Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 41

Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 41 byrjun aldarinnar. Greiðslur í jöfnunarsjóð nú eru ekki annað en umsaminn arður þessara eigna, á sama hátt og laun 138 presta þjóðkirkjunnar, sem samið var um að kæmu fyrir kirkju- jarðirnar á árinu 1997. Hvorki launagreiðslur til presta né greiðslur í jöfnunarsjóð sókna eru stuðningur af ríkisins hálfu við þjóðkirkjuna, heldur arðgreiðslur af jarðeignum, sem ríkið tók að sjer fjárhald á óumbeðið í upphafi tutt- ugustu aldar. Nú eru fyrir þessu tvíhliða samn- ingar ríkis og kirkju og eru helztu ákvæði þeirra samninga bundin í lögum. Fríkirkjunum er þetta fyr- irkomulag óviðkomandi, sem og öðrum trúfjelögum, enda hafa engin þau verðmæti verið frá þeim tekin til þarfa ríkisins, sem rjettlætir slík- ar greiðslur. Það er og fráleitt, að ríkisvaldið geti veitt þeim hlutdeild í arði eigna þjóðkirkjusafnaðanna, sem gert væri, væri þeim veitt að- gengi að jöfnunarsjóði sókna. Þjóðkirkjulögin frá 1997 færðu vald og umsýslu kirkjumála að verulegu leyti frá Alþingi og kirkju- málaráðuneyti til Kirkjuþings og annarra stofnana þjóðkirkjunnar. Þannig hefur stjórnsýsla ríkis og kirkju verið aðskilin að verulegu leyti. Enn lengra má ganga í því efni. Nú standa yfir viðræður um prestssetrin, sem að vísu eru við- urkennd kirkjueign, en mikið vant- ar á að náðst hafi samkomulag um niðurlögð prestssetur, hvað prests- setrum tilheyri og um fyrirkomulag um hald þeirra. Þegar náðst hefur samkomulag um þetta má segja, að lokið verði að mestu leyti aðgrein- ingu ríkis og kirkju. Loks er að því að gá, að kirkju- málaráðherra hefur í reynd sett á dagskrá grundvallarbreytingu á sambandi ríkis og kirkju með frum- varpi sínu um breytt fyrirkomulag um skipun sóknarpresta til embætt- is. Hvort sem frumvarpið verður að lögum, eða ekki hefur ráðherrann með formlegum hætti vakið um- ræðu um þetta samband. Til hennar verður að stofna með vandaðri hætti en hún var vakin. Eg fagna því, að stofnað verði til vandaðrar úttektar á sambandi rík- is og kirkju. Fagna og umræðu um það hvernig því er fyrir komið nú og hvernig um það skuli búið til framtíðar. Vel má vera, að sú um- ræða leiði til enn frekari aðskiln- aðar ríkis og kirkju. Þeirri niður- stöðu skyldi eg fagna, yrði hún, en engu því fagna eg, sem hrapað er til í þessu efni með upphlaupum. Höfundur er sóknarprestur í Reykholti og formaður lög- gjafarnefndar Kirkjuþings. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur T-sett aðeins 650 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Veggklukka aðeins 2.000 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.