfir heiðar. Meðal þeirra sem skemmtu sér í vetrarríkinu þar nyrðra var þessi unga stúlka, Dag- björt Ína Guðjónsdóttir, sem varð á vegi ljósmyndarans í Hlíðarfjalli. Þá er ekki myrkrinu fyrir að fara í snjó- göngunum þeim arna, enda sólin komin hátt á loft á þessum árstíma. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Notið snjávar og birtu RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur tæp- lega þrítugum karlmanni fyrir líkamsárás og brot gegn vald- stjórninni en manninum er gef- ið að sök að hafa ráðist að lög- reglumanni og slegið hann í andlitið með krepptum hnefa. Atvikið átti sér stað 2. septem- ber 2000. Við höggið nefbrotnaði lög- reglumaðurinn. Árásin átti sér stað á heimili mannsins á Pat- reksfirði en lögreglumaðurinn var þar við skyldustörf. Ákærður fyrir árás á lögreglu- mann UNGUR Grindvíkingur vann eina milljón króna í Happ- drætti Háskóla Íslands í gær eftir að hafa átt miðann í ein- ungis þrjá daga. Vinningshafinn, sem er karl- maður rétt innan við þrítugt, búsettur í Grindavík, festi kaup á miðanum á heimasíðu Happ- drættis Háskólans á laugar- daginn var og hafði því einungis átt miðann í þrjá daga þegar miljón króna vinningurinn kom á hann. Þetta er jafnframt eini miðinn sem viðkomandi hefur átt í Háskólahappdrættinu, samkvæmt frétt frá HHÍ. Tíu milljón króna vinningar dregnir út Tíu einnar milljónar króna vinningar voru dregnir út í happdrætti Háskólans í gær og komu hinir vinningarnir á miðaeigendur í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Breiðdalsvík. Vann eina milljón á nýkeyptan miða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 87. tölublað (18.04.2001)
https://timarit.is/issue/249167

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

87. tölublað (18.04.2001)

Aðgerðir: