Morgunblaðið - 18.04.2001, Síða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 53
✝ Margrét Sveins-dóttir var fædd í
Tröllanesi á Norð-
firði 25. apríl 1918.
Hún lést 6. apríl síð-
astliðinn á Dvalar-
heimilinu Holtsbúð í
Garðabæ. Margrét
var elsta barn
hjónanna Sveins
Sigurðssonar og
Rósamundu Eyjólfs-
dóttur sem lengst af
bjuggu á Siglufirði.
Alsystkini Margrét-
ar voru Sigurlaug
húsmóðir, f. 21.3.
1922, d. 10.1. 1995; Kristján, f.
5.6. 1923, d. 1932; Jóhanna versl-
unarmaður, f. 3.3. 1925, d. 19.12.
1946; Friðrik læknir, f. 7.6. 1927;
Jóna verslunarmaður, f. 20.4.
1930; og Kristjana, verkakona og
húsmóðir, f. 2.7. 1932, d. 10.9.
1988. Hálfsystir Margrétar, sam-
feðra, var Kristín Sveinsdóttir,
fyrrv. matráðskona við Klepps-
spítala, f. 6.11. 1913. Árið 1940
giftist Margrét Sveinbirni Klem-
enzsyni vélsmíðameistara frá V-
Skógtjörn, Álftanesi, f. 1.10.
1913, d. 14.9. 1978. Hann var son-
ur Klemenzar Jónssonar, bónda
og skólastjóra, f. 1.4. 1876, d.
16.8. 1955, og Auðbjargar Jóns-
dóttur húsfreyju, f. 5.5. 1888, d.
14.12. 1977. Börn Margrétar og
Sveinbjörns eru: 1) Auðunn Klem-
enz Sveinbjörnsson læknir f. 12.4.
1941. Fyrri kona hans var Ásta
Björt Thoroddsen tannlæknir,
þau skildu. Synir þeirra eru Guð-
mundur stjórnmálafræðingur,
búsettur í Englandi, hann á Einar
Óla með Margréti Einarsdóttur
mannfræðingi, giftur Elizabeth J.
Goldstein; og Sveinbjörn læknir, í
sambúð með Guðrúnu Árnadóttur
lögfræðingi, þau eiga Árna Tóm-
og Leifur Eysteinn. 5) Jóhanna
Rósamunda Sveinsdóttir leik-
skólakennari, f. 24.6. 1946, er
fósturdóttir Margrétar og Svein-
bjarnar. Búsett í Svíþjóð. Var gift
Ottó Laugdal Ólafssyni verk-
stjóra sem lést 1995. Börn þeirra
eru Pétur auglýsingagerðarmað-
ur, í sambúð með Önnu Sherlen
verslunarrekanda, þau eiga
Hönnu Móu; og Lena stjórnmála-
fræðingur í sambúð með Pontus
Vinqvest verkfræðingi.
Margrét ólst upp á Siglufirði
og lauk þar gagnfræðaprófi. Hún
nam orgelleik hjá Tryggva Krist-
inssyni og stundaði síðan fram-
haldsnám hjá Guðmundi Matth-
íassyni. Seinna sótti hún nám-
skeið fyrir söngkennara í þrjá
vetur í Reykjavík. Á sínum yngri
árum tók Margrét virkan þátt í
félagsstarfi barna og unglinga á
Siglufirði. Hún stundaði verslun-
arstörf og starfaði þar hjá Pósti
og síma þar til hún gifti sig og
flutti suður. Margrét starfaði í af-
leysingum á skrifstofu Ritsíma-
stjórans í Reykjavík í nokkur
sumur. Hún réðst til Reykjavík-
urborgar í vinnu að barnavernd-
armálum 1969. Er Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar tók
til starfa 1970, var Margrét fast-
ráðinn deildarfulltrúi þar og
starfandi félagsráðgjafi þar til
hún hætti fyrir aldurs sakir.
Margrét kenndi söng við barna-
skólann á Álftanesi, var kirkju-
organisti í Bessastaðakirkju í
nokkur ár, söng í kirkjukórnum
þar í aldarfjórðung og var for-
maður hans um árabil og sat í
sóknarnefnd. Margrét var for-
maður Kvenfélags Bessastaða-
hrepps í 20 ár, var formaður
framkvæmdanefndar Orlofs hús-
mæðra í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu í meira en tuttugu ár og sat
í skólanefnd, áfengisvarnarnefnd
og barnaverndarnefnd fyrir
hreppinn.
Útför Margrétar fer fram frá
Bessastaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
as. Seinni kona hans
er Ingibjörg Óskars-
dóttir kennari, og
börn þeirra eru Guð-
björg ferðafræðing-
ur, gift Hartmanni
Kárasyni iðntækni-
fræðingi; Erna Sif, í
sambúð með Degi
Birni Agnarssyni
nema í sjávarútvegs-
fræði, þau eiga Hug-
rúnu Ósk; og Ósk
framhaldsskólanemi.
2) Sveinrós Svein-
bjarnardóttir hjúkr-
unarfræðingur f.
14.6. 1942, gift Hauki Heiðari
Ingólfssyni lækni. Börn þeirra
eru Halldór útvarpsmaður, í sam-
búð með Ragnheiði Bjarnadóttur
píanókennara; Margrét, gift
Stefni Skúlasyni rafmagnsverk-
fræðingi; Inga Dóra framhalds-
skólanemi; og Haukur Heiðar
framhaldsskólanemi. 3) Svein-
björn Hrafn Sveinbjörnsson raf-
virkjameistari, f. 23.2. 1951.
Fyrri kona hans var Hulda Ró-
bertsdóttir húsmóðir, sem lést
1989. Börn þeirra eru Hrafnhild-
ur læknaritari/dagmóðir, gift
Einari Magnússyni sölustjóra,
þau eiga Dórótheu Huld og Evu
Láru; Björn framkvæmdastjóri, í
sambúð með Svövu Magnúsdóttur
ferðafræðingi, þau eiga Róbert
Aron; og Margrét bankastarfs-
maður. Sambýliskona Svein-
björns Hrafns er Hildur Garðars-
dóttir húsmóðir. Þau eiga
Sveinbjörn Hrafn. Hildur átti fyr-
ir Sigurð Marvin, Karen Ósk og
Guðmund Stefán Guðmundsbörn.
4) Kristján Sveinbjörnsson raf-
virkjameistari, f. 19.6. 1958,
kvæntur Kristínu S. Sigurleifs-
dóttur kennara. Börn þeirra eru
Inga Auðbjörg; Klemenz Hrafn;
Hún var fædd frostaveturinn
mikla í Tröllanesi í Norðfirði. Það
leið þó ekki á löngu þar til þau for-
eldrar hennar Sveinn og Rósamunda
tóku sig upp með stelpuhnátuna sína
og orgelið og fluttu til Siglufjarðar. Í
kjallaranum á Norðurgötunni hafði
úrsmiður verkstæði sitt og þar voru
þær systurnar Magga og Lauga au-
fúsugestir. Einhverju sinni varð öðr-
um gesti þetta að orði:
Eikin smáa eðalsteins
eyða náir trega.
Margrét dáfríð dóttir Sveins
dafnar ágætlega.
Margrét var elst sjö barna þeirra
hjóna, sem ólust upp við orgelleik og
söng í amstri hversdagslífsins.
Bernskuárin liðu áhyggjulítið við
nám og leik í ægifögru umhverfi
æskuslóðanna, þar til sorgin braust
inn hjá fjölskyldunni er Kristján
bróðir hennar dó tæplega níu ára
gamall. Hún lærði snemma að taka
ábyrgð og hjálpa til, fór að vinna um
leið og hún gat. London-París-Siglu-
fjörður-Róm. Hún talaði alltaf um
bæinn sinn sem heimsborg. Það er
ævintýraljómi yfir minningunum um
síldarárin. Silfur hafsins laðaði
margan manninn að og þar með talið
mannsefnið hennar.
Fundum þeirra Sveinbjarnar
Klemenzsonar bar fyrst saman á
kaffistofu hótelsins. Þessi fjallmynd-
arlegi ungi maður hafði ráðið sig til
járnsmíða fyrir síldarverkunina og
sneri til baka á Álftanesið bundinn
tryggðabandi við elskuna sína að
norðan. Margrét bar mikið traust til
og virðingu fyrir tengdafólki sínu.
Fyrstu árin bjuggu þau á Skógtjörn
og þar knúði sorgin aftur kuldalega
dyra. Þau Jóhanna systir Margrétar
og Sveinn bróðir Sveinbjarnar höfðu
fellt hugi saman og eignast yndis-
lega dóttur. Jóhanna veiktist af
berklum og dó um tvítugt, frá
barninu kornungu. Þau Margrét og
Sveinbjörn tóku barnið að sér og ólu
upp sem sitt eigið, í fullu og góðu
félagi við Svein. Í túnfæti tengdafor-
eldranna bjuggu þau síðan fjölskyld-
unni bjart og fallegt heimili og
nefndu Sólbarð. Börnin fimm ólust
upp við gott atlæti, í stórum frænd-
garði afkomenda þeirra Auðbjargar
og Klemenzar á Vestri-Skógtjörn.
Tengsl við móðurfólkið voru góð og
styrkt með heimsóknum á báða
bóga.
Magga var félagslynd með ein-
dæmum. Foringja- og tónlistarhæfi-
leikanna naut hún vel og varð fyrr en
varði potturinn og pannan í félagslífi
hreppsins. Af röggsemi og dugnaði
beindi hún kröftum sínum að starf-
semi kvenfélags-, safnaðar-, uppeld-
is- og skólamálum. Þegar börnin
voru komin vel á legg réð hún sig hjá
Reykjavíkurborg og vann fulla vinnu
fram yfir sjötugt, lengst af sem
félagsráðgjafi.
Margrét, tengdamóðir mín, var
búin að missa manninn sinn og kom-
in á sjötugsaldur þegar ég kynntist
henni. Ég komst fljótt að því að þar
fór fluggreind kona með óvenju
skarpa athygli. Sem dæmi þá gat
hún á einhvern óskiljanlegan hátt
lesið Moggann, horft á föstudags-
myndina í sjónvarpinu, hlustað á
Jónas, spjallað við mann um heima
og geima og haldið þræði í öllu sam-
an! Hún var enda hafsjór af fróðleik
og skemmtileg manneskja sem átti
auðvelt með að koma hugsunum sín-
um í orð, jafnt í bundnu sem
óbundnu máli. Það var gott að eiga
hana að því hún lá ekki á liði sínu ef
til hennar var leitað. Hún var þó ekki
vön að skafa neitt af skoðunum sín-
um og óspör á ráðleggingarnar.
Fjölskylduböndin eru sterk og
barnabörnin alast nú upp á svo til
sömu þúfunni og forfeður þeirra.
Stundum kom amma Magga brun-
andi á G 403 og bauð þeim með sér í
bæinn. Hún var líka höfðingi heim að
sækja.
Minningar um notalegheitin sem
fylgdu laufabrauðsbakstri, jólaboð-
um, áramótasúkkulaðinu, grjóna-
graut eða „landapönnukökum“ sem
runnu ljúflega niður með sögulestri,
söng og kasínu munu fylgja englun-
um hennar ömmu sinnar um ókomna
tíð. Þeir vita að hún vænti mikils af
þeim og vildi þeim vel. Nöfnu sinni
Krummadóttur reyndist hún ómet-
anlega við móðurmissinn og alla tíð
síðan.
Það er skarð fyrir skildi í fjöl-
skyldunni þegar Margrétar nýtur
ekki lengur við. Það má til sanns veg-
ar færa að eikin smáa eðalsteins hafi
í lífi sínu náð að eyða trega, með því
einfaldlega að halda uppi húmornum
í hverju því selskapi sem hún til-
heyrði og jafnframt með starfi sínu
bæði heima og heiman. Dáfríð dóttir
Sveins fæddist á sumardaginn fyrsta
og verður til moldar borin síðasta
vetrardag. Það var stíll yfir öllu sem
hún gerði. Hún var fús að fara og ég
er þess fullviss að hún fær góða
heimkomu á himnum. Manga gefur
kaffið þegar þar að kemur.
Kristín S. Sigurleifsdóttir.
Elsku amma Magga er dáin. Hún
hefur loksins fengið frið eftir lang-
varandi veikindi. Það brjótast um í
mér margar tilfinningar.
Ég er sorgmædd og leið yfir því að
hafa ömmu ekki lengur hjá mér, en
ég er líka þakklát og glöð yfir öllum
góðu minningunum sem ég á um
hana.
Ein af fyrstu minningum mínum
um ömmu er þegar hún var ásamt
Laugu systur sinni og ömmu Dóru í
heimsókn hjá fjölskyldu minni í
Trollhattan í Svíþjóð. Þær voru góð-
ar saman stöllurnar og brölluðu ým-
islegt. Dag einn brugðu þær sér í bæ-
inn. Engin þeirra talaði sænskuna
reiprennandi og ekki voru þær vel
kunnugar staðháttum. Við það bætt-
ist sú staðreynd að engin þeirra gat
talist með ratvísustu manneskjum.
Þær flæktust því um í strætisvögn-
um borgarinnar meiripart dags og
höfðu litla hugmynd um hvar þær
voru staddar. Það er til marks um
ákveðni og áræði ömmu Möggu að
hún tók málin í sínar hendur og kom
vinkonum sínum heim heilum á húfi
á endanum. Þær voru glaðhlakkaleg-
ar þegar þær birtust loks heima hjá
okkur hlaðnar pinklum.
Amma var mikill sögumaður og
hafði gaman af því að segja frá.
Mér er minnisstætt þegar við fjöl-
skyldan komum heim frá Svíþjóð í
jólafrí 1976 og vorum hjá ömmu og
afa á Álftanesi. Það var alltaf jafn-
spennandi þegar amma sagði okkur
systkinunum ævintýri fyrir svefninn,
eða jafnvel sögur sem hún spann
jafnóðum. Hún þurfti sko enga sögu-
bók til að lesa upp úr.
Amma hafði afskaplega gaman af
því að fá gesti. Ég kíkti ósjaldan í
kaffi til hennar á Sólbarð. Þá var
skellt í nokkrar pönnukökur eða
vöfflur á mettíma á meðan spjallað
var um allt milli himins og jarðar.
Það var ótrúlegt hvað amma fylgdist
vel með öllu. Það var sama um hvað
var rætt, hún hafði skoðun á öllum
málum.
Síðustu árin átti amma við erfið
veikindi að stríða. Alltaf hélt hún þó
höfðinu hátt og kvartaði ekki þó að
henni liði oft illa.
Svona var amma, stoltasta og
sterkasta kona sem ég hef þekkt.
Guð blessi ömmu Möggu og veiti
henni eilífan frið.
Margrét Hauksdóttir.
Magga systir er dáin, sagði pabbi
þegar hann hringdi í mig seinnipart
6. apríl. Þótt fólk sé orðið aldrað og
þreytt lífdaga þá hreyfa þessi orð,
dáin, alltaf við manni og gefa til
kynna að kynslóðir fara og kynslóðir
koma. Það eitt er öruggt í þessum
heimi.
Ég á margar góðar minningar um
Möggu frænku eins og við systurnar
kölluðum hana alltaf. Að koma að
Sólbarði um hásumar í sumarfríi af
Langanesinu var mikið ævintýri. Þar
var líf og fjör, fullt af börnum og
köttum að leika sér í glampandi sól-
skini. Í minningunni var alltaf sól á
Álftanesinu. Þar var líka fallegur
garður með blómum og trjám og rifs-
berjarunnum. Sveinbjörn í smiðj-
unni, Magga frænka í eldhúsinu.
Hún vílaði ekki fyrir sér að taka á
móti stórri fjölskyldu utan af landi,
sér í lagi þar sem Friggi bróðir var á
ferð.
Við systurnar minnumst tímanna
á Álftanesinu með hlýju, þar var gott
að vera.
Ég votta aðstandendum Margrét-
ar frænku minnar samúð mína, megi
hún hvíla í friði.
Guðrún Friðriksdóttir.
Fallinn er frá einn af máttarstólp-
um Kvenfélags Bessastaðahrepps,
Margrét Sveinsdóttir á Sólbarði.
Hún gekk ung í félagið, var orðin for-
maður þess þremur árum seinna og
gegndi hún því starfi í alls 20 ár. Í 70
ára afmælisriti Kvenfélagsins segir
Margrét frá því er stungið var uppá
henni sem formanni, henni hafi fund-
ist það hlægilegt þar sem hún var að-
eins 29 ára gömul, það hlyti að vera
hlutverk eldri og virðulegri kvenna.
En á aðalfundi 1947 var hún kosin
formaður Kvenfélags Bessastaða-
hrepps. Í frásögn hennar kemur
einnig fram að hún forðaðist að láta
æskuvinkonu sína vita af þessu, en
þegar hún frétti það skrifaði hún og
spurði: „Ertu í kvenfélagi? Ertu for-
maður, ertu orðin svona mikil kerl-
ing?“ En þær voru frjálslyndari á
Álftanesinu í þá daga og eru enn.
Margrét var upphafsmaður að því að
halda þorrablót í hreppnum, en
fyrsta blótið var haldið árið 1947 í
barnaskólanum á Bjarnastöðum. Öll
heimili komu þá með sitt eigið trog
með heimatilbúnum þorramat og
voru ekki önnur áhöld notuð til þess
að borða með en vasahnífar. Þorra-
blót Kvenfélags Bessastaðahrepps
hefur síðan verið árlegur viðburður
hér í hreppnum, þótt öll umgjörð hafi
breyst töluvert, en hróður þess hefur
borist víða. Á 50. þorrablóti félagsins
orti Margrét bráðskemmtilegan
brag um fyrsta þorrablótið, en hún
var mjög hagmælt. Það var mikill
fengur fyrir lítið kvenfélag og sam-
félagið allt að fá til sín manneskju
eins og Margréti, sem lét sér ekkert
óviðkomandi í hreppnum. Hún átti
sæti í ótal nefndum, var kórstjóri og
organisti og stjórnaði barnakór.
Hún starfaði í orlofsnefnd frá
byrjun og var heiðursfélagi í Kven-
félagasambandi Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Margrét var mjög fróð og sagði
skemmtilega og lifandi frá og hafði
óþrjótandi áhuga á að fræða yngri
félagskonur um starfið fyrr á árum.
Hún var kvenfélagskona af lífi og sál
og var gerð að heiðursfélaga Kven-
félags Bessastaðahrepps á 70 ára af-
mæli sínu. Það sópaði að henni, hún
var ákveðin og hreinskiptin, stór-
brotin persónuleiki og fæddur for-
ingi.
Blessuð sé minning Margrétar
Sveinsdóttur.
Með þakklæti og virðingu.
F.h. Kvenfélags Bessastaða-
hrepps,
Sigríður Rósa
Magnúsdóttir, formaður.
MARGRÉT
SVEINSDÓTTIR
Við andlát Heiðu
frænku á Bjargi verða
tengsl mín við Borg-
arfjörð aðeins minn-
ingar. Góðar minningar um gott
fólk sem hafði sterk áhrif á þroska
minn og lífsviðhorf. Nú er rétt að
verða um hálf öld síðan ég heim-
sótti Bjargsfólk fyrsta sinni og
AÐALHEIÐUR LILJA
JÓNSDÓTTIR
✝ Aðalheiður LiljaJónsdóttir fædd-
ist 8. ágúst 1910 í
Arnarfelli í Þing-
vallasveit. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Akranesi 29. mars
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Borgarneskirkju
6. apríl.
ekkert okkar gleymir
þeirri heimsókn.
Bíspert, með það
heimskonufas sem ég
taldi hæfa Reykjavík-
urstelpu, riksaði ég
eftir fjóströðinni, yfir
fjóshelluna og beint
út á fjóshauginn. Það
fór eitthvað minna
fyrir merkilegheitum
þess sem Eggert dró
upp úr haugnum og
færði konu sinni til að
verka af mesta skít-
inn.
Heiða frænka gekk
rösklega að því verki sem og öðr-
um störfum um ævina. Hún var
ein af þessum verkfúsu manneskj-
um sem af sömu atorku vann að
stórum sem smáum verkum, þeim
sem kölluðu eru merkileg og hin-
um sem ómerkileg nefnast. Þeir
sem unnu með henni lærðu að
vinna hávaðalaust, skila góðu verki
af snyrtimennsku, en nota frítím-
ann, ef einhver varð, til gleði og
ánægju fyrir sjálfan sig og aðra.
Þegar ég gerðist sveitakona austur
í Vopnafirði var eins og styttist
leiðin milli okkar Heiðu frænku,
þ.e. við áttum miklu fleira sameig-
inlegt þrátt fyrir mikinn aldurs-
mun og fjarlægð. Heimsóknir að
Bjargi og löng símtöl okkar í milli
skildu alltaf eitthvað gott eftir í
sálinni. Gáfu kjark og þor til að
takast á við vanda eða áhugamál.
Vissan um að hún fylgdist með
lífsbaráttu minni og gladdist yfir
unnum sigrum var gott veganesti.
Heiðurskonan Aðalheiður á Bjargi
verður ævinlega minnisstæð þeim
er kynntust.
Börnum hennar og barnabörn-
um sendi ég samúðarkveðjur. Við
höfum mikið að þakka fyrir far-
sælt ævistarf Aðalheiðar.
Ágústa Þorkelsdóttir.