Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Rúnar ÁgústArnbergsson sjómaður fæddist 7. ágúst 1959. Hann lést 4. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóna Stefanía Ágústsdótt- ir, f. 24. nóv. 1915, d. 25. júní 1986, og Arnbergur Gíslason, f. 25. jan. 1905, d. 30. apríl 1997. Rún- ar var yngstur sjö systkina: Guðný Sig- ríður, f. 14.6. 1936, Margrét Lilja, f. 4.5. 1939, Grétar, f. 4.12. 1942, Gísli, f. 23.3. 1946, Jóhanna, f. 18.12. 1947, og Friðbjörg Ósk, f. 1.2. 1954. Rúnar ólst upp á Borg- arfirði (eystra), en fluttist til Sandgerðis með foreldrum sín- um árið 1975. Árið 1983 kvænt- ist hann Ragnheiði Sigurjóns- dóttur, f. 6.8. 1958. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jóhann- esson, f. 21.12. 1925, d. 17.12. 1970, og Guðlaug Einarsdóttir, f. 29.3. 1932, d. 10.6. 1999. Systkini hennar eru Jóhann Kristján, f. 5.8. 1953. Einarína, f. 8.4. 1956. Jóhannes Einar, f. 13.10. 61. Ásgrímur, f. 2.11. 1965. Rúnar og Ragnheiður eignuð- ust þrjú börn, þau eru 1) Kristjana Guðný, f. 3.3. 1978, eiginmaður hennar er Ívar Þór Sig- þórsson, f. 8.9. 1973, dóttir þeirra er Ragnheiður Lilja, f. 21.12. 1999. 2) Bylgja Dögg, f. 14.4. 1982, unnusti Sveinn Helgi Hall- dórsson, f. 1.4. 1982. 3) Jón Stef- án, f. 1.12. 1986. Rúnar og Ragnheiður bjuggu í Sandgerði og hann stundaði ætíð sjómennsku, mest á tog- urum en einnig á smærri bátum. Útför Rúnars fór fram þriðju- daginn 17. apríl frá Safnaðar- heimili Sandgerðis. Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna, vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Með þessu ljóði langar okkur að kveðja frænda okkar, Rúnar Ágúst. Við systkinin eigum góðar minningar um hann og geymum við þær í hjarta okkar. Við viljum votta Lillu, Kristjönu, Bylgju, Jóni Stefáni og öðrum aðstandendum samúð okkar og biðja Guð um að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Berglind, Hallvarður og Aðalheiður. Það er sárt að horfa á eftir eins góðum dreng og þú varst. Þín er sárt saknað. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Ben.) Við vottum fjölskyldu og vinum samúð okkar. Skipsfélagar. RÚNAR ÁGÚST ARNBERGSSON ✝ Ágúst RagnarGíslason fæddist í Reykjavík 3. októ- ber 1938. Hann lést aðfaranótt 9. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Charl- otta Ólöf Gissurar- dóttir, f. 16. janúar 1916, d. 7. septem- ber 1995, og Gísli Gunnarsson, f. 2. maí 1895, d. 14. janúar 1964. Ágúst á tvo eftirlifandi bræður, Franz, f. 19. nóvem- ber 1935, og Gissur Björn, f. 5. nóvember 1956. Ágúst kvæntist 1965 Eygló Svövu Jónsdóttur, f. 9. maí 1935. Þau eignuðust tvö börn, Gísla, f. 19. maí 1964, og Ólöfu, f. 29. janúar 1966, en fyr- ir átti Eygló þrjú börn. Þau eru: 1) Ásdís, f. 17.2. 1954. 2) Linda, f. 30. júlí 1955. 3) Jón, f. 30.3. 1957. Ásdís á þrjú börn, Ólöfu, Aldísi og Pálma Erni. Linda á þrjár dætur, Elíabeti Svövu, Agn- esi og Hrönn. Gísli á soninn Alex, og Ólöf á tvö börn, Stefaníu Sif og Guðjón Ágúst. Ágúst lærði raf- virkjun og vann eftir það við þá iðn. Ágúst verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þótt við Ágúst bróðir minn vær- um albræður voru kynni okkar alla tíð fremur brotakennd. Því ollu ytri aðstæður. Hann var á þriðja ári þegar ég, fimm ára gamall, var sendur í fóstur austur í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu. Fram að því áttum við lengst af heima í kjallara á Kirkjugarðsstíg. Ein- hverjum óljósum minningabrotum úr þessari frumbernsku okkar bræðra skýtur að sjálfsögðu upp í hugann þótt lítt sé á þeim að byggja. Ég man til dæmis að mér þótti það nokkur kvöð þegar mamma skikkaði mig til að gæta bróður míns. En þetta voru spenn- andi og viðburðaríkir tímar, ekki síst vegna tilkomu breska hernáms- liðsins sem hér steig á land í maí 1940. Braggahverfin þutu upp á Melunum og víðar í næsta nágrenni og okkur krökkunum þótti ævin- týralegt að sniglast í kringum Bret- ana sem mér eru einkum minn- isstæðir vegna þess hvað þeir voru barngóðir. Þeir voru ósínkir á súkk- ulaði og önnur heimsins dýrindi sem verulega freistuðu ungra munna. Við, þau eldri, drösluðumst einatt með yngri systkini okkar á þessar gósenslóðir. Fyrir mér lauk þessu ævintýri vorið 1941 þegar ég var sendur austur í Fljótshverfi. Næsta áratug sáumst við bræður aldrei enda tíðk- aðist ekki í þann tíð að börn væru að flækjast að óþörfu milli fjar- lægra landshluta. Fundum okkar bar tæpast saman aftur fyrr en eft- ir að ég lauk landsprófi við Skóga- skóla vorið 1953. Ég var orðinn 17 – hann 14. Ég man að mér þótti býsna spennandi að kynnast „litla bróður“ mínum á ný því hann kunni skil á ýmsum leikjum og sprelli sem ég, sveitastrákurinn, kunni ekki. Minnstu munaði þó að illa færi þeg- ar Gústi plataði mig í „bófahasar“ (ég hafði reyndar aldrei heyrt þetta orð áður!). Hann hafði smíðað sér forláta baunariffil og svo illa vildi til að ég fékk eina baunina beint í ann- að augað. Varð svo að ganga með svartan lepp fyrir auganu í þrjá daga – en þetta endaði nú allt sam- an vel. Hann hafði líka lært að tefla og bauð mér stundum í skák og bar yfirleitt hærri hlut enda hafði ég ekki þá útsjónarsemi og keppnis- skap sem sú íþrótt krefst. Seinna meir uxum við reyndar æ meir hvor frá öðrum. Ég fór í menntaskóla og síðan í háskólanám erlendis en Gústi lærði rafvirkjun og vann síðan í þeirri iðn meðan heilsan entist. Hann hafði mikinn áhuga á rafmagni og möguleikum þess, þar á meðal fjarskiptum. Ég dáðist mikið að honum þegar hann – á námsárunum – smíðaði sér út- varpstæki eftir teikningum í er- lendu blaði. Það fannst mér göldr- um líkast. Þegar hann eignaðist bíl kom hann sér upp einhvers konar grenndartalstöð sem hér tíðkuðust um tíma. Þær þættu nú sennilega ekki merkileg fyrirbæri núorðið þegar allir eru með tölvuvædda far- síma í vasanum – en mér fannst þetta merkilegt þá. Þau hjónin komu sér upp sumarbústað við Meðalfellsvatn þar sem þau undu sér löngum og þó víst einkum eftir að heilsu Gústa tók að hraka fyrir nokkrum árum. Ég læt hér með lokið þessum fá- tæklegu orðum í minningu „litla bróður“. Eftirlifandi fjölskyldu votta ég samúð mína. Franz Gíslason. Ég man vel eftir þegar Gústi tók mig á háhest er ég var tæplega eins árs en þá bjuggum við ásamt mömmu og pabba á Laugavegi 43. Gústi lærði rafvirkjun og var mjög farsæll í því starfi. Ég man þegar við bjuggum á Nönnugötu 8 og Gústi klifraði í stiga upp á þak til að setja upp loftnet til að ná send- ingum Ríkissjónvarpsins. Í þá daga þurfti að setja upp loftnet á húsum og blokkum til að ná sendingum sjónvarpsins eftir að það fór af stað 1966. Og það gerði Gústi fyrir mömmu og pabba eftir að þau höfðu fengið sér svart-hvítt sjón- varp. Ég man líka eftir skemmtilegu atviki þegar þau hjónin, Gústi og Eygló, fóru að heimsækja bróður Eyglóar sem búsettur er í New York. Gústi tapaði frakkanum sín- um og fékk hann ekki aftur fyrr en eftir að hann hafði farið nokkrum sinnum í Loftleiðaflugvél milli New York og Lúxemborgar. Gústi bróðir er nú kominn til betri heima þar sem honum er falið sem sérstakt verkefni að sameina framliðna við jarðarbúa. Sem raf- virki er Gústi einn af þeim sem stuðla að því tæknilega að láta framliðna koma þessu sambandi á. Ekki er mér kunnugt hvort Gústi bróðir starfaði við háspennulínur sem hér voru byggðar í sambandi við virkjanirnar á 7. áratug ald- arinnar. En ég man að hann vann við rafmagn í síðutogurum hér í höfninni í Reykjavík og annarsstað- ar á þessum árum. Ég óska þér, Gústi bróðir, heilla í öðrum og betri heimi. Þinn hálfbróðir Gissur Björn Eiríksson. ÁGÚST RAGNAR GÍSLASON ✝ Sigurður Ing-varsson eld- smiður, fæddist í Framnesi í Ása- hreppi 12. október 1909. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, hinn 7. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingvar P. Jónsson, f. 21. 6. 1862, d. 31. 3. 1940, húsasmiður og bóndi í Framnesi, og Katrín Jóseps- dóttir, f. 23. 5. 1872, d. 23. 10. 1938. Sigurður ólst upp í Framnesi fram að níu ára aldri en fór þá til Ólafs föð- urbróður síns, b. í Austvaðsholti í Landsveit, þar sem hann dvald- ist í fjögur ár. Hann fór síðan í vinnumennsku til Sigríðar dótt- ólfsdóttur; Arndís Ingunn, f. 18. 12. 1939, húsmóðir í Reykjavík, gift Einari J. Ingólfssyni vél- fræðingi og eiga þau þrjú börn; Sigríður Kolbrún, f. 12. 10. 1945, ritari í Reykjavík, gift Kristjáni H. B. Ólafssyni rafvirkjameist- ara og eiga þau þrjú börn; Magnús Björgvin, f. 18. 12. 1948, vélfræðingur í Garðabæ, kvænt- ur Charlottu M. Traustadóttur bankastarfsm. og eiga þau fjög- ur börn; Ólafur, f. 3. 2. 1954, ferðaþjónustubóndi á Svínafelli í Öræfum, kvæntur Pálínu Þor- steinsdóttur skólastjóra og eiga þau þrjú börn. Sigurður kvæntist 16. 10. 1965, seinni konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur, f. 16. 8. 1931, d. 15. 11. 1989, dóttur Bjarna Sig- urðssonar bónda á Hofsnesi í Öræfum og Lydíu Pálsdóttur ljósmóður. Guðrún var alin upp hjá móðurfólkinu í Svínafelli. Dóttir Sigurðar og Guðrúnar er Svafa, f. 22. 1. 1966, dýralæknir í Búðardal. Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogskirkju 17. apríl. ur Ólafs og hennar manns, Þorsteins Jó- hannssonar, b. á Ás- mundarstöðum. Stundaði hann síðan ýmis störf, aðallega sjómennsku, þar til hann hóf störf í árs- lok 1936 í Vélsmiðj- unni Héðni, þar sem hann lærði eldsmíði og starfaði hann við það samfleytt í Héðni til 31. 3. 1987. Sigurður kvæntist 18. 12. 1937, fyrri konu sinni Svöfu Magnúsdóttur, f. 10. 3. 1911, d. 25. 5. 1964, dóttur Magnúsar T. Benediktssonar og Bjargar Guð- mundsdóttur. Börn Sigurðar og Svöfu eru: Guðni, f. 11. 5. 1938, d. 13. 2. 1965, vélstjóri í Reykja- vík, var kvæntur Ólöfu G. J. Eyj- Mig langar til að minnast Sig- urðar Ingvarssonar með nokkrum orðum. Ég var sex ára gömul þegar ég kom fyrst í Granaskjólið. Ég var nýbúin að kynnast Svöfu, yngstu dóttur Sigurðar. Árin í Granaskjól- inu áttu eftir að vera mörg, ég var þar daglegur gestur fram á fullorð- insár. Vinskapur okkar Svöfu hefur haldist fram á þennan dag, aldrei hefur þar skugga borið á. Sigurður var hlýr maður og hafði alltaf velferð fjölskyldu sinnar í huga. Þegar ég kynntist Sigurði var hann kominn yfir sextugt en vann engu að síður langan vinnudag í Vélsmiðjunni Héðni. Hann var kát- ur þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem hann hafði gengið í gegnum og aldrei man ég eftir því að hann hvessti sig við okkur Svöfu þótt ef- laust hafi oft verið tilefni til. Allir voru velkomnir í Granaskjólið og á sumrin þegar Svafa var í sveitinni kom ég stundum við hjá Sigurði og Rúnu og þáði kökubita og mjólk- urglas. Stundum fór ég með þeim í sum- arbústaðinn við Meðalfellsvatn. Þar var margt hægt að gera en það sem stóð upp úr í hverri ferð voru veiði- ferðirnar á bátnum út á vatnið. Alltaf var gengið úr skugga um að allir væru í björgunarvestum og enginn sýndi glæfraskap á bátnum. Sigurður byggði glæsilegan kofa handa Svöfu sinni og þar lékum við okkur í ýmsum leikjum. Seinna þegar dótturinni þótti kofinn vera orðinn of smábarnalegur fyrir sig kom hann að góðum notum fyrir barnabörn og barnabarnabörn Sig- urðar. Sigurður var með vinnuaðstöðu í kjallaranum í Granaskjólinu. Þar var lítill skápur uppi á vegg og læddi hann þangað inn ýmsu góð- gæti sem var ætlað okkur Svöfu. Góðgætið var af ýmsum toga, stundum súkkulaði en oftast var það harðfiskur eða hákarl. Okkur þótti langbest ef hákarlsbiti var í skápnum. Ég er heppin að hafa fengið að kynnast Sigurði og Rúnu, hlýju þeirra og góðmennsku. Ég votta Svöfu vinkonu minni, systkinum hennar og afkomendum samúð mína og ber þeim kveðju foreldra minna, Rósu og Ívars, sem stödd eru í útlöndum. Blessuð sé minning Sigurðar Ing- varssonar. Þórdís Ívarsdóttir. SIGURÐUR INGVARSSON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningar- greina Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .6 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.