Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 71

Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 71  MÓTEL VENUS við Borgarnes: Tónleikar Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar, sem halda átti 18. apríl á veitingastaðnum Mót- el Venus við Borgarnes frestast til fimmtudagskvöldsins 26. apríl næst- komandi vegna óviðráðanlegra or- saka.  KRINGLUKRÁIN: Miðvikudag- urinn 18. apríl. Helga Möller ásamt hljómsveitinni Hot’n sweet halda upp fjörinu fram á nótt.  SKÚLI FÓGETI: Veitingastaður, með nýjum áherslum, fyrir 25 ára og eldri. Veitingastaður í elsta húsi Borgarinnar í Aðalstræti 10, í hjarta Reykjavíkur, miðvikudaginn 18. apr- íl, opið frá kl. 21. Hilmar og Pétur halda uppi stuðinu.  CATALÍN: Hamraborg: Á mið- vikudagskvöldið, síðasta vetrardag, er dansleikur með Svensen og Hall- funkel. Frá A til Ö Á LOKASPRETTINUM FYRIR VORPRÓFIN stærðfræði - tungumál - eðlis - og efnafræði - bókfærsla o.fl. grunnskóli — framhaldsskóli Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233 namsadstod.is Námsaðstoð Starfsheiti Ranglega var farið með starfsheiti Ásgeirs R. Helgasonar undir grein hans, „Einsemd karla og sjálfsvíg“, sem birtist í blaðinu á skírdag. Hann er sálfræðingur og doktor í lækna- vísindum. Röng nöfn Nöfn þriggja þátttakenda í úr- slitakeppni í eðlisfræði misrituðust í myndatexta í blaðinu á skírdag. Rétt nöfn eru Helgi Þór Þorsteinsson, Martin Ingi Sigurðsson og Ingvar Sigurjónsson. Beðist er velvirðingar á misherminu. Brengluð vísa Í Morgunblaðinu 12. apríl síðast- liðinn er vitnað í vísu á Landsíðunni, sem var nr. 16, þar sem fjallað er um möguleika á smávirkjunum, sem skoðaðir hafa verið eystra. Þar er fjallað um fund, sem haldinn var í gamla kaupfélagssalnum, og umfjöll- unin var Grímsárvirkjun. Eitthvað var mönnum farið að leiðast lengd ræðanna og var þá kallað fram úr sal, hvort Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað gæti ekki lokið máli sínu með vísu. Hann kvað þegar í stað: Það er tæpast unnt að yrkja eftir beiðni framan úr salnum. Það er eins og vera að virkja vatn, sem ekki er til í dalnum. Þessari vísu er hér með komið á framfæri, en til upplýsingar skal þess getið, að það er Hákon Aðal- steinsson, sem hringdi inn vísuna rétta, enda segir hann alla Héraðs- búa, sem sátu þennan fund árið 1957, eiga góðar minningar um vísuna. LEIÐRÉTT STARFSFÓLK Hárgreiðslustof- unnar Skala, Lágmúla 5, ætlar að leggja góðu málefni lið í dag og gefa vinnu sína. Í fréttatilkynningu frá stofunni kemur fram að 18. apríl sé dagurinn þeirra, til þess að leggja góðu málefni lið. Í ár ætlar starfsfólkið að láta laun- in sín renna í sjóð til þess að safna fyrir heitum potti á Barðastöðum, en Barðastaðir er sambýli fyrir fötluð börn sem stefnt er að að opna 1. apríl árið 2002. Í fréttatilkynningu frá Hár- greiðslustofunni Skala segir orðrétt: „Það er okkur mikil ánægja að geta lagt okkar vinnu af mörkum.“ Gefa vinnu sína í dag SKRÁNING stendur nú yfir hjá Sumarbúðunum Ævintýralandi sem eru að hefja sitt fjórða starfsár. Skrifstofan er að Hafnarstræti 19, 3. hæð. Starfsemin fer fram að Reykj- um í Hrútafirði (Reykjaskóla) og verður í tíu vikur, í aldursskiptum tímabilum, frá 6. júní–15. ágúst og er ætlaður 7–15 ára börnum. Í fréttatilkynningu segir: „Allar vikurnar verður boðið upp á nám- skeið í kvikmyndagerð, myndlist, grímugerð, tónlist, leiklist og íþrótt- um. Eftir námskeiðin eru óteljandi hlutir í boði bæði úti og inni. Sund- laug og íþróttahús er á staðnum og öll aðstaða mjög góð. Aukalega verð- ur námskeið í umhirðu húðar fyrir 13-15 ára. Einu námskeiðin sem eru ekki innifalin í dvalargjaldi eru sjálf- styrkingarnámskeið fyrir 13-15 ára og reiðnámskeið, sem eru í boði öll tímabilin. Aðstandendur sumarbúð- anna eru þrjár systur, Svanhildur Sif Haraldsdóttir sumarbúðastjóri, Guðríður Haraldsdóttir kynningar- fulltrúi og Helga Haraldsdóttir sál- fræðingur. Sumarbúð- irnar Ævin- týraland LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er átti sér stað á bifreiða- stæði við Bónus, Holtagörðum, mið- vikudaginn 11. apríl milli kl.18:15 og 18:45. Þarna var ekið utan í bláa fólksbifreið af gerðinni Subaru Impreza, sem lagt var þar í bifreiða- stæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Talið er að tjónvaldur hafi verið á rauðri upphækkaðri jeppabifreið með samlitum stuðurum. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum SÝNINGIN Handverk og ferða- þjónusta 2001 verður haldin í Laug- ardalshöllinni dagana 19–22. apríl nk. Þar verður saman komið hand- verksfólk alls staðar að af landinu til að tefla fram sínum bestu hand- verksgripum. Ferðaþjónustuaðilar af landsbyggðinni kynna þá mögu- leika sem í boði eru fyrir sumarið og einnig eru þar góðir gestir frá ná- grannalöndum okkar sem sýna þar- lenda handverkshefð. Sýningin verður formlega opnuð af Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar og viðskiptaráðherra, fimmtudaginn 19. apríl kl. 13:00 (sumardaginn fyrsta) og verður opin til kl 18:00 þann dag. Föstudaginn 20. apríl verður opið frá kl. 13:00 til kl 18:00 en laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. apríl verður opið frá kl. 10:00 til kl. 18:00 Íslenskt handverk er í mikilli sókn og áhugi almennings á því er mikill, segir í fréttatilkynningu.Sýningin er nú haldin í 4. sinn og hefur aldrei verið stærri. Á annað hundrað hand- verksmenn og konur munu sýna verk sín og líflegar kynningar á handverksaðferðum verða sýningar- dagana. Meðal annars verður sýnd trérennismíði, kertagerð, glergröft- ur og Handiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenska þjóðbúningnum. Handverki Grænlendinga og Fær- eyinga verður gert hátt undir höfði og athyglisverð nýjung er að Shet- landseyjar eiga nú fulltrúa á sýning- unni. Handverk og ferðaþjónusta í Laugardals- höllinni LAUGARDAGINN 21. apríl heldur Vinstrihreyfingin – grænt framboð námstefnu í Borgartúni 6 í tilefni af útkomu skýrslna um mat á umhverfis- áhrifum vegna stóriðjufram- kvæmda á Austurlandi. Á nám- stefnunni verður kynnt ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem unnið er að á vegum stjórnvalda um þessar mundir. Fulltrúar Reyðaráls segja frá mati á umhverfis- áhrifum vegna álverksmiðju í Reyðarfirði, og ráðgjafar Landsvirkjunar kynna mat á umhverfisáhrifum vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Námstefna VG-smiðjunnar hefst kl. 13 og lýkur um kl. 17. Hún er öllum opin og er tilvalið tækifæri til að kynnast sjónarmiðum og fyrirætlunum framkvæmda- raðila, segir í fréttatilkynningu. Námstefna VG-smiðj- unnar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ fimm daga vikunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.