Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þór Þorvaldssonfæddist á Blöndu- ósi 2. apríl 1937. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þórarins- son frá Hjaltabakka, bankastarfsmaður, f. 16. nóv. 1899, d. 2. nóv. 1981, og Ragn- heiður Brynjólfsdótt- ir, klæðskerameist- ari, f. 22. maí 1901, d. 10. júní 1994. Systkini Þórs eru Sigríður Þóra (d. 9. apríl 2001), Kristín Bryndís, Gissur, Þráinn og Ásgeir. Hálfsystkini úr föðurætt eru Bára, Bergþóra, Fjóla, Inga og Örlygur. Hinn 6. júlí 1958 kvæntist Þór Guðbjörgu Bjarman, verslunar- manni, f. 6. júlí 1936. Þeirra börn eru: 1) Sveinn Hlynur, sjómaður, f. 17. sept. 1956, d. 27. mars 1985. Hans kona var Dóra Kristín Krist- insdóttir og átti hún eina dóttur fyrir. Sveinn átti eina dóttur fyrir hjónaband, Þórunni Elfu, og er sambýlismaður hennar Ingvar Páll Ingvarsson og eiga þau þrjú börn. 2) Þorvaldur Víðir, tölvunar- og eðlisfræðingur, f. 16. okt. 1957. Hans kona er Ástdís Sveinsdóttir, grasafræðingur, og eiga þau tvö börn. 3) Ragnheiður Björk, vefn- aðarkennari og listamaður, f. 11. nóv. 1958. Hennar maður er Stefán Jó- hannesson, húsa- smíðameistari, og eiga þau tvö börn. Stefán á eina dóttur af fyrra hjónabandi. 4) Þorsteinn Reynir, tölvunarfræðingur, f. 28. apríl 1960. Sam- býliskona hans er Hrafnhildur Krist- jánsdóttir. Þorsteinn á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og Hrafn- hildur tvö börn. 5) Bryndís Þóra, lyfja- fræðingur og kennari, f. 23. júlí 1965. Hennar maður er Magnús Júlíusson lyfjafræðingur og eiga þau þrjú börn. 6) Kristín Þöll, nemi, f. 26. nóv. 1972. Hennar mað- ur er Birgir Steingrímur Birgis- son, verslunarmaður. Þau eiga eina dóttur og Birgir á einn son frá fyrra sambandi. Auk þess átti Þór eina dóttur, Ragnheiði frá Gröf í Vestur-Húnavatnssýslu, f. 13. sept. 1966, d. 26. ágúst 1998. Þór lauk sveinsprófi í húsasmíði 1958 og vann við húsbyggingar víða um land, en mest á Sauðár- króki þar sem þau hjón bjuggu í 42 ár. Hann lauk sveinsprófi í múr- verki 1973 og vann við húsbygg- ingar fram til ársins 2000. Útför Þórs fór fram frá Digra- neskirkju 17. apríl. Vertu sæll, elskulegi bróðir. Það er með mjög miklum söknuði að ég kveð þig nú í hinsta sinn. Ég sá þig síðast þegar ég var í tveggja vikna heim- sókn hjá Sísu systur okkar fyrir ári. Bæði voruð þið þá að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm sem nú hefir lagt ykkur að velli með aðeins tveggja daga millibili. Þrátt fyrir þín- ar miklu kvalir komstu oft heim til Sísu ásamt Guðbjörgu, eiginkonu þinni, og spjölluðum við mikið saman. Þið keyrðuð mig líka um Reykjavík og nágrenni og sýnduð mér nýbygg- ingar og mörg hverfi sem ég hafði aldrei séð áður og naut ég þess að sjá allar þessar miklu framfarir sem hafa orðið. Sömuleiðis var ánægjulegt að koma á fallega heimilið ykkar Guð- bjargar og þar sá ég ansi mikið af listaverkum þínum sem þú hafðir gert í krosssaumi yfir árin. Þú varst jafnmikill snillingur hvað það snerti eins og þú varst í húsasmíðum og fleiru sem því fagi fylgir, enda varð allt sem þú tókst þér fyrir hendur að vera fullkomið. Enda þótt þrautir þínar væru næstum óbærilegar kvartaðir þú aldrei. Það var nokkuð sem ekki bjó í þér. Þú tókst hvern dag eins og hann kom fyrir og gerðir það besta úr hon- um, sem er mikill eiginleiki út af fyrir sig. Þegar þú keyrðir mig á flugvöllinn í fyrra datt mér ekki í hug að það yrði síðasta skiptið sem ég sæi þig, en svona er lífið. Ég mun sakna þín mik- ið, elsku bróðir, en vitneskjan um að nú sért þú laus við þrautirnar og kom- inn í annan og bjartari heim þar sem vel verður tekið á móti þér mildar söknuðinn. Ég bið Guð að blessa fjöl- skyldu þína og gefa henni styrk á all- an hátt. Blessuð sé minning þín. Þín systir, Bryndís í Hampton, Virginia. Afi minn er uppi á himnum hjá kærum Guði. Nú er hann orðinn eng- ill og líður miklu betur. Ó, hversu ég sakna hans mikið. Það er eins og hnífi sé stungið í hjarta mitt. Sársaukinn er svo mikill. Ég þakka honum fyrir allt sem hann hef- ur gefið mér. Nú ber ég einn nafnið okkar og er stoltur af. Þór Þorvaldsson yngri. Alltaf erum við jafn óviðbúin, þeg- ar andlátsfregnin berst, þó að stríðið hafi staðið um langt árabil. Við erum alltaf jafn höggdofa yfir fregninni, þegar hún ríður yfir, þótt vitað væri að hverju stefndi. Þór mágur minn er látinn eftir harða og óvægna baráttu, sem enginn getur skotið sér undan. Það er sagt að hógværðin hafi mikil völd, en ekki get ég haldið fram, að Þór hafi sóst eftir völdum, en hóg- værðin og æðruleysið var aðalsmerki þessa ljúfa valmennis. Það lék allt í höndunum á Þór hvort heldur hann vann við múrverk eða smíðar, hamarinn var honum hand- genginn, ekki síður en Mjölnir var nafna hans. Listaverkin í útsaumi bera honum fagurt vitni. En ferjumaðurinn, sem ferjar yfir „Dökku Móðu“ skilar sínu verki og handan við elfina skín ljósið, hin óum- ræðilega birta og friðurinn er algjör og þar þarf ekki að berjast fyrir friði. Það var stutt á milli systkinanna, Sig- ríðar og Þórs, aðeins sólarhringur skildi þar á milli, enda mikill kærleik- ur hjá þeim. Áin niðar. Elfur lífsins fellur fram, að úthafi eilífðar. Á ströndinni hinum megin við það haf bíða foreldrar ykk- ar og ástvinir með opna arma og taka á móti ykkur. Og andinn er farinn til guðs, sem gaf hann. Lilla mín elsku- lega frænka, ég votta þér og fjöl- skyldu þinni djúpa samúð. Friðrik Eiríksson. Elsku Þór, nú er komið að kveðju- stundinni og á hugann leita minning- arnar. Þar ber hæst minninguna um veru mína á heimili ykkar Lillu á Króknum fyrir rúmum tuttugu árum. Þar var oft glatt á hjalla og minnist ég þess sérstaklega þegar allir komu heim í hádegismat og þar stóðst þú oftar en ekki við pottana og sást til þess að allir færu saddir og sælir til vinnu aftur. Ég minnist „kósý“-kvöld- anna á laugardagskvöldum þegar hreiðrað var um sig með kók og nammi og ég minnist þorrablótsins sem þið Lilla buðuð mér á. Þetta var góður tími sem ég fæ seint fullþakkað þér og þinni góðu fjölskyldu. Er árin liðu og ég stofnaði fjöl- skyldu. Þá var heimili ykkar Lillu alltaf opið ef leiðin lá um Norðurland og aldrei var vandamál hjá ykkur að koma fyrir svo sem eins og einni fjöl- skyldu! Nú seinni árin minnist ég þín helst þar sem þú sast við borðsendann og saumaðir fallega engilinn þinn. Eftir þig liggja ófá listaverkin sem ekki margir karlmenn geta státað sig af. Elsku Lilla mín, Olli, Radda, Steini, Binna og Kristín Þöll, góður Guð veri með ykkur og fjölskyldum ykkar og styrki ykkur í sorginni. Guð blessi minninguna um Þór Þorvalds- son. Súsanna og fjölskylda. ÞÓR ÞORVALDSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.                                    !   "##    ! " # $ %# &"'( ))  "*+!+ # ! "   (   # ,++   ))  '-+ )+ +.+# /+ +/ #./+ +/+ +/ ( Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít $          01%    1 *(* / 2+)-  3 + 245 6+ +   %&  &  '  ()           *        !   "## + "+  + &- ))   7)+ '# ).8+ # ! + &- ))  $+ ,. #    &- # !".+ + ))  ! + -  &- ))  ' )- 3 21# +9 62*2.! + &- ))  :*+ -# /+ +/ #./+ +/+ +/ ( $          ;!6!  1 828  2-+9"  +.9#)*2.<=> )    + )  ,          ()         ),  '#   "## . , ?2))  +   ?2# )96++. .2 ))  .@ ,  - . ?2))  /+ +/ #.+.+ +/ ( -&   .  11 %A1 B'  /01    "  #+#.C+8B  .8 #.68+  - & ( 2  .      6!      %&   *     3  . 4).    ./- . + ))  ! + )))) ( $                $1 %A1 1 D  2#   ++*2.EF 2& -+*"          ),  '#   ++# ' )" 2-+8"))  6 8))  +.G8))  H*+ 6- 8+ # - 8# 62.+ +8))  !+8))  8  " 62.+# + 8# + 2$+ "+  + ))  + +I#.+.+ +/ ( $  &    &       $ J 16 !!1  + /H6#)8     ()4 *  *  ) '#    3## 2& 8# + K # 6+ "6+ ))  !"+K #  + # *+))  %K #  ,'-+ )+))  +  K #  ,6   + ))     /+ +/ #./+ +/+ +/ (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.