Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 64
DAGBÓK 64 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Er- idanus kemur í dag, Olshana fer í dag. Merike fór í gær. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Aflagrandi 40. Handa- vinnusýning verður 10, 11 og 12. maí frá kl. 13– 17. Fjöldi eigulegra muna. Veislukaffi og tónlist alla dagana. Félagsstarf aldraðra Garðabæ, laugardag 5. maí: kynning á tóm- stundavinnu aldraðra á Garðatorgi kl. 13–15, mámud. 7. maí: boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10, þriðjud. 8. maí: spilað í Kirkjuhvoli kl. 13.30, miðvikud. 9. maí: ferð að Skógum kl. 10, fimmtudag 10. maí: boccia kl. 10.30 leikfimi kl. 12.10, mánud. 14. maí: boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10, skynduhjálp kl. 14, þriðjudag 15. maí: spilað í Holtsbúð kl. 13.30 skyndihjálp kl. 14. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Laugardagsgangan verður kl. 10 frá Hraun- seli. Gíróseðlar fyrir árs- gjöldum hafa verið send- ir út, félagsskírteini fást í Hraunseli gegn kvittun félagsgjalds. Skoð- unarferð í Þjóðmenning- arhúsið 10. maí, skrán- ing hafin í Hraunseli sími 555-0142 Málverkasýning Sig- urbjörns Kristinssonar verður í Hraunseli fram í maí. Félagsheimilið Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 13–17 Kaffiveitingar kl. 15–16. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB kl. 10.30–11.30, panta þarf tíma. Miðvikudaginn 9. maí. Garðskagi- Sandgerði-Hvalsnes. Fuglaskoðun. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Skráning hafin. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Hveragerði 16. maí. Náttúrulækningaheim- ilið, Garðyrkjuskólann og hverasvæðin heim- sótt og skoðuð. Brottför frá Glæsibæ kl. 9.30. Skráning hafin. Silf- urlínan opin á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrif- stofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588 2111. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í Íþróttahús- inu á Varmá kl. 10–11 á laugardögum. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Handa- vinnnusýning og basar verður 12. og 13. maí. Tekið á móti bas- armunum á mánudag 7. maí til fimmtudags 10. maí kl. 9–17. Gjábakki, Fannborg 8 og Gullsmári Gullsmára 13. Vorsýning eldri borgara í Kópavogi verður í Gjábakka og Gullsmára helgina 12. og 13. maí. Sýningarnar verða opnaðar kl. 14, báða dagana. Sýn- ingamunir þurfa að ber- ast í félagsheimilin fyrir kl. 17 fimmtudaginn 10. maí. Handverksmark- aður verður í Gjábakka laugardaginn 12. maí frá kl. 14. þeir sem vilja selja þar handverk sitt skrái sig sem fyrst í af- greiðslu Gjábakka sími 554-3400. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug falla niður um tíma. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105. Hand- verkssýning sunnud. 6. og mánud. 7. maí kl. 14. Margir fallegir munir. Á sunnudag kemur kór frá Mosfellsbæ og syngur í kaffitímanum undir stjórn Páls Helgasonar. Kaffiveitingar. Vesturgata 7. Vorsýn- ing verður í félags- og þjónustumiðstöðinni dagana 10., 11. og 12. maí frá kl. 13–17. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í vetur. Tréút- skurður, glerlist, postu- línsmálun, myndlist og almenn handavinna. Einnig verður kór- söngur, danssýning og leikfimi. Kaffiveitingar frá kl. 13 alla dagana. Allir velkomnir. Þjón- ustumiðstöðin verður lokuð miðvikudaginn 9. maí vegna undirbúnings handavinnusýningar. Hana-nú Kópavogi. Fundur verður í Bók- menntaklúbbi Hana-nú í dag laugardag 5. maí kl. 15–17. Æfð verður ljóða- dagskrá vegna Vorhátíð- ar í Gjábakka 12. maí. Stjórnandi Soffía Jak- obsdóttir leikkona. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verð- ur í kvöld kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Muni gönguna mánudag og fimmtudag. Félagsstarf SÁÁ Félagsvist í Hreyfilshús- inu (3. hæð) laugardaga kl. 20. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Hin árlega kaffi- sala kvenfélagsins verð- ur sunnudaginn 6. maí kl. 14 í safnaðarheim- ilinu. Einnig verður hlutavelta. Tekið á móti kökum eftir kl. 11. Húsmæðraorlof Gull- bringu- og Kjósarsýslu, býður upp á ferð að Hól- um í Hjaltadal og í Vest- urfarasetrið á Hofsósi 29. júní til 1. júlí og til Berlínar 2. til 9. júní. Uppl. veita. Svanhvít s. 565-3708, Ína s. 421- 2876, Guðrún s.426-8217, Valdís s. 566-6635 eða Guðrún s. 422-7417. Félag breiðfirskra kvenna. Vorfundurinn verður 7. maí kl. 20, Veislukaffi. Skráning í ferð á Njáluslóðir. Gest- ir velkomnir. Skaftfellingafélagið. Árlegt kaffiboð aldraðra verður í Skaftfell- ingabúð sunnudaginn 6. maí kl. 14. Hefðbundin dagskrá. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Skaftfellingabúð fimmtudaginn 10. maí og hefst kl. 20.30. Digraneskirkja, kirkju- starf aldraðra, Keflavík- urför með viðkomu í Bláa lóninu verður þriðjudaginn 8. maí, lagt verður af stað frá kirkj- unni kl. 10.45. Skráning hjá Önnu í síma 554- 1475. Lífeyrisþegadeild Landssambands lög- reglumanna. Sunnu- dagsfundur deildarinnar er á morgun kl. 10 í Félagsheimili LR í Brautarholti 30. Félagar fjölmennið. Íslenska bútasaums- félagið. Sýning á búta- saumsteppum félags- manna vikuna 5.–13. maí í Ráðhúsi Reykjavíkur. Opið kl. 10–19 virka daga og kl. 12–18 um helgar. Minningarkort Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561-5622. Minningakort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Í dag er laugardagur 5. maí, 125. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. (Matt. 10, 12.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÉG vildi gjarnan fá rök- ræna skýringu á því hjá Morgunblaðinu, hvers vegna ekki má birta frum- samin erfiljóð, sem taka yfir 1 blað A-4, þegar minningargreinar af sömu lengd eru birtar orða- laust. Er bundið mál á Ís- landi orðið minna virði en óbundið? Er nefndin, sem skipuð var til endurskoð- unar á tryggingamálum aldraðra, látin? Ekki virð- ist vera áhugi á því að hraða þeim málum gegn- um þingið. Gyða Svavarsdóttir. Krossgáta Morgunblaðsins KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að spyrja þá er málið varðar, hvort ekki væri hægt að færa krossgátu Morgun- blaðsins yfir á hægri síðu og hafa lárétt-lóðrétt þar sem krossgátan er. Maður liggur alltaf með höndina yfir lárétt-lóðrétt, þegar maður er að ráða kross- gátuna. Það væri svo miklu þægilegra að hafa hana á hægri síðu. Þakkir MIG langar til að koma á framfæri þakklæti til starfsfólks á nudd- og nálarstungustofunni í Hamraborg í Kópavogi. Snemma á síðasta ári fór ég að fá bakverk sem versnaði stöðugt með miklum þrautum og dofa niður í fót. Margt var reynt en án árangurs. Ég var búin að frétta af stof- unni í Hamraborg og í nóvember leitaði ég þang- að. Á móti mér tók elsku- legt fólk og var ákveðið að ég byrjaði þar í meðferð strax. Fyrstu tímarnir voru mjög sársaukafullir og ég fann engan bata og ætlaði að hætta en var hvött til að halda áfram. Í febrúar fór batinn að koma. Í dag líður mér vel og er hætt að taka verkja- lyf og svefntöflur. Ég þakka þessu frábæra fólki af heilum hug. Og ekki má gleyma ungu stúlkunni Xi- bei sem alltaf er tilbúin að aðstoða sem túlkur. Takk fyrir. Þakklátur viðskiptavinur. Þökk sé Ellert B. Schram ELÍSABET sendi Velvak- anda þennan ljóðræna texta: Mikið mat ég alltaf þann mann, Ellert B. Schram, og ekki fyrir von- brigðum ég varð er ég las orðin hans um heiminn ís- lenskan þá og nú í Morg- unblaðinu 8. apríl. Svo sannarlega hann fyrir sig þakka kann, að afar og ömmur, pabbar og mömmur Ísland úr ösk- unni hófu og eitt ríkasta land skópu á einni öld, sem varla aftur mun ske; en ég viss um er að þið ungir erfingjar virðið þann mikla sjóð og bætið við hann með ykkar karl- mennsku þor’ og gleymið ei þann auma mann meðal vor, og geymið ómengað þann dýrasta arf, sem ís- lenska tungan er. kt. 250221-3719. Þakkir til Frumherja MIG langar að þakka starfsmönnum Frumherja fyrir frábæra þjónustu. Ég fór með bílinn minn í skoðun til þeirra fyrir stuttu. Starfsfólkið er með eindæmum elskulegt og þægilegt. Þeir afgreiða mann með bros á vör og bjóða upp á kaffi á meðan bíllinn er skoðaður. Ég kem örugglega aftur að ári. Hafið mínar bestu þakkir fyrir. Ánægður viðskiptavinur. Hundagirðingin í Nauthólsvík MIG langar að koma með fyrirspurn til þeirra, sem sjá um hundagirðinguna í Nauthólsvík. Er ekki hægt að koma upp ein- hvers konar vatnsaðstöðu fyrir hundana? Að öðru leyti er ég alsæl með að- stöðuna og fer þangað á hverjum degi. María Björg. Tapað/fundið Lítið gult barnareiðhjól í óskilum LÍTIÐ gult barnareiðhjól hefur verið í óskilum í Kópavoginum í nokkra daga. Upplýsingar í síma 554-4809. Hringur og eyrna- lokkur í óskilum GULLHRINGUR og silf- ureyrnalokkur fundust við Morgunblaðshúsið fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 569-1201 á milli kl. 9- 17. Lyklar í óskilum FIMM lyklar á kippu fundust við hornið á Hraunbæ 188, fimmtudag- inn 3. maí sl. Upplýsingar í síma 567-2910. Dýrahald Kettlinga vantar heimili TVEIR átta vikna kett- lingar, læða og fress, fást gefins á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 567-5404 eða 699-4056. Læðu vantar heimili HÁLF loðinn kettlingur, læða, fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 899-0359. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurnir K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sviksamlega ráðagerð- in, 8 ritað, 9 vera ólatur við, 10 flana, 11 brotsjór, 13 glerið, 15 húss, 18 dögg, 21 átök, 22 heimt- ing, 23 vafans, 24 tíðan gest. LÓÐRÉTT: 2 tæpast, 3 tóg, 4 óskar, 5 atvinnugrein, 6 afurðar, 7 hafði upp á, 12 í vondu skapi, 14 rándýr, 15 árás, 16 hagnað, 17 böðlast, 18 ásækin, 19 dýrsins, 20 taugaáfall. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 visin, 4 tæpur, 7 tólin, 8 nakið, 9 agn, 11 næra, 13 hika, 14 urmul, 15 barm, 17 étur, 20 áli, 22 gítar, 23 leiti, 24 renna, 25 sunna. Lóðrétt: 1 vætan, 2 selur, 3 nána, 4 tonn, 5 pakki, 6 riðla, 10 gömul, 12 aum, 13 hlé, 15 bágur, 16 rætin, 18 teinn, 19 reisa, 20 árla, 21 ills. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI er þeirrar skoðunarað hér á landi vanti skemmti- legan ávaxta- og grænmetismarkað eins og hefð er fyrir víða erlendis. Það er vísir að svona markaði á sumrin í Mosfellsdalnum. Á laugar- dögum yfir hásumarið kíkir Víkverji gjarnan þangað með bastkörfuna sína og velur í hana fyrir fjölskyld- una grænmeti fyrir vikuna. Þar er boðið upp á kaffisopa og stemmn- ingin frábær. Hann nýtir sér líka Kolaportið í þessum tilgangi, kaupir kartöflurnar af bóndanum þar og jafnvel græn- meti. En þrátt fyrir Kolaportið og markaðinn í Mosfellsdalnum langar Víkverja að sjá einhvern framtaks- saman reisa alvöru ávaxta- og græn- metismarkað. Hann hefur á ferðum sínum í út- löndum gaman af að kíkja á svona markaði þar sem hann handfjatlar moldugt kálið hjá grænmetis- salanum, velur kirsuberin sín sjálfur í kílóatali og setur í poka í stað þess að fá kálið innpakkað í plast og nokkur ber í plastboxi. Það væri frábært að fá íslenska grænmetið beint frá bændum á svona markað og geta valið um mis- munandi tegundir af salati og jafnvel hafa lífrænt og vistvænt með hefð- bundnum vörum. Auk þessa væru á boðstólum innfluttir ávextir og úr- valið fjölbreyttara en í venjulegum matvörumarkaði. Svona markaður gæti verið með árstíðabundna ávexti, t.d. nokkrar tegundir af ferskjum eða plómum þegar aðal- uppskerutíminn er og nokkrar teg- undir af jarðarberjum en eins og margir vita eru þau misjöfn að bragðgæðum eftir framleiðslulandi og afbrigði. Þá væri líka frábært að geta valið um nokkrar tegundir af appelsínum og fá að vita um uppruna þeirra. Í stórmörkuðunum hérlendis eru appelsínur bara appelsínur og ómögulegt að greina á millli hvaðan þær koma. Undanfarna daga hefur verið rætt um verð á jarðarberjum og Víkverji skilur ekki hversvegna einhverjir kaupmenn hafa ekki prófað að flytja inn berin frá Ítalíu eða Spáni í stað þess að vera bara með þau frá Hol- landi. Hversvegna eru berin ekki seld í lausu svo neytendur geti valið sér ber í kílóatali á boðlegu verði? Hann veltir líka fyrir sér hversvegna allir eru að selja sömu pakkningar af berjum þ.e. 200 gramma box. Hvers- vegna ekki 500 gramma box ef berin eru ekki seld í lausu? Hvað er það sem stoppar kaupmenn þegar ljóst er að engir tollar eru lagðir á berin? x x x TALANDI um verslun þá langarVíkverja að minnast á verð á áleggi. Hann var sem fyrr að skoða áleggsúrvalið í einum stórmarkaðn- um og fann afskaplega lítið sem höfðaði til hans. Þá rakst hann allt í einu á roastbeef svokallað í bréfi og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Honum blöskraði aftur á móti al- gjörlega að kílóverðið skyldi vera um 4.000 krónur og sneri sér frekar að tómötum og agúrkum á brauðið. Er þetta eðlileg álagning á nauta- kjötsáleggi? Hver er eiginlega skýr- ingin á verðlagningunni?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.