Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 61
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 61 ✝ Sigríður ÞóraÞorvaldsdóttir fæddist í Reykjavík 24. janúar 1927. Hún lést á Landakoti 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar, Ragnheiður Brynj- ólfsdóttir frá Ytri- Ey, f. 22. maí 1901, d. 10 júní 1994, og Þor- valdur Þórarinsson frá Hjaltabakka, f. 16. nóvember 1899, d. 2. nóv. 1981, bjuggu í Reykjavík í nokkur ár en hún ólst upp á Blönduósi. Þau eignuðust sex börn. Elst var Sigríður, þá Bryndís, f. 20. feb. 1928, Gissur, f. 1. sept. 1929, Þráinn, f. 2. júlí 1934, Þór, f. 2. apríl 1937, d. 8. apríl 2001, og Ásgeir, f. 6. maí 1944. Systkini samfeðra eru Ör- lygur, Inga, Bára, Fjóla og Berg- þóra sem nú er látin. Árið 1957 giftist Sigríður Frið- riki Eiríkssyni bryta, f. 21 júlí1928. Þeirra börn eru: 1) Eirík- ur V., f. 3. júlí 1958. Hans börn og Höllu Sjafnar Jónsdóttur eru Ragnheiður og Friðrik Róbert. 2) Sigríður Súsanna, f. 5. júní 1959. Hennar maður er Kjartan Braga- son. Þeirra barn er Hólmfríður Katrín. Auk þess á Súsanna dæt- urnar Hildi Þóru og Kristínu Lilju. Börn Sigríðar fyrir hjónaband eru: 1) Óðinn Már Jónsson, f. 25. des. 1946. Börn hans og Ednu Njálsdóttur eru Svava Rut og Ró- bert Rafn. 2) Bryndís Kristín Þráinsdóttir, f. 10. jan. 1956. Hennar maður er Gísli Svan Einars- son. Börn þeirra eru: Einar Svan, Þráinn Svan, Áslaug Sóllilja og Bryndís Lilja. Barnabarnabörnin eru Óttar og Magnús Hólm. Sigríður byrjaði ung að vinna hjá Landssíma Íslands á Blöndu- ósi og vann þar uns hún fluttist til Reykjavíkur 1950. Í Reykjavík vann hún hjá Sigfúsi í Heklu í tvö ár og síðan við símavörslu á Kefla- víkurflugvelli árin 1953-1957. Hún vann hjá Tímanum 1962-1965 og var auglýsingastjóri á Vikunni 1967-1972. Á árunum 1966-1987 vann hún sem matráðskona í veiðihúsinu við Hítará á Mýrum. Árið 1987 stofnaði Sigríður smur- brauðstofuna „Gleym mér ey“ og rak hana til ársins 1994 en þá seldi hún stofuna sökum heilsubrests. Eftir það dvaldist hún gjarnan í Flórída á veturna þar sem hún átti sitt annað heimili. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elskulega systir. Nú kveð ég þig með miklum söknuði eftir allt þitt stríð við þennan hræðilega sjúkdóm sem lagði þig að velli þrátt fyrir langa og harða baráttu við hann. Þegar ég heimsótti þig s.l. apríl, þá vissum við báðar að hverju stefndi. Það var bara tímaspursmál. Ég dáð- ist að dugnaði þínum þrátt fyrir alla vanlíðanina. Þú dreifðir huganum með því að gera handavinnu, föndur, ásamt öðru sem þú gast gert, og tókst á móti ættingjum og vinum á frábæran hátt, enda alltaf sérlega hugsunarsöm við aðra, og fórnaðir þér mikið á þann hátt. Þú varst líka búin að kaupa miða í leikhúsið handa okkur og fleirum áður en ég kom, því hugulsemina vantaði aldrei hjá þér. Líka hafðir þú boðið okkar gömlu vinkonum frá Blönduósi í kaffi og skemmtum við okkur mjög vel og töluðum um gamla daga. Sem sagt, þú gerðir allt sem hægt var til að gera dvölina sem ánægjulegasta þrátt fyrir allt. Eftirminnileg er líka heimsókn mín 1998 þegar við fórum á ættar- mót á Laugarvatni þar sem ég hitti mikið af okkar skyldfólki, jafnvel sumt sem ég kannaðist ekki við. Það var alveg dásamlegt. Eftir það fórum við líka hringveginn og heimsóttum ættingja og kunningja og ég sá marga staði sem ég hafði aldrei séð áður. Þú keyrðir þetta allt eins og skörungur, og ég naut þess að sjá meira af þessu fallega landi okkar. Jafnvel þótt leiðir okkar lægju ekki saman, þar sem ég giftist og fluttist út til Bandaríkjanna, þá heimsóttum við oft hvor aðra yfir ár- in og sérlega s.l. tíu árin, því þá stoppaði ég oft við á þínu fallega heimili í Orlando þegar ég var að fara í heimsókn til dóttur minnar sem býr sunnar í Florida. Þá var mikið gaman hjá okkur og alltaf var gestkvæmt hjá þér, því ekki vantaði gestrisnina. Það virtist ekki vera neitt fyrir þig að hafa 30-40 manns í hádegisverð, enda varst þú snilling- ur í matreiðslu og naust þess að hafa fólk í kringum þig. Það var líka gaman þegar við vor- um að ráða krossgáturnar saman eða gerðum handavinnu okkur til skemmtunar. Líka fórum við í búðir, göngutúra, heimsóttum nágranna, eða bara slöppuðum af í lauginni. Ég mun aldrei gleyma þessum dásam- legu viðtökum sem ég fékk í hvert skipti sem ég kom til þín, og alltaf var veislumatur. Notalegheitin og umhyggjan voru einstæð. Hvenær sem þú vissir að einhver átti bágt, þá varst þú ávallt tilbúin að hjálpa á ein- hvern hátt, og veit ég að það var mik- ils virt. Ég mun sakna þín meira en nokk- ur orð fá lýst, en það er huggun að vita að nú ert þú laus við kvalirnar og komin á hina ströndina þar sem ég veit að vel verður tekið á móti þér. Ég bið Guð að blessa fjölskyldu þína og gefa þeim styrk á allan hátt. Dótt- ir mín, Súsanna, og ömmustelpan mín, Brett, munu sakna þín mikið líka. Guð blessi minningu þína. Þín systir, Bryndís, Hampton, Virginia. Elsku amma. Þú sterka, fallega og hjartahlýja kona, sem studdir okkur og hjálpaðir frá barnæsku, þangað sem við erum í dag. Þú varst alltaf til staðar og gast alltaf hjálpað okkur að sjá björtu hliðarnar á hlutunum. Jafnvel þótt manni fyndist það ómögulegt, þá komst þú og sýndir okkur fram á að það má sjá gott í öllu. Eins sárt og það er að þú sért farin erum við þess vissar að þú ert komin á betri stað. Nú er stríðinu lokið og friðurinn tekin við. Amma, við þökkum þér af öllu okkar hjarta fyrir að hafa verið sú yndislega manneskja sem þú varst og biðjum guð að blessa þig og gefa þér frið. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta okkar. Hildur Þóra og Kristín Lilja. Elsku Sísa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindaviðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Edna. Látin er Sigríður Þóra Þorvalds- dóttir frá Hjaltabakka. Hún lifði við- burðaríkri ævi og reyndi ýmislegt, enda með eindæmum sjálfstæð kona. Hún sýslaði ýmislegt um ævina, var matráðskona, rak veisluþjónustu og ýmislegt fleira. Hún var óhrædd við hið óþekkta og fór sínu fram hvað sem tautaði og raulaði. Sem dæmi um það má nefna að á sjötugsaldri vildi hún enn breyta til og kom á fót smurbrauðsstofu sem hún rak um skeið. Hún var mikið á faraldsfæti, bjó víða um land, dvaldi á sumrum sem matráðskona við Hítará og átti hús í Flórída þar sem hún dvaldi langdvölum síðustu árin. Hún var því á margan hátt óvenjuleg kona og æviskeið hennar óvenjulegt miðað við það að hún var af þeirri kynslóð kvenna sem bjó við það að braut þeirra var bein og fyrirfram vörðuð af öðrum en þeim sjálfum. Gestrisni Sísu var við brugðið og voru þeir ófáir sem nutu hennar. Hún hafði yndi af því að gera vel við fólk, bæði fjölskyldu sína og gesti og gangandi. Hús hennar stóð öllum op- ið hvort sem var hér heima eða í Flórída. Þegar hún dvaldi ytra var henni í mun að hafa stóran frænd- garð í kringum sig og munaði hana ekki um að bjóða fólki frá Íslandi í ferð til sín til Flórída. Þar nutu allir gestrisni hennar, vinir og vanda- menn jafnt við fólk sem hún hafði sjaldan eða aldrei litið augum áður. Nú er þessi einstaka, sjálfstæða og gestrisna kona horfin frá okkur. Minningin um hana mun hins vegar lifa um ókomna tíð. Kolbeinn Óttarsson Proppé. Sem Fjallkonan barstu þitt höfuð svo hátt, að heiðríkjan ljómaði á hvarmi, með drottningarskapið og mildinnar mátt, sem mættust í huga og barmi. Af því getur aldrígi heimur sér hælt, að hjarta þíns blómreiti fengi hann bælt. Þetta erindi úr ljóði Jóns í Garði er sem ort hafi verið um Sigríði Þor- valdsdóttur, eða Sísu, eins og hún var ætíð kölluð. Kynni okkar hjóna við Sísu hófust ekki af alvöru fyrr en hún tók að venja komur sínar til Flórída í upphafi síðasta áratugar nýliðinnar aldar. Eftir tvær til þrjá komur til að njóta sumars og sólar ákvað hún að kaupa sér hús í hverfi því í Orlando-borg, þar sem fjöldi Ís- lendinga var þá að festa sér híbýli í ríki sólarinnar. Þar hugðist hún njóta ævikvöldsins, en sjúkdómar og veikindi komu einatt í veg fyrir að þær áætlanir yrðu að þeirri draum- sýn sem stefnt var að. Hver sem kynntist Sísu fann að hún laðaði að sér fólk á grundvelli vináttu og kærleika, en bjó jafnframt yfir óvenjulega sterkum persónu- leika. Það var ekki síst af þeim sök- um sem Anna, látin kona mín, og Sísa tengdust sterkum vináttubönd- um. Anna var á þeim árum forseti Ís- lendingafélagsins í Mið-Flórída, og það var sem forsjónin hefði leyst mikinn vanda hennar sem leiðtoga félagsins, með því á fá Eirík son þeirra hjóna, ásamt Friðriki og Sísu til að sjá um matinn á þorrablótum félagsins, sem urðu æ veglegri á þessum árum, m.a. vegna þáttar Ei- ríks meistarakokks, Friðriks og Sísu. Þó að feðgarnir hafi verið og séu enn í landsliði kokka og mat- reiðslumanna, þá var handbragð Sísu á ýmsum tegundum, sem á borðum voru, og vegna erfiðrar að- stöðu á ókunnum hótelum bjó hún til eftirrétt fyrir 250-300 manns í eldhúsinu heima hjá sér áð- ur en haldið var til þorrablótanna, sem haldin voru á strandhótelum við Atlantshafið. Hún var hamhleypa til vinnu þegar á þurfti á að halda en framkoman ætíð jafn höfðingleg og örugg. Sísa sagði okkur hjónum ýmislegt frá fyrri árum ævi sinnar, m.a. frá ýmsu er hún starfaði sem símastúlka hjá Hamilton-verkfræðifirmanu, sem byggði Keflavíkurflugvöll. Þá voru aðrir tímar og gekk á ýmsu. Um margra ára skeið var hún ráðskona í vinsælum veiðihúsum, þar sem hún annaðist matargerð fyrir erlenda framkvæmdastjóra og auðkýfinga. Svo vel vann hún þau störf að hún bast vináttuböndum við ýmsa sem hún kynntist þar, og sumir vildu fá hana fyrir matráðskonu. Loks rak hún vinsæla smurbrauðsstofu um árabil, og vann þar afrek sem fáir myndu eftir leika. Ábyrgðartilfinningin var ávallt sterk hjá Sísu. Í engu vildi hún bregðast í því sem henni var trúað fyrir. Hún vildi alls staðar gera sitt besta og hvar sem hún starfaði mun- aði um hennar framlag. Sjúkdómar og veikindi sóttu æ fastar að henni, og hún taldi sig vita að hverju stefndi. Það mun hafa ver- ið 1996 sem hún bauð fjölda fólks til einnar af sínum frægu matarveislum á heimili sínu í Flórída. Hún kvað þetta geta verið sitt síðasta tækifæri til að fá vinahópinn í heimsókn. Að venju voru borð hlaðin ljúffengum mat og vinahópurinn – Íslendinganý- lendan þarna – átti góða samveru- stund. En örlögin höguðu því svo, að sjúkdómurinn gekk hægar að henni en hún bjóst við og átti hún griða- stundir á milli verri tímabila. Kveðjuboð hennar í Flórída urðu því fleiri, því það var hennar mesta yndi að undirbúa og standa fyrir mann- fögnuði. En nú hefur hún stigið yfir landa- mærin. Við sem eftir sitjum og bíð- um ferðarinnar óhjákvæmilegu, eig- um minninguna um Sísu sem gimstein. Ég votta börnum hennar og Friðriki, samferðamanni hennar um áratugi, dýpstu samúð. Atli Steinarsson. SIGRÍÐUR ÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR 2   &.   %!11 6    + +8G 4< & *2 + +)-  6,8H + + ++.+ *+)     :8  ,  '+   "## 6       4   ;   ) . 4)) .  68 " '(-)) (      8     1 9,+8   ,+.)<= 2& -+*"           * ;   <  ()  .   , + ))  3/-  . ,# # . "8  + # +  + ))  +"+))  &2  . -# %. -#( $          % 1 1 2I#.9-, + 928    "  ()  7  + 6+ #  ,.*+ ))   . + # 3)9  - ))  +./- )+ ))   #.3 G -   .)) (     ;7     111   1 *  =.     3     ./- .)2. *))  !&.K +. *))  !"/# .3.,))) ( MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.