Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEÐHVÖRF eru sjúkdómur sem reikna má með að 6% þjóðarinnar hafi fengið að reyna á eigin skinni. Fjórðungur þeirra veikist á barns- eða unglingsaldri. Sextíu prósent þeirra sem hafa geðhvörf (e. bipolar disorder) fá ekki viðeigandi meðferð, ýmist vegna þess að þeir hafa ekki verið greindir með sjúkdóminn eða þeir þiggja ekki heilbrigðisþjónustu og lyfjameðferð. Sá, sem hefur einu sinni fengið einkenni sjúkdómsins, má alltaf eiga von á að hann bæri á sér aftur, jafn- vel eftir löng einkennalaus tímabil. Sjúkdómurinn verður m.ö.o. föru- nautur hans til lífstíðar. Þess vegna er nauðsynlegt að litið sé sömu aug- um á geðhvörf og sjúkdóma á borð við sykursýki, segir dr. Joseph R. Calabrese, virtur, bandarískur vís- indamaður á sviði geðhvarfa. Hann er þeirrar skoðunar að ekki sé annað réttlátt en að þeir, sem þjást af geð- hvörfum, hafi sama rétt og þeir sem hafa aðra langvinna, alvarlega sjúk- dóma, m.a. til þess að fá sér lífsnauð- synleg lyf að kostnaðarlausu. Geð- hvarfasjúklingar greiða ekki frekar en sykursjúkir fyrir lyfin sín í Bandaríkjunum, að því gefnu að þeir séu sjúkratryggðir, segir dr. Cala- brese. Engin smán að hafa geðhvörf Geðhvörf er alvarlegur sjúkdómur sem hefur áhrif á lífsgæði og lífslíkur þeirra sem fá hann. Eitt af alvarleg- ustu einkennum sjúkdómsins eru sjálfsvíg og er tíðni þeirra meðal sjúklinga 15–20%. Dr. Calabrese leggur ríka áherslu á að þótt sjúk- dómurinn sé alvarlegur og hafi veru- leg áhrif á þá sem eru með hann sé hægt að halda honum í skefjum og lifa innihaldsríku og góðu lífi. Í því skyni verður fólk að taka ákveðin lyf dag hvern það sem eftir er lífsins, rétt eins og þeir sem eru með syk- ursýki sprauta sig nokkrum sinnum á dag til að halda einkennum síns sjúkdóms niðri. – En hvers vegna leitar fólk með geðhvörf ekki læknis og þiggur ekki meðferð? Ástæðan er fyrst og fremst sú sorglega staðreynd að við höfum for- dóma gegn geðsjúkdómum; að það þykir vera til smánar að hafa geð- hvörf, segir Calabrese. Einnig megi skýra það með því að sjúkdómurinn er til á mismundandi stigum. „Þeir sem hafa tegund 1 fá alvarleg þung- lyndisköst og alvarleg oflætisköst. Þeir sem hafa aftur á móti tegund 2 fá alvarleg þunglyndisköst en vægt oflæti,“ útskýrir hann og leggur um leið áherslu á að enginn eigi að þurfa að skammast sín fyrir að hafa geð- hvörf fremur en hvern annan sjúk- dóm. Geðhvörf hafi ekkert með per- sónuleika að gera og enginn ræður því sjálfur hvort hann fær sjúkdóm- inn eða ekki. „Lund er stjórnað í „limbíska kerfinu“ í heilanum. Það hefur komið í ljós að starfsemi í þessu kerfi er öðruvísi í þeim sem hafa geðhvörf en þeim sem ekki hafa þau. Starfsemi brissins er skert í þeim sem hafa sykursýki. Þetta er alveg hliðstætt,“ segir Calabrese. Þunglyndi á eftir oflæti Dr. Calabrese býr og starfar í Cleveland í Ohio-ríki í Bandaríkjun- um en var hér á ferð fyrir skömmu í boði Geðlæknafélags Íslands og lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline. Hann hélt erindi fyrir íslenska geð- lækna og greindi þeim m.a. frá rann- sóknum sínum sem einkum beinast að notkun flogaveikilyfja í forvarn- arskyni til að draga úr líkum á end- urteknum þunglyndisköstum geð- hvarfa. Geðhvörf lýsa sér gjarnan í end- urteknum oflætis- og þunglyndis- köstum með mislöngum einkenna- lausum tímabilum. Reglan er sú að alvarlegt þunglyndi kemur ævinlega á eftir oflætiskasti. Það er aftur á móti ekki öruggt að oflæti komi í kjölfar þunglyndis. Þetta getur á stundum gert greiningu geðhvarfa erfiða, að sögn Calabrese. Hann segir einnig að það geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef sjúklingum, sem hafa verið rang- lega greindir með þunglyndi án of- lætiskasta, er gefið lyfið flúoxetín, betur þekkt sem Prozac. „Flúoxetín virkar vel á þunglyndi en ekki á oflæti,“ segir hann. „Þegar þessir einstaklingar taka lyfið er hætta á að þeir bindi endi á líf sitt þegar þunglyndið víkur fyrir betri líðan. Þá verða þeir nógu orkumiklir til að taka af skarið. Þess vegna er áríðandi að fólk viti að geðhvörfum fylgja einkenni sem menn tengja yf- irleitt ekki við geð eða lund. Mat- arlyst, svefni og orku er sjórnað frá sömu heilasvæði og lund. Ef fólk vissi þetta ættu fordómar í garð geð- sjúkdóma að minnka. Meðal ein- kenna þunglyndis er t.d. lítil matar- lyst og orkuþurrð. Oflæti birtist aftur á móti í mikilli orku, hug- myndaauðgi, miklu sjálfsöryggi og trú á eigin mátt. Þeim líður eins og þeim sem nota örvandi efni á borð við kókaín. Þeir afkasta miklu og taka afdrifaríkar ákvarðanir. Þetta er tíminn sem þeir ákveða að gifta sig eða skilja. En svo fer allt úr bönd- unum, fjárhagurinn fer í rúst og ann- að eftir því. Margir þeir sem eru með geðhvörf með vægu oflæti átta sig ekki á ástandinu, að eitthvað sé að. Ef þeir eru spurðir um líðan sína svara þeir því til að þeim líði dásam- lega. Þeir skilja ekki hvert er hið eðlilega ástand og léttirinn við að vera laus úr viðjum þunglyndisins er svo mikill.“ Dr. Calabrese segir að lyfið lith- ium, sem notað hefur verið við geð- hvörfum í hálfa öld, virki vel á oflæti en að það geri lítið gagn gegn þung- lyndi. Það hefur aukaverkanir sem mörgum fellur illa, m.a. skjálfta og minnistruflanir. Þess vegna eru margir tregir til að taka lyfið að stað- aldri. Fyrir u.þ.b. tveimur áratugum var farið að nota ákveðin flogaveiki- lyf við geðhvörfum en þá höfðu menn áttað sig á að þau voru góð gegn þunglyndinu. Lyfin sem áður voru notuð höfðu þann ókost að „fletja út“ skapshöfn þeirra sem tóku þau inn þannig að þeir upplifðu ekki eðlileg- ar sveiflur í andlegri líðan. Floga- veikilyfin valda hvorki breytingum á minni né skjálfta og þau þolast yf- irleitt vel. Auk þess að vera notuð við flogaveiki og geðhvörfum hafa þau verið reynd með góðum árangri, t.d. við mígrenihöfuðverkjum og lang- vinnum verkjum, og segir Calabrese að þess vegna ætti í raun að kalla þau einhverju öðru nafni en floga- veikilyf. Rannsóknir, sem dr. Calabrese og aðrir hafa gert á undanförnum árum, hafa sýnt fram á að fólk með geð- hvörf getur verulega dregið úr líkum á endurteknum þunglyndisköstum með því að nota þessi lyf að staðaldri það sem eftir er ævinnar og aukið við það lífsgæði sín og fjölskyldu sinnar svo um munar. Forvarnarmeðferð sem þessi er þar á ofan besta leiðin til að draga úr kostnaði af sjúkdómn- um bæði fyrir sjúklinginn sjálfan og þjóðfélagið, segir Calabrese. „Læknar ættu að byrja fyrr að gefa geðhvarfasjúklingum þessi lyf,“ segir hann en bætir svo við að það sem einkum komi í veg fyrir það séu fordómar og lítill áhugi sjúklinga. „Það er mikilvægt að fólk skilji að sjúkdómurinn fer ekki af sjálfu sér en að það er hægt að haga lífi sínu þannig að fólki líði betur. Fólk þarf hjálp til að ná sér. Þessu má líkja við það þegar fólk fer í mjaðmaaðgerð og fær sjúkraþjálfun á eftir.“ Dr. Calabrese segir að lengi vel hafi vísindamenn haft lítinn áhuga á geðhvörfum. Sjálfur hefur hann stundað þetta svið læknisfræðinnar í mörg ár sér til mikillar ánægju, þótt vissulega hafi hann fengið að kynn- ast skuggahliðun hennar líka. Áhug- inn hefur vaxið mikið á síðustu árum og má að hans sögn þakka það m.a. því að Prozac varð til skamms tíma nokkurs konar tískulyf. Geðhvörf og aðrar lyndisraskanir hrjá fimmtung jarðarbúa og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sett þessa sjúkdóma og raskanir efst á lista sinn yfir heilbrigðisvanda sem verður að leysa. Þá er það eitt af meginmarkmiðum í heilbrigðisáætl- un til ársins 2010, sem nú liggur fyrir Alþingi, að draga úr sjálfsvígum á Ís- landi og auka geðheilbrigði þjóðar- innar. Fordómar gagnvart geðhvörfum koma í veg fyrir að fólk þiggi lyf og læknisþjónustu Engin smán að hafa geðhvörf Morgunblaðið/Jim Smart Dr. Calabrese fór í kennslustund hjá læknanemum á 5. námsári og hreifst af þekkingu þeirra á geðsjúkdómum. Ef fólk veit að geðhvörfum fylgja einkenni sem menn tengja yfirleitt ekki við geð eða lund ættu fordómar að minnka, segir bandaríski geðlæknirinn dr. Joseph R. Calabrese. Hann sagði Maríu Hrönn Gunnarsdóttur frá rannsóknum sínum. BÓLUEFNI gegn flensu, sem nú er verið að gera tilraunir með að búa til á nýjan hátt, kann að vera síður lík- legt til að vekja ofnæmisviðbrögð vegna þess að ekki eru notuð egg við framleiðsluna, að sögn austurrískra vísindamanna sem vinna að efninu. Dr. Otfried Kistner, hjá fyrirtæk- inu Baxter Hyland Immuno í Orth við Dóná, greindi frá því nýverið að ásamt samstarfsfólki sínu hefði hann beitt aðferð sem felst í því að nota frumur sem teknar eru úr nýrum afr- ískra grænapa. Frumurnar eru rækt- aðar á rannsóknarstofu, bólusettar með ýmsum flensuafbrigðum og síð- an er flensuvírusinn hreinsaður. Nokkur fyrirtæki eru að vinna að þróun á egglausu bóluefni en þetta er það fyrsta sem er fjöldaframleitt í frumum sem þegar hafa verið sam- þykktar til notkunar í fólk, að því er fyrirtækið greinir frá. Kistner viður- kennir að hugsanleg hætta stafi af því að nota frumur sem teknar eru úr öp- um vegna þess að í frumunum sé framandi kjarnsýra (DNA) sem gæti verið hættuleg mönnum. En hreinsunarferlið minnkar veru- lega heildarmagn DNA í bóluefninu og því segir Kistner það ekki eiga að skapa hættu. Hann nefnir enn fremur að þessar sömu apafrumur séu not- aðar til að framleiða bóluefni gegn mænusótt og hundaæði, og aðferðir við að draga úr áhættunni séu orðnar háþróaðar. Þegar hafa verið gerðar tilraunir með eggjalausa bóluefnið á 1.200 full- orðnum sjálfboðaliðum í aldurshóp- unum 18-59 ára og 60 ára og eldri í Bretlandi, Austurríki og Póllandi. Færri tilfelli ofnæmisviðbragða komu í ljós í eldri hópnum, samanbor- ið við hefðbundið bóluefni. Ennfrem- ur reyndist nýja bóluefnið virka jafn- vel gegn flensu og hefðbundið bólu- efni. „Við höfum ákveðið að hefja klín- ískar tilraunir í Bandaríkjunum 2002. Vonandi getum við sett bóluefnið á markað fyrir 2005,“ sagði Kistner. Hefðbundin bóluefni eru unnin úr hænueggjum og árlega þarf hátt í 80 milljónir eggja til að framleiða flensu- bóluefni í Bandaríkjunum og Bret- landi. Tilraunabólu- efni lofar góðu Associated Press Sárt en nauðsynlegt. San Diego. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.