Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRSTI starfsdagur Jóns Krist-
jánssonar, nýs heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, var í ráðuneytinu
í gær. Í samtali við Morgunblaðið
kvaðst Jón hafa notað daginn til að
fara yfir þau verkefni sem framund-
an væru og í framhaldi af því myndi
hann huga að frekari forgangsröðun
á ýmsum langtímaverkefnum í ráðu-
neytinu.
Jón Kristjánsson tók við lykla-
völdum af Ingibjörgu Pálmadóttur í
gærmorgun en hún hefur gegnt
embætti heilbrigðisráðherra síðustu
sex árin. „Ég reikna ekki með bylt-
ingum enda höfum við Ingibjörg
verið samherjar og ég verið formað-
ur fjárlaganefndar þann tíma sem
hún starfaði sem heilbrigðisráð-
herra,“ sagði Jón. Hann sagðist
þekkja nokkuð til verkefna ráðu-
neytisins en sagði það verða með
fyrstu verkefnum sínum að heim-
sækja ýmsar stofnanir í heilbrigð-
iskerfinu, stóru sjúkrahúsin og
heilsugæslustöðvar. Þá sagðist Jón
hafa undirbúið fund með forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins og í dag
ræðir hann við skrifstofustjóra ráðu-
neytisins um verkefni þeirra. Hann
sagði mikilvægt að hlusta á það sem
menn hefðu til málanna að leggja og
sagði ýmsa hafa óskað eftir fundi
með sér sem nýjum ráðherra.
Ingibjörg Pálmadóttir sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki hafa
afráðið hvað hún tæki sér fyrir hend-
ur en hún lætur nú af þingmennsku
sem og ráðherraembættinu.
Þarf að halda
vel á spöðunum
Heilbrigðisráðherrann nýi kvaðst
leggja áherslu á að fjármunir heil-
brigðiskerfisins nýttust sem best og
að aðhaldi væri beitt. Miklir fjár-
munir færu í rekstur heilbrigðis- og
tryggingakerfisins. „Við þurfum að
taka upp nýja tækni og ný lyf til að
starfsfólk heilbrigðiskerfisins geti
unnið sem best starf og þar eigum
við mjög hæft starfsfólk. Það ber sig
líka saman við alþjóðlegan vinnu-
markað og við þurfum á allan hátt að
halda vel á spöðunum í heilbrigðis-
kerfinu.“
Jón hefur óskað eftir því að Þórir
Haraldsson, sem verið hefur aðstoð-
armaður Ingibjargar Pálmadóttur,
verði aðstoðarmaður sinn og hefur
hann samþykkt það. Kvað Jón Þóri
hafa unnið gott starf og því hefði
hann lagt mikla áherslu á að halda í
hann.
Breytt nefndaskipan
rædd næstu daga
Þingflokkur Framsóknarflokksins
kemur saman til fundar einhvern
næstu daga til að huga að breyttri
skipan manna í þingnefndir. Jón
Kristjánsson situr í fjórum nefndum
og segir Kristinn H. Gunnarsson,
formaður þingflokksins, að búast
megi við nokkrum breytingum í
nefndaskipaninni.
Á fundi þingflokksins á skírdag
var fjallað um þá tillögu Halldórs
Ásgrímssonar, formanns Framsókn-
arflokksins, að Jón Kristjánsson
tæki við sem heilbrigðisráðherra af
Ingibjörgu Pálmadóttur. Kristinn
sagði nokkrar umræður hafa orðið
um málið en þingflokkinn hins vegar
einróma hafa stutt tillögu formanns-
ins.
Fyrr um daginn hafði Halldór Ás-
grímsson rætt við fulltrúa framsókn-
armanna í Reykjavík sem ályktað
höfðu um stöðu Reykjavíkurkjör-
dæmis en ekki stungið uppá ráð-
herraefni. Þá höfðu framsóknar-
menn á Reykjanesi safnað á þriðja
hundrað undirskriftum þar sem
minnt var á Hjálmar Árnason, þing-
mann flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi, sem mögulegan ráðherra.
Jón Kristjánsson hefur setið í
fjárlaganefnd, þar sem hann er for-
maður, heilbrigðis- og trygginga-
nefnd, utanríkismálanefnd og sam-
göngunefnd. Kristinn sagði að nýr
þingmaður, Magnús Stefánsson,
myndi taka sæti í fjórum nefndum
þannig að ekki yrði lögð meiri vinna
á þá þingmenn sem fyrir væru.
Sagði Kristinn að fundað yrði mjög
fljótlega vegna breytinga í nefndum.
Fyrsti starfsdagur Jóns Kristjánssonar sem heilbrigðisráðherra í gær
Morgunblaðið/Kristinn
Ráðherrabílstjórarnir kvöddu Ingibjörgu Pálmadóttur, fráfarandi heilbrigðisráðherra, eftir ríkisráðsfundinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ingibjörg Pálmadóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra, afhendir Jóni Kristjánssyni, nýjum heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, lyklana að heilbrigðisráðuneytinu, en fyrsti formlegi vinnudagur hans var þar í gær.
Reikna
ekki
með
bylt-
ingum
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segist telja eðlilegt að fram-
kvæmdir við byggingu verslunar-
miðstöðva fái nánari skoðun en
núverandi lög gera ráð fyrir. Hún
segist þó ekki telja þörf á að slíkar
framkvæmdir fari í lögformlegt um-
hverfismat, heldur eigi frekar að
skoða þann möguleika að breyta
skipulags- og byggingalögum þann-
ig að áhrif af byggingu verslunar-
miðstöðva hljóti nánari skoðun en
samkvæmt núgildandi reglum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Sigurður Geirdal,
bæjarstjóri í Kópavogi, hafa bæði
lýst því yfir að æskilegt sé að mat á
umhverfisáhrifum fari fram þegar
bygging stórbygginga eins og versl-
unarmiðstöðva er fyrirhuguð.
Að sögn Sivjar virðast margir
telja að verslunarmiðstöðvar fari í
hefðbundið umhverfismat í öðrum
löndum en starfsfólki í umhverfis-
ráðuneytinu sé hins vegar ekki
kunnugt um það. „Fullyrt er að í
Danmörku fari verslunarmiðstöðvar
í umhverfismat en þær fara ekki í
umhverfismat eins og við þekkjum
það, svokallað lögformlegt umhverf-
ismat. Þetta er allt annað ferli hjá
þeim sem fer fram í gegnum skipu-
lagsferlið. Ég tel að athuga þurfi við
endurskoðun á skipulags- og bygg-
ingalögum hvort að við eigum að
fara sömu leið og Danir og skoða
víðtækar en gert er í dag afleiðingar
verslunarmiðstöðva. En það er þá
gert í gegnum skipulags- og bygg-
ingalög sem er ekki svokallað hefð-
bundið lögformlegt umhverfismat
eins og margar framkvæmdir þurfa
að fara í gegnum.“
Ráðherra segir ákveðnar greinar
í skipulagslögum snúa að verslunar-
miðstöðvum þar sem m.a. eru skoð-
uð áhrif á gatnaframkvæmdir og á
umhverfið almennt. „Ég tel æski-
legt að skoða þetta í gegnum skipu-
lags- og byggingalögin. Það er hægt
að fara í gegnum mjög góða skoðun
þannig. Verslunarmiðstöðvar hafa
auðvitað gríðarleg áhrif á umhverfi
sitt, eins og til dæmis samgöngur,
og það þyrfti að skoða mjög vel af-
leiðingar staðsetningar á verslunar-
miðstöðvum sem eiga að draga til
sín mikið af fólki og umferð áður en
þær eru byggðar. Þannig að mér
finnst þessi umræða mjög þörf og
æskileg.“
Siv segir að nýbúið sé að endur-
skoða lög um mat á umhverfisáhrif-
um og að gerðar hafi verið víðtækar
breytingar á þeim sem m.a. hafa
haft þau áhrif að lögin eru nú með-
færilegri og almenningur hafi meiri
áhrif á framkvæmdir eftir þær
breytingar.
Umhverfisráðherra um byggingu verslunarmiðstöðvar
Ekki þörf á lögform-
legu umhverfismati
UM 20 innbrot voru tilkynnt til
lögreglunnar í Kópavogi um
helgina. Helst var brotist inn í
einbýlishús og bifreiðar en fyr-
irtæki urðu einnig fyrir barðinu
á þjófum samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglunni í Kópavogi.
Tjón eigenda er mismikið en
nemur í sumum tilvikum
hundruðum þúsunda króna.
Svo virðist sem þjófarnir hafi
einkum verið á höttunum eftir
sjónvörpum og hljómflutnings-
tækjum.
Um 20 inn-
brot í Kópa-
vogi um
helgina
LÖGREGLAN á Ólafsvík
rannsakar nú innbrot í veitinga-
staðinn Vegamót í Miklaholts-
hreppi á Snæfellsnesi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá
lögreglunni var talsverðum
verðmætum stolið m.a. miklu
magni af matvörum og vind-
lingum en eigendur veitinga-
hússins höfðu nýlega endurnýj-
að birgðir.
Þrír peningakassar sem í
voru um 70.000 krónur voru
brotnir upp sem og söfnunar-
kassi og allt fé hirt. Þjófurinn
eða þjófarnir höfðu ennfremur
á brott með sér sælgæti, leik-
föng, dömubindi og tvo kassa af
skeifum. Þeir skildu hins vegar
eftir áfengan bjór en talsvert
magn var af honum á vörulager
veitingahússins.
Þeir sem urðu varir við
mannaferðir við Vegamót um
kl. 4 aðfaranótt sl. laugardags
eru beðnir um að hafa samband
við lögreglu.
Helgin var erilsöm hjá lög-
reglunni, á Ólafsvík bar talsvert
á ölvun og ólátum um helgina og
hátt í 40 ökumenn voru stöðv-
aðir vegna hraðaksturs.
Þá var fartölvu stolið úr bát
sem lá við bryggju í Ólafsvík-
urhöfn en innbrotið uppgötvað-
ist að morgni föstudagsins
langa.
Matvöru,
vindlingum
og skeifum
stolið
Brotist inn
í Vegamót