Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Menntun í dreifbýli
Ráðstefna í Stórutjarnaskóla í
Ljósavatnsskarði 28. apríl 2001
Að ráðstefnunni standa: Félag íslenskra leikskólakennara, félagsvísindadeild Háskóla Íslands, kennaradeild
Háskólans á Akureyri, Kennaraháskóli Íslands, Kennarasamband Íslands, menntamálaráðuneytið,
Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fámennra skóla. Markmið ráðstefnunnar er að efla umræður
um leiðir til að styrkja skólastarf og efla samstarf skólafólks á ólíkum skólastigum hvarvetna um landið.
Áformað er að birta erindin á Netinu.
10:00 KAFFI OG FUNDARGÖGN
10:30 Ólafur J. Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands: Setning ráðstefnu.
10:38 Ávarp undirbúningsnefndar.
10:45 Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar: Þáttur menntunar í byggðaþróun.
11:10 Ingi Rúnar Eðvarðsson, dósent við Háskólann á Akureyri: Rannsóknir háskólamenntun og búseta.
11:25 Hólmfríður Árnadóttir, leikskólastjóri, Grenivík: Rödd barnsins
11:40 Þóra Björk Jónsdóttir, kennsluráðgjafi: Stuðningur við starf.
Hugmyndir grunnskólakennara í dreifbýli.
11:55 Helga M. Steinsson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands:
Hornsteinn í heimabyggð eða hvað? Hlutverk framhaldsskólans í dreifbýli.
12:20 Fyrirspurnir
12:30 HÁDEGISMATUR
13:30 Anna Kristín Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Farskóla Norðurlands vestra: Breytum byggð:
Leonardo da Vinci starfsmenntaverkefni á Hofsósi.
13:45 Anna Bergsdóttir, skólastjóri: Fjarnám í Grundarfirði.
14:00 Þóra Hjörleifsdóttir, grunnskólakennari við Hrafnagilsskóla:
Að fortíð skal hyggja- á framtíð á að byggja.
14:15 Kristín Eiríksdóttir, skólastjóri Leikskólans Brimvers á Eyrarbakka: Samstarfsverkefnið við Ströndina
14:30 Fyrirspurnir.
14:45 Jón Torfi Jónasson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands:
Hver er munur á aðstöðu í dreifbýli og þéttbýli? Staða og horfur –
kynning á nýjum rannsóknarniðurstöðum.
15:00 Elín R. Líndal, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og Jafnréttisráðs: Að vera til.
15:15 Kynning hugarflugshópa.
15:20 KAFFI.
15:40 Hugarflugshópar að störfum.
16:15 Skil úr hópstarfi og umræður.
16:45 Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri: Ráðstefnuslit.
Í tengslum við ráðstefnuna verður haldinn aðalfundur Samtaka fámennra skóla (SFS).
Aðalfundurinn hefst kl. 17:15 og um kvöldið er hátíðakvöldverður SFS.
Gisting er fáanleg í Stórutjarnaskóla að ráðstefnu lokinni ef þörf krefur
(vinsamlegast takið fram við skráningu).
Ráðstefnugjald er kr. 2.500 en kr. 1.000 fyrir kennaranema. Veitingar eru innifaldar í ráðstefnugjaldi.
Skráning á ráðstefnuna, aðalfund SFS, árshátíð SFS, gistingu og fæði er í Stórutjarnaskóla
(oliarn@ismennt.is, símar 464 3220, 464 3221 og 464 3240). Nánari upplýsingar og skráningareyðublöð
er einnig að finna á Netinu á þessari slóð: http://www.ismennt.is/vefir/sfs/
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ SJS
Verktakar ehf. á Akureyri var lýst
gjaldþrota á miðvikudag fyrir páska
að ósk eigenda þess. Áætlað er að
skuldir umfram eignir séu hátt í 80
milljónir króna.
SJS Verktakar unnu við að reisa
nýbyggingu Háskólans á Akureyri
og skilja við það verk óklárað en
áætlað er að um það bil 2/3 hlutum
verksins sé lokið. Meðal annars á eft-
ir að steypa upp eina álmu bygging-
arinnar og ganga frá í þeim hlutum
hússins sem þegar hafa verið teknir í
notkun.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há-
skólans á Akureyri, sagði við Morg-
unblaðið í gær að fyrirtækið hefði átt
að skila af sér lokaáfanga 1. október
næstkomandi. „Það verður allt kapp
lagt á að koma þeim byggingafram-
kvæmdum áfram og ljúka fyrir til-
settan tíma. Við verðum að bíða og
sjá hvernig það gengur en það er
nokkuð ljóst að Háskólinn tapar ekki
fjárhagslega á þessu,“ sagði Þor-
steinn. Verktakafyrirtækið reisti
einnig íbúðir á vegum Félagsstofn-
unar stúdenta og er því verki ólokið.
Þar er um að ræða múrhúðun og frá-
gang utanhúss, en reyndar hefur
þegar verið flutt inn í íbúðirnar.
Rúmlega 20 starfsmenn unnu hjá
SJS Verktökum, þar af 14 iðnaðar-
menn. Rekstur fyrirtækisins hafði
þegar stöðvast þegar óskað var
gjaldþrotaskipta þar sem lokað hafði
verið fyrir viðskipti við það vegna
skulda.
Verktakafyrirtækið
SJS lýst gjaldþrota
SEINNI partinn á páskadag var
tilkynnt um vélsleðaslys á Glerár-
dal, þar sem tvennt slasaðist, kona
og maður sem voru saman á sleða.
Þau voru ásamt hópi fólks þar á
ferð en veltu sleðanum niður bratta
hlíð og við það slasaðist konan á
baki og hálsi og maðurinn á baki.
Tilkynning um slysið barst til
slökkviliðsins á Akureyri gegnum
Neyðarlínuna og í samráði við lög-
reglu voru strax sendir lögreglu-
og neyðarflutningsmaður á staðinn
á vélsleða og voru þeir komnir á
slysstað innan við klukkustund frá
því að tilkynningin barst. Einnig
fóru menn frá björgunarsveitinni
Súlum á staðinn á vélsleðum og
snjóbíl.
Þá var þyrla Landhelgisgæslunn-
ar sett í viðbragðsstöðu og var
fljótlega ákveðið að óska eftir að-
stoð hennar. Þyrlan sótti fólkið og
flutti slysadeild FSA en við skoðun
reyndist fólkið minna slasað en tal-
ið var í fyrstu. Allar aðgerðir
gengu vel og var samstarf allra
þeirra sem að málinu komu með
miklum ágætum.
Gífurlegur mannfjöldi var á ferð
um Glerárdalinn á páskadag, á vél-
sleðum, jeppum og skíðum, enda
veðrið með allra besta móti.
Vélsleðaslys
á Glerárdal
Þyrla
sótti
slasað
fólk
METAÐSÓKN hefur verið að
Sundlaug Akureyrar frá áramót-
um og nú yfir páskahátíðina varð
sprenging í aðsókn, að sögn Gísla
Kristins Lórenzsonar forstöðu-
manns. Hann taldi að um 10–12
þúsund manns hefðu komið í laug-
ina um páskana en flestir voru
gestirnir á föstudaginn langa.
Frá áramótum hafa sundlaug-
argestir verið 30% fleiri en á sama
tíma í fyrra og sagði Gísli Kristinn
að vel hefði gengið að taka á móti
öllu þessu fólki. Mikið af ferða-
fólki hefði verið í bænum í vetur
og þá sérstaklega skíðafólk og það
kæmi gjarnan í sund eftir að hafa
rennt sér á skíðum í Hlíðarfjalli.
Næstu daga má einnig búast við
fjölmenni í sundlaugina eins og
jafnan í tengslum við Andrésar-
Andar-skíðaleikana.
Morgunblaðið/Kristján
Gífurleg aðsókn hefur verið að Sundlaug Akureyrar í vetur og í gær
var þar fjöldi fólks að baða sig í blíðunni.
10–12 þúsund
gestir um páskana
Metaðsókn að Sundlaug Akureyrar
ÓLAFUR Ásgeirsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn á Akureyri, sagði að
lögreglan hefði átt nokkuð rólega
daga um páskana, þrátt fyrir mikið
fjölmenni í bænum. Helst var að öku-
menn væru heldur mikið að flýta sér
en nokkuð margir ökumenn voru
teknir fyrir of hraðan akstur.
Þá komu upp þrjú fíkniefnamál um
helgina, þar sem árvökulir dyraverðir
á veitingahúsum bæjarins voru lög-
reglunni innan handar en einkanlega
var um grun um neyslu að ræða.
Ólafur sagði að þótt allir gististaðir
bæjarins hefðu verið sneisafullir af
fólki og margir að skemmta sér á veit-
ingahúsum bæjarins hefði ekki þurft
að fjölga í lögregluliðinu. „Hér voru
engin læti og ferðafólkið var til mikils
sóma.“
Rólegt hjá lögreglu
Ferðafólk til sóma
UM 750 börn eru skráð til leiks á
Andrésar Andar-leikunum á skíð-
um sem settir verða í Íþróttahöll-
inni á Akureyri í kvöld, miðviku-
dag, kl. 20.30 og er þetta
svipaður fjöldi keppenda og und-
anfarin ár. Að venju verður farin
skrúðganga í kvöld kl. 20 frá KA-
heimilinu, þar sem keppendur,
fararstjórar, foreldrar og aðrir
aðstandendur ganga fylktu liði til
setningar í Höllinni.
Keppendur koma víðs vegar af
landinu, eða frá um 20 héruðum
eða félögum en líkt og undan-
farin ár koma einnig þátttak-
endur frá Grænlandi. Gísli Krist-
inn Lórenzson, formaður
Andrésar Andar-nefndarinnar,
sagði að þessi góða þátttaka á
leikunum nú væri mikið ánægju-
efni, ekki síst þar sem skíðavet-
urinn hefur víða verið erfiður og
þá ekki síst á suðurvesturhorni
landsins.
Keppni hefst í Hlíðarfjalli í
fyrramálið kl. 10 en á morgun og
fram á laugardag verður keppt í
svigi, stórsvigi, risasvigi og
göngu, auk þess sem þau yngstu
reyna með sér í leikjabraut. Í lok
hvers keppnisdags fer svo fram
verðlaunaafhending í Íþróttahöll-
inni.
Morgunblaðið/Kristján
Það verður líf og fjör á Andrésar Andar-leikunum í Hlíðarfjalli næstu daga.
Um 750
börn
skráð til
leiks
Andrésar Andar-
leikarnir settir í kvöld