Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 66
66 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Þorfinnsson sigraði verðskuldað í áskorendaflokki á Skákþingi Íslands sem fram fór um páskana og verður því einn af 10 þátttakendum í landsliðsflokki í haust. Björn hafði tryggt sér sigur á mótinu fyrir síðustu umferð. Hann hefur greinilega verið í mik- illi framför að undanförnu og hvað eftir annað verið nálægt því að tryggja sér sigur á sterkum mótum, þótt sigurinn hafi stundum runnið honum úr greipum á lokasprett- inum. Hann var augljóslega ákveð- inn í að binda enda á þann leiða vana og sigraði mjög örugglega, var vinningi á undan næstu mönnum þrátt fyrir að gera stutt jafntefli í síðustu umferð. Það verður spenn- andi að fylgjast með þessum bráð- skemmtilega skákmanni þegar hann mætir sterkustu skákmönnum landsins í keppni um titilinn skák- meistari Íslands í haust. Áskorendaflokkurinn gefur reyndar tvö sæti í landsliðsflokki og baráttunni um síðara sætið er ekki lokið. Þegar síðasta umferð mótsins hófst áttu þrír skákmenn möguleika á því sæti: Lenka Ptacniková, Páll Agnar Þórarinsson og Sigurbjörn Björnsson. Lenka og Páll mættust í lokaumferðinni og möguleiki Sig- urbjörns fólst í því að þau gerðu jafntefli og að hann sjálfur næði að bera sigurorð af Sigurði Daða Sig- fússyni. Skák þeirra Lenku og Páls endaði reyndar með jafntefli, en það dugði skammt fyrir Sigurbjörn sem varð að láta í minni pokann fyrir Sigurði Daða. Þetta þýðir hins vegar að fyrir höndum er spenn- andi einvígi þeirra Lenku og Páls Agnars um sæti í landsliðsflokki. Tefldar verða fjórar kappskákir og hefst einvígið á laugardaginn kl. 17 í húsnæði Skáksambands Íslands í Faxafeni. Lokastaðan í áskorenda- flokki varð þessi: 1. Björn Þorfinns- son 7½ v. 2.–3. Páll Agnar Þór- arinsson, Lenka Ptacniková 6½ v. 4. Sigurður Daði Sigfússon 6 v. 5.–10. Sigurbjörn Björnsson, Dagur Arn- grímsson, Róbert Harðarson, Jón Árni Halldórsson, Ingvar Þór Jó- hannesson og Sigurður Páll Stein- dórsson 5½ v. 11.–12. Eiríkur K. Björnsson, Arnar E. Gunnarsson 5 v. 13.–16. Sævar Bjarnason, Baldur Möller, Guðmundur Kjartansson, Sigurður Páll Steindórsson, Har- aldur Baldursson 4½ v. 17.–21. Stefán Bergsson, Rafn Jónsson, Kjartan Guðmundsson, Sveinbjörn Jónsson, Ólafur Kjartansson 4 v. o.s.frv. Alls tefldu 30 keppendur í áskorendaflokki. Fyrstu þrjár skák- irnar voru atskákir, en í síðustu sex umferðunum verða tefldar kapp- skákir. Birgir Berndsen sigraði í opnum flokki, fékk 7½ vinning, en Hilmar Þorsteinsson varð í öðru sæti með 7 vinninga. Þessir tveir skákmenn tefla í áskorendaflokki á næsta ári. Röð efstu manna í opnum flokki varð eftirfarandi: 1. Birgir Berndsen 7½ v. 2. Hilm- ar Þorsteinsson 7 v. 3.–4. Hjalti Freyr Halldórsson, Páll Gunnars- son 6½ v. 5.–6. Örn Stefánsson, Valdimar Leifsson 5½ v. 7.–8. Pétur Jóhannesson, Helgi Brynjarsson 4½ v. o.s.frv. Í opna flokknum voru keppendur 18, þar af 3 með skákstig. Sig- urvegari flokksins var stigalaus fyr- ir mótið og vegna þess hversu fáir keppendur voru með stig er hugs- anlegt að hann verði áfram stiga- laus. Það verður víst ekki sagt um Björn Þorfinnsson að árangur hans byggist á víðtækri þekkingu á skák- byrjunum. Hann er fastheldinn á sínar byrjanir og t.a.m. reynir hann ávallt að leika 1. d4 og fylgja því síðan eftir með 2. Bg5 þegar hann hefur hvítt. Hann er óhræddur þótt öllum andstæðingum hans sé kunn- ugt um þetta og óttast ekki und- irbúning þeirra. Það má reyndar segja að nú sé svo komið, vegna góðs árangurs Björns, að þessi fast- heldni hans veki ugg í brjósti and- stæðinganna fremur en að þeir fagni því að geta vitað fyrirfram hvernig hann muni tefla og und- irbúið sig samkvæmt því. Björn skýrir hér á eftir skákina sem fleytti honum upp í landsliðsflokk, en hún var tefld í næstsíðustu um- ferð. Hvítt: Björn Þorfinnsson Svart: Sigurður Daði Sigfússon 1. d4 d5 „Svartur reynir að sneiða hjá hinni alræmdu byrjun Trompovsky, en betra hefði verið að leika 1…h6,“ sagði Sigurður Daði eftir skákina og vísaði þar til skemmtilegrar um- ræðu skákmanna um það hvernig megi koma í veg fyrir eftirfarandi leik: 2. Bg5! „Þessi leikur hefur bæði verið gagnrýndur og lofaður. Ég svara því gagnrýninni hér með þessu upphrókunarmerki. Og hananú! 2. – h6 3. Bh4 g5 4. Bg3 Bg7 Önnur leið er 2. – c6. 3. Rf3 Db6 4. b3 Bf5 og svartur er með fínt tafl. 5. e3 c5 6. c3 Rf6 7. Bd3 c4 8. Bc2 Db6 9.b3 cxb3 10. axb3 Be6 Björn Þorfinns- son í lands- liðsflokk SKÁK T a f l f é l a g R e y k j a v í k u r SKÁKÞING ÍSLANDS 7.–15.4. 2001 Björn Þorfinnsson Birgir Berndsen EINHVERJU jafnasta Íslands- móti í sveitakeppni í brids í langan tíma lauk á laugardag með sigri sveitar Skeljungs. Fyrir síðustu umferðina áttu fimm sveitir af 10 í úrslitunum möguleika á sigri og staðan hafði lítið breyst í hálfleik. Í síðustu umferðinni áttust við Íslandsmeistararnir frá árinu áður í Subaru-sveitinni og sveit Skelj- ungs. Þeir fyrrnefndu voru efstir fyrir síðustu umferðina með 141 stig, sveit Þriggja Frakka var í 2. sæti með 139 stig, sveit Skeljungs var með 138 stig, Ferðaskrifstofa Vesturlands með 134 og sveit Boga Sigurbjörnssonar var með 130 stig. Í hálfleik var nánast jafnt í leik Skeljungs og Subaru. Staðan í leik Ferðaskrifstofu Vesturlands og Herðis frá Egilsstöðum var hníf- jöfn, eða 0-0, því sveitirnar reynd- ust hafa setið eins í fyrri hálfleikn- um. Sveit Þriggja Frakka var langt undir gegn sveit Tryggingamið- stöðvarinnar frá Selfossi og sveit Boga var aðeins undir í hálfleik gegn sveit SPRON. Leikur Skeljungs og Subaru var sýndur á sýningartöflu og síðari hálfleikurinn fór rólega af stað. En í fjórða spili kom fyrsta sveiflan. Suður gefur, NS á hættu. Norður ♠ ÁDG6 ♥ K98 ♦ 9 ♣ G10932 Vestur Austur ♠ K985 ♠ 72 ♥ -- ♥ 1076432 ♦ DG108753 ♦ K6 ♣75 ♣ÁD4 Suður ♠ 1043 ♥ ÁDG5 ♦ Á42 ♣K86 Við annað borðið sátu Jón Bald- ursson og Sigurður Sverrisson fyrir Subaru í AV og Anton og Sigur- björn Haraldssynir fyrir Skeljung í NS. Eftir sagnbaráttu ákváðu AV að fórna í 5 tígla. Þeir spiluðust ekki sérlega vel og enduðu fjóra niður doblaðir, 800 til NS. Algengast var að NS spiluðu 4 spaða og það geim vinnst með því að svína spaða tvívegis gegnum vestur og spila laufinu gegnum austur. Þótt vörnin spili út tígli, og síðan aftur tígli inni á laufás, til að stytta sagnhafa í trompi, getur sagnhafi haldið valdi á spilinu með því að spila hliðarlitum og lofa vestri að fá tvo slagi á tromp. Þá má einnig vinna 4 hjörtu þrátt fyrir trompleguna. En Þorlákur Jónsson og Matth- ías Þorvaldsson í sveit Subaru stefndu hærra við hitt borðið og fóru alla leið í 6 lauf eftir að suður opnaði á 1 laufi. Eins og sést liggja ÁD í laufi rétt og spaðakóngur einnig. Guðlaugur R. Jóhannsson í vestur spilaði út spaða og Matthías svínaði drottningu og spilaði laufi úr borði. En Örn Arnþórsson fór upp með ásinn og spilaði hjarta sem Guðlaugur trompaði. Sagnhafi gaf síðar einn slag til viðbótar og fór einn niður, 13 stig til Skeljungs. Eftir þetta var eins og flóðgáttir hefðu brostið og sveit Skeljungs fékk hverja sveifluna á fætur ann- arri. Þegar upp var staðið hafði sveitin unnið leikinn 23-7 og mótið um leið. Þrír Frakkar töpuðu sínum leik og FV einnig. Lokastaðan varð þessi: Skeljungur 161 Þrír Frakkar 150 Subaru-sveitin 148 Bogi Sigurbjörnsson 145 Ferðaskrifstofa Vesturlands 144 Herslumuninn skorti Sveit Þriggja Frakka byrjaði vel í mótinu og hafði um tíma náð góðri forustu. Sveitin tapaði hins vegar þremur síðustu leikjum sínum og varð að gera sér silfurverðlaunin að góðu. Í þessu spili frá 3. umferð tóku bræðurnir Oddur og Hrólfur Hjaltasynir slemmu sem ekkert annað par lyktaði af: Vestur gefur, AV á hættu. Norður ♠ ÁD1097 ♥ Á64 ♦ Á1093 ♣ 5 Vestur Austur ♠ G3 ♠ K64 ♥ DG952 ♥ K1073 ♦ D4 ♦ 6 ♣D1043 ♣K9872 Suður ♠ 852 ♥ 8 ♦ KG8752 ♣ÁG6 Hrólfur og Oddur sögðu þannig á spilin: Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 2 hjörtu* Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 5 tíglar pass 6 spaðar// 2 hjörtu sýndu 3-litarstuðning við spaða og að minnsta kosti 9 punkta. 4 lauf sýndu stuttlit og 4 tíglar sýndu tígullit. Þá spurði Odd- ur um ása og sagði 6 spaða þegar hann fékk að vita um einn. Hann sagðist á eftir hefðu átt að segja 6 tígla til að bjóða upp á þá slemmu, sem er öllu betri, en 6 spaðar unn- ust auðveldlega þegar spaðinn hag- aði sér skikkanlega. Mótið fór vel fram að vanda en Stefanía Skarphéðinsdóttir var mótsstjóri og Sveinn Rúnar Eiríks- son keppnisstjóri. Ljósbrá Baldurs- dóttir afhenti verðlaun í mótslok. Sveit Skeljungs tryggði sér titilinn í síðasta hálfleik BRIDS Úrslit Íslandsmótsins í sveita- keppni, MasterCard-mótsins, fóru fram um páskana. Jafnt og spennandi Íslandsmót í brids Morgunblaðið/Arnór Íslandsmeistarar í brids 2001. Talið f.v.: Anton og Sigurbjörn Haraldssynir, Ljósbrá Baldursdóttir, sem af- henti verðlaun, þá Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson. Helgi Sigurðsson spilaði einnig í sveitinni. Feðgarnir Ólafur Jónsson og Jón Sigurbjörnsson urðu efstir í Butler-útreikningi úrslita- keppninnar. Með þeim er einn af aðstoðarmönnum siglfirsku sveitarinnar, Jón Kort, sonur Ólafs. Guðm. Sv. Hermannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.