Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 49
Þróunaráætlun miðborgar, sem flutt
er inn frá Bretlandi, er að mati borg-
arstjóra töfralausnin. Kjarni hennar
er að hólfa miðborgina niður í svæði,
því næst í götur og svo í götuhliðar.
Síðan er því stýrt úr ráðhúsinu
hvaða tegundir fyrirtækja geti verið
í hvaða götum og götuhliðum mið-
borgarinnar. Stýringunni ræður fyr-
irfram ákveðinn kvóti sem þróunar-
áætlunin kveður á um. Þetta er
ofstjórnun, forsjárhyggja og mið-
stýring þar sem frelsi á að ríkja. Ný-
legt dæmi um þetta er umsókn
rekstraraðila um að hefja starfsemi
kaffihúss í Lækjargötu. Umsóknum
nýrra fyrirtækja ber að fagna. Sam-
kæmt Þróunaráætlun miðborgar er
hins vegar kvóti kaffihúsa í götunni
uppurinn og þess vegna fékk um-
sækjandinn neitun um að hefja kaffi-
húsarekstur í Lækjargötu. Afleið-
ingin er að húsnæðið þar sem
kaffihúsið átti að vera stendur nú
autt. Reynslan sýnir að þróunar-
áætlun hentar alls ekki til þess að
leysa þau vandamál sem við er að
glíma í hjarta Reykjavíkur. Þróun-
aráætlunin á ef til vill við í stærri
borgum þar sem ásókn fyrirtækja er
mikil í iðandi, eftirsótta miðborg og
mörg fyrirtæki eru um hvert hús-
næði sem losnar. Við þær aðstæður
má nýta þróunaráætlun til þess að
stýra aðstreymi nýrra fyrirtækja. Í
varnarstöðu er slík áætlun gjörsam-
lega gagnslaus og þvælist fyrir.
Þessi breska lausn sem kostaði borg-
arbúa 50 milljónir króna gengur ekki
upp í Reykjavík.
Allt mælir með því að umferð af
norðurhluta höfuðborgarsvæðisins
fari í jarðgöngum niður í miðbæ.
Lega landsins er vel til þess fallin.
Það er kjörið að syðra gangaopið sé
austan við Umferðarmiðstöðina,
skammt frá gatnamótum Hring-
brautar og Laugarásvegar. Þar yrði
það í beinu framhaldi af Hlíðarfæti.
Halli landsins og þurr jarðvegur
auka hagkvæmnina. Nyrðra ganga-
opið yrði í nágrenni við og tengdist
gatnamótum Tryggvagötu og Sæ-
brautar. Þar verður tónlistar- og
ráðstefnuhúsið og stórt alþjóðlegt
hótel. Bílastæðahús fyrir 700 bíla
mun rísa í tengslum við þá miklu
starfsemi, sem fyrirhuguð er, auk
200 útistæða. Verslun í miðborginni
stendur frammi fyrir eitilharðri og
ógnandi samkeppni sem er uppbygg-
ing stærstu verslunarmiðstöðvar
landsins í Smáralind. Við þeirri sam-
keppni verður að bregðast. Góðar
umferðartengingar og næg bílastæði
eru lykillinn að uppbyggingu mið-
borgarinnar. Þegar það er hægt án
þess að skemma yfirborð okkar fal-
lega miðbæjar er margt sem mælir
með því. Jarðgöng niður í miðbæ eru
ein af mikilvægustu forsendum þess
að miðbærinn nái að styrkja stöðu
sína í síaukinni samkeppni.
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
AFMÆLI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 49
aukning var í tíðni magakrabba-
meins hjá afkomendum þeirra er
höfðu fengið magakrabbamein. Milli-
fyrirsögn í Morgunblaðinu var:
„Vekja heimsathygli“. Þegar kannað
var hvað réttlætti þessa sterku full-
yrðingu kom í ljós að til stæði að fara
með niðurstöðurnar og kynna þær á
Heimsþingi skurðlækna. Tæpri viku
síðar teflir Íslensk erfðagreining (Ís-
lenskar krabbameinsrannsóknir)
fram niðurstöðum sínum á ættlægni
nýrnakrabbameins sem ætlað er að
vinna UVS í fjölmiðlasirkusnum.
Rannsóknin sýndi að náskyldum ætt-
ingjum nýrnakrabbameinssjúklinga
er hættara við að fá sjúkdóminn.
Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar
sagði í hádegi á mánudag að „erfðir
valda“ nýrnakrabbameini og að þessi
rannsókn væri „fyrst“ til að sýna
fram á það. Hið rétta er að niðurstöð-
urnar segja ekkert um vægi erfða og
umhverfis, en opna vissulega á þann
möguleika að kanna hvort skýringa
sé að leita í erfðaefninu, eins og ætl-
unin er að gera. Sú ályktun sem al-
menningur dregur er að búið sé að
sýna fram á að tilteknir sjúkdómar
liggi í erfðum, en slíkt getur valdið
óþarfa áhyggjum.
Án efa eru allar niðurstöður sem
hér eru tilteknar merkilegar í sjálfu
sér. Hins vegar eru ofureinföldun og
alhæfingar ekki merki um vönduð
vinnubrögð. Betra væri að fréttir af
athygli heimsins og mati á því hversu
merkileg uppgötvunin er kæmi er-
lendis frá, eða að minnsta kosti ekki
af vörum vísindamannsins sjálfs á
fundi með íslenskum blaðamönnum.
Ástæðan getur að hluta til legið hjá
blaðamönnum sem vilja hafa frétt
sem „selur“ en að verulegu leyti
einnig hjá rannsóknaraðilum sem
falla í gildru einhliða erfðaskýringa í
von um að hlutabréfin hækki eða að
auka líkur á að fyrirtæki og sjóðir
veiti styrki. Það verður að teljast
tímabært að fjölmiðlar komi sér upp
vísindafulltrúa sem ætlað væri að
meta hlutlaust og faglega gildi þeirra
niðurstaðna sem er verið að kynna.
Sá boðskapur sem endurtekið er
fluttur í fjölmiðlum um orsakir sjúk-
dóma leiðir af sér að almenningur
fær ekki rétta mynd af hvar þekking
okkar stendur og að samspil erfða og
umhverfis í þróun sjúkdóma er mjög
flókið. Þannig geta félagslegir þætt-
ir, lífsvenjur og sálrænir þættir bor-
ist frá kynslóð til kynslóðar.
Gallar í erfðaefninu í anda mend-
elskrar erfðafræði eru ekki líklegir
til að skila vitneskju nema í u.þ.b.
10% sjúkdómstilfella. Dánarorsakir
fólks á Vesturlöndum eru oftast
tengdar því sem kallast getur fjöl-
genasjúkdómar. Leit að skýringu
byggist því á vitneskju um stjórnun á
genatjáningu, mun frekar en leit að
einstaka göllum í erðaefninu DNA.
Þrátt fyrir að lokið hafi verið við rað-
greiningu á genamengi mannsins vit-
um við enn sem komið er lítið um
stjórnun á tjáningu genanna, þ.e.
hvað veldur því að tiltekin gen eru
ræst til framleiðslu ákveðinna pró-
teina. Líkja má þessu við að einhver
viti um alla vöðva mannslíkamans, en
lítið sem ekkert um starfsemi vöðv-
anna. Þannig hefur áherslan á tækni-
og lyfjaþróun leitt af sér ójafnvægi í
rannsóknarstarfsemi. Vísindamenn
fara að horfa í gegnum gleraugu fjár-
magnsins og draga lepp fyrir annað
augað – það sem snýr að allri þeirri
þekkingu sem segir okkur að það
skipti máli hvernig samfélagi við bú-
um í og hvernig við lifum lífinu.
Höfundur er sjálfstætt starfandi
fræðimaður og hefur unnið að rann-
sóknum á lífeðlisfræði atferlis.
Merk kona, Jóna
Heiðar frá Stóru-Vatns-
leysu, er hundrað ára í
dag. Hún var skírð Jón-
ína og er Sigurjónsdótt-
ir en er jafnan skrifuð
og kölluð Jóna. Eftir-
nafnið tók hún upp þeg-
ar hún giftist kórstjór-
anum og tónskáldinu
Salómon Heiðar á björt-
um vordegi árið 1928.
Við höfum ekki
þekkst í mörg ár en fyr-
ir mig hafa það verið
mjög skemmtileg kynni.
Þessi glettna og góðvilj-
aða kona, með fágaða framkomu,
skýra hugsun og óbugandi vilja, segir
skoðanir sínar á hljóðlátan hátt en
umbúðalaust og kemur alltaf beint að
kjarna mála. Hún ólst upp suður með
sjó á fyrstu árum nýliðinnar aldar,
lærði ung karlmannafatasaum, vann
lengst af við saumaskap og var list-
fengi hennar og vandvirkni viðbrugð-
ið. Þau Salómon eignuðust tvö börn,
Guðrúnu og Helga. Heimilið var glatt
og gestkvæmt og þar var mikið sung-
ið. Helgi nam fiðluleik hjá Birni
Ólafssyni og fór til framhaldnáms í
Bandaríkunum. Hann lauk þar tón-
listarkennaraprófi en söðlaði þá um
og fór í læknisfræði. Hann settist að í
Bandaríkjunum, kvæntist þarlendri
konu, Drusillu, varð brautryðjandi í
nýjum aðferðum við augnlækningar
og umsvifamikill á því sviði. Guðrún
varð ljósmóðir og settist einnig að
vestanhafs. Giftist kanadískum
manni, Theo Douay og settist að í
heimalandi hans.
Jóna missti mann
sinn árið 1957 og fór
skömmu síðar til dótt-
ur sinnar í Kanada í
heimsókn en sú heim-
sókn stóð í þrjátíu ár.
Hún kunni vel að meta
andann sem ríkti með-
al Vestur-Íslendinga
og eignaðist þar góða
vini. Gott orð fór af
færni hennar eftir að
hún fór að sauma fyrir
fólk og þegar hún fór
frá Kanada var hún
með um tuttugu fasta
viðskiptavini. Hún
flutti með Douey-fjölskyldunni til
Bandaríkjanna og þar átti þar góð og
skemmtileg ár og bjó ýmist hjá
Helga og Drusillu eða Guðrúnu og
Theo, en árið 1987 tók hún ákvörðun
um að flytja heim þótt allir afkom-
endur hennar væru vestanhafs. Vildi
eldast með Íslendingum af eigin kyn-
slóð. Fyrstu tólf árin var hún á Dval-
arheimilinu Felli í Reykjavík en þeg-
ar heilsan fór að ónáða hana fluttist
hún á Elliheimilið Grund og unir hag
sínum prýðilega.
Þegar ég hef heimsótt hana
síðustu misserin hefur hún ýmist
verið að hekla dúka, prjóna peysur
eða lesa æviminningar eða skáld-
sögur. Einhverju sinni þegar ég sat
hjá henni kom kona í gættina og
rétti Jónu flík og bað hana að festa á
hnapp fyrir sig og bersýnilegt að
það var ekki í fyrsta sinn sem erindi
af þessu tagi var borið upp. Þetta
var fyrir um það bil ári, Jóna var þá
að verða níutíu og níu ára og gest-
urinn bersýnilega talsvert yngri.
Jóna er alin upp við rímur og
kvæði, er orðhög, vitnar gjarnan í
ljóðskáldin og kann utanbókar langa
kafla úr ljóðum eins og Eiðnum eftir
Þorstein Erlingsson og Aldamótum
Einars Benediktssonar. Kveðst hafa
haldið þeim við með því að hafa yfir
ljóðin þegar hún var andvaka á liðn-
um árum og það er ekki fyrr en á
allra síðustu mánuðum sem ljóða-
minnið er farið að skrópa í vistinni.
Ég veit ekki hvort það eru margir
sem nota andvökur til að þjálfa minn-
ið, en það lýsir Jónu Heiðar vel.
Hún hefði gjarnan viljað eiga kost
á lengri skólagöngu og er mjög bók-
hneigð. Þessa dagana er hún að lesa
bækur Böðvars Guðmundssonar, Hí-
býli vindanna og Lífsins tré. Ég hélt
kannski að hún yrði niðurdregin
vegna illbærilegra örlaga söguper-
sónanna í þessum bókum, en þegar
við ræddum saman var henni efst í
huga sú furða að fólk hefði ekki getað
fundið leiðir til að hafa stjórn á barn-
eignum sínum við svona aðstæður.
Þótti þetta dæmalaust ef rétt væri.
Þessi hundrað ára nútíma kona er
jafnan smekklega til fara, hefur næma
tilfinningu fyrir litasamsetningu og af-
dráttarlausa skoðun á því hvað fer vel
og hvað ekki. Óvenju fallegt og
skemmtilegt samband er milli hennar
og barna hennar og tengdabarna og
eru þau í daglegu símasambandi. Ætt-
ingjar og vinir streyma nú til landsins
og heiðra hana í dag með veglegu af-
mælishófi. Betri afmælisgjöf getur
þetta félagslynda og sjálfstæða af-
mælisbarn naumast fengið.
Ég samgleðst hinum gifturíku af-
komendum með þessa óvenjulegu
ættmóður og færi Jónu vinkonu
minni einlægar og innilegar ham-
ingjuóskir með afmælisdaginn og þá
skapgerð og skarpskyggni sem hún
hlaut í vöggugjöf.
Jónína Michaelsdóttir.
JÓNÍNA
HEIÐAR
mánudaga til laugardaga frá kl
8.30 til 18 eða eftir samkomulagi.
Þeir sem starfa á stofunni eru:
Baldur Rafn, Símon Ormarsson,
Sigríður Ragna Kristjánsdóttir,
Heimir Þór Guðjónsson, Ragn-
heiður Björk Hreinsdóttir, Helga
Þóra Jónsdóttir, Hrefna Hlín
Sveinbjörnsdóttir, Egill Einarsson
og Hafdís Bridde.
Þess má geta að nýr meðlimur
hefur bæst við á hárgreiðslustof-
unni Mojo en það er Magnea Sif
Agnarsdóttir.
EIGENDASKIPTI hafa orðið á
hárgreiðslustofunni Monroe,
Templarasundi 3, en nýir rekstr-
araðilar eru þeir Baldur Rafn og
Guðmundur Hallgrímsson en þeir
reka einnig og eiga hárgreiðslu-
stofuna Mojo, Vegamótastíg.
Hárgreiðslustofan Monroe hef-
ur verið starfrækt í 10 ár og verð-
ur hún rekin áfram með svipuðu
sniði. Auk þess að bjóða upp á
alla almenna hárþjónustu er boðið
upp á handsnyrtingu og snyrtingu
á augnabrúnum. Stofan er opin
Eigendaskipti á hár-
greiðslustofunni Monroe
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starfsfólk á hárgreiðslustofunni Monroe, Templarasundi 3.
TVEGGJA daga námskeið í trjá-
klippingum verður haldið á vegum
Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum
í Ölfusi, miðvikudaginn 25. apríl og
fimmtudaginn 26. apríl í húsa-
kynnum skólans. Leiðbeinandi
verður Kristinn H. Þorsteinsson,
kennari í trjá- og runnaklipping-
um, garðyrkjustjóri Orkuveitu
Reykjavíkur og formaður Garð-
yrkjufélags Íslands. Námskeiðið
stendur frá kl. 9 til 16 báða dag-
ana.
Á námskeiðinu verður m.a.
fjallað um limgerðisklippingar,
trjáklippingar, grisjun trjá- og
runna, vaxtarlag trjáa, viðbrögð
trjáa og runna við klippingum og
klipping berja- og
skrautrunna, svo eitthvað sé
nefnt. Farið verður í vettvangsferð
um útivistarsvæði skólans og mis-
munandi tegundir trjáa og runna
skoðaðar með klippingar í huga.
Nánari upplýsingar og skráning
fer fram á skrifstofu skólans eða í
gegnum netfangið; mhh@reykir.is
Námskeið í
trjáklipp-
ingum
Í KVÖLD, 18. apríl, verður rann-
sóknarkvöld Félags íslenskra fræða
í Sögufélagshúsinu í Fischersundi.
Úlfar Bragason, forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals, flytur
erindi sem nefnist „Ímynd Banda-
fylkjanna“. Hefst erindið kl. 20.30.
Í fréttatilkynningu segir: „Wil-
helm Kristjánsson gerir ráð fyrir að
Íslendingar hafi frekar dregist að
ímynd Ameríku en að þeir hafi vitað
út í hvað þeir voru að fara. Sömu
skoðunar hafa flestir sagnfræðingar
verið þótt engar eiginlegar rann-
sóknir hafi verið gerðar í þeim efn-
um. Af þessum sökum ætlar Úlfar í
erindinu að beina sjónum að því
hvaða þekkingu íslensku vesturfar-
arnir, sem hleyptu heimdraganum
um og upp úr 1870, höfðu um Banda-
fylkin og hvað þeir ímynduðu sér um
þau. Hvaðan fengu þeir þekkingu
sína og hugmyndir?
Úlfar Bragason, Ph.D, hefur verið
forstöðumaður Stofnunar Sigurðar
Nordals síðan 1988. Hann er víð-
kunnur fræðimaður á sviði íslenskra
fræða og undanfarin ár hefur hann
meðal annars unnið að rannsóknum
á Vesturheimsferðum Íslendinga.“
Ímynd Bandafylkjanna
Í KVÖLD, 18. apríl, síðasta vetrar-
dag, stendur Hafnagönguhópurinn
fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu,
Miðbakkamegin, kl. 20. Farið verður
upp Grófina og Aðalstræti á Landa-
kotshæðina og þaðan vestur á Val-
húsahæð og verið þar um sólarlags-
bil.
Á leiðinni til baka verður fylgt eins
og kostur er gömlu strandlínunni
austur í Grófina og gönguferðinni
lýkur við Hafnarhúsið.
Allir eru velkomnir í ferð með
Hafnagönguhópnum.
Kvöldganga út
á Valhúsahæð
INNLENT
UMRÆÐAN