Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Julian Róbert Duranona frá í sex til átta mánuði / B1 Arsenal vill kaupa Ólaf Inga Skúlason / B1 8 SÍÐUR  Í VERINU í dag er m.a. fjallað um fiskveiðistjórnun smábáta, góða þátttöku Íslendinga í sjávarútvegssýn- ingunni í Brussel og hvalarannsóknir. Eins eru í blaðinu fréttir af aflabrögðum og fiskmörkuðum. Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is FERMINGAR standa nú sem hæst og hver hópurinn eftir annan stað- festir skírn sína í kirkjum landsins með því að láta fermast. Ferming- arbörnin eru kát þegar dagurinn rennur loksins upp með hátíð og veislu og jafnvel nokkrum gjöfum eftir ýmsan undirbúning og lærdóm eins og hjá þessum hópi í Grafar- vogskirkju í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Ferming- argleðin LITLUM flugvélum, sem notaðar eru í atvinnuskyni hér á landi, hefur fækkað verulega á undanförnum ár- um. Samkvæmt upplýsingum Flug- málastjórnar voru skráðar um síð- ustu áramót 22 flugvélar, 5,7 tonn eða minni, sem notaðar eru í at- vinnuskyni af íslenskum flugrek- endum. Til samanburðar voru 42 flugvélar í þessum stærðarflokki á skrá árið 1984. Þá hefur flugrekendum hér á landi einnig fækkað á þessu tímabili. Um seinustu áramót voru 15 skráðir flugrekendur á Íslandi samanborið við 17 skráða flugrekendur árið 1984. Stórum flugvélum fjölgaði úr 11 í 43 Þrátt fyrir fækkun minni flugvéla sem notaðar eru í atvinnuskyni hef- ur flugvélum sem íslenskir flugrek- endur hafa til umráða þó fjölgað umtalsvert á umliðnum árum, vegna fjölgunar flugvéla sem eru 10 tonn eða stærri. Þeim hefur fjölgað úr 11 árið 1984 í 43 um seinustu áramót. Alls voru skráð 70 loftför í öllum stærðarflokkum hjá íslenskum flug- rekendum um seinustu áramót sam- anborið við 57 árið 1984. Munar þar mest um fjölgun í flugflota Flug- leiða hf., sem voru með skráðar 15 þotur um seinustu áramót saman- borið við 6 vélar, 10 tonn eða stærri, árið 1984, og Atlanta hf. sem var með 18 flugvélar skráðar um sein- ustu áramót. Margir minni flugrekendur sem störfuðu árið 1984 hafa horfið af sjónarsviðinu, s.s. Sverrir Þórodds- son hf. sem var með 6 vélar í rekstri árið 1984, Helgi Jónsson – flugskóli, sem var með 5 vélar á þessum tíma og Flugtak hf., sem var með 4 vélar skráðar 1984. Meðal skráðra flugrekenda um seinustu áramót, sem ekki voru á skrá 1984, eru Íslandsflug hf. með 9 flugvélar á skrá um síðustu áramót, Flugfélag Vestmannaeyja hf. með 6 vélar, Leiguflug Ísleifs Ottesen hf. með 4 vélar og Mýflug eina vél á skrá. Litlum vélum í atvinnuflugi hefur fækkað um helming                     !  "#$%    "% #&    '&  "()%  *    +  "   %  '    )     ',   -   ( .    /  0  1 ) -  2  1 - 3  +4    +5  6     $#&                                                !"#  " $ %   & $  '(       !  " # !  $   %      78 7 79 7 : 7 ; < < = 7 ; > 7 7 < <                     og þau hafi verið í umfjöllun að und- anförnu og væntanlega einnig verð- myndun á kartöflum. Nefndinni verð- ur gert að horfa til starfsskilyrða greinarinnar, hvernig álagning tolla spilar inn í myndina og hvernig verð- myndunin er. Guðmundur segir að engin sérstök tímamörk séu sett á störf nefndarinn- ar að öðru leyti en því að henni er gert að hraða störfum og tillögugerð til ráðuneytisins eins og frekast er unnt. NEFND sem landbúnaðarráðherra hefur skipað og leita skal sátta um leið til að tryggja hagstætt verð grænmetis til neytenda heldur sinn fyrsta fund í dag. Nefndin á jafnframt að koma því þannig fyrir að þeir við- skiptahættir sem hafa tíðkast verði ekki til frambúðar. Formaður nefnd- arinnar er Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri landbúnaðarráðu- neytisins. Hann segir að farið verði yfir verðlagsmál grænmetisins eins Hann kveðst eiga von á því að starf nefndarinnar gangi hratt fyrir sig. Hann segir þetta stórt mál og ekki sé hægt að segja til um hvenær niður- staðna úr vinnu nefndarinnar sé að vænta. Í nefndinni verða fulltrúar úr atvinnulífinu auk stjórnvalda. Guð- mundur er, sem fyrr segir, formaður hennar en aðrir sem þar eiga sæti eru Ari Edwald frá Samtökum atvinnu- lífsins, Elínbjörg Jónsdóttir frá BSRB, Kristján Bragason frá ASÍ, Sigurgeir Þorgeirsson og Kjartan Ólafsson verða fulltrúar bænda. Frá landbúnaðarráðuneytinu er, auk Guð- mundar, Ólafur Friðriksson. Guðmundur segir að starf nefnd- arinnar hafi ekki verið skipulagt en það verði rætt á fyrsta fundi hennar í dag. Búast megi við því að rætt verði við alla þá aðila sem eigi hagsmuna að gæta í þessu máli. Nefnd um grænmetismál fundar  Segja álagninguna/12 HÓPUR manna réðst á fjóra lög- reglumenn þar sem þeir voru að flytja ölvaðan mann á lögreglustöðina á Patreksfirði aðfaranótt mánudags. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var maðurinn handtekinn fyrir utan veitingahús sem er á móts við lögreglustöðina. Maðurinn hafði verið öðrum gestum til ónæðis en hann var mjög ölvaður og æstur. Maðurinn veitti mótspyrnu við hand- tökuna og þegar verið var að færa hann á lögreglustöðina réðst hópur manna, sem höfðu verið inni á veit- ingahúsinu, á lögreglumennina. Slegið var til lögreglumannanna sem beittu varnarúða. Í átökunum slapp maðurinn sem lögreglan hafði handtekið og rúða brotnaði í anddyri lögreglustöðvarinnar. Lögreglan segir að mennirnir sem þarna áttu hlut að máli megi búast við ákærum á næstu dögum. Ráðist á lög- reglumenn á Patreksfirði BYGGINGARFÉLAGIÐ Gullsmári ehf., sem m.a. á skrifstofu og at- vinnuhúsnæði í Smáranum, hefur keypt 67% hlut í Tennishöllinni í Kópavogi. Að sögn Hilmars Kon- ráðssonar, stjórnarformanns Sport- vangs ehf. sem er rekstrarfélag Tennishallarinnar, er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á rekstri hallarinnar en þar er nú leikinn tennis og hluti af húsinu er leigður undir knattspyrnu. Hilmar vildi ekki gefa upp hvert kaupverðið hefði verið. Hann sagði að húsinu, sem er um 4.800 fermetr- ar og skiptist í tvo sali með tengi- byggingu á milli, hefði lítið verið haldið við frá því það hefði verið byggt. Hann sagði að nú væri stefnt að því að auka viðhald, malbika bíla- stæði og jafnvel byggja yfir þrjá tennisvelli, sem væru utan við húsið, og ofan á tengibygginguna. Hann sagði að þó væri ekkert búið að ákveða í þessum efnum. Hilmar sagði að þótt ekki væri bú- ið að ákveða hvort eða hvernig byggt yrði við húsið væri alveg ljóst að hverjar sem breytingarnar yrðu yrði húsið áfram nýtt undir tennis. Gullsmári ehf. kaupir 67% í Tennishöllinni Hugsanlega byggt yfir útivellina ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.