Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 43 Umboðsmenn um land allt L a u g a v e g u r 1 7 0 - 1 7 4 • S í m i 5 9 0 5 0 0 0 • H j ó l b a r ð a d e i l d 5 9 0 5 0 6 0 • He i m a s í ð a w w w. h e k l a . i s • N e t f a n g h e k l a @ h e k l a . i s GOODYEAR HJÓLBARÐAR kemur ei t thvað annað t i l gre ina? ÞAÐ lítur þannig út í dag að hlutabréfa- markaður sé búinn að dæma netfyrirtæki úr leik og hafi gefið tæknifyrirtækjum duglega á kjaftinn. Þetta er ofureinföld- un og lokar augunum fyrir smáatriðunum sem greina á milli líf- vænlegra fyrirtækja og þeirra sem eiga erf- itt með að skila hagn- aði. Það hefur alltaf ver- ið mikilvægt, en nú skilur það á milli feigs og ófeigs. Því miður voru margir fjárfestar ekki færir um þetta. Uppsprengt verð á þessum fyr- irtækjum var oft skýrt með nýjum viðmiðum og verðið átti gjarnan að endurspegla þekkingarauðinn sem væri falinn í þeim. Þá var litið til þess að sífellt varð aukinn munur á bókfærðu verði fyr- irtækja og markaðsverði þeirra, hlutfall sem gjarnan er kallað q og kennt við Tobin. Þetta hlutfall lá á milli 1 og 2 fyrir áratug en er um sexfalt í dag. Þessi mismunur er reyndar óútskýrð stærð en liggur sennilega að mestu í mannauði fyr- irtækjanna, viðskiptavild þeirra og öðrum hlutum þekkingarauðsins. Eða hvað? Þetta vitum við ekki fyrir víst nema við reynum að mæla á ein- hvern hátt þennan þekkingarauð. Annars erum við að búa til stærðir í kollinum á okkur án þess að finna þeim stað í raunveruleikanum. Og það gerðist greinilega á hlutabréfa- markaðnum. Án þess að hafa nægar upplýsingar var sprengt upp verð á net- og tæknifyrirtækjum. Hlutfall- ið q breytist ekki sjálfstætt, það hlýtur að standa í sambandi við önnur atriði eins og hagnaðarvon fyrirtækisins. Þegar verð fyrirtækis er orðið meira en hundraðföld hagnaðarvon þess, er annað af tvennu að gerast: Annaðhvort hafa fjárfestarnir upplýsingar um fyrir- tækið sem aðrir hafa ekki, eða að þeir eru að taka þátt í fjárhættu- spili. Mörg fyrirtæki í netgeiranum og tækni- geiranum eru afskap- lega lífvænleg og það er mikilvægt að skilja á milli þeirra og hinna með því að mæla ár- angur þeirra af þekk- ingarstjórnun. Mörg þeirra hafa að geyma mannauð sem þau nýta illa með slælegu skipu- lagi eða rangri mark- aðssetningu. Þetta endurspeglast í mæl- ingum þar sem þekk- ingarstjórnunin er mæld í heild sinni, ekki aðeins mannauður starfsmanna heldur líka viðskipta- vild fyrirtækis og skipulagsauður þess. Þekkingarauðurinn verður ekki aðeins mældur með fyrirframskil- greindum upplýsingum sem oft eru kallaðar viðskiptaupplýsingar. Þá er átt við tölulegar upplýsingar úr rekstri. Eigindlegar rannsóknir eru einnig mjög verðmætar því þær geta leitt í ljós þá þætti í rekstri sem stjórnanda dettur ekki í hug að spyrja um. Þar skapast því einnig ný þekking á rekstrinum. Það eru til mælikvarðar á þekkingarauðinn en það er ljóst af reynslunni að of margir hafa leitt þessa mælikvarða hjá sér. Að mæla þekkingar- auðinn Sveinn Ólafsson Þekking Það eru til mælikvarðar á þekkingarauðinn, seg- ir Sveinn Ólafsson, en of margir hafa leitt þessa mælikvarða hjá sér. Höfundur er upplýsingafræðingur. Taska aðeins 750 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.