Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 1
100. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 5. MAÍ 2001
JÓHANNES Páll II páfi fór í gær í
sögulega ferð til Grikklands og bað
guð að fyrirgefa rómversk-kaþólsku
kirkjunni syndir hennar gagnvart
grísk-kaþólsku kirkjunni eftir klofn-
ing þeirra fyrir tæpum þúsund ár-
um.
Áður höfðu prestar, nunnur og
munkar í grísku rétttrúnaðarkirkj-
unni safnast saman á götum Aþenu
til að mótmæla heimsókn páfa sem
þau kölluðu „erkitrúvillinginn“.
Gríski erkibiskupinn Kristodoulos
fagnaði beiðni páfa um fyrirgefningu
og faðmaði hann. Erkibiskupinn
hafði samþykkt með semingi að taka
á móti páfa en neitað að fara með
bænir með honum.
„Ég er mjög glaður. Páfi var mjög
vingjarnlegur við okkur, en auðvitað
eru enn vandamál í samskiptum
kirknanna sem við verðum að takast
á við,“ sagði Kristodoulos.
Aðstoðarmaður erkibiskupsins
sagði að yfirlýsing páfa væri „djarf-
mannleg“ og gæti stuðlað að bættum
samskiptum kirknanna.
Þetta er fyrsta heimsókn páfa til
Grikklands í nær 13 aldir og hún
mætti andstöðu nokkurra grískra
trúarleiðtoga sem saka rómversk-
kaþólsku kirkjuna um ýmsar mis-
gerðir við grísk-kaþólsku kirkjuna
frá því að hún klofnaði frá vestur-
kirkjunni árið 1054 eftir að hafa af-
neitað forræði páfans í Róm. Páfi
sagði m.a. að kaþólska kirkjan harm-
aði innrás vestur-evrópskra kross-
fara sem hertóku Konstantínópel ár-
ið 1204 en það varð til þess að
Austrómverska ríkið leystist upp í
mörg smáríki.
Hvetur til samstarfs
milli kirknanna
Svartklæddir grískir prestar
komu saman í miðborg Aþenu til að
mótmæla heimsókninni og héldu á
spjöldum með áletruninni „Páfi,
farðu heim“. „Hann kom til að undir-
oka Grikkland. Hann vill verða
heimseinvaldur kirkjunnar,“ sagði
einn prestanna.
Páfi skoraði hins vegar á báðar
kirkjurnar að vinna saman að ein-
ingu kristinna manna.
Páfi í heimsókn í Grikklandi
Beiðni páfa
um fyrirgefn-
ingu fagnað
AP
Jóhannes Páll páfi og gríski erkibiskupinn Kristodoulos sitja við helgi-
mynd af Páli postula á hæðinni Areopagos þar sem Páll prédikaði þegar
hann var í Aþenu. Hæðin er nálægt fornu háborginni Akrópólis.
Aþenu. Reuters, AP.
THOMAS Borer, sendiherra Sviss í
Þýzkalandi, á nú á brattann að
sækja vegna uppátækjasemi eig-
inkonu sinnar,
Shawne Borer-
Fielding, í þetta
sinn vegna ljós-
mynda af henni í
nýjasta hefti
þýzka glans-
tímaritsins Max.
Á þessum ljós-
myndum er Bor-
er-Fielding, sem
er fyrrverandi
„ungfrú Dallas“,
fáklædd og sýnir meðal annars
leikni sína í að handleika kúreka-
skammbyssur. Á einni myndinni er
hún í eldrauðu stuttpilsi uppi á þaki
sendiráðsins með svissneska fánann
í baksýn, á annarri er hún með kú-
rekahatt og bandaríska fánann sem
hálsklút, með dollaramerki fest á
brjóstið yfir mjög fleginni múnder-
ingunni. Myndirnar voru allar tekn-
ar í og við nýendurnýjað sendiráð
Sviss í Berlín, með fullu samþykki
eiginmannsins.
Rannsókn fyrirskipuð
Svissneski utanríkisráðherrann
Joseph Deiss fyrirskipaði í gær
rannsókn á málinu. Rüdi Christen,
talsmaður utanríkisráðuneytisins í
Bern, sagði of snemmt að fullyrða
hvort Borer yrði kallaður heim
vegna málsins. Sendiherrann yrði
þó „alveg örugglega að svara
nokkrum spurningum“.
Borer-Fielding var ungfrú Dallas
árið 1992, ungfrú Texas 1994 og
varð önnur í keppninni það ár um
titilinn ungfrú Ameríka. Sendi-
herrahjónin hafa getið sér orð fyrir
að vera mesta glyspar svissnesku
utanríkisþjónustunnar og verið
mjög áberandi í samkvæmislífinu í
Berlín. Enginn atburður vakti eins
mikla athygli slúðurpressunnar í
Sviss árið 1999 og brúðkaup þeirra
Borer-hjóna.
„Ég er hvorki stjórnmálamaður
né sendiherra, svo ég get gert það
sem mér sýnist. Ég tek öðrum eins
og þeir eru,“ hefur Max eftir Borer-
Fielding. Þau hjónin hafa oft sagt
að þau vilji leggja sitt af mörkum til
að hressa upp á ímynd Sviss erlend-
is og losa hana undan klisjum, svo
sem um að Svisslendingar séu ein-
angruð Alpaþjóð sem selur gauks-
klukkur og súkkulaði.
En Yves Morath hjá útflutnings-
ráði Sviss gagnrýnir myndirnar í
Max. „Sendiherrafrú í Pamelu And-
erson-stellingum er alveg á mörk-
unum, jafnvel í stórborgarsveifl-
unni í Berlín,“ segir hann. Í hinu
virta þýzka dagblaði Süddeutsche
Zeitung er Fielding sögð hafa „náð
botni smekkleysunnar“.
Sendi-
herrafrú
veldur
uppnámi
Genf, Berlín. AP, Daily Telegraph.
Shawne
Borer-Fielding
DENNIS Tito, fyrsti geimferða-
langurinn, neitaði því í gær að hann
flæktist fyrir áhöfn Alþjóðlegu geim-
stöðvarinnar og tefði hana í dagleg-
um störfum sínum. Hann kvaðst
þvert á móti hafa aðstoðað áhöfnina
við ýmis verk.
Daniel Goldin, yfirmaður Geim-
ferðastofnunar Bandaríkjanna
(NASA), hafði kvartað yfir því að
vera Titos ylli miklu álagi á geimfar-
ana í bandaríska hluta geimstöðvar-
innar. Tito kvaðst hins vegar yfir-
leitt dvelja í að minnsta kosti 100
metra fjarlægð frá bandaríska hlut-
anum.
„Það er ekki nokkur möguleiki á
að vera mín trufli vinnu þeirra,“
sagði Tito á myndsendingu frá geim-
stöðinni í gær.
Rússinn Júrí Usatsjev, yfirmaður
Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, tók
undir þetta og sagði Tito jafnvel hafa
létt undir með áhöfninni með því að
taka að sér ýmis einföld verk, eins og
að leggja á borð og framreiða mat.
Tito sagðist í gær hafa varið tíma
sínum að mestu í að taka myndir af
jörðinni og hlusta á óperutónlist á
meðan. Hann kvaðst ekki hafa búist
við að dvölin í geimnum yrði svona
„þægileg“ og sagðist „sofa eins og
barn“ í þyngdarleysinu.
Tito heldur aftur til jarðar á morg-
un eftir sex daga dvöl í Alþjóðlegu
geimstöðinni.
AP
Fjölmiðlamenn og starfsmenn stjórnstöðvar í Korolev, nálægt Moskvu,
fylgjast með viðtali við bandaríska geimferðalanginn Dennis Tito.
Tito kveðst ekki
flækjast fyrir
Koroljov, Moskvu. AFP, AP.
FJÖLÞJÓÐLEG nefnd undir for-
ystu Bandaríkjamanna lagði í gær
fram drög að skýrslu um átök
Ísraela og Palestínumanna og
hvatti Ísraela til að stækka ekki
byggðir gyðinga á hernumdu svæð-
unum. Nefndin mælti hins vegar
ekki með því að orðið yrði við
beiðni Palestínumanna um að al-
þjóðlegt friðargæslulið yrði sent á
Vesturbakkann og Gaza-svæðið, að
sögn palestínskra embættismanna.
Hvorir tveggja
gagnrýndir
Heimildarmenn í Washington
sögðu að nefndin kæmist að þeirri
niðurstöðu að Ísraelar og Palest-
ínumenn ættu hvorir tveggja sök á
átökunum sem hófust fyrir sjö
mánuðum.
Nefndin er undir forystu George
Mitchells, fyrrverandi öldunga-
deildarþingmanns í Bandaríkjun-
um, og var skipuð í október. Ísrael-
ar og Palestínumenn hafa fengið
frest til 15. þessa mánaðar til að
gera athugasemdir við drögin áður
en skýrslan verður birt.
Palestínskur embættismaður,
sem hefur lesið drögin, sagði að
nefndin bæði Ísraela og Palestínu-
menn að virða vopnahléssamkomu-
lag sem náðist í október og hefja
friðarviðræður á ný.
Átökin hófust 28. september, eft-
ir að Ariel Sharon forsætisráð-
herra, sem var þá í stjórnarand-
stöðu, heimsótti helgistað gyðinga
og múslima í Jerúsalem og sagði að
hann ætti alltaf að vera undir yf-
irráðum Ísraela. Síðan þá hafa
rúmlega 500 manns legið í valnum,
þar af 430 Palestínumenn.
Í skýrsludrögunum kemst nefnd-
in að þeirri niðurstöðu að heimsókn
Ariels Sharons hafi ekki beinlínis
valdið átökunum en stuðlað að
þeim, að sögn palestínska embætt-
ismannsins.
Nefndin hvatti palestínsk yfir-
völd til að hindra skotárárásir á
Ísraela frá bæjum og þorpum Pal-
estínumanna og sagði að ísraelskir
hermenn ættu ekki að svara árás-
unum með því að skjóta á íbúa á
svæðum Palestínumanna. Þá voru
palestínsk yfirvöld hvött til að
hefja á ný samstarf við Ísraela í
öryggismálum.
Skýrsla um átök í Miðausturlöndum
Ísraelar stækki
ekki landnema-
byggðirnar
Jerúsalem. AP.