Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 51 því litla, vera sterk í mótlæti og vera þakklát fyrir lífið. Elsku Ída mín, ástarþakkir fyrir allt sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Við eigum eftir að sakna þín mikið, allra góðu símtalana og kaffi- stundanna. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin þó við hefðum viljað hafa þig miklu lengur því við ætluðum að gera svo margt með þér á næstu árum. Þú áttir góðan mann sem þú elskaðir mikið og yndisleg börn. Það fræ sem þú sáðir í garðinn þinn í þessu lífi mun halda áfram að vaxa og dafna og verða þér verðugur minnisvarði í framtíðinni. Hafðu þökk fyrir allt. Þín elskandi tengdadóttir Lára. Elsku amma Ida okkar. Það er skrítin tilfinning að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þú, þessi sterka glæsilega kona sem að við höfðum ímyndað okkur að myndi vera hjá okkur miklu lengur til að sjá barnabarnabörnin þín í framtíðinni. Þú varst okkur góð amma og náðir sterkt til okkar með þínu innra barni sem ávallt var stutt í. Þú komst okk- ur stöðugt á óvart með uppátækjum þínum og hlutum sem þú dróst út úr skápunum á fallegu heimili ykkar afa. Það má með sanni segja að allt hafi iðað af lífi í kringum ömmu. Okkur systkinin hlakkaði alltaf mik- ið til að fara í sveitina því að þar var að finna hin ýmsu dýr semamma og afi umönnuðust af mikilli hlýju. Amma var mikill dýravinur og alltaf þegar hún kom í heimsókn fylgdu henni að minnsta kosti tveir hundar í bandi. Eitt af því sem einkenndi ömmu okkar var hin mikla gjafmildi henn- ar. Henni fannst gaman að gleðja ástvini sína með gjöfum og þar sem hún var mjög listræn bjó hún til fal- lega hluti af alúð og mikilli vinnu og gaf þá með stolti. Þessir hlutir eru okkur í dag mjög dýrmætir. Amma fylgdist alltaf vel með okk- ur barnabörnunum, því fyrir henni var mjög mikilvægt að hafa sterk og náin fjölskyldutengsl við stóra sem smáa. Hún var alltaf dugleg að heim- sækja okkur og sýndi ávallt mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við finnum strax fyrir því hve allt er tómlegt án ömmu og gleðinnar sem fylgdi heimsóknum hennar. Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu og ax, og kvöldið stóð álengdar hikandi feimið og beið. Að baki okkur týndist í mistrið hin langfarna leið, eins og léttstigin barnsspor í rökkur hins hnígandi dags. Og við settumst við veginn, tveir ferðlúnir framandi menn, eins og fuglar, sem þöndu sinn væng yfir úthöfin breið. Hve gott er að hvíla sig rótt, eins og lokið sé leið, þótt langur og eilífur gangur bíði manns enn. (Steinn Steinarr.) Elsku amma okkar. Við viljum þakka þér fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Minning þín verður ávallt geymd í hjarta okkar. Við vitum að nú ert þú á bjartari stað hjá Óskari frænda og tekur þú okkur opnum örmum þegar við hittumst síðar. Það er gott að vita af því að þú sért að fylgjast með okkur öllum og styrkja okkur á erfiðum tímum sem þessum. Góður guð styrki okkur öll sem elskuðum ömmu. Þín verður sárt saknað, Kolbrún Dögg, Sólrún Tinna, Guðmundur og Þuríður Elva. Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast elskulegrar ömmu okkar sem lést aðeins 68 ára gömul, eftir harða og hetjulega bar- áttu við krabbamein. Það er aðeins mánuður í að við flytjum heim frá Bandaríkjunum og þykir okkur afar sárt að hafa ekki getað kvatt hana. Það verður afar skrýtið að hugsa til þess að koma til Íslands og ekki getað heimsótt ömmu í sveitinni. Hún amma var engin venjuleg kona, húsið hennar var fullt af blómum, smádóti og dýr- um sem henni þótti svo vænt um, og hver einasti smáhlutur var ómiss- andi í hennar daglega lífi. Það eru ansi margar dýrategundir sem hafa verið aldar á heimili ömmu, þar með talið hestar, minkar, selir, hundar og fuglar. Amma var mikill náttúruunn- andi og ef veður var gott var fátt sem hélt henni innandyra, það eru ansi margir tímarnir sem amma eyddi við úti störf í sveitinni og seinna í garð- inum sínum á Selfossi. Amma var einnig mikil listakona og sat hún aldrei aðgerðarlaus, hún ýmist saumaði, prjónaði, gerði listaverk úr gleri eða hvað annað sem henni datt í hug að taka sér fyrir hendur. Það er ekki hægt að minnast ömmu án þess að hugsa til brúnkökunnar hennar, alltaf átti hún brúnköku og mjólk- urglas handa okkur þegar við kom- um. Tvisvar sinnum komu amma og afi að heimsækja okkur til Banda- ríkjanna og núna síðast í nóvember þar sem þau eyddu einum mánuði með okkur. Ekki reiknuðum við með að það yrði í síðasta skiptið sem við sæjum hana ömmu. Á þessari erfiðu stundu viljum við biðja góðan Guð um að taka vel á móti henni ömmu og að styrkja alla ættingja og þá sér- staklega hann afa sem nú hefur misst svo mikið. Við systkinin viljum enda þessa kveðju til elsku ömmu með þessum orðum úr Biblíunni: Ef réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn, úr öllum nauðum þeirra frelsar hann þá. (Sálm. 34.18.) Karen Ósk Pétursdóttir, Pálmi Pétursson, Linda Björk Pétursdóttir og Vilhelm Pétursson. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Minning þín mun ávallt lifa í hjarta okkar. Eggert og Lilja. Þegar sumar og sól brosir við okk- ur sínu blíðasta, fyrstu sumarblómin springa út sunnan undir vegg og vor- boðinn ljúfi syngur í runna og allt vaknar til lífsins eftir vetrardróm- ann, kveður elskuleg mágkona mín – Ída Elvíra Óskarsdóttir – þetta líf, eftir langa og stranga baráttu við einn skæðasta vágest okkar tíma. Þegar svo er komið verður dauðinn líkn þótt kveðjustundin sé full af söknuði og trega. Í mínum augum og okkar allra var Ída hetja. Barðist af fádæma hörku og lífslöngun til hins síðasta. Alltaf bjartsýn og jákvæð á lífið með spaugsyrði á vör þótt syrti í álinn. Alveg sama hvort sem hún var á sjúkrahúsinu – heima hjá sér og sín- um eða í fermingarveislunum tveim- ur fyrir stuttu, þar sem við hittumst síðast. Það var aðdáunarvert að sjá og heyra hversu vel hún stóð sig þar, sárþjáð og þreytt. Alltaf sama glaða, sterka Ída. Ída Elvíra Óskarsdóttir var fædd og uppalin í borginni við sundin – Kaupmannahöfn – umhvafin ástríki foreldra sinna og systkina, sem nú eru öll látin. Hún var námfús og list- feng. Á sínum yngri árum í Kaup- mannahöfn iðkaði hún íþróttir. T.d. varð hún verðlaunahafi í kappróðri. Hún var hárgreiðslumeistari að mennt og vann við það um tíma. Ákvað svo að skreppa til Íslands og vinna þar smátíma og fara svo heim aftur. Hún fór aldrei heim aftur fyrr en mörgum árum seinna og þá sem gestur. Örlagadísirnar leiddu þessa ungu, glæsilegu stúlku fljótlega á vit hins eina sanna og alla tíð síðan – hartnær hálfa öld, hefur hún staðið traust og styrk, í blíðu og stríðu – við hlið eiginmanns síns – Guðmundar Eggertssonar – þar til nú, að leiðir þeirra skilja um sinn. Guðmundur og Ída stofnuðu sitt fyrsta heimili á Sporðagrunni 15 í Reykjavík – áttu svo heima víðar í þeirri borg, samtals í 16 ár. Ída vann um tíma á hárgreiðslustofunni Víólu en varð að hætta er fjölskyldan stækkaði. Guðmundur vann við lög- reglustörf – var oft mikið á sjónum en síðast verkstjóri í Slippnum. Þau hófu búskap á jörðinni Tungu í Gaul- verjabæjarhreppi 1972 og bjuggu þar góðu búi í 24 ár. Sjóinn stundaði bóndinn enn um sinn, gerðist svo lögreglumaður á Selfossi allt til þess að hann varð að hætta vegna aldurs. Fjölskyldan stækkaði. Börnin urðu sex. Allt mannvænlegt fólk, sem flest hefur stofnað sína eigin fjölskyldu og farnast vel. Það var því í nógu að snúast hjá bóndakonunni í Tungu. Hún gætti svo sannarlega bús og barna og stjórnaði öllu af dugnaði og elju því húsbóndinn var oft langdvölum að heiman vegna sinna starfa. Börnin hjálpuðu til við búskapinn jafnóðum og þau uxu úr grasi. Stundum voru líka aðkomubörn í sveit í Tungu og því oft glaðværð og gleði. Mikil sorg barði að dyrum hjá þeim hjónum í Tungu 1985, þegar elsti sonur þeirra – Óskar Vilhelm – lést af slysförum í Reykjavík, frá konu og tveim ungum sonum. Hann var manndómsmaður og harmdauði öllum er til þekktu. Síðustu árin hafa þau Guðmundur og Ída búið á Selfossi – Háengi 15. Þegar nú elskuleg mágkona mín er öll, gengin á vit horfinna ástvina, fegurðar og gleði, umvafin sól og sumri, þar sem hún uppsker veg- semd liðinna ára, er mér og konu minni ljúft að þakka henni fyrir allar ánægjustundirnar á langri samleið. Við hjónin – fjölskyldur okkar – sendum elskulegum eiginmanni hennar, börnum og ættingjum öllum innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja þá, sem mest hafa misst og sárastan harminn bera. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jón Þ. Eggertsson. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Vitandi af þér í öðrum heimi, minningar um þig í huga og hjarta ég geymi. Sársaukinn svo mikill og söknuður sár, niður þau streyma um vanga minn tár. En það er mín huggun að finna þig ekki, þín eilífa barátta og hugrekki. Eftir margra ára langa bið þá vona ég svo heitt og innilega að þið, mín ástkæra amma og þinn heittelskaði, minn ástkæri afi, fáið loks að hvílast hlið við hlið. (R.E.) Elsku besta amma mín. Vonandi ertu laus við þinn þunga andardrátt og komin með heilbrigð lungu. Elsku amma mín, hvað ég sakna þín. Þegar ég horfði á þig fara fann ég léttinn á brjósti mér og ég vona að þér líði betur núna, litli harðjaxlinn minn. Þú varst svo dugleg og sterk, vildir ekki sleppa, því þú máttir ekki missa af neinu, en ég er alveg viss um að þú hefur miklu meira að gera á þeim stað þar sem þú ert EMILÍA BÖÐVARSDÓTTIR ✝ Emilía (Emma)Böðvarsdóttir fæddist 31. desem- ber 1926 á Bæ í Hrútafirði. Hún lést á Vífilsstaðaspítala á páskadag, 15. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ólöf (Lóa) Sigurjónsdótt- ir og Böðvar Eyjólfs- son og systkini henn- ar voru Magnúsína (Ína) og Sigurjón (Nóni); þau eru öll látin. Hinn 24.12. 1950 giftist Emilía Garðari Sigfússyni, f. 6.4. 1924, d. 15.2. 1988, frá Stóru-Hvalsá í Hrútafirði. Fósturdóttir þeirra var Ragnheiður Edda Hallsdóttir, f. 29.4. 1939, d. 1974. Börn Emilíu og Garðars eru, í aldursröð: Garð- ar Kári, Ragnheiður, Ólöf Brynja, Hildur, Hreimur Heiðar og Krist- ín Sigfríður. Barnabörn eru 21 og barnabarnabörn 22. Útför Emilíu fór fram í kyrr- þey. núna og getur líka fylgst með okkur öll- um í einu. Komin eftir langa bið í faðm afa, en þú vissir að hann biði þín enda er ég viss um að ykkur er ætlað að vera saman að eilífu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér síðasta spölinn og þegar ég var hjá þér eina nótt- ina og þú varst í því að reka mig upp í rúm, þá naustu þín, enda vissirðu að ég myndi ekki þora annað en að hlýða þér, því þú varst svo ákveðin. Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig, mér þykir leitt að hafa ekki verið meira til staðar fyrir þig, en þú skildir það vel, því að þú veist nú hvernig ástatt er hjá mér. En ég veit að þú varst oft mikið ein og hversu tóm- legt það hefur verið fyrir þig, en nú vona ég að þið afi fáið loksins að kúra í fanginu á hvort öðru á ný. Ég prófaði að hringja heim til þín kvöldið eftir að þú kvaddir en auðvitað svaraði enginn, en Emma dóttir mín sagði við mig: „Mamma, af hverju hringirðu bara ekki til Guðs og færð að tala við ömmu?“ Bara að ég vissi númerið. Þessi litlu grey, koma alltaf með sak- lausu spurningarnar sem ekki allt- af eru til svör við, en ég er alveg viss um að þú hefðir nú gert eitt- hvert grínið upp úr þessari at- hugasemd frá Emmu litlu, því allt- af var kímnigáfan til staðar hjá þér. Takk fyrir að kenna mér réttu handbrögðin við prjónamennsk- una, það eru nú til ófáar lista- verka-lopapeysurnar eftir þig, jafnvel alla leið úti í Bandaríkj- unum. Ég gæti endalaust talið upp minningar sem ég á um þig, elsku amma, en þú vildir nú ekki láta hafa mikið fyrir þér svo að ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. En eins og ég sagði við þig um kvöldið áður en þú fórst: „Hvíldu þig nú, amma mín.“ Ég sagðist líka ætla að koma með páskaegg handa þér daginn eftir, því það væri nú páskadagur, og þú baðst mig um að hafa það bara af minnstu stærð, ekki of stórt, en ég fékk ekki tækifæri til þess að gefa þér það, því þú hvíldir þig og kvaddir svo. Ég elska þig í dag, á morgun og að eilífu. Þín Ragnheiður Edda. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.