Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 62
MINNINGAR
62 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigmar Sigurðs-son fæddist á
Gljúfri í Ölfusi hinn
18. febrúar 1920.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 6.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigurður
Benediktsson, f.
1878, d. 1961, og
Guðný Einarsdóttir,
f. 1888, d. 1971.
Systkini Sigmars eru
Karen, f. 1909, Björg,
f. 1911, d. 1978,
Margrét, f. 1913,
Halla, f. 1915, d. 2000, og Álfheið-
ur, f. 1921, d. 1999, Einar f. 1928.
Hinn 21. ágúst 1970 kvæntist
Sigmar eftirlifandi konu sinni,
Gyðríði Grímsdóttur, f. í Reykja-
vík 31.12.1935. Foreldrar hennar
voru Grímur Grímsson, f. 1893, d.
1959, og Guðrún Guðbjartsdóttir,
f. 1897, d. 1973. Börn Sigmars og
Gyðríðar eru: 1) Davíð, trésmiður
á Selfossi, f. 4. febrúar 1972, í
sambúð með Sólrúnu
Sigurðardóttur.
Dætur þeirra eru:
Dagbjört Telma, f.
1995, og Elísabet, f.
1999. 2) Guðrún Rut,
leikskólakennari í
Reykjavík, f. 27.
janúar 1974, gift
Lárusi Guðmunds-
syni. Sonur Gyðríðar
er Óttar Egilsson, f.
27. desember 1961,
kvæntur Anat Egils-
son. Börn þeirra eru:
Natalie, f. 1991, og
Daníel, f. 1993.
Sigmar lauk námi frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri 1944.
Hann tók við búi foreldra sinna að
Gljúfri ásamt bróður sínum Einari
árið 1956 og bjó þar til ársins
1983. Eftir það vann hann sem að-
stoðarumsjónarmaður í Ölfus-
borgum allt til ársins 1995.
Útför Sigmars fer fram frá Kot-
strandarkirkju í dag og hefst at-
höfnin kukkan 14.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku pabbi minn. Ég á svo margar
góðar minningar um þig sem ylja
mér núna á þessum erfiðu tímum.
Ég var varla farin að ganga þegar
ég fékk að fara með þér á fjár-
húsin á Gljúfri. Við fórum oft í
ferðalög um landið þegar ég var
yngri og þú vissir hvað allir bæir
hétu á leiðinni um landið og svo á
leiðinni til baka spurðir þú okkur
út úr. Það gekk nú misvel að svara
þér. Alltaf gat ég leitað til þín ef
eitthvað bjátaði á hjá mér, við vor-
um mjög náin feðgin. Þú hafðir
alltaf tíma fyrir mig hvort sem ég
kom til þín eða talaði við þig í
síma.
Margt léstu eftir mér, einu sinni
þegar ég kom heim úr skólanum
var nýtt reiðhjól inni í herbergi
hjá mér sem mig var búið að
dreyma um lengi.
Þú varst alltaf léttur í lund og
gast alltaf fengið mann til að
hlæja. Við unnum saman í Ölf-
usborgum nokkur sumur og það
var alltaf gaman hjá okkur, mikið
hlegið í kaffitímunum.
Eftirminnilegast er þegar við
Lárus giftum okkur sl. haust og þú
leiddir mig inn kirkjugólfið. Þú
varst svo fínn og lést það eftir mér
að leigja þér íslenska búninginn.
Þér fannst svo kjánalegt að vera í
fötum sem þú áttir ekki en ég
sagði við þig að það mundi örugg-
lega enginn spyrja þig um það
hver ætti fötin sem þú værir í. Þú
varst pínumontinn þegar við vor-
um sótt á blæjubílnum og vildir
fara smárúnt um Hveragerði áður
en við fórum í kirkjuna. Við vorum
eins og kóngur og drottning.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem við fengum saman. Ég veit að
þér líður vel þar sem þú ert núna
og ég á eftir að sakna þín mikið.
Þín dóttir,
Guðrún Rut.
Í dag er 4. apríl, afmælisdag-
urinn minn, og það er glampandi
sól. Snjó hefur að mestu tekið upp.
Einungis skaflar þar sem snjó hef-
ur verið hreykt upp af manna völd-
um og í skurðum og drögum. Síð-
degis höldum við nágranni minn
og vinur fram í hesthús til að ljúka
járningum. Ákveðnir í að skafla-
járna ekki þennan vetur enda
komið vor. Á meðan við erum að
bauka við að sníða mýkingarskeifu
milli skeifu og hófs á gamla klár-
inn til að hlífa fótum hans verður
mér hugsað til bernskudaga minna
hjá ömmu minni á Gljúfri. Þar nut-
um við bræðurnir þess að fá að
kynnast og njóta hesta með honum
Simma frænda. Það voru góðir
dagar þótt ástæður veru okkar þar
hafi oft verið tengdar veikindum
föður okkar.
Já, dagarnir voru góðir vegna
gæsku fólksins okkar þar. Hennar
ömmu okkar, Einars og Freyju og
svo hans Simma. Það var gæfa
okkar að fá að fylgjast með í bú-
verkum, gaman að leika okkur á
Kisuhólnum, í gljúfrinu eða austur
í læk. En yndislegast var þó að til-
heyra riddaraliði Simma frænda.
Fá að annast með honum hestana
og fara í útreiðartúra og síðar
göngur. Hjá honum lærðum við að
tala við hrossin á meðan var verið
að járna þau og þegar manni óx
ásmegin fékk maður að halda fæti.
Var uppfræddur um hreyfingu
hófsins og þess vegna hvernig
skeifan skyldi leggjast. Þessi söng-
ur hamarsins á hóffjöðrunum,
klippingin og hnykkingin. Allt ofið
aðfinnslum og glettni og góðum
sögum af mönnum og skepnum.
Einhvern veginn sóttu þessar
minningar að mér þarna í hesthús-
inu. Ætli Simmi ætti eftir að koma
við á leið í Vatnsdalinn í vor? Þá
yrði gaman að lofa honum að sjá
hrossin. Og ekki síst litlu stúlk-
urnar mínar á hestbaki. Það varst
nefnilega þú, Simmi minn, sem
kenndir mér að gleðjast í gegnum
börnin. Með því að þreytast aldrei
á að hafa okkur með þér. Þú
kenndir mér líka að láta hest
hlaupa kvíðalausan við hlið mér,
upp og ofan brekkur. Stökkva
læki. Fylgja mér. Og þannig er
hann einmitt sá gamli sem við end-
uðum á að járna.
Daginn eftir, í gær, var orðið al-
hvítt þegar ég fór á fætur. Hvað
ætli Simmi segði nú ef hann frétti
af bjartsýni minni? Að vera búinn
að flatjárna og páskahretið fram-
undan. En það var svo undarlegt
að þótt væri ofankoma nær allan
daginn í gær bætti ekki í snjóinn.
Gatan hélst auð. Í morgun var allt
við sama og eftir nóttina hafði
hvítt himnafiðrið lagst yfir allt svo
hvergi sá á dökkan díl. Samt var
engu líkara en vorið væri komið
við mynni dalsins og biði þar færis.
Þá hringdi Mummi frændi norð-
an úr Vatnsdal og sagði að Simmi
frændi okkar hafði dáið árla morg-
uns. Og mér kom fréttin ekki á
óvart, þú hafðir alla tíð verið árris-
ull, Simmi. Þú hafðir alltaf tilheyrt
náttúrunni. Því vitum við fólkið
þitt að vorið er tákn þess að þú ert
að losna frá þrautum vetrar þíns
og að Drottinn breiddi fannhvíta
sængina sína yfir þig er þú sofn-
aðir síðasta blundinn. Dagarnir
eru þannig fallegir eins og minn-
ingin um þig, frændi góður. Og nú
veit ég að þegar við, ég og litlu
stelpurnar mínar, förum á hestbak
á morgun verður þú með okkur,
glaður sem forðum.
Já, það er gott að hafa átt þig
að. Gott vegna þess að þú hafðir
oftast tíma til að hafa okkur með
þér, án þess að við værum fyrir.
Þú hafðir lag á að leggja okkur til
verk sem við þóttumst fullsæmdir
af. Hvort heldur var að hjálpa til
við tamningar, fara í kringum
lambfé eða bera taðköggla upp úr
hellinum í neðra gilinu. Eða tína
grjót úr nýræktinni. Okkur þótti
líka afar vænt um að sjá þig koma
að sækja okkur niður á þjóðveg
þegar við komum með rútunni.
Vetrarferðirnar austur í jeppanum
þínum X 817 um Krísuvík og Sel-
vog þegar þú vannst í Reykjavík
og engin Þrengsli voru til. Það var
margra klukkustunda ferð og
áhættusöm. Ég man líka hvað okk-
ur þótti vænt um það að fá að sofa
með þér í herbergi. Þá þóttumst
menn með mönnum. Ég gleymi
heldur aldrei því hvernig þú
kenndir mér hversu mikils virði
það getur verið unglingi að vera
treyst. Það bar þannig að að eitt
sinn þegar við bræður höfðum ver-
ið í helgarheimsókn fyrir austan
og komið var að því að kveðja að
þú kallar mig inn á herbergið þitt.
Færð mér þar umslag með bréfi í
og peningum er nægðu til greiðslu
tiltekins fjölda happdrættismiða í
Þjóðvarnarflokknum. Þú lagðir
ríka áherslu á að ég kæmi þessu til
skila því málefnið væri afar brýnt.
Íslandi væri nefnilega mikilvægt
að halda sig utan afskipta allra er-
lendra því þeim gengi öllum það
eitt til að nota okkur sem áning-
arstað á leið sinni í stríð. Ég var
afar stoltur er við hittumst næst
og ég hafði reynst trausts þíns
verður í þessu örlagamáli þjóðar-
innar. Mér hefur ósjaldan komið
þetta til hugar í seinni tíð gagn-
vart þeim æskumönnum sem ég
hefi helgað starfskrafta mína. Ég
gleymi heldur aldrei þeim degi
þegar þú komst heim með hana
Gyðu. Við höfðum einhvern veginn
alltaf gengið út frá því sem gefnu
að við strákarnir, Mummi, Siggi og
ég fengjum að eiga þig út af fyrir
okkur. En svo einn daginn varstu
kominn með kærustu og hún átti
þar að auki strák. Og ég man að
þann dag fannst okkur eitt augna-
blik að þú værir orðinn gamall.
Þetta væru elliglöp. En ótti okkar
reyndist óþarfur. Þú gleymdir
okkur ekki og við samglöddumst
þér þegar börnin fæddust ykkur,
fyrst Davíð og svo Guðrún. Og
Óttar sonur Gyðu varð vinur okkar
og hún varð líka okkar.
Elsku hjartans Simmi minn,
þótt lengst hafi á milli funda okkar
eftir að báðir urðu fullorðnir hefur
mér aldrei gleymst hversu góður
þú varst okkur systkinum á meðan
við vorum ung og pabbi alltaf veik-
ur. Fyrir það verð ég þér ævinlega
þakklátur. Guð blessi þig og leiði
fólkið þitt móti hækkandi sól.
Guðlaugur Óskarsson.
Hann Sigmar var vanur að taka
daginn snemma, hvort heldur hann
var að fara í fjósið heima á Gljúfri
eða aka Gyðu sinni til vinnu, eftir
að þau fluttu til Hveragerðis.
Hann gerði það líka 6. apríl sl.,
en þá lagði hann upp í ferðalagið
stóra, sem bíður okkar allra.
Nokkrum dögum fyrr kvaddi
bóndi minn Sigmar með þeim orð-
um, að við litum til hans eftir
nokkra daga. „Ætli ég verði ekki
bara búinn að koma í Vatnsdalinn
þá,“ var svarið.
Líklega hefur hann Sigmar þá
verið farinn að búa sig til ferðar,
SIGMAR
SIGURÐSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
*
;&
3N1011
),5=
>&
,
=.
,
!
++#
!&.*+*+%))
"3.,)#
3.,)))
'#/ ,+6+ )2))
%6+ )26+ )2#
3"! +8)) (
2 &
&
11$
& 89, 2&-+*+ 9
6*+ -+ + ) ++ 9 2DD
"+))928
"
2) /2 .EL2& -+*"
* %;
!
3##
" *2)) ' )- # )2#
+*2)) + %#
2&*2)) %9+%9+2#
?2*2# #*"+. + ))
6- 8+ *2# 3)+6+ +))
. "8 *2#
$+ . 7)+8#+ ))
+ ' )- #
/+ +/ #./+ +/+ +/ (
2
%
611$11
#+92<F
%& * ,
<
+.+ %9+#
. "%9+)) . 8#
+.9 %9+)) 8 . -#
#./+ +/ (
2
%A1 !11
& *( ) ,
6*++2)4L
2& -+*"
) 7 . 4)
' )-++%2D)) (
6) 4) 5 7
8
474 8)
) )
%
1%
11 *++ 9286 +
+2(
62.+3 +))
3 G(-)) !8 2/ 2
" %(-)) 3.,)K(
+ #
!8 -# )2+. + ))
8 62.-# .+ + # )2))
3/- -# ,
( ))
!"!//+-)) ' )- /2 )#
%(-# $+ . 7)
+.+ ))
#. - & (