Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 34
LISTIR 34 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD kl. 20 munu fjórir smá- sagnahöfundar lesa upp úr verkum sínum á Súfistanum, kaffihúsi í bóka- búð Máls og menningar. Listavaktin, menningarvefur á visir.is, stendur fyrir smásagnakvöldinu sem haldið er í tilefni af Viku bókarinnar. Þar koma fram Þórarinn Eldjárn, Rúnar Helgi Vignisson, Elín Ebba Gunn- arsdóttir og Ágúst Borgþór Sverr- isson sem jafnframt stendur fyrir uppákomunni fyrir hönd menning- arvefjar Listavaktarinnar. Menningarvefurinn á visir.is var opnaður síðastliðið haust og sinnir alhliða bókmennta- og menningar- umfjöllun. Þar er lögð sérstök áhersla á að kynna smásagnagerð, bæði innlenda og erlenda. „Bók- menntalífið á Íslandi nú um stundir er mjög blómlegt og útgáfan fjöl- breytileg. En ef einhvers staðar er pottur brotinn, þá er það í smá- sagnagerðinni,“ segir Ágúst Borg- þór og bætir því við að við hæfi hafi verið að beina sjónum að smásög- unni á þeim nýja vettvangi sem skapaðist með menningarvefnum. „Maður óttast að ef smásagnaútgáfa verður áfram eins lítil og verið hefur fái formið ekki að þróast eðlilega inn- an íslenskra bókmennta. Það gæti orðið til þess að lesskilningur á smá- sögunni minnki, að lesendur, jafnvel ritdómarar hafi ekki nægilegan skilning á eða of einfalda mynd af smásögunni, þótt það sé alls ekki al- gilt.“ Ágúst bendir í framhaldinu á að engu að síður sé að finna mjög góða smásagnahöfunda hér á landi og að ætla megi að nokkur áhugi sé fyrir hendi á smásögunni sem bók- menntaformi. „Sem dæmi má nefna að Gyrðir Elíasson fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagur- bókmennta fyrir smásagnasafnið Gula húsið. Við viljum því gjarnan halda merki smásögunnar á lofti, og leitast við að auka áhuga á henni.“ Á upplestrarkvöldinu koma þeir smásagnahöfundar fram sem að mati Ágústs hafa verið atkvæða- mestir á þessu sviði síðastliðin ár. Gyrðir Elíasson er þar þó undanskil- inn, þar sem sérstök dagskrá verður helguð honum í tilefni af Viku bók- arinnar daginn eftir. Þórarinn Eld- járn er líklega einn af vinsælustu höfundum þjóðarinnar, en á rit- verkalista hans má finna fjögur smá- sagnasöfn. „Þórarinn er einn af fáum smá- sagnahöfundum sem hafa skrifað sögur sem virkilega hafa lif- að með þjóðinni. Menn tala enn þann dag í dag um sögur úr fyrstu bók hans,“ seg- ir Ágúst og bendir á að verðlaunahöfund- urinn Elín Ebba Gunnarsdóttir sómi sér jafnframt vel með- al upplesara, sem og Rúnar Helgi Vignis- son sem nýlega hefur gefið sig að smásagna- forminu. Sjálfur hefur Ágúst gefið út þrjú smásagnasöfn á síð- astliðnum sjö árum. „Ég er líklega minnst þekkti höfundurinn í hópnum, en sá þó enga ástæðu til að sniðganga sjálfan mig í skipulagningu kvöldsins,“ segir hann og hlær við. Ágúst bætir því við að í raun hafi ekki verið um fleiri virka smásagna- höfunda að ræða og segi það sína sögu um hversu lítið sé gefið út af smásögum ár hvert, í samanburði við skáld- sagnaútgáfu. „Að lokum vil ég hvetja fólk til að mæta á smásagnakvöldið. Upplestrarnir hefjast kl. 20 og standa til kl. 22 og er því tilvalið fyrir þá sem vilja lyfta sér upp síðasta vetrardag að byrja kvöldið á því að hlýða á skemmtilega smásagna- dagskrá,“ segir Ágúst Borgþór að lokum. Smásagnakvöld haldið í kvöld í Viku bókarinnar „Viljum halda merki smásögunnar á lofti“ Ágúst Borgþór Sverrisson Þórarinn Eldjárn Elín Ebba Gunnarsdóttir Rúnar Helgi Vignisson NÚ stendur yfir Vika bókarinnar og er dagskráin eftirfarandi: Miðvikudagur Höfði. Kl. 16: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhendir Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem veitt eru fyrir frumsamda bók og þýðingu. Súfistinn bókakaffi, Laugavegi 18: Kl. 20. Listavaktin, menning- arvefur á visir.is stendur fyrir smásagnakvöldi. Fjórir höfundar lesa úr verkum sínum en þeir eru Ágúst Borgþór Sverrisson, sem jafnframt er kynnir, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Rúnar Helgi Vignisson. Versalir, veislusalur, Hallveig- arstíg 1. Kl. 19.30: Bókaball. Vika bókarinnar skuggar án sjálfstæðrar tilveru, ým- ist tvífarar söguhetjunnar eða and- skotar hans. Samræðurnar eru þá bara bergmál einræðunnar. Vandinn er, að þessu fylgir að í þessu leikriti eru engin átök né spenna og það eina sem heldur verkinu saman er vegferð veiðimannsins ofan úr fjöllum niður á flatlendið og ákvörðun hans að halda á brattann á ný til að geta verið ein- samall með sjálfum sér á ný. Strindberg skrifaði til útgefanda síns að fresta ætti því að setja verkið á svið í tíu ár, ef á annað borð væri hægt að sviðsetja það. Þrátt fyrir hrakspá hans var það frumsýnt 1910 og sýnt 16 sinnum. Hið prentaða upplag leik- ritsins seldist upp og var endurprent- að oftar en einu sinni fyrir dauða höf- undarins. Þrátt fyrir vinsældir verksins á bók var það ekki fyrr en 1949 í Dramaten í Stokkhólmi að það var afsannað í eitt skipti fyrir öll að verkið ætti ekki erindi á svið, en Olof Molander leikstýrði þessari sögu- frægu sýningu og Lars Hanson lék aðalhlutverkið. Það hentar eflaust betur að flytja verkið í útvarp, persónurnar eru margar og ólíklegt að uppsetning á verkinu á sviði höfði til íslenskra áhorfenda. Textinn er oft fallegur og jafnt Strindberg sem Þórarinn Eld- járn komast gjarnan vel að orði. Þór- arinn fylgir frumtextanum trúmann- lega, en sleppir sér hvergi á skáldlegt flug eins og t.d. Einar Benediktsson í þýðingu sinni á Pétri Gaut eftir Ibsen. Pétur Gautur kom oftar en einu sinni upp í hugann þegar hlustað var á Þjóðveginn enda verkin fjarskyld. En þó að heimspekilegar vangaveltur Ib- sen um lífið og tilveruna minni á svörtustu þunglyndisstundunum á Þungur róður LEIKLIST Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð Höfundur: August Strindberg. Þýð- ing: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Benedikt Erlingsson, Erlingur Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Íris Tanja Ívars- dóttir, Nanna Kristín Magnús- dóttir, Róbert Arnfinnsson, Sig- urður Skúlason, Stefán Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir og Valdi- mar Örn Flygenring. Frumflutt á páskadag, sunnudag 15. apríl; endurtekið miðvikudag 18. apríl. ÞJÓÐVEGURINN STRINDBERG skrifaði Þjóðveg- inn nær sextugur 1909. Síðustu árun- um eyddi hann síðan í ritdeilur í blöð- um við ýmsa sænska pótintáta (54 greinar á 7 mánuðum) uns hann dó saddur lífdaga 1912 úr krabbameini sem hafði kvalið hann um árabil. Þjóðvegurinn (Stora landsvägen) er erfðaskrá hans, lokaverkið, þar sem hann arfleiðir áhorfendur sína af ævisögu sinni, frásögn af vegferð sinni í gegnum lífið og miðlar þeim af þeim vísdómi sem hann hafði gripið upp af vegkantinum og tileinkað sér, auk þess sem hann notaði tækifærið til að hnýta í alþekktar persónur úr sænsku þjóðlífi eins og Verner von Heidenstam, Axel Klinckowström, og hinn löngu látna Erik Gustaf Geijer. Allt er þetta hjúpað táknrænum dul- búningi, persónurnar eru kallaðar nöfnum eins og veiðimaðurinn, föru- maðurinn, einbúinn, smiðurinn o.s.frv. Fræðimenn hafa deilt um merkingu verksins og hvaða sess það skipi í höfundarverki Strindbergs. Marcus Lamm taldi það t.d. vera að formi til einræðu aðalpersónunnar þar sem hinar persónurnar eru Sveinn Haraldsson hugarvíl Strindbergs eins og það kemur fram í Þjóðveginum hefur Ib- sen það framyfir Strindberg hér að honum tekst að skapa í kringum veg- ferð Péturs Gauts eitt eftirminnileg- asta drama leiklistarsögunnar (sem Ibsen ætlaði til lestrar en ekki flutn- ings á sviði). En það er ef til vill ósanngjarnt að bera saman svo ólík verk, Strindberg skrifaði önnur sam- bærilegri þegar hann var upp á sitt besta en ekki kominn að fótum fram. Það vildi til í vetur, á frumsýningu á ágætu verki, að kollega undirritaðs á öðru dagblaði stakk upp á því að leik- ritið sem verið var að frumsýna hefði sæmt sér betur sem útvarpsleikrit. Þetta hefur valdið miklum vangavelt- um og niðurstaðan eftir mikil heila- brot er þveröfug: Verk sem henta ekki til flutnings á sviði vegna skorts á leikrænni framvindu henta því síður í útvarp. Ástæðan er sú að miðillinn krefst dramatískra átaka til að halda athygli hlustandans. Leikskáld sem skrifa fyrir útvarp þurfa því að brýna pennann jafnvel betur en þegar þau ætla sér að vinna sigra á leiksviði. Aft- ur á móti er mun ódýrara að flytja leikrit í útvarp en að setja þau á svið, en það má ekki rugla þessu tvennu saman, hvers miðillinn krefst og hvað hann sparar aðstandendunum. Ef- laust átti kollega minn við í vetur að verk sem byggðu nær eingöngu á samræðum nytu sín betur í útvarpi en á sviði, en uppástungan varð kveikjan að þessum vangaveltum. Hvað um það, undirrituðum þótti, þrátt fyrir rómfegurð Hjalta Rögnvaldssonar, Róberts Arnfinnssonar, Sigurðar Skúlasonar og fleiri leikara, oft róð- urinnþungur er hlýtt var á verkið í fyrsta skipti. Það er einhvern veginn þannig að Ríkisútvarp og -sjónvarp keppast um að hafa tilhlýðilega þung- lyndisleg verk á dagskrá á páskum til að koma þjóðinni í hæfilegt hugar- ástand. Þetta verk er afar vel til þess fallið. Rodriguez er sannfærandi slagsmálahundur og tekst að túlka kvikuna og kvenlegheitin undir hrjúfu yfirborði. mynd af Sundance-hátíðinni frá síð- asta ári. Hector, kennarinn hennar, er nokkuð trúverðugur í höndum Jaime Tirelli. Aukaleikararnir, karl- arnir og kennararnir í heimi box- kennslunnar, eru einnig sem sprottnir uppúr þessu sjúskaða um- hverfi þar sem draumar flestra enda fyrr en síðar í martröð rot- höggsins. Samband Diönu og Adrian er hinsvegar gjörsamlega þurrausið tilfinningum, rómantíkin, hvar er hún? Jafnvel verri er þó myndin af heimili stúlkunnar, einkum sú yf- irborðslega umfjöllun sem faðirinn fær. Hann er afgreiddur á alltof yf- irborðskenndan hátt í mynd sem reynir vissulega að taka sig alvar- lega. Fær sitt forbannaða högg neð- an mittis og þar við situr. Leik- stjórnin er snaggaraleg í hringnum, þar fyrir utan er sagan hefðbundin og langdregin. Greinilegt að Kus- ama hefur hrifist mjög af Vincent D’Onofrio í Full Metal Jacket. KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjóri og handritshöfundur Karyn Kusama. Tónskáld Theo- dore Shapiro. Kvikmyndatökustjóri Patrick Cady. Aðalleikendur Mich- elle Rodriguez, Santiago Douglas, Jaime Tirelli, Ray Santiago, Paul Calderon, Elisa Bocanegra. Sýning- artími 110 mín. Bandarísk. United Artists. Árgerð 2000. GIRLFIGHT 1 ⁄2 Stelpur í strákaleik (?) DIANA (Michelle Rodriguez), lit- uð menntaskólastúlka í Brooklyn, á við hegðunarvandamál að stríða. Full af heift og þvermóðsku, stuttur í henni kveikurinn. Býr með föður sínum og bróður, móðirin fékk nóg af lífinu fyrir mörgum árum. Pabb- inn (Paul Calderon), sér hana ekki, en gerir þess meira fyrir soninn (Ray Santiago). Kostar hann m.a. í boxkennslu, sem stráksi hefur ámóta áhuga á og Billy Elliott. Diana finnur sig hinsvegar vel í bar- smíðunum; fær kjörna útrás fyrir hatrið og ofbeldisþráhyggjuna. Allt gengur að óskum uns hún þarf að kljást við kærastann sinn Adrian (Santiago Douglas), í hringnum. Til að byrja með hefur undirrit- aður æ meiri skömm á hnefaleikum og satt að segja er búið að sýna þessa mynd milljón sinnum undir öðrum nöfnum. Eini munurinn er að Rocky-persónan er að þessu sinni í kvenmannslíkama og þarf að berj- ast við elskuna sína. (Af hverju datt þér það aldrei í hug, Stallone?) Það er einnig talsvert áhugaverð fagmennska í gangi, einkum hjá Rodriguez sem er sannfærandi slagsmálahundur og tekst að túlka kvikuna og kvenlegheitin undir hrjúfu yfirborði. Persónan er einnig bærilega skrifuð, enda kona sem stýrir og skrifar þessa verðlauna- Sæbjörn Valdimarsson  BJARTIR frostdagar hefur að geyma ljóð Rauni Magga Lukkari í þýðingu Einars Braga rithöfundar. Rauni er meðal fremstu ljóðskálda samísku þjóðarinnar og fyrir bókina hlaut hún samísku bókmenntaverð- launin 1996. Hún var fulltrúi Sama á Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Reykjavík árið 1987. Rauni er fædd og uppalin í finnska hluta Samalands en hefur átt heima í Tromsö í yfir tuttugu ár og er nú norskur ríkisborgari. Þetta er fyrsta bók samísks höfundar sem út er gef- in á íslensku, en árið 1981 kom út safn samískra ljóða, þjóðsagna og ævintýra í þýðingu Einars Braga: Hvísla að klettinum. „Höfuðeinkenni bókarinnar er spenna milli þriggja heima: horfins heims foreldranna sem „sóttu ekki þekkingu í bækur en báru í hjarta og blóði ást til hins einfalda hversdags- lífs“, heims hennar sjálfrar sem er teygð milli tveggja skauta: uppruna síns í samískri fornöld og fullorðins- ára í vestrænum tölvuheimi; og svo er það heimur barnanna sem borin eru inn í atómöld með öllu sem henni fylgir. Skáldið er hálfringlað af að velkjast í þessu ölduróti,“ segir Ein- ar Bragi. „Rauni fjallar oft í ljóðum sínum um hlutskipti konunnar og að ýmsu leyti á annan hátt en algengast er í vestrænum kvennabókmennt- um, enda forsendur aðrar. Án þátt- töku kvenna hefði lífsbarátta fjöl- skyldunnar verið vonlaus. Það viðurkenndu allir og virtu því kon- una sem jafnoka mannsins. En málið er flóknara en svo að þar með sé allt klappað og klárt. Þótt Samar séu á vissan hátt eins og ótal eyjar í hafi annarra þjóða og stærri sannast á þeim sem öðrum að enginn er ey- land. Karlmennskuímynd umhverf- isins á vitanlega greiðan veg að sál- um samískra karla, og láti þeir glepjast er voðinn vís fyrir konurn- ar. Standist þeir hins vegar freist- inguna og haldi fast við rótgróna virðingu síns fólks fyrir konum upp- skera þeir háð og fyrirlitningu karla- veldisins í kring. Samískur karlpen- ingur er því ekki ofsæll milli steins og sleggju.“ Einar Bragi gefur bókina út með styrk úr Norræna þýðingarsjóðnum. Nýjar bækur Einar Bragi Rauni Magga Lukkari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.