Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 15 Á SKÍRDAG var tekin fyrsta skóflustungan að fimleikahúsi á Bjarkarreit í Haukahrauni í Hafnarfirði. Hin nýja bygging á að heita „Bjarkarhús, íþrótta- og kennslumiðstöð“ og mun rísa sem viðbygging við gamla Haukahúsið. Fimleikafélagið Björk er 50 ára á þessu ári og er stefnt að afhendingu hússins á afmælisárinu. Heildarstærð nýbygging- arinnar verður um 3.200 m2, og þar af verða um 1.200 m2 í eigu Hafn- arfjarðarbæjar og Fim- leikafélagsins Bjarkar. Byggingarframkvæmd- irnar ásamt rekstri hús- næðisins voru boðnar út í einkaframkvæmd, og mun Nýsir hf. taka að sér að byggja íþróttamannvirkið og reka það næstu 25 ár. Auk þess hefur bæjar- félagið gert leigu- og þjón- ustusamninga við Nýsi hf. um rekstur gamla Hauka- hússins til sama tíma en Hafnarfjarðarbær og Fim- leikafélagið Björk hafa notkunarrétt á húsnæðinu. Heildarsamningsupphæð fyrir árin 25 á milli Hafn- arfjarðarbæjar og Nýsis hf. er tæpar 1.405 milljónir króna eða að jafnaði rúmar 56 milljónir króna á ári. Að teknu tilliti til endur- greiðslu á virðisaukaskatti af rekstrarliðum er nettó- greiðsla bæjarins á ári u.þ.b. 52,7 milljónir. Sama dag, 12. apríl, var undirritaður starfssamn- ingur milli Hafnarfjarð- arbæjar og Fimleikafélags- ins Bjarkar. Iðkendur í félaginu eru um 600 talsins. Skóflustunga tekin að nýju íþróttahúsi fyrir Hafnarfjarðarbæ og Fimleikafélagið Björk Morgunblaðið/Kristinn Þorgerður Gísladóttir, íþróttakennari og stofnandi Bjarkanna, tók fyrstu skóflustungu að nýja fimleikahúsinu og naut þar aðstoðar Magnúsar Gunnarssonar bæjarstjóra. Leigukostnaður bæjarins um 53 milljónir á ári Haukahraun byggðar síðastliðið haust. Að sögn Hilmars Árna Ragnars- sonar, formanns félagsins, hefur það því verið upp á önnur skotfélög komið með æfingar sínar síðan. Mikill ferðakostnaður „Það eru skotvellir á Akranesi, í Hafnarfirði, Keflavík og á Suðurlandi en þetta er langt í burtu og menn eru lítt hrifnir af því að eyða miklu í ferðakostnað þar sem þeir eru komnir með mjög dýr tæki til að stunda þetta,“ segir Hilmar. HUGMYNDIR um að koma upp nýju útisvæði Skotfélags Reykjavíkur við Sandskeið sem er beint á móti Blá- fjallaafleggjaranum, norðan Suðurlandsvegar, eru nú til athugunar hjá borgarverk- fræðingi. Stjórn Skotfélags- ins telur ólíklegt að skot- svæðinu verði komið fyrir í Hafnarfjarðarhrauni eins og undanfarið hefur verið rætt um. Skotfélag Reykjavíkur, sem er elsta íþróttafélag landsins, var með skotsvæði um 50 ára skeið í Leirdal við Grafarholt en varð að víkja þaðan vegna nýrrar íbúða- Viðræður hafa staðið yfir við borgaryfirvöld undan- farna mánuði um að koma nýju skotsvæði fyrir í Hafn- arfjarðarhrauni en að sögn Ólafs Bjarnarssonar, yfir- verkfræðings hjá borgar- verkfræðingi, er það sjónar- mið sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu að koma upp sameiginlegu skotsvæði fyrir allt höfuð- borgarsvæðið. „Sveitarfélög- in telja þetta mjög mikilvægt því þetta gerir miklar kröfur um stærð og nálægð við aðra starfsemi. Og ég lít svo á að það eigi að vera grundvöllur fyrir því,“ segir hann. Að sögn Hilmars eru Skotfélagsmenn þó orðnir úrkula vonar um að niður- staða náist í því máli innan tíðar þar sem vinna við skipulagsmál á svæðinu er skammt komin. Á heimasíðu félagsins seg- ir að ólíklegt sé að skotsvæði í Hafnarfjarðarhrauni verði niðurstaðan: „Stjórn SR telur að félag- inu sé ekki stætt á því að bíða í a.m.k. tvö ár eftir nið- urstöðu frá Hafnarfirði hvort SR fái þar svæði fyrir úti- vistarstarfsemi sína eða ekki,“ segir þar. Athuganir gerðar á svæðinu í dag Því hefur félagið farið fram á að kannað verði hvort hægt sé að koma svæðinu fyrir á Sandskeiði. Í dag fara menn frá Skotfélaginu þang- að og gera athuganir á svæð- inu til að kanna hvernig að- stöðunni yrði best komið fyrir og hvort miklar fram- kvæmdir þurfi til. Að sögn Hilmars er svæðið þó óhent- ugt að mörgu leyti, sérstak- lega vegna þess hversu hátt það liggur, en það er í 170 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta geri það að verkum að starfsemin lokast yfir hávet- urinn vegna snjóa og vetr- arríkis. Ólafur segir ekki tíma- bært að tjá sig um þessar hugmyndir þar sem málið sé á byrjunarstigi en staðfestir að þær hafi verið til athug- unar hjá borgarverkfræð- ingi. Hann telur hins vegar að nokkurrar óþolinmæði gæti meðal Skotfélagsmanna vegna Hafnarfjarðarsvæðis- ins og segir að búast megi við niðurstöðu í því máli á þessu ári. Nýtt skotsvæði í athugunSandskeið Í GÆR bauðst drengjum, og þeim eingöngu, að koma í vinnuna með ættmennum sínum í lögreglunni í Reykjavík og kynnast starf- inu sem þar fer fram, og nýttu um 40 þeirra sér hið kærkomna tækifæri. „Já, þessi hugmynd kviknaði fyrir ári, í kjölfar þess að embættið tók þátt í verkefninu „Auður í krafti kvenna“, eins og mörg önn- ur fyrirtæki og stofnanir í landinu,“ sagði Karl Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn, þegar hann var spurður um tildrög þessa. Komið að strákunum „Eftir að því verkefni lauk tóku að berast fyr- irspurnir til okkar um það hvort strákarnir fengju ekki að koma einhvern tím- ann líka. Þegar grannt var skoðað fannst okkur svo annað eiginlega ekki verj- andi og þess vegna var ákveðið að stefna að því að í ár yrðu bæði kynin með. Stelpurnar voru í síðustu viku og í gær var svo kom- ið að strákunum.“ Að sögn Karls Steinars voru drengirnir, sem fengu að koma að þessu sinni, á aldrinum 9–15 ára. Hug- myndin á bak við þetta var í raun sú, að útskýra fyrir þeim hvað það er sem lög- reglumenn gera dags- daglega, þ.e.a.s. um hvað starfið snýst og helstu at- riði sem því eru tengd. Drengirnir komu upp úr klukkan 8 í vinnuna, með þeim sem þeir þekktu, og voru hjá þeim til að byrja með, en formleg dagskrá hófst síðan klukkan 9 og stóð fram yfir hádegi. Heimsókninni lauk með pítsuveislu „Dagskráin var á þá leið, að fyrst var haldið stutt er- indi, þar sem drengjunum var kynnt starfsemin í hús- inu og hvernig menn færu að því að gerast lögreglu- menn og síðan var þeim sagt nánar frá hinum ýmsu deildum embættisins. Þar fengu þeir m.a. kynningu á því hvaða skilyrði þarf að uppfylla vilji menn gerast sérsveitarmenn í lögregl- unni, sem er heljarinnar þrekraun, og síðan var kynning á ýmsum tækjum og tólum sem er að finna í lögreglustöðinni við Hverf- isgötu. Klukkan 11 var far- ið upp í Öskjuhlíð þar sem drengirnir fylgdust með því hvað lögregluhundarnir eru færir um að gera, þ.e. leita að hlutum og efnum, stöðva menn og annað slíkt. Og síðan lauk þessu með allsherjar pítsuveislu,“ sagði Karl Steinar að lok- um, hæstánægður með það hvernig til tókst. Morgunblaðið/Kristinn IngvarssonStrákarnir fylgdust áhugasamir með hundunum að störfum. Strákarnir með í vinnuna Öskjuhlíð BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar hefur samþykkt að veita fé til ráðningar félags- ráðgjafa að heilsugæslunni í bænum. Um er að ræða samstarfsverkefni bæjaryf- irvalda og heilsugæslunnar og er fyrirmyndin fengin frá fjölskylduverndinni á Akur- eyri og verkefni þar sem kallast „Nýja barnið“. Að sögn Bergljótar Sig- urbjörnsdóttur, félagsmála- stjóra í Garðabæ, er hug- myndin með félags- og fjölskylduráðgjöf inni á heilsugæslunni sú að þróa nýja vídd í heilsuverndar- starfi, sérstaklega þegar kemur að mæðra- og ung- barnavernd. „Þetta er for- varnarstarf þar sem þú leit- ast við að greina áhættuhópa og vinna með málin áður en þau eru orðin alvarleg.“ Bergljót segir helstu verkefni þessa fjölskyldu- ráðgjafa verða ráðgjöf og meðferð sem fjölskyldur og einstaklingar geta leitað eft- ir, hvort sem það verður samkvæmt tilvísun eða að eigin frumkvæði. Þá nefnir hún greiningu áhættuhópa í samstarfi við mæðra- og ungbarnavernd og forvarn- arstarf í formi upplýsinga- starfs og námskeiða. „Þetta krefst heilmikils samstarfs, bæði við aðra innan heilsu- gæslunnar sem og faghópa utan hennar,“ segir hún. Heyrir undir heilsugæsluna Frumkvæðið að þessu verkefni kom að sögn Berg- ljótar frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ og buðu þau fram styrk sem nemur launum félagsráðgjafans en að öðru leyti verður hann undir stjórn heilsugæslunnar. Um er að ræða tveggja ára verk- efni til að byrja með en þeg- ar er búið að ráða í starfið og hefur ráðgjafinn störf á næstunni. Eins og fyrr segir er fyr- irmyndin að verkefninu sótt til Akureyrar en þar hefur fjöskylduráðgjöf verið starf- andi um árabil og gefið góða raun. Að sögn Bergljótar verður verkefnið þó með öðru sniði í Garðabæ enda séu sveitarfélögin ólík að mörgu leyti, til dæmis fyrir þær sakir að á Akureyri heyrir heilsugæslan undir bæjaryfirvöld en ekki heil- brigðisyfirvöld. Bergljót segist ekki vita til þess að félagsráðgjafar séu starfandi við aðrar heilsugæslustöðvar á land- inu. Félagsráðgjafi ráðinn að heilsugæslunni í Garðabæ „Ný vídd í heilsuvernd- arstarfi“ Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.