Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Professionails naglaskólinn • Alþjóðlegur naglaskóli sem útskrifar naglafræðinga með diplóma sem gildir í 20 löndum. Upplýsingar í síma 588 8300 Sunna Guðmundsdóttir. Tísku og ljósmyndaförðun - leikhús- og kvikmyndaförðun. Naglaásetning- ar í Professionails skólanum. Umsögn: Námið í Professionails na- glaskólanum hefur veitt mér þekk- ingu og stuðning til lengri tíma. Metnaðarfull kennsla og tenging við aðra nemendur skólans hefur veitt mér mikla ánægju. Ég vinn í fullu starfi við naglaásetningar í Gullsól í Mörkinni. Hef unnið við sjónvarpsþætti, stuttmyndir, tískusýningar, kvikmyndir o.fl. Fjölbreytt vinna sem gefur mér mikla lífsfyllingu. FörðunarskóliNO NAME Lukka Berglind Brynjarsdóttir. Tísku- og ljósmyndaförðun og leik- hús- og kvikmyndaförðun Umsögn: Skemmtilegt og fjölbreytilegt nám sem hefur nýst mér ótrúlega vel. Hefur veitt mér tækifæri til að vinna á fjölbreyttum vettvangi með skemmtilegu fólki. Ég hef verið með kynningar, haldið námskeið, farðað fyrir tímarit, tískusýningar og sjónvarpsauglýsingar. Hef einnig unnið við helstu tískuviðburði ársins eins og Futurice, Ford og ungfrú Ísland.is. No name skólinn hefur opnað mér dyr að krefjandi og skemmtilegri atvinnu. * Útskrifar förðunarfræðinga. * Tísku- og ljósmyndförðun 6-12 vikur. * Kvikmynda- og leikhúsförðun13 vikur. * Sumarskóli byrjar 21. maí. Haustskóli 10. sept. Upplýsingar í síma 588 6525. Skeifunni 17, 108 Reykjavík Furuvöllum 5, 600 Akureyri OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -19 • LAUGARDAGA KL. 10 -16 9.990,- – ekki bara s tundum!Alltaf ód ýrir Sími 550 4100 7.990.- Verð hjá Pennanum HP prentduft 74A 25% hærra verð hjá Pennanum! j FRÉTTIR um að japanska krón- prinsessan Masako sé hugsanlega þunguð hafa vakið gífurlega at- hygli í Japan og gáfu japönsk dag- blöð mörg hver út sérblöð í tilefni fréttatilkynningar embættismanna hirðar Japanskeisara. Masako, sem er 37 ára, hefur sætt auknum þrýstingi um að ala erf- ingja að keisaratigninni. Hún missti fóstur fyrir tveimur árum en þá voru embættismenn gagnrýndir fyrir að hafa greint frá þungun hennar of snemma. Blaðamanna- fundurinn á mánudag endurspegl- aði þá gagnrýni. Var þar tekið afar varfærnislega til orða og sagt að prinsessan „bæri þess merki“ að vera barnshafandi. Samkvæmt núgildandi lögum í Japan erfist keisaratignin ekki í kvenlegg og er því vonast til þess að Masako beri dreng undir belti. Ekki hefur fæðst drengur í keisarafjöl- skyldunni síðan Akishino, yngri bróðir krónprinsins Naruhito, kom í heiminn 1965. Akishino sem nú er næstur Naruhito í erfðaröðinni að keisaratitlinum á þrjár dætur en lögin um erfðirnar hafa sætt vax- andi gagnrýni í Japan undanfarið. Keisarafjölskyldan hefur ekki sýnt mikla tilburði í áttina að breyt- ingu á lögunum. Breska dagblaðið Independent greindi þó frá því fyrir nokkrum árum að barnleysi krón- prinsins og konu hans hefði orðið til þess að fjölskyldan sendi erindreka sinn til Evrópu til að grennslast fyr- ir um það hver reynsla evrópskra konungdæma hefði verið af því að breyta slíkum lögum. Masako hefur notið mikillar sam- úðar japansks almennings vegna þessara mála. Hún gekk að eiga Naruhito árið 1993 og hefur helgað sig embættisstörfum síðan. Masako, sem er menntuð í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, starfaði áður en hún giftist í japanska utanríkis- ráðuneytinu en lagði framann á hilluna fyrir hjónabandið. Áður en Masako missti fóstrið fyrir tveimur árum höfðu japanskir fjölmiðlar fjallað mikið um væntan- legan erfingja. Þrátt fyrir að sú um- fjöllun hafi verið gagnrýnd slógu dagblöð fréttinni upp í fyrradag og birtu nýjar og gamlar myndir af væntanlegum foreldrum. Japanska keisarafjölskyldan nýt- ur mikillar virðingar í Japan. Henni hefur frá lokum heimsstyrjald- arinnar síðari verið bannað að hafa afskipti af stjórnmálum en litið er á fjölskylduna sem tákn japönsku þjóðarinnar. Samkvæmt þjóðsög- unni er núverandi keisari, Akihito, 125. keisari Japans, kominn af keis- aranum Jimmu sem komst til valda 660 árum fyrir Krist. Eftirvænting í Japan vegna hugsanlegrar þungunar Keisari á leið í heiminn? Tókýó. AFP. AP. Kona í Tókýó les fréttir af hugsanlegum erfingja keisaratignarinnar í sérútgáfu japansks dagblaðs í fyrradag. SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, var á ný fluttur í fangaklefa sinn í Belgrad sl. föstu- dag eftir læknisskoðun á hersjúkra- húsi. Stjórn sósíalistaflokksins, þar sem Milosevic gegndi formennsku, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að heilsu leiðtogans fyrrver- andi hrakaði dag frá degi en hann er sagður vera með allt of háan blóð- þrýsting. Var þess krafist að hann fengi betri meðhöndlun og vísað til siðferðisvitundar ráðamanna í því sambandi. „Háþrýstingur við núverandi að- stæður getur valdið alvarlegu áfalli og dauða,“ sagði í yfirlýsingunni. Milosevic fékk hjartaáfall í liðinni viku og var tvo daga á sjúkrahúsi. Dómari úrskurðaði að hann skyldi fluttur aftur í fangelsið eftir að læknar þarhöfðu sagt að hann væri við nógu góða heilsu til þess. Sósíal- istaflokkurinn fullyrti að Milosevic hefði ekki fengið viðunandi skoðun á sjúkrahúsinu. Um 2.000 manns söfnuðust saman við stjórnarbyggingar í Belgrad á laugardag og heimtuðu að Milosevic yrði sleppt úr fangelsi. Þátttakendur báru þjóðfána Júgóslavíu og Serbíu og myndir af forsetanum fyrrver- andi. „Með því að handtaka vin okk- ar og forseta, Slobodan Milosevic, vilja menn afmá hluta af sögu okkar og þvinga okkur til að skammast okkar fyrir hann,“ sagði Zivorad Igic, einn af ráðamönnum sósíalista- flokksins. Allt fór friðsamlega fram. Gengið var að húsakynnum dómstóla og var ætlunin að afhenda embættismönn- um skriflegar kröfur um að Milosev- ic yrði leystur úr haldi en enginn tók við skjalinu. Heilsa Milosevic Þjakaður af há- þrýstingi Belgrad. AFP, Reuters. ANIANO Desierto, aðalsaksóknari í málinu gegn Joseph Estrada, fyrrverandi forseta Filippseyja felldi í gær niður fimm af átta kærum á hendur forsetanum fyrr- verandi. Desierto segir að með nið- urfellingunni geti hann einbeitt sér að alvarlegustu ákærunum á hend- ur Estrada, sem snúa að meintum fjárdrætti úr opinberum sjóðum og ýmiskonar ólöglegri auðsöfnun. Gefin var út ákæra á hendur Estrada á mánudaginn þar sem hann er sakaður um misferli og meinsæri. Estrada gaf sig fram við lögreglu en var síðan látinn laus. Desierto lagði fram hinar ákær- urnar fyrir tveimur vikum, en Estrada er sakaður um að hafa þegið andvirði tæpra átta milljarða króna í mútur í embættistíð sinni. Glæpurinn getur varðað dauða- refsingu, en talið er ólíklegt að slíkur dómur verði kveðinn upp. Desierto sagði í gær að hann myndi nú draga fimm kærur til baka, fjórar er varða brot á lögum um misferli og eina er varðar sið- ferðisbrot. Kvað hann fjárdráttinn vera aðalatriðið og því eðlilegt að beina athyglinni fyrst og fremst að ákærum er hann varða. Estrada óttast að fá ekki réttláta málsmeðferð Lögfræðingur Estrada, Cleofe Verzola, sagði Desierto hafa gert sig sekan um lagalegt klúður er hann lagði fram kærurnar. Það hefði berlega komið í ljós nú er hann dró þær til baka. Estrada hefur sagt að hann búist ekki við réttlátri meðferð fyrir dómstólum. Estrada var bolað burt úr for- setaembættinu 20. janúar sl. eftir að friðsamleg mótmæli gegn hon- um höfðu staðið yfir í nokkra daga. Arftaki hans í embætti, Gloria Macapagal Arroyo, sór embættis- eið sama dag. Estrada átti þá yfir höfði sér sex vikna réttarhöld sem leitt hefðu getað til embættis- missis. Nokkrar ákær- ur gegn Estrada felldar niður Manila. AFP, AP. Málaferli á Filippseyjum GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, hyggst senn vitja grafar föður síns, sem féll í síðari heimsstyrjöld, en þýzka vikublað- ið Bild am Sonntag greindi frá því í gær, að búið væri að finna greftrunarstað föðurins í rúm- ensku sveitaþorpi. Þeir feðgarnir, Gerhard og Fritz Schröder, hitt- ust aldrei. „Ég er hrærður og ánægður með að vita loks hvar faðir minn er grafinn,“ er haft eftir kanzl- aranum. „Ég mun vitja grafarinn- ar fljótlega, í þeim friði sem ég vonast til að mér gefist,“ sagði hann. Fritz Schröder var 32 ára und- irliðþjálfi í þýzka hernum þegar hann féll í átökum við skæruliða í fjallahéraði í Rúmeníu í október 1944. Hann sá aldrei son sinn Ger- hard, sem fæddist 7. apríl 1944. Með aðstoð stofnunar, sem helgar sig leit að greftrunarstöð- um þýzkra hermanna og umsjá hermannagrafreita, hafði Gunhild Kamp-Schröder, eldri systir Ger- hards, lengi leitað grafar föður þeirra. Í síðustu viku fékkst það loks staðfest, að hann hefði verið grafinn ásamt átta öðrum her- mönnum við kirkju í þorpi því sem nú heitir Ceanu Mare. AP Í þessari gröf í þorpinu Ceanu Mare, nærri borginni Cluj í norð- vesturhluta Rúmeníu, er faðir Schröders kanzlara talinn hafa ver- ið grafinn ásamt fleiri þýzkum hermönnum í október 1944. Gröf föður Schröders fund- in í Rúmeníu Berlín. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.