Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMSTARF Íslendinga og Banda- ríkjamanna í varnarmálum undan- farin 50 ár á sér ekki síst rætur í sameiginlegum gildum eins og vest- rænu lýðræði og virðingu fyrir sjálf- stæði og hagsmunum annarra þjóða. En landfræðileg fjarlægð beggja þjóðanna frá hefðbundnum átaka- svæðum í Evrópu og vonir um að hlutleysisstefna yrði virt áttu einnig sinn þátt í að auka gagnkvæman skilning í viðræðum þjóðanna þegar samið var um herverndina. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi er utanríkisráðu- neytið hélt í samvinnu við Samtök um vestræna samvinnu og bandarísk stjórnvöld í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í gær í tilefni þess að hálf öld er liðin frá gerð varnarsamn- ingsins og komu Bandaríkjahers hingað til lands. Yfirskriftin var „Ís- land og öryggi á Norður-Atlantshafi í fortíð, nútíð og framtíð“. Árni Snævarr fréttamaður kynnti og sýndi áður óþekkta kvikmynd sem nýlega hefur fundist vestra og var gerð um komu Bandaríkjahers hingað vorið 1951. Fjöldi erlendra gesta var á mál- þinginu. Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra ávörpuðu þingið, einnig Charles Ries, sem er einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Banda- ríkjanna og var sérstakur fulltrúi Colin Powells utanríkisráðherra. Forsætisráðherra fjallaði um varn- arsamstarf Íslendinga og Banda- ríkjamanna og flutti fundinum einn- ig heillaóskir frá George Robertson, framkvæmdastjóra NATO. Trygging fyrir skakkaföllum Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði m.a. að menn tryggðu sig og eignir sínar fyrir óvæntum skakkaföllum og með hliðstæðum hætti reyndu ríki að koma öryggis- og varnarmálum sínum þannig fyrir að sjálfstæði og fullveldi væri tryggt. „Er enn þörf fyrir bandarískan her á Íslandi?“ spurði Charles Ries í ávarpi sínu. „Ég tel vissulega að svo sé. Þótt við stöndum ekki lengur andspænis sovéskri hættu er eftir sem áður brýnt fyrir NATO að vera með varnarviðbúnað á Norður-Atl- antshafi. Hvergi er betra að vera með slíka aðstöðu en á Íslandi, þaðan er hægt að halda uppi eftirliti úr lofti á þessu mikilvæga svæði. Það merk- ir ekki að við séum föst í kaldastríðs- hugsunarhætti ... Rétta svarið við endalokum kalda stríðsins er ekki að láta sig hverfa heldur laga sig að breyttum aðstæðum,“ sagði Ries. „Truman forseti, sem var við völd þegar varnarsamningurinn var gerð- ur 1951, sagði að menn ættu alltaf að gera það sem þeim þætti réttast. Þá yrðu sumir ánægðir en hinir yrðu furðu lostnir! Sagan hefur sannað svo ekki verður um villst að það var rétt ákvörðun að koma á sérstökum tengslum við Íslendinga,“ sagði Ries að lokum. Aðrir sem fluttu erindi voru Willi- am F. Kernan, hershöfðingi og yf- irmaður Atlantshafsherstjórnar NATO, Walter Slocombe, fyrrver- andi aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Þór Whitehead pró- fessor, Valur Ingimundarson sagn- fræðingur og Erik Goldstein, pró- fessor í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston, og lýstu þeir m.a. aðdraganda varnarsamstarfsins og stofnunar NATO. Hinn síðastefndi er íslenskur í móðurætt og sagðist því vera lýsandi dæmi um „gott samstarf þjóðanna“. Hann benti á að báðar þjóðirnar hefðu á sínum tíma fylgt hlutleys- isstefnu, Bandaríkjamenn með yfir- lýsingum á fjórða áratugnum og Ís- lendingar þegar árið 1918 er landið varð sjálfstætt ríki. „Bandaríkja- menn voru alveg jafnhikandi gagn- vart NATO og gagnkvæmum skuld- bindingum í varnarmálum og Íslendingar. Heilbrigð efahyggja er ekkert slæm í alþjóðlegum sam- skiptum,“ sagði Goldstein. Málþing um Norður-Atlantshaf og 50 ára afmæli varnarsamningsins Þörf fyrir eftirlit þótt kalda stríðinu sé lokið Nokkrir af fundargestum á málþinginu í gær. Talið frá hægri Björn Bjarnason menntamálaráðherra, þá Charles Ries, aðstoðarutanríkisráðherra frá Bandaríkj- unum, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, William F. Kernan, hershöfðingi og yfirmaður Atlantshafsherstjórnar NATO, Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðu- neytisstjóri. Aftar sjást m.a. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar málþing um Ísland og öryggismál á N-Atlantshafi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FÁTT bendir til þess að gera þurfi grundvallarbreytingar á varnar- samningi Íslendinga og Bandaríkja- manna frá 1951 á næstunni þótt að- stæður hafi breyst í heimsmálunum. „Gildistími bókunar sem gerð var til fimm ára 1996 um nokkur fram- kvæmdaatriði rann út fyrir um það bil mánuði og því verða ríkisstjórnir landanna tveggja að ræðast við um þessi mál. Þá verður þó fjallað um smáatriði, ekki grundvöllinn sjálf- an,“ segir Walter B. Slocombe, sem gegndi embætti aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna frá árinu 1994 og þar til í janúar þegar ný ríkisstjórn George W. Bush tók við völdum í Washington. Slocombe er fæddur 1941, hann stundaði nám við Princeton-háskóla og einnig Oxford-háskóla í Bret- landi. Hann hefur ritað mikið um al- þjóðamál og var einn af helstu ráð- gjöfum stjórnvalda á ýmsum sviðum öryggis- og varnarmála. Hann ann- aðist samningagerð við mörg ríki og þar á meðal var hann fulltrúi Banda- ríkjanna er bókun vegna varnar- samningsins var gerð 1994 og aftur 1996. Hann hefur oft áður komið hingað til lands. „Það sem vafalaust verður rætt er hve mikinn viðbúnað Bandaríkja- menn eigi að hafa hér á landi. Einn af mikilvægustu þáttunum var kostnaðarhliðin og náðst hefur gott samkomulag um umbætur í þeim efnum. Þá var ennfremur fjallað um fjölda herþotna í varnarstöðinni og ég geri ráð fyrir að þau mál komi upp á ný.“ Hann er spurður um hvort til greina komi að ekki verði neinar herflugvélar hér á landi en þær hafð- ar í viðbragðsstöðu í Bandaríkjun- um, og sendar hingað ef hættu- ástand skapast. „Hægt er að fullnægja varnar- þörfinni með ýmsum hætti og ég veit að nýja stjórnin er að velta fyrir sér ýmum lausnum. Ein þeirra er að breyta engu um tilhögun mála hér. Menn velta þó fyrir sér þörfinni á herþotum hér, einnig þyrlunum. Hver niðurstaðan verður er erfitt að spá um. Og hver sem hún verður er ljóst að hún verður rædd í samráði við ríkisstjórn Íslands. Málið snýst ekki um að við gefum út einhverja einhliða yfirlýsingu heldur verður að nást samkomulag beggja aðila.“ Viðunandi varnir Hann er spurður um hvort hann telji sjálfur að hér geti verið viðun- andi varnir án þess að herflugvélar séu að staðaldri á landinu. „Hægt er spyrja sömu spurningar um marga aðra staði. Bandaríkin hafa gert áætlanir um að senda um- talsvert herlið á vettvang til ýmissa staða frá heimalandinu ef hætta skapast. Slíkar áætlanir geta því vissulega verið ein leið til að verja land. Við fluttum á sínum tíma mikið lið til Kóreu og einnig til Persaflóa í átökunum við Íraka. Og hvernig sem málin þróast er ljóst að gera þarf áætlanir um að auka hér viðbúnað ef til átaka kemur, við heyjum ekki styrjöld með fjórum orrustuþotum sem eru núna á Keflavíkurflugvelli. Land er varið ef því er heitið að koma því til hjálpar sé ráðist á það. Loforð um aðstoð getur verið trygg- ing fyrir vörnum. Þá þarf samt að skilgreina hve mikill viðbúnaður þarf að vera tilbúinn í fremstu víglínu. Við gerðum okkur í viðræðunum 1996 vel grein fyrir sálfræðilegu og táknrænu eða rétt- ara sagt sýnilegu mik- ilvægi þess að við vær- um reiðubúnir hér, við skildum mikilvægi þess að alltaf væri hér ein- hver tækjabúnaður sem hægt væri að nota til þess að verjast árás- araðila. Þetta sjónar- mið íslenskra ráða- manna er auðskiljanlegt.“ Fyrir nokkrum áratugum var allt- af nóg að gera hjá flugmönnum varnarliðsins. Hver er ógnin núna? „Til allrar hamingju er hættan í hernaðarlegum efnum, hættan á beinni árás, mjög lítil núna. Þetta endurspeglast í því hve lítið er um flug herflugvéla á svæðinu og vél- unum hefur verið fækkað mjög á síð- ustu árum í Keflavík. Þar með er ekki sagt að starfsemin hafi verið lögð niður, til dæmis virðist sem P-3- kafbátaleitarvélarnar sinni mikil- vægri þörf fyrir eftirlitsflug, ekki til þess að fylgjast með umferð í loftinu heldur í hafdjúpunum.“ Gæti þetta breyst snögglega, þörfin aukist? „Kalda stríðið er ekki að lifna við þótt samskiptin við Rússland séu ekki nógu góð. Og ég held ekki að kalt stríð sé í uppsigl- ingu í Asíu milli Kína og Bandaríkjanna. Sambúðin við Kína er flókið mál vegna Taív- ans og nýja stjórnin vill ekki fremur en stjórn Clintons að til árekstra komi við Kína. Mér fannst að stjórn Bush sýndi vel í málinu vegna njósna- vélarinnar að hún skildi hve flókin þessi samskipti eru.“ Hann er spurður um eldflaugavarnirn- ar og segir að hug- myndir um þær séu enn ómótaðar. En hlutverk Íslands í þeim efnum verði fyrst og fremst sem liðsmanns í Atlantshafsbandalaginu og þátt- töku fulltrúa landsins í umræðum um málið á þeim vettvangi. Ekki sé þó neitt sem bendi til þess að Íslend- ingar verði beðnir um að leggja land undir búnað sem tengist eldflauga- vörnunum. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ríkisstjórn Bush mun fylgja hug- myndinni um eldflaugavarnir eftir og reyna þannig að draga úr hætt- unni á árás en öllum er ljóst að slíkar varnir geta aldrei útilokað allar árás- ir einstakra öfgaríkja eða hryðju- verkahópa. Þær geta aftur á móti minnkað líkurnar og ég sé ekkert að því að menn reyni það,“ segir Walter Slocombe. Loforð um hjálp getur tryggt varnir Fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna um varnarsamstarfið Walter B. Slocombe Í TILEFNI af því að fimmtíu ár eru liðin frá gerð varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna verður opið hús fyrir almenning í varn- arstöðinni á Keflavíkurflugvelli klukkan 11–16 í dag, laugardag. Þar mun fólki gefast kostur á að kynnast lífinu og starfinu á Kefla- víkurflugvelli og sögu varnarliðs- ins. Í fréttatilkynningu frá upplýs- ingaskrifstofu varnarliðsins kemur fram að bifreiðastæði fyrir gesti opna hússins verða við stóra flug- skýlið næst vatnstanki vallarins og þar gefst kostur á að njóta fjöl- breyttrar skemmtunar með „karnival“-sniði fyrir alla fjöl- skylduna með lifandi tónlist, þrautum og leikjum auk hressing- ar af ýmsu tagi. Þá verður flugvélakostur varn- arliðsins, gestkomandi flugvélar og annar búnaðar varnarliðsins til sýnis á flughlaðinu ásamt slökkvi- og björgunarbifreiðum slökkviliðs- ins og snjóruðningstækjum. Í öðru flugskýli gegnt gömlu flugstöðinni verða ítarlegar sögusýningar og ljósmyndasýningar, þ. á m. sýning Baldurs Sveinssonar á ljósmynd- um af flugvélakosti varnarliðsins frá upphafi. Ýmislegt fleira verður til fróðleiks og skemmtunar. Ekki er gert ráð fyrir umferð einkabifreiða eða fótgangandi gesta milli aðskilinna svæða sem opin verða almenningi en stræt- isvagnar verða í stöðugum förum með gesti á milli staða og í skoð- unarferðir um flugvallarsvæðið í fylgd leiðsögumanna. Fram kemur í fréttatilkynningunni að aðgangur sé ókeypis og allir velkomnir. Starfsmenn heiðraðir Þá verður athöfn fyrir boðsgesti á vegum yfirmanns varnarliðsins klukkan 17 þar sem meðal annars nokkrir starfsmenn varnarliðsins sem starfað hafa hjá því frá upp- hafi eða í hálfa öld verða heiðraðir. Opið hús á Kefla- víkur- flugvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.