Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ OLÍUVERZLUN Íslands hf. tilkynnti síðdegis í gær hækkun verðs á bensíni og olíu sem mun taka gildi í dag. Verð á bensíni hækkar um 3,40 kr. á lítra, gasolía hækkar um 2,90 kr., skipaolía um 2,50 kr. og svartolía um 2,20 kr. Er þetta sambærileg hækkun þeirri sem Olíufélagið ákvað sl. fimmtudag. Í frétt frá Olís segir að vegna þróunar gengismála síðustu daga sé ljóst að forsendur verðákvörðunar eldsneytis um síðustu mánaðamót séu brostnar og hafi Ol- íuverzlun Íslands því ákveðið nýtt útsöluverð. Skeljungur hefur ekki tilkynnt um frekari hækkanir á eldsneytisverði en ákveðnar voru um seinustu mánaðamót. Forsvarsmaður Olíufélagsins segir félagið hafa fundið fyrir viðbrögðum viðskiptavina sinna í gær vegna bensínhækkunarinnar, bæði á bensínstöðvum og eins hefðu viðskiptavinir hringt og spurt um ástæður þess að félagið hækkaði bensínið um 3,40 kr. til viðbótar þeirri 6 kr. hækkun sem varð um mánaðamótin. Í yfirlýsingu frá ASÍ í gær er skorað á stjórn- völd að lækka hlut ríkissjóðs í bensínverði og sagt er að sjálfgefið sé að olíufélögin endur- skoði þá einnig sinn hlut. Vöruinnkaup ekki staðgreidd Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins, var spurður hvern- ig á því stæði að félagið hefði brugðist strax við frekari gengislækkun á fimmtudag með því að hækka eldsneytisverð aðeins þremur dögum eftir síðustu hækkun í ljósi þess að þegar elds- neytisverð lækkaði á heimsmarkaði segðust ol- íufélögin yfirleitt ekki geta brugðist strax við því og lækkað útsöluverð með því að vísa til birgðastöðu. Hann sagði að hækkanirnar núna hefðu verið gerðar vegna breytinga á gengi krónunnar. „Það hefur í sjálfu sér ekki með neitt annað að gera. Við kaupum okkar eldsneyti inn í doll- urum. Þessi vöruinnkaup eru ekki staðgreidd og það er útilokað að við getum tekið á okkur þá miklu hækkun á sem orðið hefur á bandaríkja- dollar á fyrstu fjórum mánuðum árs, sem er yf- ir 20%,“ segir hann. Heimir bendir á að þetta ástand sé mjög óvenjulegt. Allt síðastliðið ár hafi t.d. verðlagn- ing á eldsneyti hér verið í fullu samræmi við meðalverð í Rotterdam og miðað við lokagengi hvers mánaðar. Þetta geti bæði Samkeppnis- stofnun og FÍB staðfest. „En nú er hins vegar ekki um eðlilegt ástand að ræða vegna geng- islækkunarinnar. Við berum auðvitað ábyrgð á okkar rekstri og verðum að bregðast við. Það má lesa í Morgunblaðinu hverja fréttina á fæt- ur annarri um hækkanir eða boðaðar hækkanir vegna gengisbreytinga. Við erum í alveg sömu stöðu hvað þetta varðar en meginmálið er að það er um óeðlilegt ástand að ræða, gengið hreyfist miklu meira en við höfum séð í langan tíma og þess vegna bregðumst við við með þessum hætti núna.“ ASÍ krefur olíufélögin svara Í yfirlýsingu frá ASÍ í gær segir að olíufélög- in verði að svara því hvort bensínverð hér á landi sé miðað við meðalgengi krónunnar og meðalverð eldsneytis á markaði í hverjum mán- uði eða lokagengi og lokaverð á markaði og hvort sama regla sé notuð hvort sem bensín- verð er á uppleið eða niðurleið. Á þessum við- miðunum sé talsverður munur þegar breyting- ar eru að verða. „Við erum að bregðast við vegna þess að reksturinn er ekki eins og við viljum hafa hann. Við værum ekki að þessu ef við værum með sömu álagningu og hefur verið,“ segir Heimir. ,,Það má líka benda á að við erum með tug- þúsundir viðskiptavina um allt land og því er ljóst að þetta er ekki aðgerð sem við grípum til að gamni okkar. Við gerum okkur auðvitað grein fyrir að hún hefur áhrif á þá jákvæðu ímynd sem Olíufélagið hefur. Það er ekki skemmtilegt fyrir starfsfólk og umboðsmenn okkar að þurfa að gera þetta, en þegar upp er staðið þá hefur Olíufélagið hugsað sér að starfa til lengri tíma og við þurfum því að taka tillit til þess að við berum ábyrgð á þessum rekstri og þurfum að hugsa um þetta til lengri tíma litið vegna þess að sveiflan er það mikil,“ segir Heimir. Hann benti einnig á að félagið hefði ekki hækkað eldsneytið jafnmikið og gengisbreyt- ingarnar hefðu gefið fullt tilefni til. Aðspurður segir Heimir félagið vissulega hafa fundið fyrir viðbrögðum viðskiptavina vegna hækkananna, þess verði m.a. nokkuð vart á útsölustöðvunum auk þess sem talsvert hafi verið hringt og spurt um ástæður hækk- unarinnar, „en þó ekki í eins miklum mæli og búast mátti við,“ segir hann. „Það er líka alveg ljóst að ef hin félögin breyta ekki verðinu hjá sér þá verðum við að endurskoða þessa ákvörð- un okkar. Ekki ætlum við að mála okkur út í horn,“ segir Heimir. Varað við að gengisþróun verði velt út í verðlagið Hagdeild og forsetar ASÍ sendu frá sér yf- irlýsingu í gær þar sem segir m.a. að láti inn- flutningsaðilar tímabundna gengisþróun velta beint út í verðlagið muni það hafa ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf í heild. „Margt bendir til þess að sambandið milli gengisþróunar og verðlags sé ekki alveg svo einfalt. Alþýðusamband Íslands hefur ítrekað bent á það áður að þegar gengi krónunnar styrktist mjög á síðasta ári skilaði það sér ekki beint í lækkandi verðlagi. Söluaðilar virðast þannig hafa haldið gengishagnaðinum og þegar við bætast umræður undanfarinna vikna um álagningu í smásöluverslun hér á landi má ætla að aðilar hafi svigrúm til að axla sinn hluta ábyrgðarinnar á því að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Stjórnvöld lækki hlut sinn í eldsneytisverði Einnig er bent á að ríkissjóður taki til sín drjúgan hluta af verði hvers bensínlítra og að hækkun bensínverðsins mun því skila miklum tekjuauka umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. „Stjórnvöld hafa því tækifæri til að draga umtalsvert úr hækkunum eldsneytisverðs. Nú er fyllsta tilefni til að grípa til slíkra sveiflujafn- andi aðgerða og sýna þannig ábyrgð og gott fordæmi. Alþýðusambandið bendir einnig á að álagn- ing olíufélaganna á hvern bensínlítra er næst- um sama krónutala og ríkissjóður er að inn- heimta með virðisaukaskatti á bensín. Lækki stjórnvöld hlut ríkissjóðs í bensínverði til að hækka ekki tekjur sínar umfram áætlanir fjár- laga, er sjálfsagt að olíufélögin endurskoði einnig sinn hlut.“ ASÍ skorar á stjórnvöld og olíufélög að lækka hlut skatta og álagningu á bensínverð Olíufélagið fær viðbrögð frá viðskiptavinum vegna hækkunar OLÍS hækkar verð á bensíni eins og ESSÓ KOSTNAÐUR Alþingis vegna fram- kvæmda við skrifstofuhúsnæði þess við Austurstræti 8–10 og 10A var 249,9 milljónir króna. Áætlaður kostnaður var hins vegar 133 millj- ónir. Kostnaðurinn varð því næstum tvöfalt hærri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá átti verktíminn að vera fjórir mánuðir en varð þess í stað tíu en verkinu lauk í febrúar 2001. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru settar fram alvarlegar athugasemdir við framkvæmdirnar. Ríkisendur- skoðun kemst að þeirri niðurstöðu að meginskýringin á því hvers vegna kostnaður og verktími fóru svo langt fram úr áætlun sé sú að við undirbún- ing framkvæmdanna var í veigamikl- um atriðum vikið frá ákvæðum laga um skipan opinberra framkvæmda og leiðbeiningum fjármálaráðuneytisins um hvernig standa skuli að verki. Í skýrslunni kemur fram að hvorki hönnun né ákveðnir verkþættir var boðið út en verkið var þó útboðsskylt. Kostnaðaráætlanir voru gerðar löngu áður en hönnun verksins var lokið. Þá var samið við verktaka og fram- kvæmdir hafnar þrátt fyrir að hönnun stæði enn yfir og kostnaðaráætlun ekki tilbúin. Ekki var skrifað undir verksamning fyrr en tveimur mánuð- um eftir að framkvæmdir hófust. Þá var ljóst við upphaf framkvæmdanna að fjárveiting til verksins árið 2000 nægði ekki fyrir kostnaði. Í skýrsl- unni segir að framkvæmdir hafi dreg- ist á langinn vegna skorts á teikning- um. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði á blaðamannafundi í gær að í ljós hefði komið að kostnaðaráætlanir vegna Austurstrætis 8–10 væru of lágar og ýmsir þættir hefðu verið van- metnir. Verkið hefði því farið fram úr áætlun. Í því sambandi væri rétt að gæta að því að verð á verktakavinnu hækkaði verulega á síðasta ári og skýringarinnar væri að hluta til að leita þar. Þegar hann var spurður um hver bæri ábyrgð á því hve miklu munaði á kostnaði og áætlun sagði Halldór að forsætisnefnd ætti eftir að fara yfir skýrsluna. „Ég vil ekki ræða einstök atriði skýrslunnar fyrr en við höfum farið nákvæmlega yfir hana,“ sagði Halldór. Framkvæmdasýslan bar ábyrgð á eftirliti Ríkisendurskoðun telur eðlilegt að Framkvæmdasýsla ríkisins beri ábyrgð á því að verk sé boðið út og að framkvæmdir hefjist ekki nema skrif- legur verksamingur liggi fyrir. Þá beri stofnun ábyrgð á því að fullnægj- andi eftirlit sé haft með verk- og fjár- hagsstöðu á meðan á framkvæmdum stendur, hvort sem stofnunin annast það sjálf eða felur það öðrum. Þá verði að tryggja að verklegar framkvæmdir hefjist ekki fyrr en undirbúningi þeirra er lokið og að samstarfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir hafi veitt heimild til fram- kvæmdanna. Eðlilegt sé að Alþingi og Framkvæmdasýslan beri ábyrgð á því að framkvæmdir hefjist ekki fyrr en slíkt leyfi liggi fyrir. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að engin raun- veruleg kostnaðaráætlun var lögð fyrir samstarfsnefndina. Alþingi leigir húsin við Austur- stræti 8–10 og 10A og notar þau undir nefndaraðstöðu auk þess sem skrif- stofur þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru þar til húsa. Austurstræti 8–10 er nýbygg- ing en húsið númer 10A er eldra. Kostnaður vegna innréttinga í ný- byggingunni var 229,7 milljónir en 19,7 milljónir í Austurstræti 10A. Ekki dýrara að byggja Í skýrslunni kemur fram að kostn- aður Alþingis vegna leigusamnings- ins og framkvæmda við Austurstræti 8–10 er 493 milljónir króna en leigu- samningurinn er til 12 ára. „Fer- metraverð húsnæðisins er samkvæmt þessu 242.742 kr. sem hlýtur að telj- ast mjög hátt miðað við að um er að ræða leiguhúsnæði. Jafnvel þótt kostnaður Alþingis vegna innréttinga á húsnæðinu hefðu verið í samræmi við kostnaðaráætlun er húsnæðis- kostnaðurinn allt eins hár, eða hærri, og ætla má að kostað hefði að byggja eða kaupa samsvarandi húsnæði,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt upphaflegum leigu- samningi var gert ráð fyrir að leigu- sali myndi bera allan kostnað við frá- gang húsnæðisins að öðru leyti en því að Alþingi skyldi koma fyrir öllum innveggjum skrifstofa, raflögnum og lýsingu. Leigusalinn, Trúss ehf., fór hins vegar fram á það síðar að losna undan því að sjá um innanhússfrá- gang en greiða í staðinn 30 milljónir. Framkvæmdasýsla ríkisins og VSÓ ráðgjöf töldu samninginn hagstæðan. Í framhaldi af því samþykkti Alþingi tillögu Framkvæmdasýslunnar og gekk að tilboðinu. Ríkisendurskoðun segir að þetta veki óneitanlega furðu í ljósi þess að síðla árs 1999 hafði Framkvæmdasýslan varað Alþingi við því að vikið yrði frá þeirri vinnu- reglu að húsnæði sem ríkið leigi sé fullfrágengið. Mikil óvissa sé varðandi byggingarkostnað og mikil spenna á byggingarmarkaði. Á blaðamannafundi forseta Alþing- is í gær kom fram að ákveðið hefur verið að bjóða út síðari áfanga við byggingu þjónustuskála við Alþingi. Endanleg hönnun liggur fyrir og er heildarkostnaður áætlaður 410 millj- ónir króna. Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen var falið að fara yfir hönnunargögn og kostnaðaráætlun. Ríkisendurskoðun segir ekki farið að lögum við framkvæmdir við skrifstofuhúsnæði Alþingis Verkið nærri tvöfalt dýrara en áætlað var Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkisendurskoðun telur að það hefði ekki verið dýrara að byggja nýtt húsnæði í stað þess að taka Austurstræti 8–10 á leigu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Blöndal kynnti skýrslu Ríkisendurskoðunar og fyrirhugaðar framkvæmdir við þjónustuskála Alþingis. T.v. er Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri og Sigurður Einarsson, arkitekt skálans, t.h.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.