Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 41 byrjun aldarinnar. Greiðslur í jöfnunarsjóð nú eru ekki annað en umsaminn arður þessara eigna, á sama hátt og laun 138 presta þjóðkirkjunnar, sem samið var um að kæmu fyrir kirkju- jarðirnar á árinu 1997. Hvorki launagreiðslur til presta né greiðslur í jöfnunarsjóð sókna eru stuðningur af ríkisins hálfu við þjóðkirkjuna, heldur arðgreiðslur af jarðeignum, sem ríkið tók að sjer fjárhald á óumbeðið í upphafi tutt- ugustu aldar. Nú eru fyrir þessu tvíhliða samn- ingar ríkis og kirkju og eru helztu ákvæði þeirra samninga bundin í lögum. Fríkirkjunum er þetta fyr- irkomulag óviðkomandi, sem og öðrum trúfjelögum, enda hafa engin þau verðmæti verið frá þeim tekin til þarfa ríkisins, sem rjettlætir slík- ar greiðslur. Það er og fráleitt, að ríkisvaldið geti veitt þeim hlutdeild í arði eigna þjóðkirkjusafnaðanna, sem gert væri, væri þeim veitt að- gengi að jöfnunarsjóði sókna. Þjóðkirkjulögin frá 1997 færðu vald og umsýslu kirkjumála að verulegu leyti frá Alþingi og kirkju- málaráðuneyti til Kirkjuþings og annarra stofnana þjóðkirkjunnar. Þannig hefur stjórnsýsla ríkis og kirkju verið aðskilin að verulegu leyti. Enn lengra má ganga í því efni. Nú standa yfir viðræður um prestssetrin, sem að vísu eru við- urkennd kirkjueign, en mikið vant- ar á að náðst hafi samkomulag um niðurlögð prestssetur, hvað prests- setrum tilheyri og um fyrirkomulag um hald þeirra. Þegar náðst hefur samkomulag um þetta má segja, að lokið verði að mestu leyti aðgrein- ingu ríkis og kirkju. Loks er að því að gá, að kirkju- málaráðherra hefur í reynd sett á dagskrá grundvallarbreytingu á sambandi ríkis og kirkju með frum- varpi sínu um breytt fyrirkomulag um skipun sóknarpresta til embætt- is. Hvort sem frumvarpið verður að lögum, eða ekki hefur ráðherrann með formlegum hætti vakið um- ræðu um þetta samband. Til hennar verður að stofna með vandaðri hætti en hún var vakin. Eg fagna því, að stofnað verði til vandaðrar úttektar á sambandi rík- is og kirkju. Fagna og umræðu um það hvernig því er fyrir komið nú og hvernig um það skuli búið til framtíðar. Vel má vera, að sú um- ræða leiði til enn frekari aðskiln- aðar ríkis og kirkju. Þeirri niður- stöðu skyldi eg fagna, yrði hún, en engu því fagna eg, sem hrapað er til í þessu efni með upphlaupum. Höfundur er sóknarprestur í Reykholti og formaður lög- gjafarnefndar Kirkjuþings. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur T-sett aðeins 650 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Veggklukka aðeins 2.000 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.