Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 53 Skagafirði og var slökkvilið héraðs- ins þar að sjálfsögðu í forystu hjálp- arliðs heimamanna. Hefur án efa verið mikill metnaður og hugur inn- an liðsins að standa sig sem best og sýna hversu vel þjálfun og menntun undanfarinna ára hafi skilað sér í kunnáttu og viðbragsflýti. Fór æf- ingin að sögn vel af stað og þáttur heimamanna mikill og góður. En í miðju verki hnígur einn slökkviliðs- manna niður og þrátt fyrir að tiltækt hafi verið færasta læknalið og besti búnaður sem völ er á varð fljótlega ljóst að lífi hans var lokið og tilraunir til endurlífgunar báru engan árang- ur. Frískur maður á besta aldri kall- aður burt úr miðju verki og eftir stendur fjölskyldan, eiginkona og þrjár dætur, auk annarra skyld- menna og vina og ótal spurningar vakna sem engin svör fást við. Hallur Sigurðsson var fæddur 11. maí árið 1953 og var því tæpra 48 ára er lífsgöngu hans lauk. Hann var sonur heiðurshjónanna Guðrúnar Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga og Sigurðar Jónssonar á Reynistað og var því af þeirri þekktu ætt er setið hefur höfuðbólið Reynistað í marga ættliði og þar stendur nú fyrir bú- rekstri af myndarskap Helgi Jó- hann, bróðir Halls heitins, yngsti sonur Guðrúnar og Sigurðar. Það átti ekki fyrir Halli að liggja að stunda landbúnað og nam hann bif- vélavirkjun hér á Sauðárkróki og vann lengst af við störf tengd þeirri iðn, auk þess sem hann sinnti akstri fólksflutninga- og vörubifreiða. Kona hans, Sigríður, er ekki síður af traustum skagfirskum stofnum, dóttir Svavars Einarssonar frá Ási í Hegranesi og Margrétar Selmu Magnúsdóttur frá Héraðsdal. Hallur heitinn var mikill félags- málamaður og starfaði m.a. í Kiw- anis-hreyfingunni um árabil og fjölda annarra félaga. Honum lá ekki hátt rómur og tamdi vel skap sitt, sem hefur þó án efa verið talsvert. Honum var gjarnara að svara köp- uryrðum umhverfisins með góðlát- legu brosi en að skattyrðast við menn og var því vel liðinn af sam- starfsfólki sínu og félögum. Slíkir menn veljast oft í félagsstörf, þar sem launin felast fremur í ánægjunni af því að hafa látið gott af sér leiða en auðæfum þeim sem mölur og ryð fá grandað. Vináttutengsl urðu til milli fjöl- skyldna þess sem þetta ritar og Halls og hans fjölskyldu þegar yngsta dóttir okkar hjónanna tók að sér að gæta elstu dóttur Halls og Sigríðar, Guðrúnar Aspar, fyrir hátt í tveimur áratugum. Síðan hafa tengsl haldist og þau hafa sýnt dótt- ur okkar vinarhug sinn með ýmsu móti í gegnum tíðina þótt vegalengd- ir séu nokkrar í milli þeirra hvað bú- setu snertir. Fyrir það viljum við þakka og þykjumst vita að við meg- um mæla fyrir hönd dóttur okkar einnig. Hallur Sigurðsson er nú kvaddur, allt of snemma að okkur finnst. Sig- ríður þarf nú ein að standa að upp- eldi og menntun dætra sinna, verk- efni sem hún hefur án efa hlakkað til að fá að vinna með manni sínum. Þar hjálpar nú til að dæturnar hafa erft góða kosti foreldra sinna og verða móður sinni án efa gleði og gæfa í framtíðinni. Við hjónin vottum Sigríði, dætrum hennar og öðrum ættingjum og vin- um Halls heitins Sigurðssonar inni- lega samúð okkar. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson. Fallinn er frá fyrir aldur fram ást- kær vinur okkar, Hallur Sigurðsson. Hið skyndilega fráfall Halls kom eins og reiðarslag yfir fjölskyldu og vini. Það er trú okkar að hans verði sárt saknað af vinum og vandamönn- um. Hallur var vel gerður maður og traustur vinur vina sinna. Hann var einstaklega bóngóður og áreiðanleg- ur. Hallur var í eðli sínu afar félags- lyndur maður, en efst í huga Halls var fjölskyldan, kona hans Sirrý og dætur hans þrjár, Guðrún, Margrét og Bryndís. Þær voru hans sólar- geislar í lífinu og kom oft berlega í ljós hugur hans. Ekki þurfti stór tímamót innan fjölskyldunnar í Barmahlíð, að blásið væri í veislu- lúðra, en slíkar uppákomur voru minnst 4-6 sinnum á ári. Á þessum stundum þegar fjölskylda hans frá Reynistað kom saman ásamt tengda- foreldrum og fólkinu úr Víðihlíðinni kom það svo vel í ljós hversu innilega Hallur naut þess að vera með sínu fólki og hversu vænt honum þótti um það allt saman. Hallur var laginn við flesta hluti og var því oft leitað til Halls ef eitt- hvað var að, hvort sem það var að gera við bíl eða bát, passa börn, kíkja á þvottavél eða setja saman hús- gögn. Það mun okkur hverfa seint úr minnum daginn fyrir fermingu þeg- ar húsgögn fermingarbarnsins bár- ust að sunnan í öreindum, þá var gott að eiga góðan að. En þannig var það alltaf með Hall, í veikindum tengda- móður hans var Hallur alveg ein- stakur, þolinmóður og natinn. Um- hyggja hans og hjálpsemi gagnvart tengdaforeldrunum var aðdáunar- verð eins og honum einum var lagið. Við kveðjum þig, Hallur, með þakk- læti í huga fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Það er sagt svo að dauðinn sé aðeins flutningur sálar- innar frá einu tilverustigi yfir á ann- að, æðra og betra. Þessu viljum við trúa og trúum. Elsku Sirrý, Guðrún, Margrét og Bryndís. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Guð blessi minningu Halls Sig- urðssonar. Fjölskyldurnar Víðihlíð 7. Þegar ég sest niður og reyni að setja nokkur orð á blað verð ég hugsi og veit ekki hvar ég á að byrja og hvernig ég á að koma orðum að þeirri óskiljanlegu staðreynd að þú sért ekki hérna hjá okkur lengur. Augu mín vökna og það eru ólýsan- legar tilfinningar sem brjótast um í huga mér. Minningar um margar góðar samverustundir, þegar farið var í sveitina heim að Reynistað á gömlu rauðu Lödunni og ég, lítill ljóshærður snáði, fékk að fljóta með Halli „frænda“, sem alltaf var fús til að leyfa mér að koma með. Inni í her- bergi á Hólavegi 15 mátti ég sitja og hlusta á plöturnar þínar og aldrei var amast yfir því þó að það kæmi rispa og rispa á stöku stað. Þegar snáðinn stækkaði og hárin fóru að þynnast á honum aftur lágu leiðir okkar meira og meira saman. Mín vandamál urðu þín á svipstundu og ófáum stundun- um varstu búinn að eyða í að gera við allt mögulegt og ómögulegt fyrir mig. Oft var þá setið löngum stund- um í Barmahlíðinni að verki loknu, spjallað og drukkið kaffi þangað til hringt var og ég spurður hvort ég væri fluttur uppeftir. Eins urðu áhugamál okkar svipuð og þú lagðir mikið upp úr því að hafa mig með þér í þann félagsskap sem þú varst í. Þar er fyrst að telja slökkviliðið á Krókn- um þar sem þú varst einn af reynd- ustu mönnum og seinna Kíwanis þar sem þú varst forseti og ein af drif- fjöðrunum. Best náðum við þó saman í bátn- um, þar sem við vörðum löngum, ómetanlegum stundum, einir saman á Brúsa og spjölluðum um heima og geima. Minnisstæðastar eru þó þrjár ferðir, ein sú fyrsta þegar við hálf fylltum bátinn og þú varst á spari- skónum með fisk upp að ökklum og allir í fjölskyldunni urðu að eyða heitasta degi sumarsins í eldhúsinu á Barmahlíðinni við að ganga frá fiski við misjafna hrifningu. Í fyrra þegar að við fórum saman á Reykjadiskinn í glampandi sól og stafalogni og sjór- inn glitraði allur. Við töluðum um að það væri ekkert sem kæmi í staðinn fyrir dag sem þennan. Síðustu ferð okkar fórum við saman nú fyrir nokkrum dögum, Guðrún kom með okkur og við skemmtum okkur kon- unglega en eins og svo oft áður kom- um við miklu seinna heim en við ætl- uðum okkur. Á laugardaginn þegar við fullir eftirvæntingar vorum að undirbúa okkur fyrir æfinguna hjá slökkvilið- inu læddist aldrei sá grunur að mér að þetta yrði okkar síðasta samveru- stund, þegar þér svo sviplega var kippt frá okkur. Engu að síður veit ég að þú hefðir óskað þess sem varð, að ég yrði til staðar fyrir Sirrý og dæturnar þegar þau sáru og þungu tíðindi bárust þeim að þú hefðir fallið frá. Að lokum vil ég biðja góðan Guð að styðja alla fjölskyldu Halls og þær mæðgur í þeirra miklu sorg sem þær þurfa að ganga í gegnum. Svavar Sigurðsson. Kveðja frá Umdæmisstjórn Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og í Færeyjum Skjótt skipast veður í lofti og stutt er milli lífs og dauða. Þessi setning kom upp í huga okkar þegar við fréttum andlát hins góða drengs Halls Sigurðssonar. Halli og konu hans kynntumst við fyrir mörgum árum í starfi fyrir Kiwanishreyf- inguna, en Hallur var sannur kiw- anisfélagi, alltaf boðinn og búinn til að gera þau verkefni, sem leitað var til hans með. Það var sama hvort það var í leik eða starfi, alltaf var þessi rólegi og trausti félagi eins og klett- ur í hafinu og vann sín verk af alúð og heiðarleika. Hallur starfaði mikið fyrir kiwanisklúbbinn Drangey á Sauðárkróki og var forseti klúbbsins nú á þessu ári, í annað sinn. Hallur hefur einnig starfað mikið fyrir yf- irstjórn Kiwanishreyfingarinnar, verið svæðisstjóri fyrir Grettissvæði og verið í nefndum á vegum hreyf- ingarinnar og eitt ár var hann rit- stjóri málgagns samtakanna, Kiwan- isfrétta. Fyrir hönd Kiwanishreyf- ingarinnar og Umdæmisstjórnar er þessum sanna kiwanisfélaga og góða dreng þökkuð hans störf fyrir sam- tökin og erfitt mun að fylla skarð svo góðs félaga. Eiginkonu hans, börn- um og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning þín, ágæti félagi og vinur. Kveðja frá félögum í Kiwanisklúbbnum Drangey Hallur gerðist félagi í Kiwanis- klúbbnum Drangey 27. mars 1981 og hefur því starfað í hreyfingunni í tuttugu ár. Strax á öðru ári í Drang- ey var hann féhirðir og aftur 1995– 1996. Árið 1984–1985 var hann for- seti, svæðisstjóri Grettissvæðis var hann 1990–1991, ritstjóri Kiwanis- frétta íslenska umdæmisins 1992– 1993. Nú á þessu starfsári var hann forseti klúbbsins í annað sinn. Þá starfaði hann í öllum nefndum í klúbbnum og hefur verið spjald- skrárritari frá 1985. Einnig átti hann sæti í Umdæmisstjórn íslenska Kiw- anisumdæmisins frá 1990 til 1993. Hallur var ávallt reiðubúinn til starfa fyrir Kiwanis, hvort heldur fyrir umdæmið eða sinn klúbb, ófá handtök á hann í húsinu okkar á Eyrinni, við útivistarsvæðið í Mels- gili og fleiri verkefni. Einnig var hann þróttmikill og fylginn sér þegar klúbburinn gekkst fyrir söfnun til kaupa á bifreið fyrir fatlaða í Skaga- firði 1998, eins og við allt sem hann tók sér fyrir hendur innan Kiwanis. Hann hafði ávallt nægan tíma til að ræða við félaga um það sem var efst á baugi í klúbbnum og honum var lagið að fá menn til að starfa í nefnd- um. Þegar kallið kom var hann á fullu að skipuleggja sundmót og afhend- ingu reiðhjólahjálma fyrir Kiwanis. Um leið og við félagarnir í Kiw- anisklúbbnum Drangey þökkum Halli allt það sem hann var okkur og gerði fyrir klúbbinn og Kiwanis- hreyfinguna biðjum við góðan Guð að veita eiginkonu og dætrunum styrk á þessum sorgartímum. Skagfirðingurinn Stephan G. orti um hina náttlausu voraldar veröld og nú er sá árstími að fara í hönd. Rökkrið er orðið gegnsætt og stend- ur stutt og senn tekur náttleysið við og miðnætursólin fyllir þetta fallega hérað þeirri birtu sem orð megna ekki að lýsa. Og þá helgi sem nú fer í hönd stendur hin aldna héraðshátíð, Sæluvikan, í hámarki. Þá er ein- kennilegt að kveðja ungan samferða- mann sem skyndilega var kallaður til þeirrar ferðar sem okkur er öllum búin. En fólk frestar hvorki bröttför sinni né fagnaði eins og þar stendur. Staður í Reynisnesi – Reynistaður – er ein söguríkasta jörð á Íslandi. Þar heilsar sagan í hverju spori eins og einu sinni var komist að orði. Reynistaður hefur um langan tíma verið setinn forfeðrum og ættmenn- um Halls Sigurðssonar, þess sem við kveðjum í dag. Þegar Hallur var að vaxa úr grasi var Reynistaðaheimilið fjölmennt eins og mörg íslensk stór- býli voru fram yfir miðja síðustu öld. Það var mikill gestagangur að Reynistað. Jón Sigurðsson, föðurafi Halls, var þingmaður Skagfirðinga í áratugi og þangað áttu margir er- indi. Gestrisni og höfðingsbragur einkenndi Reynistaðaheimilið. Líklega hafa áhrifin frá bensku- heimilinu valdið því að Hallur var félagslega sinnaður og tók virkan þátt í starfi margra félaga. Ungur gekk hann til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn og var virkur þátttakandi í starfi hans hér í héraðinu. Undanfar- in ár hefur hann setið í stjórn Sjálf- stæðisfélags Sauðárkróks, verið í fulltrúaráði flokksins og kjördæmis- ráði og í kjörnefnd þess. Til Halls var alltaf gott að leita. Viðbrögð hans voru alltaf jákvæð. Með þessum orð- um viljum við þakka góða samfylgd. Á þessum erfiðu tímamótum send- um við Sirrý og dætrunum þrem, Guðrúnu Ösp, Margréti Helgu og Bryndísi Lilju, samúðarkveðjur okk- ar svo og föður Halls, Sigurði, og bræðrunum, Jóni, Steini og Helga. Stjórn Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks. Að vera í blóma lífsins er hugtak sem oft er notað um aðstæður og ald- ursskeið á okkar lífsleið. Við sem er- um á miðjum aldri teljum okkur í blóma lífsins, æskuskeið er að baki og lífið hefur tekið á sig form jafn- vægis og staðfestu. Í stað uppreisna unglingsára erum við nú uppalendur og fyrirmyndir barna okkar, varð- menn fjölskyldna okkar sem tökum á mótlæti og berum sigra með þroska. Hallur Sigurðsson var í blóma lífs- ins, fjölskyldufaðir af lífi og sál sem hafði með þrautseigju og dugnaði unnið sína sigra með farsæld sinna nánustu að leiðarljósi. Hann hefur eflaust ekki grunað að nú á anna- sömun vordegi yrði hans síðasta orr- usta háð, óvægin og hvöss. Við sem eftir sitjum, fjölskylda og vinir, erum agndofa yfir þeim end- anleika og óafturkræfni sem felast í gjörðum almættisins. Okkur þykir óvægilega höggvið að góðum vini í snörpum slag og varnarlausri stöðu. Þessar kenndir bera vott um okkar eigin hjörtu, hjörtu sem eru brostin af harmi og trega við brotthvarf góðs vinar og lífsförunautar. En verum minnug þess að góður Guð stendur með okkur öllum og Hann er sú von og huggun sem við ávallt leitum til á erfiðum stundum. Við trúum því að vinur okkar hvíli nú í faðmi Guðs og þaðan fái hann sína alsælu og sátt við nýtt tilverustig. Við verðum að lækna eigin sár í hjörtum okkar með þeim gjöfum sem góður vinur veitti og þeim minningum sem nú fylla brjóst okkar um góðan dreng. Við Hallur lifðum lífinu eins og bræður og minningarnar um minn besta vin eru eigin æskuminningar. Við ólumst upp í sveitinni á sumrin, snáðar sem trúðu á lífið, vináttuna og gleðina, sem fléttuðu saman lífsbönd okkar allt til fullorðinsára. Minning- arnar sem nú fylla hjarta mitt frá okkar bernskuárum, eru gjöf sem vinur minn og bróðir gaf mér til varðveislu og gleði um ókomna fram- tíð. Það hjartalag Halls, að vinátta væri ætið án skilyrða, fylgdi okkur yfir ólgusjó táningsáranna og fleytti okkur yfir þann þröskuld á lífsleið- inni þar sem mótin eru steypt til full- orðinsára. Án samverustunda vinar míns á þessum árum og þess bak- hjarls sem ég átti hjá fjölskyldunni á Reynistað væri líf mitt fátækt í dag. Hallur var ávallt sinnar gæfu smiður en þegar leiðir hans og Sir- rýjar lágu saman fjölgaði að mun handtökum í þeirri smiðju. Þau verk og þeir sigrar voru unnir af sam- rýndum hjónum sem gengu til verka og byggðu sér og dætrum sínum glæsilegt heimili. Á þeirra heimili áttum við stundir sem munu geym- ast sem gimsteinar gleði og vináttu. Elsku Sirrý, orð eru fátækleg í dag. Ég vona að góður Guð muni græða sár þín og söknuð og að þú getir notað fjársjóð minninganna um góðan dreng, til þinna ferða um ókomna tíð. Elsku stelpurnar mínar, Guðrún, Margrét og Bryndís, berið birtu minninga um ástkæran föður í brjósti ykkar, því hún mun lýsa leið- ina. Guð blessi ykkur. Jón Magnússon. Minningar frá búskaparárum mínum á Sauðárkróki hrannast upp þegar ég minnist vinar míns Halls Sigurðsonar sem lést við skyldustörf sem slökkviliðsmaður á flugslysaæf- ingu á Sauðárkróki um síðustu helgi. Hann hafði starfað í slökkviliðinu í mörg ár. Hallur var líka Kíwanismaður í starfi og hugsun, hann var ötull þjónn hreyfingarinnar, hann hugsaði vel um klúbbinn sinn, Kíwanisklúbb- inn Drangey. Hann var í stjórn hans í mörg ár og starfaði þar af trú- mennsku og miklum dugnaði. Ég var kjörforseti hjá honum þeg- ar hann var forseti í fyrsta sinn, þá varð ég aðnjótandi viskubrunns hans og skipulagshæfileika sem fólust í að einfalda starf embættismanna og gera erindisbréfin skiljanleg, fund- ina líflega, skörp skil á milli félags- funda og almennra funda, finna ræðumenn, heimsóknir í aðra klúbba,vinna að styrktarverkefnum og styrkja þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu og finna nýja félaga og halda góðum anda meðal félaganna. Þá var hann ötull við að ná í verkefni fyrir klúbbinn hvort sem það var girðingavinna, mála safnaðarheimil- ið eða girða meðfram vegum fyrir Vegagerðina. Eins voru gróðursetningarferðir í Melsgil nokkrar, þar var svæði sem klúbburinn hafði til útivistar og voru margar skemmtilegar ferðir farnar þangað. Hallur starfaði líka af sama dugnaði í stjórn starfsmannafélags Kaupfélagsins og Félagi iðnaðar- manna í Skagafirði. Við bjuggum í nábýli í Raftahlíð- inni og var mikill samgangur á milli heimilanna. Elsta dóttir hans og næst yngsta dóttir mín eru á svip- uðum aldri og urðu miklar vinkonur og hefur sá vinskapur haldist sem betur fer. Það fór ekki framhjá nein- um hvað var í matinn á heimilunum þegar kallast var á á milli Rósu Mar- íu og Guðrúnar Aspar. Ég er Halli mjög þakklátur fyrir þennan tíma sem við störfuðum sam- an í Kíwanis og Starfsmannafélagi Kaupfélagsins og ég hef getað nýtt mér margt af því sem við vorum að gera fyrir norðan, þau ár sem ég hef starfað í hreyfingunni hér fyrir sunnan. Þó við flyttum suður hélst vinátta áfram og ekki komum við norður öðruvísi en að koma við hjá Halli og Sirrý og það var varla norð- urferð ef þau voru ekki heima, síðast þegar við komum norður þá var Sirrý heima með dætrunum en Hall- ur að vinna í bílabúðinni og fórum við þangað og hittum hann þar og þar var síðasta handtakið tekið. Elsku Sirrý, Guðrún Ösp, Mar- grét Helga og Bryndís Lilja, ég, Jó- hanna og fjölskylda sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón H. Finnbogason. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.