Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 43

Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 43 Umboðsmenn um land allt L a u g a v e g u r 1 7 0 - 1 7 4 • S í m i 5 9 0 5 0 0 0 • H j ó l b a r ð a d e i l d 5 9 0 5 0 6 0 • He i m a s í ð a w w w. h e k l a . i s • N e t f a n g h e k l a @ h e k l a . i s GOODYEAR HJÓLBARÐAR kemur ei t thvað annað t i l gre ina? ÞAÐ lítur þannig út í dag að hlutabréfa- markaður sé búinn að dæma netfyrirtæki úr leik og hafi gefið tæknifyrirtækjum duglega á kjaftinn. Þetta er ofureinföld- un og lokar augunum fyrir smáatriðunum sem greina á milli líf- vænlegra fyrirtækja og þeirra sem eiga erf- itt með að skila hagn- aði. Það hefur alltaf ver- ið mikilvægt, en nú skilur það á milli feigs og ófeigs. Því miður voru margir fjárfestar ekki færir um þetta. Uppsprengt verð á þessum fyr- irtækjum var oft skýrt með nýjum viðmiðum og verðið átti gjarnan að endurspegla þekkingarauðinn sem væri falinn í þeim. Þá var litið til þess að sífellt varð aukinn munur á bókfærðu verði fyr- irtækja og markaðsverði þeirra, hlutfall sem gjarnan er kallað q og kennt við Tobin. Þetta hlutfall lá á milli 1 og 2 fyrir áratug en er um sexfalt í dag. Þessi mismunur er reyndar óútskýrð stærð en liggur sennilega að mestu í mannauði fyr- irtækjanna, viðskiptavild þeirra og öðrum hlutum þekkingarauðsins. Eða hvað? Þetta vitum við ekki fyrir víst nema við reynum að mæla á ein- hvern hátt þennan þekkingarauð. Annars erum við að búa til stærðir í kollinum á okkur án þess að finna þeim stað í raunveruleikanum. Og það gerðist greinilega á hlutabréfa- markaðnum. Án þess að hafa nægar upplýsingar var sprengt upp verð á net- og tæknifyrirtækjum. Hlutfall- ið q breytist ekki sjálfstætt, það hlýtur að standa í sambandi við önnur atriði eins og hagnaðarvon fyrirtækisins. Þegar verð fyrirtækis er orðið meira en hundraðföld hagnaðarvon þess, er annað af tvennu að gerast: Annaðhvort hafa fjárfestarnir upplýsingar um fyrir- tækið sem aðrir hafa ekki, eða að þeir eru að taka þátt í fjárhættu- spili. Mörg fyrirtæki í netgeiranum og tækni- geiranum eru afskap- lega lífvænleg og það er mikilvægt að skilja á milli þeirra og hinna með því að mæla ár- angur þeirra af þekk- ingarstjórnun. Mörg þeirra hafa að geyma mannauð sem þau nýta illa með slælegu skipu- lagi eða rangri mark- aðssetningu. Þetta endurspeglast í mæl- ingum þar sem þekk- ingarstjórnunin er mæld í heild sinni, ekki aðeins mannauður starfsmanna heldur líka viðskipta- vild fyrirtækis og skipulagsauður þess. Þekkingarauðurinn verður ekki aðeins mældur með fyrirframskil- greindum upplýsingum sem oft eru kallaðar viðskiptaupplýsingar. Þá er átt við tölulegar upplýsingar úr rekstri. Eigindlegar rannsóknir eru einnig mjög verðmætar því þær geta leitt í ljós þá þætti í rekstri sem stjórnanda dettur ekki í hug að spyrja um. Þar skapast því einnig ný þekking á rekstrinum. Það eru til mælikvarðar á þekkingarauðinn en það er ljóst af reynslunni að of margir hafa leitt þessa mælikvarða hjá sér. Að mæla þekkingar- auðinn Sveinn Ólafsson Þekking Það eru til mælikvarðar á þekkingarauðinn, seg- ir Sveinn Ólafsson, en of margir hafa leitt þessa mælikvarða hjá sér. Höfundur er upplýsingafræðingur. Taska aðeins 750 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.