Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Menntun í dreifbýli Ráðstefna í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði 28. apríl 2001 Að ráðstefnunni standa: Félag íslenskra leikskólakennara, félagsvísindadeild Háskóla Íslands, kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennaraháskóli Íslands, Kennarasamband Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fámennra skóla. Markmið ráðstefnunnar er að efla umræður um leiðir til að styrkja skólastarf og efla samstarf skólafólks á ólíkum skólastigum hvarvetna um landið. Áformað er að birta erindin á Netinu. 10:00 KAFFI OG FUNDARGÖGN 10:30 Ólafur J. Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands: Setning ráðstefnu. 10:38 Ávarp undirbúningsnefndar. 10:45 Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar: Þáttur menntunar í byggðaþróun. 11:10 Ingi Rúnar Eðvarðsson, dósent við Háskólann á Akureyri: Rannsóknir háskólamenntun og búseta. 11:25 Hólmfríður Árnadóttir, leikskólastjóri, Grenivík: Rödd barnsins 11:40 Þóra Björk Jónsdóttir, kennsluráðgjafi: Stuðningur við starf. Hugmyndir grunnskólakennara í dreifbýli. 11:55 Helga M. Steinsson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands: Hornsteinn í heimabyggð eða hvað? Hlutverk framhaldsskólans í dreifbýli. 12:20 Fyrirspurnir 12:30 HÁDEGISMATUR 13:30 Anna Kristín Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Farskóla Norðurlands vestra: Breytum byggð: Leonardo da Vinci starfsmenntaverkefni á Hofsósi. 13:45 Anna Bergsdóttir, skólastjóri: Fjarnám í Grundarfirði. 14:00 Þóra Hjörleifsdóttir, grunnskólakennari við Hrafnagilsskóla: Að fortíð skal hyggja- á framtíð á að byggja. 14:15 Kristín Eiríksdóttir, skólastjóri Leikskólans Brimvers á Eyrarbakka: Samstarfsverkefnið við Ströndina 14:30 Fyrirspurnir. 14:45 Jón Torfi Jónasson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands: Hver er munur á aðstöðu í dreifbýli og þéttbýli? Staða og horfur – kynning á nýjum rannsóknarniðurstöðum. 15:00 Elín R. Líndal, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og Jafnréttisráðs: Að vera til. 15:15 Kynning hugarflugshópa. 15:20 KAFFI. 15:40 Hugarflugshópar að störfum. 16:15 Skil úr hópstarfi og umræður. 16:45 Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri: Ráðstefnuslit. Í tengslum við ráðstefnuna verður haldinn aðalfundur Samtaka fámennra skóla (SFS). Aðalfundurinn hefst kl. 17:15 og um kvöldið er hátíðakvöldverður SFS. Gisting er fáanleg í Stórutjarnaskóla að ráðstefnu lokinni ef þörf krefur (vinsamlegast takið fram við skráningu). Ráðstefnugjald er kr. 2.500 en kr. 1.000 fyrir kennaranema. Veitingar eru innifaldar í ráðstefnugjaldi. Skráning á ráðstefnuna, aðalfund SFS, árshátíð SFS, gistingu og fæði er í Stórutjarnaskóla (oliarn@ismennt.is, símar 464 3220, 464 3221 og 464 3240). Nánari upplýsingar og skráningareyðublöð er einnig að finna á Netinu á þessari slóð: http://www.ismennt.is/vefir/sfs/ VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ SJS Verktakar ehf. á Akureyri var lýst gjaldþrota á miðvikudag fyrir páska að ósk eigenda þess. Áætlað er að skuldir umfram eignir séu hátt í 80 milljónir króna. SJS Verktakar unnu við að reisa nýbyggingu Háskólans á Akureyri og skilja við það verk óklárað en áætlað er að um það bil 2/3 hlutum verksins sé lokið. Meðal annars á eft- ir að steypa upp eina álmu bygging- arinnar og ganga frá í þeim hlutum hússins sem þegar hafa verið teknir í notkun. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði við Morg- unblaðið í gær að fyrirtækið hefði átt að skila af sér lokaáfanga 1. október næstkomandi. „Það verður allt kapp lagt á að koma þeim byggingafram- kvæmdum áfram og ljúka fyrir til- settan tíma. Við verðum að bíða og sjá hvernig það gengur en það er nokkuð ljóst að Háskólinn tapar ekki fjárhagslega á þessu,“ sagði Þor- steinn. Verktakafyrirtækið reisti einnig íbúðir á vegum Félagsstofn- unar stúdenta og er því verki ólokið. Þar er um að ræða múrhúðun og frá- gang utanhúss, en reyndar hefur þegar verið flutt inn í íbúðirnar. Rúmlega 20 starfsmenn unnu hjá SJS Verktökum, þar af 14 iðnaðar- menn. Rekstur fyrirtækisins hafði þegar stöðvast þegar óskað var gjaldþrotaskipta þar sem lokað hafði verið fyrir viðskipti við það vegna skulda. Verktakafyrirtækið SJS lýst gjaldþrota SEINNI partinn á páskadag var tilkynnt um vélsleðaslys á Glerár- dal, þar sem tvennt slasaðist, kona og maður sem voru saman á sleða. Þau voru ásamt hópi fólks þar á ferð en veltu sleðanum niður bratta hlíð og við það slasaðist konan á baki og hálsi og maðurinn á baki. Tilkynning um slysið barst til slökkviliðsins á Akureyri gegnum Neyðarlínuna og í samráði við lög- reglu voru strax sendir lögreglu- og neyðarflutningsmaður á staðinn á vélsleða og voru þeir komnir á slysstað innan við klukkustund frá því að tilkynningin barst. Einnig fóru menn frá björgunarsveitinni Súlum á staðinn á vélsleðum og snjóbíl. Þá var þyrla Landhelgisgæslunn- ar sett í viðbragðsstöðu og var fljótlega ákveðið að óska eftir að- stoð hennar. Þyrlan sótti fólkið og flutti slysadeild FSA en við skoðun reyndist fólkið minna slasað en tal- ið var í fyrstu. Allar aðgerðir gengu vel og var samstarf allra þeirra sem að málinu komu með miklum ágætum. Gífurlegur mannfjöldi var á ferð um Glerárdalinn á páskadag, á vél- sleðum, jeppum og skíðum, enda veðrið með allra besta móti. Vélsleðaslys á Glerárdal Þyrla sótti slasað fólk METAÐSÓKN hefur verið að Sundlaug Akureyrar frá áramót- um og nú yfir páskahátíðina varð sprenging í aðsókn, að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar forstöðu- manns. Hann taldi að um 10–12 þúsund manns hefðu komið í laug- ina um páskana en flestir voru gestirnir á föstudaginn langa. Frá áramótum hafa sundlaug- argestir verið 30% fleiri en á sama tíma í fyrra og sagði Gísli Kristinn að vel hefði gengið að taka á móti öllu þessu fólki. Mikið af ferða- fólki hefði verið í bænum í vetur og þá sérstaklega skíðafólk og það kæmi gjarnan í sund eftir að hafa rennt sér á skíðum í Hlíðarfjalli. Næstu daga má einnig búast við fjölmenni í sundlaugina eins og jafnan í tengslum við Andrésar- Andar-skíðaleikana. Morgunblaðið/Kristján Gífurleg aðsókn hefur verið að Sundlaug Akureyrar í vetur og í gær var þar fjöldi fólks að baða sig í blíðunni. 10–12 þúsund gestir um páskana Metaðsókn að Sundlaug Akureyrar ÓLAFUR Ásgeirsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Akureyri, sagði að lögreglan hefði átt nokkuð rólega daga um páskana, þrátt fyrir mikið fjölmenni í bænum. Helst var að öku- menn væru heldur mikið að flýta sér en nokkuð margir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur. Þá komu upp þrjú fíkniefnamál um helgina, þar sem árvökulir dyraverðir á veitingahúsum bæjarins voru lög- reglunni innan handar en einkanlega var um grun um neyslu að ræða. Ólafur sagði að þótt allir gististaðir bæjarins hefðu verið sneisafullir af fólki og margir að skemmta sér á veit- ingahúsum bæjarins hefði ekki þurft að fjölga í lögregluliðinu. „Hér voru engin læti og ferðafólkið var til mikils sóma.“ Rólegt hjá lögreglu Ferðafólk til sóma UM 750 börn eru skráð til leiks á Andrésar Andar-leikunum á skíð- um sem settir verða í Íþróttahöll- inni á Akureyri í kvöld, miðviku- dag, kl. 20.30 og er þetta svipaður fjöldi keppenda og und- anfarin ár. Að venju verður farin skrúðganga í kvöld kl. 20 frá KA- heimilinu, þar sem keppendur, fararstjórar, foreldrar og aðrir aðstandendur ganga fylktu liði til setningar í Höllinni. Keppendur koma víðs vegar af landinu, eða frá um 20 héruðum eða félögum en líkt og undan- farin ár koma einnig þátttak- endur frá Grænlandi. Gísli Krist- inn Lórenzson, formaður Andrésar Andar-nefndarinnar, sagði að þessi góða þátttaka á leikunum nú væri mikið ánægju- efni, ekki síst þar sem skíðavet- urinn hefur víða verið erfiður og þá ekki síst á suðurvesturhorni landsins. Keppni hefst í Hlíðarfjalli í fyrramálið kl. 10 en á morgun og fram á laugardag verður keppt í svigi, stórsvigi, risasvigi og göngu, auk þess sem þau yngstu reyna með sér í leikjabraut. Í lok hvers keppnisdags fer svo fram verðlaunaafhending í Íþróttahöll- inni. Morgunblaðið/Kristján Það verður líf og fjör á Andrésar Andar-leikunum í Hlíðarfjalli næstu daga. Um 750 börn skráð til leiks Andrésar Andar- leikarnir settir í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 87. tölublað (18.04.2001)
https://timarit.is/issue/249167

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

87. tölublað (18.04.2001)

Aðgerðir: