Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 31

Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 31 Skeifunni 17, 108 Reykjavík Furuvöllum 5, 600 Akureyri OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -19 • LAUGARDAGA KL. 10 -16 495,- – ekki bara s tundum!Alltaf ód ýrir Sími 550 4100 300.- Verð hjá Pennanum Esselte timaritaboxí 65% hærra verð hjá Pennanum! j SÝNINGIN „Here, there and everywhere“, eftir þau Erlu S. Haraldsdóttur og Bo Melin, fjallar um hið mögulega og ómögulega í umhverfinu. Við erum vön að horfa á kvikmyndir og láta villa um fyrir okkur með hvers kyns umturnun umhverfisins svo að raunveruleg staðsetning hlutanna fer veg allra vega. Þannig getur gata í Vest- urbænum orðið umgjörð húss í Austurbænum en þó þarf umhverf- ið innandyra ekki að stemma við ytra byrðið. Sumum kemur þetta afar ank- annalega fyrir sjónir svo að þeir geta varla þolað staðreyndarask ef þeir þekkja til aðstæðna. Íslendingar áttu til dæmis lengi erfitt með að sætta sig við það að á hvíta tjaldinu væri bifreið ekið ákveðna götu í Vesturbænum og beygt fyrirvaralaust inn á hliðar- götu í Breiðholtinu þó svo að ókunnugum fyndist það afar eðli- legt. Eflaust eiga íbúar New York- borgar stundum erfitt með að sætta sig við kvikmyndir sem eiga að gerast á þeim bænum en eru óvart teknar upp á strætum Tor- onto í Kanada þar sem mun ódýr- ara er fyrir bandarísk kvikmynda- fyrirtæki að athafna sig. Erla S. Haraldsdóttir hefur búið í Svíþjóð frá tíu ára aldri, að frá- skildum menntaskólaárunum. Hún stundaði nám við Listaháskólann í Stokkhólmi, San Francisco Art Institute og Valand-listaháskólann í Gautaborg, þaðan sem hún út- skrifaðist 1998. Bo Melin er hins vegar borinn og barnfæddur Svíi, menntaður við Konstfack – List- iðnaðarháskólann – í Stokkhólmi, og Valand. Hann útskrifaðist það- an 1997. Sýning þeirra í gallerí@hlemm- ur.is er byggð á innskotum frá San Francisco og Berlín, sem þau læða inn í stórar víðramma myndir sín- ar af vel þekktum götum í miðborg Reykjavíkur. Þannig verður til framandlegt sjónarhorn, svo sem með grænmetis- og ávaxtasala á velþekktu, reykvísku götuhorni þar sem engu slíku er til að dreifa, eða skilti með austurlensku letri og ókunnuglegum vegfarendum, sem á einhvern hátt skera sig úr venjulegri andlitsflórunni í höfuð- borginni. Svona prettum kynntust sjón- varpsáhorfendur fyrir skömmu í draumsýn Hrafns Gunnlaugsson- ar, þar sem höfð voru endaskipti á húsum og grænum svæðum í borg- inni. Erla og Melin fara mun fínna í sakirnar svo á stundum tekur tíma að uppgötva breytingarnar. Ólíkt því þegar þau breyttu Skog- hall, vinalegum litlum bæ í Mið- Svíþjóð, í niðurnítt stórborgarút- hverfi, færa þau aukið alþjóðlegt götulíf í hjarta Reykjavíkur. Er litskrúðugra götulíf ekki ein- mitt það sem við söknum einna helst í miðborginni? Á breiddar- gráðu þar sem bítandi næðingur- inn heftir afslöppuð samskipti fólks á strætum úti verð- ur til eirðarlaus þrá eftir erlendri veðráttu. Ljós- myndir Erlu S. Haralds- dóttur og Bo Melin eru skínandi innlegg í um- ræðuna um það hvernig við vildum helst sjá mannlíf á strætum og torgum Reykjavíkur þróast. Eftir þetta skemmti- lega og vel útfærða fram- lag vantar bara tillögur frá skipu- lagsfræðingum um það hvernig breyta megi borgar- og bæjarlífi á Íslandi í eilítið mannvænna og skemmtilegra horf með hjálp yl- stræta og hvers konar vermireita. Nóg eigum við nú af heita vatninu eða hvað? MYNDLIST g a l l e r i @ h l e m m u r . i s Til 29. apríl. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. LJÓSMYNDIR – ERLA S. HARALDS- DÓTTIR & BO MELIN Hér, þar og alstaðar Eitt af verkum Erlu S. Haraldsdóttur og Bo Melin í galleríi@hlemmur.is. Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.