Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 37 TÓNLEIKAR Listvinafélags Hall- grímskirkju fyrir viku voru sérkenni- leg blanda af gregorssöng og orgel- leik, ýmist eftir nótum eða spunnin, og sett upp í tónleikaskrá undir lat- neskum kaflafyrirsögnum sem lutu að helgiefni árstíðar. Fimm að öðru leyti ónafngreindir meðlimir Vocium Thules, svartklædd- ir sem Kristsmunkar, sungu stand- andi sína hluta úr kór kirkjunnar, en sátu þess á milli við ílangt altarið svo minntu óhjákvæmilega á lærisvein- ana við síðustu kvöldmáltíðina. Fyrst lék Hans Dieter-Möller chaconne- kenndan sálmforleik Bachs frá Weim- ar-tímanum fyrir handspil eingöngu, Erbarm dich mein, o Herre Gott (BWV 721). Eftir orgelspuna til dýrð- ar Davíðs syni söng Voces Thules ör- stutt andstefið er lá undangengnum spuna til grundvallar (Hosanna Filio David). Möller lék næst Institution d’Eucharistie eftir Olivier Messiaen (1908–1992), kyrrstæðan og að smekk undirritaðs fremur lítt heillandi org- elþátt. Þá var leikið þríþætt orgel- verk, Pange Lingua, við samnefndan lofsöng skólaspekingsins Tómasar Aquinas eftir franska miðbarokktón- skáldið Gabriel Nivers (1632–1714), þar sem söngraddir norðurhjarans komu inn á milli þátta, á hverjum stað með einu erindi af alls þremur; allt íhugul tónlist og áferðarfalleg. „In passione et morte Domine“, m.ö.o. um Drottins pín og dauða, var yfirskrift næstu sex atriða, er hófust á orgelspuna auðkenndum „De prof- undis ad te Domine clamavi“. Drungaleg tónlist við hæfi, er mikið til byggðist á litbrigðaskiptum innan þykkildislegs klasahljómaferlis, en þó á köflum nokkuð áhrifamikil. Kannski ullu aðeins ofheyrnir manns eða ósk- hyggja því að á einum stað virtist bregða fyrir páskasekvenzíunni fornu „Victimae paschali laudes“, en það hefði alltjent ekki verið óviðeigandi. Hinn hrífandi einfaldi og sakleysislegi orgelforleikur Bachs O Lamm Gottes unschuldig (BWV 618), talinn saminn veturinn 1714–15 í Weimar, leiddi síð- an í Domine miserere, ambrósískt harmljóð frá 15. öld, sem Voces Thul- es sungu í sérkennilegu afbrigði af organum-tvíröddun. Eli, Eli, lamma sabacthani fór þar á eftir; áhrifamikið orgelverk eftir franska spunasnilling- inn Charles Tournemire (1870–1939), sem aftur kom við sögu að loknum hægferðugum melísmatískum söng Thulemanna í responsóríunni Tenebrae facta sunt með hinum ágenga orgelþætti Consummatum est úr Les sept paroles du Christ. Það var ekki laust við að óhugnaðarhroll- ur læsti sig um hlustandann í þessu kraftmikla verki um endalokin á Golgata. Síðustu atriði tónleikanna undir fyrirsögninni „Exaltio Crucis“, Upp- hafning krossins, hófust á spunaút- lagningu Möllers á lofsöngnum Vex- illa Regis prodeunt (Gunnfánar konungs fara fyrir), og sungu Voces Thules síðan tvö erindi hymnans á milli spunakafla orgelleikarans en tvö saman síðast, eða alls fjögur. Tónleik- unum lauk á snarstefjuðum eftirleik eða Postludium; enn um sama grund- vallartónefni lofsöngsins, þar sem Möller sleppti lausum öllum fítons- fúríum stórskotaregistra Klais-org- elsins, svo hrikti í járnbendingum guðshússins bergstudda. Af hefðbundnari verkum dagskrár mátti vel heyra að þýzki organistinn kynni sitt fag út í hörgul. Öllu örðugra var að meta spunamennsku hans, enda þéttriðin klasahljómabeitingin sjaldnast gædd kontrapunktískum tilþrifum af því tagi sem leyfir frjálsri og auðgreinanlegri raddfærslu að njóta sín til fullnustu, andstætt því sem kvað hafa verið aðal meistara meistaranna í Leipzig forðum. En e.t.v. veitir módernísk tónsköpun okkar tíma lítið svigrúm til þess arna. Engu að síður varð voldugt hljóðfæri Hallgrímskirkju víða tilkomumikið í hugvitssamlegu raddvali hans, og í samspili við höfugan söng Voces Thules aftan úr öldum kviknaði á beztu augnablikum magnað andrúm íhugunar og meðlifunar í skapadægur frumkristninnar á þessari sérstæðu dymbilvöku í tónum. Dymbilvaka í tónum TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Gregorssöngvar, orgelspunar og orgelverk eftir J.S. Bach, Messiaen, Nivers og Tournemire. Hans-Dieter Möller, orgel; Voces Thules. Miðvikudaginn 11. apríl kl. 20. ORGELTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Á PÁLMASUNNUDAG flutti Kammerkór Austurlands Litlu alvar- legu messuna; Petite Messe Solenn- elle, eftir Gioacchino Rossini (1792- 1868). Rossini samdi sem kunnugt er fjöldan allan af óperum, en fá trúar- leg verk. Litla alvarlega messan er hreint ekki lítil, þrátt fyrir nafnið, en það vísar fremur til þess að hún er skrifuð fyrir mjög takmarkaðan fjölda hljóðfæra og radda, þ.e.a.s. tvö píanó og harmóníum. Rossini gerði ráð fyrir fjórum röddum og tólf söngvurum. Messan þykir athyglis- vert tónverk, frumlegt, glæst og inn- blásið. Tíu félagar Kammerkórs Austur- lands, sem vanalega er skipaður 40 söngvurum, fluttu messu Rossinis undir stjórn Keiths Reed, en undir- leikarar voru þeir Aladár Rácz og Torvald Gjerde. Messan var tvívegis flutt þennan dag, í Egilsstaðakirkju og Eskifjarðarkirkju, en hvort tveggja húsið þykir gott til tónleika- halds sökum hljómburðar. Kammerkór Austurlands var stofnaður árið 1997. Sem dæmi um önnur viðfangsefni kórsins má nefna Jólaóratóríu Bachs, Messías Händels og Requiem eftir Mozart. Þá er Óperustúdíó Austurlands, undir stjórn Keiths Reed, komið á fullt skrið við æfingar á enn einu stór- verkefni í tónlist á Austurlandi. Nú er það Brúðkaup Fígarós sem verður frumflutt 10. júní n.k. Munu söngv- ararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson og Elín Ósk Óskarsdóttir m.a. taka þátt í upp- færslunni, en sýnt verður á Eiðum. Morgunblaðið/Steinunn Kammerkór Austurlands flutti Petite Messe Solennelle eftir Rossini í Egilsstaðakirkju á pálmasunnudag. Kristilega innblásinn og glettinn Rossini Egilsstöðum. Morgunblaðið. kennir henni nýjustu hipp hipp sporin. Ég veit ekki hver Duane Adler, handritshöfundur þessarar mynd- ar er, nema að þetta er fyrsta mynd höfundar og ég trúi ekki öðru en að hann sé mjög ungur að árum – allavega í anda. Það sló mig hversu einlæglega unglingalegur húmorinn í myndinni er ásamt öðr- um hliðum frásagnarinnar. Stærsti galli myndarinnar er um leið handritið, það fer allt of víða. Það fjallar um Söru, sorgina sem fylgir móðurmissinum, samvisku- bitið sem fylgir og uppgjörið við dansinn. Þetta finnst mér vera efni í heila kvikmynd. En höfundur virðist hafa meira að segja og fjallar um ástarsamband milli hvítra og svartra, auk þess að tjá sig um samfélagsaðstæður svartra, glæpatíðnina og allt það sem á að vera hvíta manninum óskiljanlegt. Eiginlega er ekki hægt að tala um UNGLINGAMYNDIN Save The Last Dance fjallar um Söru Johnson, hæfileikaríkan ballett- dansara, sem neyðist til að flytjast til föður síns í Chicago þegar móð- ur hennar deyr í bílslysi, daginn sem Sara tekur misheppnað inn- tökupróf í Julliard-listaskólann. Eftir það vill Sara ekki dansa – þangað til hún kynnist Derek sem þvílíka hluti á svo yfirborðskennd- an hátt. Þannig verður myndin eig- inlega ekki um neitt, nema það að stelpa og strákur verða skotin í hvort öðru og dansa saman. Aðalleikararnir Julia Stiles og Sean Patrick Thomas eru bæði hæfileikarík og standa sig vel í sín- um hlutverkum þótt þó séu ekki sérlega vel skrifuð. Julia virðist vera aðalunglingaleikkonan um þessar mundir og Sean á áreiðan- lega eftir að sjást mun meira. Mörg dansatriðin voru skemmti- leg og sérstaklega flott lokadans- atriðið hennar. Það hefði þó mátt gera meira úr þessum atriðum. Sýna aðeins meira hugmyndaflug, og jafnvel listfengi, við tökurnar. Þetta er alls ekki frumleg kvik- mynd. Hún er lengi að byrja og hefur fyrirsjánlega endi. Hún er yfirborðskennd en hefur samt marga ágæta punkta. Víðfeðmur dans KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó o g K r i n g l u b í ó Leikstjóri: Thomas Carter. Hand- rit: Duane Adler. Aðalhlutverk: Julia Stiles, Sean Patrick Thom- as, Kerry Washington, Fredro Starr og Terry Kinney. 112 mín. Paramount 2001. SAVE THE LAST DANCE Hildur Loftsdótt ir KARLAKÓR Selfoss heldur sína árlegu vortónleika á sum- ardaginn fyrsta og lýkur með því vetrarstarfi sínu. Vortón- leikarnir verða í Fjölbrauta- skóla Suðurlands og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni eru 20 lög, bæði gömul og ný karlakórslög. Einsöng með kórnum syngja Helgi Helgason og Jónas Lilliendahl og dúett syngja Jónas Lilliendahl og Sigurður Karlsson. Nýr söngstjóri tók við kórn- um á liðnu hausti, Loftur Er- lingsson frá Sandlæk, og undir- leikari er sem áður Helena Káradóttir. Auk fyrrgreindra tónleika á sumardaginn fyrsta mun kór- inn syngja í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 29. apríl kl. 16 og í Selfosskirkju þriðjudaginn 1. maí kl. 20.30. Þá verða tón- leikar og dansleikur í félags- heimilinu á Flúðum laugardag- inn 5. maí kl. 21 og loks verður sungið í Reykjavík föstudags- kvöldið 11. maí kl. 20.30 í Ými, tónleikasal Karlakórs Reykja- víkur. Þeir tónleikar eru sam- eiginlegir með Jórukórnum á Selfossi. Söngmenn í Karlakór Selfoss eru 50 talsins. Vortón- leikar hjá Karlakór Selfoss Selfossi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.