Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 30

Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HIN árlegu Pulitzer-verðlaun fyrir bókmenntir og blaðamennsku voru veitt í New York á mánudag. Með- al verðlaunahafa árið 2001 var Dav- id Auburn sem hlaut leikritaverð- launin fyrir verkið „Proof“, fjölskyldusögu um unga konu sem lifir í skugga geðsjúkdóms föður síns. „Proof“ birtist fyrst á leiksviði í maí á síðasta ári og var verkið tal- ið einkar sigurstranglegt. Verðlaunin fyrir bestu ævisög- una hlaut David Levering Lewis, fyrir annan hluta ævisögu mann- réttindafrömuðarins W.E.B. Du Bois. Ævisagan nefnist „W.E.B. Du Bois: The Fight for Equality and the American Century, 1919– 1963“. „Guði sé lof að ég sit,“ sagði Lewis er hann fékk fréttirnar, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrsti og annar hluti sömu ævisögunnar hlýtur Pulitzer-verðalaunin. „Þetta kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. Ég er búinn að vera að semja ræðu sem ég á að flytja í Harvard, en ég hugsa að nú leggi ég hana aðeins til hliðar og standi úti á svölum um stund,“ sagði Lew- is sem hlaut verðlaun fyrir fyrsta hluta ævisögunnar árið 1994. Verðlaun fyrir besta sagnfræði- ritið hlaut Joseph J. Ellis fyrir verkið „Founding Brothers: The Revolutionary Generation“, þá féllu verðlaunin fyrir bestu skáldsöguna í hlut Michael Chabon fyrir „The Amazing Adventures of Kavalier & Clay“, skrautlega sögu um teikni- myndasögur. „Different Hours“, 11. ljóðabók Stephen Dunn, var síð- an verðlaunuð í flokki ljóðabóka, sem og „Hirohito and the Making of Modern Japan“ eftir Herbert P. Bix í flokki almennra rita. Tónlistarverðlaunin féllu þá í hlut John Corigliano fyrir Sinfóníu nr. 2 fyrir strengjasveit, en meðal þeirra sem hlutu fréttaverðlaun Pulitzer voru þeir Ian Johnson hjá Wall Street Journal fyrir skrif sín um viðbrögð kínverskra stjórn- valda við Falun Gong og Paul Salopek fyrir fréttaflutning af stjórnmálaátökum og sjúkdómum í Afríku. Pulitzer-verðlaunin fyrir bókmenntir og blaðamennsku Ævisaga W.E.B. Du Bois tvíverðlaunuð David Lever- ing Lewis David Auburn New York. AP. Minningardagskrá um Indriða G. Þor- steinsson rithöfund verður í Eden í Hvera- gerði í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20.30. Inngangsorð flytur Bragi Einarsson. Þá flytur Ögmundur Helgason, forstöðu- maður handritadeild- ar Landsbókasafns Ís- lands, erindi um skáldsögur Indriða og leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Jón Sig- urbjörnsson lesa úr verkum Indriða. Þá verður lagið Vegir liggja til allra átta flutt. Indriði Guðmundur Þorsteins- son fæddist árið 1926 í Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi, sonur hjónanna Önnu Jósepsdóttur og Þorsteins Magn- ússonar. Hann stundaði verslunar- störf, bifreiðaakstur og blaðamennsku á yngri árum og var síðar lengi ritstjóri Tímans. Fyrstu bók- ina sendi Indriði frá sér árið 1951, smá- sagnasafnið Sælu- viku. Af öðrum verk- um hans má nefna Sjötíu og níu af stöð- inni, Land og syni, Þjóf í Paradís, Norðan við stríð og Átján sögur úr álf- heimum. Indriði lést á síðasta ári. Indriða G. Þorsteinssonar minnst í Eden Indriði G. Þorsteinsson ALLS seldust fjörutíu málverk á sýningu Jónasar Viðars og Kristins G. Jóhannssonar sem lauk í Lista- safninu á Akureyri um páskana. Jónas Viðar seldi 21 mynd og Krist- inn 19. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum seldust 24 verk fyrstu sýningardagana en vel bættist við söluna er á leið. „Það mátti ekki á milli sjá hvor hafði betur í sölu verka,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. „Safnið var opið alla páskana og á síðasta sýningardegi kl. 18 var staðan hnífjöfn: Kristinn hafði selt 19 verk og Jónas Viðar 19. Á lokasprettinum „skoraði“ svo Jónas tvö „mörk“ í viðbót og urðu því úrslitin 21:19 Jónasi í vil. Óhætt er að fullyrða að annað eins „mark- aregn“ í málverkasölu hafi ekki sést á Akureyri í háa herrans tíð og þótt víðar væri leitað.“ Morgunblaðið/Kristján Jónas Viðar við verk sín í Listasafninu á Akureyri. Fjörutíu málverk seld á sýningu á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.