Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 26
ERLENT 26 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁHÖFN bandarísku njósnavélar- innar, sem nauðlenti á Hainan-eyju í Kína eftir árekstur við kínverska herflugvél í byrjun mánaðarins, hef- ur eftir heimkomuna til Bandaríkj- anna um síðustu helgi skýrt fjölmiðl- um frá atburðarásinni yfir Suður- Kínahafi og lýst dvölinni í Kína, þar sem fólkið var í haldi í ellefu daga. Á fréttamannafundi sem haldinn var í herstöð í Washington-ríki skömmu eftir komuna á laugardag sögðu áhafnarmeðlimirnir 24 frá því að vélin, sem er af gerðinni EP-3E, hefði verið á reglubundnu eftirlits- flugi yfir Suður-Kínahafi, um 100 km undan ströndum Hainan-eyjar, og flogið í um 22.500 feta hæð. Flug- stjórinn, Shane Osborne, var að búa sig undir að snúa vélinni aftur til bækistöðvanna í Okinawa í Japan þegar Patrick Honeck liðsforingi, sem stóð við hlið sætis Osbornes í flugstjórnarklefanum, tók eftir því að kínversk orrustuþota af gerðinni F-8 flaug upp undir vinstri vænginn. „Þetta var hálf óraunverulegt,“ sagði Honeck, en hann hafði einmitt verið að skrifa minnisnótur um trufl- anir Kínverja á eftirlitsflugi banda- rískra véla, sem munu vera tíðar. Honeck sagði að flugmaður kín- versku herflugvélarinnar hefði tekið af sér súrefnisgrímuna og gert handahreyfingar sem gáfu til kynna að bandaríska vélin ætti að hafa sig á brott. F-8 þotan hækkaði síðan flugið og rakst á vinstri væng EP-3E vélarinnar, og liðsforinginn Nicholas Mellos, sem var einnig staddur í flugstjórnarklefanum, kveðst hafa séð „brot fljúga hjá“ þegar stél kínversku vélarinnar rakst á einn hreyfil þeirrar banda- rísku og hrapaði í hafið. Að sögn þeirra fimm áhafnarmeð- lima sem voru í flugstjórnarklefan- um greip þá um sig ringulreið. Við- vörunarhljóð heyrðust, rauð ljós blikkuðu í stjórnborðinu og þrýst- ingurinn féll skyndilega í vélinni, sem snérist á hliðina og tók bratta dýfu. „Ég hélt að við myndum ekki komast af . Ég bað til guðs,“ sagði Jeffrey Vignery, einn af flugmönn- unum. Osborne skipaði allri áhöfninni að setja á sig fallhlífar og búa sig undir að stökkva út, og íhugaði að láta flugvélina hrapa í sjóinn. En eftir að flugstjórinn náði að rétta vélina af ákvað hann að reyna nauðlendingu. Áhafnarmeðlimirnir viðurkenndu að þeir hefðu fundið fyrir mikilli hræðslu fyrst eftir áreksturinn, en að þeir hefðu náð að herða upp hug- ann og sinna þeim verkefnum sem þeim hafði verið falið að inna af hendi ef til neyðarástands kæmi. Osborne áttaði sig fljótt á að vélin myndi ekki ná að fljúga til bæki- stöðvanna í Okinawa og að reyna yrði nauðlendingu á Hainan-eyju. Mörg neyðarköll voru send út á al- þjóðlegum rásum, en svo mikill há- vaði og öngþveiti var í flugstjórn- arklefanum að áhöfninni var ekki ljóst hvort þeim hefði verið svarað. Siglingafræðingurinn Regina Kauffmann tók stefnuna á kín- versku herstöðina í Lingshui á Ha- inan-eyju. Flugið þangað tók um 15 mínútur en einn hreyfillinn af fjór- um var óvirkur. Reynt var að hafa radíósamband við herstöðina en ekkert svar barst og vélin lenti án heimildar. Á fréttamannafundinum vék áhöfnin sér undan því að svara spurningum um hvernig og hvort tekist hefði að eyðileggja rafeinda- búnaðinn sem var um borð í njósna- vélinni. Góð meðferð í Kína Osborne sagði að þegar flugvélin lenti hefðu vopnaðir kínverskir her- menn verið á flugbrautinni, en að þeir hefðu ekki haft ógnandi tilburði í frammi er þeir nálguðust vélina. Hann kvaðst hafa óskað eftir að tala við bandaríska sendiherrann í Pek- ing um leið og hann kom út úr vél- inni, en að þeirri beiðni hefði verið hafnað. Áhöfnin var fyrst höfð í haldi í herstöðinni í Lingshui, en eftir tvo daga var fólkið flutt í vistlegri búðir í Haiku, þar sem það kvaðst hafa hlotið góða meðferð. Áhöfnin drap tímann með því að spila á spil og fékk að lesa kínversk dagblöð sem koma út á ensku. Áhöfn bandarísku njósnavélarinnar skýrir frá atburðarásinni yfir Suður-Kínahafi Ringulreið og hræðsla eftir árekst- urinn      7 < ;                                            !  "         #   !  $%      &$'     %  () ***$+ *** ,    -          ,    ./*0 %  %      #   !  $%  ,      1    %    % " ( (        (        (  2    &$'     %$3  4  "         "       % 5  % 6 7  8(   (   2    9      %         !  $%  3         ,$+"    &$'    " ((  ( % :         "     ;-  ,$+ $ "    !  $%       (  (4**(  (%   <  " (         -"    -                        9"        "   %  -      % " %  "   TUTTUGU börn og 23 unglingar reyndust um borð í skipi því sem leitað hafði verið að vegna gruns um að allt að 200 börn, sem selja ætti í þrældóm, væru um borð. Skipið kom til hafnar í Benin í Vestur-Afríku í fyrrinótt og veltu yfirvöld fyrir sér í gær hvort um rétt skip væri að ræða eða hvort þrælaskipið svokallaða væri enn á höfum úti. Ýmislegt var á huldu í tengslum við skipið í gær og jafnvel talið að allt málið væri á misskilningi byggt. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sendu þó út þau boð til skrifstofa sinna á vesturströnd Afríku að fylgjast með komu skipa þar. „Það er kominn bátur hingað til Cotonou og við höfum engar fregnir af öðrum, en við verðum að vera undir þann möguleika búin,“ sagði Zachary Adams, sem vinnur hjá skrifstofu Barnahjálpar SÞ í Cotonou. Að hans sögn fengu börn- in sem voru um borð í skipinu sem kom til hafnar að borða og áttu að hvíla sig áður en lögreglan myndi yfirheyra þau. Eftir að leitað hafði verið að skipinu, sem er 60 metra langt og ber nafnið MV Etireno, kom það til hafnar í fyrrinótt. Sendinefnd ráð- herra, hermanna, lögreglu, blaða- manna og starfsmanna SÞ beið komu skipsins. Þeir farþegar sem blaðamenn ræddu við sögðu enga þræla hafa verið um borð. Í sama streng tók skipstjórinn, Lawrence Onome. Biðin eftir MV Etireno hófst sl. fimmtudag þegar fréttir tóku að berast af því að bátur fullur af börnum væri á ferð einhvers staðar í Gíneuflóa. Bátnum hafði þá verið meinað að leggjast að bryggju í tveimur nágrannaríkjum Benin, en skipið fór þaðan fyrir tíu dögum. Talið var að 100-250 börn væru um borð. Í Gabon meinuðu yfirvöld bátnum að leggjast að bryggju vegna þess að talið var að selja ætti börnin í þrældóm. Það voru starfsmenn SÞ sem vöktu alþjóðlega athygli á málinu en á mánudag föluðust yfirvöld Benin eftir aðstoð SÞ og vest- rænna ríkja við leitina. Ramatou Baba Moussa, ráð- herra í Benin, sagði að vel gæti verið að Etireno, sem SÞ og emb- ættismenn landsins töldu að hefði yfirgefið landið fullt af börnum, hefði verið ruglað saman við annað skip sem enn væri þá á ferð. Áður var leitt að því getum að skipstjóri Etireno hefði jafnvel fleygt börnunum fyrir borð. Eftir að skipið kom til hafnar sögðu yf- irvöld að sannleikurinn yrði eflaust ekki að fullu ljós fyrr en búið væri að yfirheyra alla sem voru um borð. Þrælasala vandamál Í Benin búa sex milljónir manna og hefur landið söguleg tengsl við þrælahald. Á 18. og 19. öld var það þekkt undir nafninu Þrælaströndin og var þar miðstöð þrælasölu yfir Atlantshafið. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að stemma stigu við sölu á börnum á þessum slóðum er hún mikið vandamál í Vestur- og Mið- Afríku. Fátækir foreldrar selja oft börn sín fyrir andvirði um 1.300 króna til glæpahringa sem lofa að mennta þau og finna handa þeim starfa. Drengir eru síðan seldir til plantekra í löndum eins og Gabon og Fílabeinsströndinni fyrir and- virði um 30.000 króna en stúlkur enda oft sem þjónustustúlkur eða vændiskonur. AP Ramatou Baba Moussa ráðherra talar við farþega MV Etireno í gær. Meint „þræla- skip“ komið til hafnar Cotonou. Reuters, AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.