Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 80
FÓLK Í FRÉTTUM 80 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ PULITZER-verðlaunin bandarísku eru með helstu viðurkenningum sem veittar eru vestan hafs, en þau eru þekktust fyrir verðlaun sem veitt eru í blaðamennsku, fimmtán flokk- um alls. Einnig eru veitt Pulitzer- verðlaun í bókmenntum, þar sem flokkarnir eru fimm, auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir sagnfræði. Bókmenntaverðlaun Pulitzer þykja að vonum mikil upphefð og vekja mikla athygli á þeim sem þau hljóta. Að þessu sinni hlaut verðlaunin skáldsagan The Amazing Advent- ures of Kavalier & Clay eftir Mich- ael Chabon. Michael Chabon er með helstu stjörnum bandarískra bókmennta af yngri kynslóðinni. Chabon, sem er fæddur 1964, hefur sent frá sér þrjár skáldsögur og tvö smásagnasöfn, skáldsögurnar The Mysteries of Pittsburgh, Wonder Boys og The Amazing Adventures of Kavalier & Clay, sem hann er nú verðlaunaður fyrir, og söfnin A Model World og Werewolves in Their Youth. Sló í gegn 24 ára gamall Chabon skrifaði fyrstu bókina sem mastersritgerð í ritnámi við Kali- forníuháskóla og svo líkaði kennara hans verkið að hann sendi það snimmhendis til umboðsmanns sem kom því á framfæri við útgefanda. Snurfusuð kom bókin út 1988 sem The Mysteries Of Pittsburgh og sló í gegn. Chabon var þá aðeins 24 ára gamall og hefur lýst því að fjölmiðla- umfjöllunin hafi verið óþægileg, ekki síst þar sem hann sé óframfærinn að eðlisfari. Í upphafi tíunda áratugarins var Chabon með í smíðum bók sem hann kallaði Fountain City og fjallaði um arkítekt sem var að setja saman hornaboltagarð í Flórída. Alls segist Chabon hafa skrifað þúsundir síðna á fimm árum, en þrátt fyrir það tókst honum ekki að koma saman bók sem hann var ánægður með og á end- anum lagði hann handritið til hliðar en nýtti reynsluna af því meðal ann- ars sem efnivið í næstu skáldsögu sína, The Wonder Boys, sem kom út 1995. Hún fékk enn betri viðtökur og meðal annars var gerð eftir henni kvik- mynd sem var sýnd hér á landi fyrir skemmstu. Skáldsagan The Amazing Advent- ures of Kavalier and Clay kom út í september sl. og segir frá frænd- unum Josef Cavalier og Samuel Klayman, sem tóku sér nöfnin Joe Kavalier og Sammy Clay til að falla betur inn í bandarískt samfélag. Báðir eru þeir gyðingar, en Cavalier ólst upp í Prag og flúði þaðan undan grimmdarverkum þýska hernáms- liðsins. Clay er líka á flótta en undan fátæktinni. Chabon lætur söguna gerast á millistríðsárunum þegar teikni- myndaiðnaðurinn er að verða til vestan hafs og Clay, sem langar mest af öllu að vera einhver annar en hann er, er heltekinn af teiknimynd- unum, sem honum virðist leið til að ná tökum á bandaríska draumnum. Attila Haxoff og hyski hans í Járnkeðjunni Þegar í ljós kemur að Cavalier er afbragðsteiknari sannfærir Clay hann um að besta leiðin til að afla fjár til að frelsa fjölskylduna úr klóm illvirkjanna sé að setja saman vin- sæla teiknimyndahetju. Auk þess að vera snjall teiknari er Cavalier lærð- ur í því að losa sig úr kistum og keðjum, líkt og Houdini forðum, og þegar við bætist að Clay er að reyna að losa sig úr fjötrum fortíðar finna þeir í sameiningu upp ofurhetjuna Escapist, sem útleggja má sem flóttameistarann sem getur brotið sér leið úr hvaða þrengingum sem er; Clay er sögumaður og hug- myndasmiður sem skilur formið út og inn og er óþrjótandi uppspretta óþokka og ofurhetja, og Joe lista- maðurinn sem gæðir hetjurnar lífi. Framan af glímir flóttameistarinn við illmennið Attila Haxoff og hyski hans í Járnkeðjunni, en með tím- anum breytist Haxoff í Hitler. The Amazing Adventures of Kav- alier & Clay er svipmynd af sögu Bandaríkjanna fram undir seinna stríð og upphafsára stríðsins. Reyndar spannar söguþráðurinn talsvert lengri tíma, því hann nær að segja fram á okkar daga, en farið er hraðar yfir í seinni hluta bókarinnar sem er býsna ævintýralegur á köfl- um. Chabon sjálfur var mikill áhuga- maður um teiknimyndasögur og seg- ist um tíma hafa velt því fyr- ir sér að búa til slíkar sögur, enda hafi hann gaman af að teikna. Ekkert togaði þó eins sterkt í hann og að skrifa og segist enda haft til þess góðan skiln- ing frá foreldrum sínum. Sherlock Holmes glímir við Nemo Chabon segir að faðir sinn hafi komið sér í kynni við teiknimynda- sögur meðal annars með því að gauka að honum blöðum þegar drengurinn var sex ára. Framan af var hann hrifnastur af blöðum frá DC-útgáfunni sem voru einföld að inntaki og auðvelt að greina á milli góðs og ills, en eftir því sem hann eltist fékk hann meiri áhuga á blöð- um frá Marvel sem voru myrkari og tvíræðari með breyskum sögu- hetjum. Chabon segist hafa misst áhugann á teiknimyndum smám saman þegar hann var kominn á unglingsár, enda fór hann að lesa veigameiri bók- menntir, og fimmtán ára gamall seldi hann myndasögusafnið á um 100.000 kr. Hann hélt þó eftir Jack Kirby-sögunum, enda er Kirby, sem bjó til Spiderman, The Incredible Hulk og Captain America, almennt talinn fremsti myndasmiður teikni- myndasagnanna. Kirby er reyndar ekki langt undan í bók Chabons, enda segir Chabon að Kirby sé með- al helstu áhrifavalda sinna sem rit- höfundar og reyndar myndasögu- heimurinn allur. „Fyrsta smásagan sem ég skrifaði tíu ára gamall var einmitt um ofurhetjur, Sherlock Holmes glímir við Nemo skip- stjóra, og end- aði með sprengingu, nema hvað.“ Þó Chabon hafi byrjað sem smá- sagnahöf- undur og gef- ið út tvö slík söfn segist hann heldur skrifa skáld- sögur, enda sé hann æv- inlega með lífið í lúk- unum þeg- ar hann sé að setja saman smásögu. „Ég er ýmist þjakaður af kvíða og efa eða úti að aka; veit ekki um hvað sagan er eða hvernig hún muni enda.“ Það liggur aft- ur á móti betur fyrir honum að skrifa skáldsögu. „Ég stefni að þeim endi sem ég sé fyrir mér og þá birtist sagan smám saman.“ Sagan af Kav- alier og Clay er mikið verk, ríf- lega 700 síður, sem Chabon segist hafa stytt um 200 síður frá fyrstu gerð fram að út- gáfu. Það tók hann fjögur ár, fjóra mánuði og fjóra daga að skrifa bókina, fimm tíma á dag, fimm daga vikunnar. Frekari upplýsingar um Michael Chabon, fyrirlestra sem hann hefur haldið og brot úr verkum hans er að finna á vefsetri hans á slóðinni home.earthlink.net/~mchabon/ The Amazing Adventures of Kav- alier & Clay eftir Michael Chabon. 659 síður innbundin. Random House gefur út. Kostar 3.495 kr. hjá Máli og menningu. DAVE Eggers hefur komið nokk- uð víða við á stuttri ævi. Hann hefur teiknað í blöð og unnið við grafíska hönnun og sinnt skrifum. Árið 1993 gaf hann út ásamt nokkr- um vinum sín- um tímaritið Might og segir reyndar heilmik- ið frá þeirri út- gáfustarfsemi í þeirri bók sem nú skal fjallað um. Bókarkápan er í rauninni tvær forsíður, sem hafa hvor sinn titil, og er ástæðan sú, að höfundur hefur skeytt við þessa út- gáfu leiðréttingum, viðbótum og skýr- ingum á ýmsu sem sagt er frá í sögunni. Meginmálið skiptist svo í nokkra hluta. Í þeim fyrsta eru sett- ar fram sex reglur eða uppástungur um það hvernig lesa megi bókina og hverju megi sleppa, hafi maður áhuga á því. Þá kemur formáli að þessari útgáfu bókarinnar, ítarlegt efnisyfirlit, „þakkir“ og síðan kemur sagan sjálf. Það má eiginlega segja, að þetta sé vel útbúin ævisaga með mörgum aukahlutum. Eggers rekur í sögu sinni aðdrag- andann að því, að hann verður „ein- stæður faðir“ og axlar þá ábyrgð, að ala litla bróður sinn upp, eftir að for- eldrar þeirra falla frá. Höfundur ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því hann gerir hér heið- arlega tilraun til að lýsa lífi sínu og reynslu undanbragðalaust og í eins miklum smáatriðum og honum er unnt. Þótt kjaftavaðallinn sé stund- um heldur mikill, tekst Eggers afar vel að koma sorg sinni, áhyggjum og vanmætti til skila, en það sem mér þykir þó allra skemmtilegast við bókina er „aukabúnaðurinn“, sem er eiginlega meira upplýsandi heldur en sagan sjálf. Það er ágæt hugmynd hjá höfundinum að benda lesendum á hvaða köflum megi að ósekju sleppa að lesa, því bókin er löng og vaðallinn stundum yfirþyrmandi, en höfundur tekur þó stundum flugið og þá flýgur hann með stæl. Í heildina er þetta ágæt lesning og það er fróðlegt að kynnast lífi og þankagangi Daves Eggers, sem opn- ar dyrnar inn í sálu sína upp á gátt. Forvitnilegar bækur Einlægar endurminn- ingar A Heartbreaking Work Of Stagger- ing Genius/Mistakes We Knew We Were Making eftir Dave Eggers. Um það bil 500 síðna kilja. Picador gefur út árið 2000. Fæst í bókabúð Máls og menningar og kostar 1.295 krónur. Ingveldur Róbertsdótt ir HÉR SEGIR Dorothy Allison okkur sögu af hinni sérkennilegu Boatwright-fjölskyldu, sem býr í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Þetta er stór og samheldin fjöl- skylda, sem hefur í sér dálítið ind- íánablóð og er hreykin af. Karl- mennirnir eru í meira lagi brokkgengir, þeir eru hávaðasamir og drykkfelldir kvennabósar, sem láta hendur skipta, þegar þess þarf með og tækifærin bjóðast. Konurnar eru iðjusamar, ástsjúkar og þráar og sjá í gegnum fingur sér með axarsköft Boatwright- karlanna. Þetta er saga af fjöl- skyldu sem stendur saman, hvað sem yfir dynur og þótt stoltið sé mikið ræður hjartað oftast för. Sagan er sögð af Bone, tólf ára stúlkubarni, sem á sinni stuttu ævi hefur lent í hræðilegum hörmung- um. Hún lítur um öxl og rifjar upp það sem hún hefur upplifað um leið og hún kveður barnæsku sína og stígur yfir í veröld hinna full- orðnu. Mamma hennar var aðeins 15 ára, þegar hún eignaðist Bone, og hún á hana ein. Hún þráir að eignast góðan mann, sem elskar hana og Bone, og draumur hennar rætist, en þegar hún er 19 ára og nýbúin að eignast sitt annað barn deyr ástkær eiginmaður hennar í bílslysi. Hún vinnur myrkranna á milli til þess að sjá sér og dætr- unum far- borða, en systur henn- ar og mamma gæta dætr- anna fyrir hana. Hún er bæði orðheppin og lagleg og þeir eru margir, sem líta hana hýru auga. Það kemur að því, að hún gefst upp fyr- ir einum af von- biðlunum og með þeirra sambúð hefj- ast raunir þessarar litlu fjölskyldu. Það er engum greiði gerður með að gefa meira upp um söguna, en ég hvet alla til lesa um óskil- getna krógann frá Kar- ólínu. Ég hef aldrei lesið betur skrifað um ástina og hversu miklar fórnir sumir eru tilbúnir að færa fyrir einhvers konar ást. Forvitnilegar bækur Óskilgetni króginn frá Karólínu Bastard out of Carolina eftir Dor- othy Allison. Plume gefur út árið 1993. 309 síðna kilja og fæst í bóka- búð Máls og menningar. Ingveldur Róbertsdótt ir Flóttameistarinn glímir við illmennið Attila Haxoff Kavalier og Clay fá Pulitzer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.