Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 56

Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 56
MINNINGAR 56 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldór Finns-son fæddist í Stykkishólmi 2. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum 7. apríl sl. Foreldrar hans voru Halla Halldórs- dóttir f. 10. desem- ber 1900, d. 27. mars 1992 og Finnur Sveinbjörnsson skip- stjóri f. 29. septem- ber 1889, d. 15. jan- úar 1978. Halldór var næstelstur systkina sinna en þau voru: Freyja f. 11. júlí 1922, d. 22. ágúst 1976, Ása f. 7. ágúst 1926, Dagfríður f. 20. október 1932, d. 21. júní 1989 og Svein- björn f. 8. maí 1934, d. 18. febrúar 1959. Halldór kvæntist 25. október 1947 eftirlifandi eiginkonu sinni Pálínu Gísladóttur f. 27. janúar 1929. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Hallgerður Jónsdóttir og Gísli Karel Elísson. Börn Halldórs og Pálínu eru: 1) Halla f. 25. mars 1948, gift Þórarni Hjaltasyni og búa þau í Kópavogi. Börn þeirra eru Hjalti og Freyja Vilborg. 2) Gísli Karel f. 3. júní 1950, kvæntur Laufeyju Bryndísi Hann- esdóttur og búa þau í Reykjavík. Börn þeirra eru Pálína, Gauti Kjartan og Finnur. 3) Jóhanna Hallgerður f. 13. febrúar 1953, gift Gunnari Krist- jánssyni og búa þau í Grundar- firði. Dætur þeirra eru Jóhanna Þórunn, Vigdís og Dagfríður Ósk. 4) Jóhannes Finnur f. 18. desemb- er 1954 kvæntur Guðbjörgu Gísla- dóttur og búa þau á Akranesi. Börn þeirra eru Arndís Halla, Halldór Bjarkar og Ástrós Una. 5) hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1991. Halldór var virk- ur þátttakandi í sveitarstjórnar- málum. Hann var fyrst kosinn í hreppsnefnd Eyrarsveitar fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1954 og sat í hreppsnefnd til ársins 1978. Hann var oddviti sveitarstjórnar 1958 – 1974 en jafnframt sveitar- stjóri í Grundarfirði 1958 – 1970. Halldór starfaði í skattanefnd og var umboðsmaður skattstjóra Vesturlands í fjölda ára. Þá sat hann í sýslunefnd Snæfellsness- og Hnappadalssýslu um árabil. Hann var hreppstjóri Eyrarsveit- ar í 8 ár og formaður kjörstjórnar á sama tíma. Halldór var formað- ur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- félaga á Vesturlandi um nokkura ára skeið og sat á þeim tíma í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann sinnti auk þess störfum hjá full- trúaráði Sjáfstæðisfélaganna á Snæfellsnesi. Halldór var mikill félagsmálamaður en hugleiknust voru honum málefni kirkjunnar. Hann sat í sóknarnefnd Setbergs- sóknar og var safnaðarfulltrúi í nærfellt 30 ár. Þá var hann með- hjálpari við Grundarfjarðarkirkju í nokkur ár. Sat í héraðsnefnd Snæfellness- og Dalaprófasts- dæmis frá stofnun héraðsnefnda til 1994 og Kirkjuþingsmaður fyr- ir Vesturland frá 1982 – 1994. Á vegum Kirkjuþings sat Halldór í ýmsum nefndum, var m.a. formað- ur fjárhagsnefndar þess í nokkur ár. Halldór var þátttakandi í störfum hinna ýmsu félaga og sinnti þar jafnan trúnaðarstörfum s. s. í Ungmennafélagi Grundar- fjarðar. Þá vann Halldór að stofn- un Lionsklúbbs Grundarfjarðar árið 1972 og var fyrsti formaður hans. Hann var svæðisstjóri Lionsklúbbanna á Vesturlandi 1976. Halldór var sæmdur ridd- arakrossi íslensku Fálkaorðunnar fyrir störf sín að félagsmálum 1. desember árið 1994. Útför Halldórs fór fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardag- inn 14. apríl. Halldór Páll f. 29. ágúst 1957 kvæntur Valgerði Sævarsdótt- ur og búa þau á Sel- fossi. Börn þeirra eru Karen Nótt, Sævar Þór og Snorri Elís. Dóttir Halldórs Birta Huld, móðir Guðný Rósa Tómasdóttir. 6) Guðrún f. 4. júní 1960, býr í Kópavogi. Dóttir hennar er Hafrún María, faðir Finnur Tómasson. Sólrún f. 31. maí 1964, gift Bjarna Við- arssyni og búa þau í Kópavogi. Dætur þeirra eru Lilja og Elín. 7) Sveinbjörn f. 29. júlí 1965 kvænt- ur Guðlaugu Elínu Bjarnadóttur og búa þau í Reykjavík. Sonur þeirra er Dagur. Barnabörn Hall- dórs og Pálínu eru 19 og barna- barnabörnin eru 6. Halldór ólst upp á Spjör í Eyr- arsveit og naut skólagöngu þess tíma. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann í Reykholti 1941-1943. Hann hélt síðan til náms að Sam- vinnuskólanum í Reykjavík árin 1943-45 og lauk þaðan Samvinnu- skólaprófi. Halldór og Pálína hafa allan sinn búskap búið í Grund- arfirði og sl. 35 ár að Hrannarstíg 5. Halldór vann að stofnun Sjúkra- samlags Eyrarsveitar árið 1951 og sat í stjórn þess sem formaður eða gjaldkeri til ársins 1973. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Eyrarsveitar í Grundarfirði árið 1954 og sparisjóðsstjóri frá stofn- un hans fram til þess tíma er Sparisjóðurinn sameinaðist Bún- aðarbanka Íslands árið 1982. Frá þeim tíma var Halldór skrifstofu- stjóri útibús Búnaðarbankans í Grundarfirði eða allt til þess er Þú, sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll sín sólarljóð. Þú, sem eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir, þó þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta, verk þín tala, þótt þú þegir. Alltaf sjá menn bjarmann bjarta blika gegnum húmsins tjöld. Eldurinn hefur æðstu völd; uppskera hans er þúsundföld. Mannssálin og myrkrið svarta mundu án hans dauðaköld. (Davíð Stef.) Kær tengdafaðir minn, Halldór Finnsson, er látinn. Ég man þegar ég kom fyrst á Hrannarstíginn á heimili hans og Pálínu í Grundar- firði. Það var um hvítasunnuhelgi fyrir 16 árum í fylgd yngsta sonar þeirra, Sveinbjörns. Ég fann strax fyrir þeirri hlýju og góðvild sem einkenndu persónu Halldórs, og fannst ég strax eiga hlutdeild í þessari stóru og sam- hentu fjölskyldu. Minnisstæðar eru kvöldstundir á Spjör í Eyrarsveit með Halldóri og Pálínu, þar sem þau hafa frætt okkur um mannlíf og búshætti fyrri kyn- slóða í sveitinni okkar. Þar er marg- ur fjársjóður sem ég geymi og reyni að miðla til barna okkar. Þegar sonur okkar, Dagur, fædd- ist fyrir rúmum þrem árum var það á gullbrúðkaupsdegi Halldórs og Pál- ínu, og kölluðu þau hann oft gull- drenginn sinn. Þó svo Dagur skilji ekki enn að afi hans komi ekki aftur getum við glaðst í hjarta okkar því það eru svo margar góðar minningar sem við geymum og getum rifjað upp. Og nú þegar við bíðum fæðingar 20. barnabarnsins veit ég að Halldór mun vaka yfir og fylgjast með áfram. Að samgleðjast var ríkjandi í fari Halldórs. Það kom svo sterkt í ljós á brúðkaupsdaginn okkar Sveinbjörns fyrir tveimur árum. Þá lá Halldór á Vífilsstöðum með lungnabólgu, en tók ekki í mál að við frestuðum at- höfninni þar til hann hefði náð heilsu heldur fékk hann „útgönguleyfi“ og lagði á sig að koma út í Viðey og standa við hlið sonar síns í kirkjunni og halda fallega ræðu í veislunni á eftir. Að fá að hafa hann með okkur þann dag fannst mér besta gjöfin. Halldór hefur verið hjartasjúk- lingur í nær tuttugu ár og getur ef- laust enginn skilið til fullnustu hvaða byrði það hlýtur að vera að lifa með því. Það er erfitt að vera háður dag- legum lyfjagjöfum auk þess að þurfa að takmarka ýmsar athafnir til að koma í veg fyrir brjóstverki og önn- ur einkenni. Oft ræddum við saman um heilsufarið og hefur það alltaf gefið mér mikið að fá innsýn í líðan Halldórs. Nú þegar komið er að kveðjustund vil ég þakka fyrir hve lánsöm ég hef verið að hafa átt Halldór sem tengdaföður. Halldór átti mjög far- sæla ævi, bæði hvað varðar starfs- feril og í einkalífinu. Fyrir mér var hann hlýr persónuleiki sem bar um- hyggju fyrir öðrum og var sérlega stoltur af sinni stóru fjölskyldu. Að missa lífsförunaut og maka til rúm- lega 50 ára er erfitt, en fjölskyldan öll hefur sýnt aðdáunarverða sam- stöðu undanfarnar vikur, og ég veit að svo verður áfram. Blessuð sé minning Halldórs. Guðlaug. Elsku afi, nú er komið að kveðju- stund. Það er sárt að kveðja þig, en ég veit að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur öllum. Gunnar Andri kallaði þig alltaf langafa í Austurgerði enda bjuggum við þar saman um tíma þegar þið amma komuð í bæinn. Gunnar Andri hafði ofsalega gaman af því að spjalla og leika við þig, þú varst líka alltaf til í að bregða á leik með honum. Hann fylgdist með úr fjarska þegar þú rak- aðir þig með rafmagnsrakvélinni og honum leist ekkert alltof vel á þetta skrýtna tæki. En þú gerðir þetta að svo spennandi athöfn, að eftir nokk- ur skipti voruð þið farnir að raka ykkur saman. Þú kallaðir til hans: „Jæja, Gunnar Andri, nú ætlar afi að raka sig“, og hann var fljótur að hlaupa til að fá smá rakstur líka. Þegar við fluttum svo í Mosfellsbæ- inn beið hann eftir því að þið amma kæmuð í bæinn því honum fannst svo gaman að heimsækja ykkur. Núna þegar hann fékk þá frétt að þú værir dáinn hafði hann miklar áhyggjur af henni langömmu sinni: „Verður hún þá alltaf ein?“ spurði hann, en leið betur þegar honum var sagt að amma ætti svo marga góða að, og auðvitað höldum við áfram að heim- sækja hana langömmu í Austur- gerði. Elsku afi, þú varst alltaf svo góður við okkur og tókst alltaf fagnandi á móti strákunum okkar, það var gott að eiga þig að. Að lokum er hér bæn sem við för- um svo oft með á kvöldin. Við fórum með þessa bæn kvöldið sem þú kvaddir þennan heim og Gunnar Andri spurði: „Fer bænin þá beint til langafa?“ Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku amma mín, megi góður Guð styrkja þig og fjölskylduna alla í þessari miklu sorg. Hanna Þórunn, Pétur Rúnar, Gunnar Andri og Davíð Sindri. Afi var ríkur maður. Hann átti Pálínu ömmu, átta börn, mörg afa- börn og langafabörn. Þar sem hann og amma bjuggu í Grundarfirði, en við systkinin á Suðurlandi, sáum við hann ekki eins oft og við hefðum helst viljað. En hann var alltaf jafn glaður þegar hann hitti okkur og þegar við fórum, kyssti hann okkur mörgum sinnum. Helst eins mörgum sinnum og dagarnir voru margir þar til við hittum hann næst. Afi er glað- ur á öllum myndum sem eru til af honum með fjölskyldunni og oft með eitthvert okkar afabarnanna í fang- inu. Hann var alltaf svo vel klæddur, í skyrtu og með bindi. Þegar hann keyrði bílinn, var hann með leður- hanska, hatt og í frakka. Hláturinn hans afa er ógleyman- legur. Hann hló svo innilega að mað- ur fór líka að hlæja, þó maður vissi ekki af hverju hann væri að hlæja. Elsku afi okkar. Við vitum að þér líður vel hjá Guði, en við söknum þín og munum alltaf muna eftir þér. Þín afabörn Birta Huld, Karen Nótt, Sævar Þór og Snorri Elís Halldórsbörn. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil, þegar við fórum í feluleik og þú leitaðir að mér. Ég var alltaf á þeim stað sem þú faldir þig síðast á. Þú passaðir mig meðan mamma og amma voru að vinna í búðinni og þú varst hættur að vinna. Oft sast þú í hægindastólnum þínum. Þegar ég vildi fá þig til að leika við mig þá tók ég inniskóna þína og faldi þá. Oftast faldi ég þá í bréfakörfunni. Þú fórst svo að leita og þóttist ekkert vita um þá. Takk fyrir að vera svona góður við mig að vilja tefla við mig og spila. Þín Dagfríður Ósk. Nú þegar við kveðjum góðan mann viljum við þakka fyrir góð kynni. Við áttum margar ánægju- stundir saman. Sérstaklega minn- umst við þess þegar afi fór með Finni út á bryggju í Grundarfirði að veiða. Fiskur hefur ekki verið hans upp- áhaldsmatur, en afa fannst hann góður. Og þetta skiptið fengu þeir sjö ufsa og tvo þorska sem amma matreiddi við heimkomuna. Þá neyddist hann til að borða allan þennan fisk með afa og ömmu, afa til samlætis. Ef ekki hefði verið fyrir hann afa hefðum við ekki lært að dýfa hörðum kringlum í vatnsbland. Þannig finnst okkur enn að kringlur eigi að vera. Ef amma fór eitthvert í burtu sauð hún góðan skammt af graut sem afi gæti þá hitað upp. Hver á nú að borða grautinn? Það er erfitt að kveðja þig, afi minn, og við eigum eftir að minnast þín með hlýhug allt okkar líf. Það var alltaf svo gaman að hitta þig. Þú og amma föðmuðuð okkur og kysstuð í hvert sinn sem við hittumst, og gerðuð það við öll ykkar barnabörn. Pálína, Gauti Kjartan og Finnur. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Svo orti Páll J. Árdal. Við Halldór Finnsson heilsuðumst fyrst fyrir um hálfum öðrum áratug. Og nú er kom- ið að því að kveðjast – um sinn. Ég segi heilsuðumst fyrst, þrátt fyrir að auðvitað hafi ég ekki verið ókunnug Halldóri, ekki frekar en aðrir sem búa í litlu samfélagi eins og okkar. En ég var svo lánsöm að fá að kynnast Halldóri persónulega í lífi og starfi þegar ég komst í fullorðinna manna tölu. Ég var átján ára gömul og búin að ráða mig í sumarvinnu sem gjaldkeri í Búnaðarbankanum í Grundarfirði. Halldór var þá skrif- stofustjóri útibúsins með áratuga- reynslu af bankamálunum, m.a. sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Eyrar- sveitar. Ungri stúlku, að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu, fannst sér trúað fyrir miklu. Meðhöndlun fjármuna í eigu annarra, samskipti við viðskiptavini fyrir hönd bankans og innsýn í persónuleg og oft við- kvæm mál einstaklinga, fyrir þessu var mér trúað og fannst ábyrgðin mikil. Ómetanlegt var þá að njóta stuðnings og finna traust þeirra sem bankanum stýrðu, ekki síst Halldórs Finnssonar. Ég tel það lán að hafa fengið að kynnast Halldóri á þessum vettvangi í þau þrjú sumur sem ég vann hjá bankanum. Hin mikla reynsla hans og sú einstaka rósemi sem hann bjó yfir voru þægileg og traust kjölfesta. Fyrir kom að við sem yngri vorum og óharðnaðar, lét- um kröfuharða viðskiptavini eða erf- ið viðfangsefni koma okkur úr jafn- vægi. Og þá var gott að geta borið sig upp við samstarfsmenn og rætt hvernig með skyldi fara, jafnvel látið móðan mása. En á hverju sem dundi var næsta öruggt að ró Halldórs varð ekki auðveldlega raskað. Hann þekkti sitt heimafólk og gat vísað veginn á vandfetuðum stígum mann- legra samskipta. Oftar en ekki var stálinu stappað í unga fólkið, leið- beiningar gefnar og jafnvel brosað kankvíslega og kímt að aðstæðunum. Ég hygg að mannskepnan gleymi seint þeim sem vel hafa reynst henni á æsku- og uppvaxtarárum. Sjálfri er mér ljúft að minnast áhuga og um- hyggju Halldórs heitins og Pálínu konu hans fyrir viðfangsefnum mín- um og velferð, sérstaklega því hvernig mér gengi í námi, bæði á framhaldsskóla- og háskólaárum. Klapp á bakið og hvatning til dáða eru mikils virði ungri manneskju sem stígur sín fyrstu skref í námi og starfi. Þegar ég tók við starfi sveit- arstjóra í Grundarfirði fann ég það glöggt að ég átti stuðning og traust þeirra hjóna. Oftar en ekki naut ég þess að eiga Halldór að, þegar leita þurfti upplýsinga um málefni sveit- arfélagsins í sögulegu ljósi. Halldór var sveitarstjórnarmálunum gjör- kunnugur enda sá maður sem hvað lengst hefur starfað að málefnum sveitarfélagsins, m.a. á tímum mik- illa breytinga og vaxtar sveitar- félagsins. Um það munu aðrir geta vitnað betur en ég. Halldór var sér- lega áhugasamur um málefni sveit- arinnar og umhyggja hans fyrir vel- ferð og hagsmunum samfélagsins var óskoruð. Oftar en ekki hringdi hann í mig eða leit við á skrifstofunni til að segja mér frá staðreyndum sem vörðuðu hag sveitarfélagsins og hann vildi að ekki féllu í gleymsku. HALLDÓR FINNSSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.