Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 37
Er til íslenskt orð í staðinn
fyrir hálf-íslenska orðið „töff-
ari“?
SVAR:
Orðið töffari hefur fleiri en eina
merkingu. Það er haft um þann sem
klæðir sig á áberandi hátt og er þá
notað svipað og stælgæi. En það er
einnig notað um þann sem lætur
mikið á sér bera á ákveðnu sviði, vill
ganga í augun á félögunum. Hann er
sem sagt kaldur karl eða svalur
náungi.
Íslenska á afar mörg orð notuð
bæði í jákvæðri og neikvæðri merk-
ingu um karla og konur. Um töffari í
fyrri merkingunni komast líklegast
næst orð eins og buxnaskjóni, gleið-
gosi, puðrureddi, snipparamenni,
stertimenni, spjátrungur, sund-
urgerðarmaður eða spóki en um töff-
ari í síðari merkingunni gassi, goms-
ari eða hágóni.
Um orð af þessu tagi má lesa í
greininni „Ambindrylla og
puðrureddi“ eftir Guðrúnu Kvaran í
tímaritinu Íslenskt mál 16.–17. ár-
gangi, bls. 171–208 .
Guðrún Kvaran, prófessor og
forstöðumaður Orðabókar Háskólans.
Sé bil á milli róteindar og raf-
eindar, er þá ekki fræðilegur
möguleiki að tveir ein-
staklingar fari í gegn þegar
þeir hlaupa hvor á annan?
SVAR:
Hér er væntanlega vísað til þess
að massi atóms er nær allur í kjarna
þess en hann er aðeins mjög lítill
hluti af stærð þess. Því finnst okkur
við fyrstu sýn að atómin séu næstum
tóm og þau ættu að geta runnið
gegnum hvert annað án fyrirstöðu,
nema svo ólíklega vilji til að kjarnar
eða rafeindir skelli beint saman. En
málið er flóknara.
Byrjum á okkar stærðarsviði.
Þegar fólk er spurt um það hvaða
kraft náttúrunnar það verði mest
vart við er svarið venjulega þyngd-
arkrafturinn. Þetta er hins vegar
ekki alls kostar rétt. Ef ég snerti
aðra mannveru eða lyklana á tölv-
unni fyrir framan mig efumst við
ekki um að atóm mín í fingrunum
hafi snert atóm lyklaborðsins, eða
þess sem ég kom við. En svo er ekki.
Það sem ég finn sem snertingu eru
aðeins rafkraftar milli atóma minna
og atóma lyklaborðins. Þegar ég ber
í borðið fyrir framan mig koma
sterkir rafkraftar milli atómanna og
rafeindanna í þeim í veg fyrir að
hnefinn fari inn í borðplötuna. Þegar
ég stend berfættur á gólfinu og
þyngd jarðar togar í mig eru það raf-
kraftar milli atómanna í iljunum og
gólfinu sem koma í veg fyrir að ég
sökkvi niður í gólfið.
Það eru í raun rafkraftarnir sem
við verðum mest vör við í kringum
okkur. Styrk líkama okkar og öll ferli
innan hans má rekja til rafkrafta.
Það má jafnvel tengja tilfinningar
okkar við efnaferli sem stjórnast af
rafkröftum!
Tveir menn hlaupa ekki hvor
gegnum annan vegna þess að raf-
kraftarnir sem hindra slíka ferð eru
svo sterkir. Rafkrafturinn milli
tveggja rafeinda er 44 tugaþrepum
sterkari en þyngdarkrafturinn milli
þeirra. Hvert tugaþrep felur í sér
margföldun með 10 svo að þetta er
mjög stór tala, í rauninni nær óskilj-
anleg. En hér skiptir sköpum að til
eru tvenns konar hleðslur, jákvæð og
neikvæð. Vegna styrks rafkraftanna
verða stór kerfi margra einda oftast
óhlaðin í heild. Á hinn bóginn er að-
eins til ein tegund massa. Þess vegna
eru þyngdarkraftar milli reikistjarna
miklu sterkari en rafkraftar milli
þeirra. En þegar hlutir „snertast“
sem kallað er, til dæmis þegar við
göngum eftir gólfi, kemur einmitt
fram rafkraftur milli rafhleðslna inn-
an hlutanna.
Viðar Guðmundsson, prófessor
í eðlisfræði við HÍ.
Af hverju hafa sumir meiri
kynlífslöngun en aðrir?
SVAR:
Sálkönnuðurinn Sigmund Freud
fjallaði um libido sem ákveðna lífs-
orku en lagði sérstaka áherslu á kyn-
lífsorkuna (Garsee og Schuster,
1992). Oftast er fjallað um libido sem
kynlöngun einstaklingsins. Aðeins
um tuttugu ár eru síðan byrjað var
að greina skerta kynlöngun
(hypoactive sexual desire). Við frek-
ari rannsóknir kom í ljós að skert
kynlöngun er algeng. Ein rannsókn
leiddi í ljós að 16% karla og 33%
kvenna eiga við slíkt vandamál að
stríða (Hyde og DeLamater, 2000).
Fólk er margbreytilegt og kyn-
löngun mismunandi. Hér spila lík-
lega saman upplag einstaklingsins,
það er líffræðileg starfsemi, ein-
staklingseðlið og samspil við aðra
(Hyde og DeLamater, 2000). Sumir
hallast meira að líkamlegum skýr-
ingarþáttum, aðrir að einstaklings-
eðlinu og enn aðrir að samspili
beggja (biosocial interaction model)
(Baldwin og Baldwin, 1997). Hér er
lögð áhersla á margvíslega skýring-
arþætti.
Ef litið er til líffræðilegrar starf-
semi er testósterón það hormón sem
einkum er talið stjórna kynlöngun
(Kaplan, 1981). Hjá karlmönnum sjá
eistun um að framleiða testósterón
en eggjastokkarnir hjá konum. Karl-
menn hafa meira af þessu hormóni
en konur, sem að hluta til getur
skýrt meiri kynlöngun karla. Með
lækkandi magni testósteróns
minnnkar kynlöngun (Davis, 2000;
Kaplan, 1981). Margt getur haft
áhrif á líkamlega starfsemi og þar
með kynlöngun mannsins. Minni
kynlöngun tengist ýmsum sjúkdóm-
um, svo sem þunglyndi og jafnframt
margvíslegri lyfjameðferð. Eftir
fæðingu barns getur tímabundið
komið fram minni kynlöngun hjá
konum (Barrett, o.fl., 1999). Konur
hafa jafnframt greint frá mismikilli
kynlöngun eftir því hvar þær eru
staddar í tíðahringnum (Kitzinger,
1986).
Hvað einstaklingseðlið og andlega
starfsemi varðar virðist andlegt jafn-
vægi einstaklingsins, skynjun og
næði skipta máli í sambandi við kyn-
löngun og skapa þannig aðstæður að
kynferðisleg örvun sé möguleg.
Rannsókn Mitchell, DiBartolo,
Brown og Barlow (1998) meðal karla
sýndi að jákvæð skaphöfn þeirra
hefði kynferðislega örvandi áhrif.
Önnur rannsókn leiddi í ljós að reiði
og kvíði minnkaði kynferðislega
löngun (Beck og Bozman, 1995). Hjá
konum hafði reiðin meiri áhrif en hjá
körlum. Rannsókn sem byggði á mis-
munandi sjónörvun sýndi fram á að
kynlífsefni veitti meiri kynferðislega
örvun en hlutlaust efni. Styrkur te-
stósteróns var hærri undir þeim
kringumstæðum (Stoléru o.fl., 1999).
Einnig virðist það næði sem ein-
staklingurinn hefur til kynferð-
islegrar örvunar skipta máli. Rann-
sókn Elliott, William og O’Donohue
(1997) sýndi fram á að truflun í um-
hverfinu dregur úr kynferðislegri
örvun. Margt fleira getur haft áhrif á
einstaklingseðlið og þar með kyn-
löngun. Má þar nefna skerta líkams-
ímynd eins og ef einstaklingurinn
upplifir sig of feitan, hvort fólk hefur
erfiða fyrri reynslu af kynlífi (kyn-
ferðisleg misnotkun) og hvort ótti sé
til staðar gagnvart kynlífi (Wiederm-
an, 2000, Hyde og DeLamater, 2000).
Samspil tveggja einstaklinga í
kynferðislegu sambandi getur að
auki skipt máli í sambandi við kyn-
löngun. Er fólk ánægt í parsambandi
sínu? Nær það að tala eðlilega saman
um kynlíf? Getur það sagt við hvort
annað hvað það vill og hvað ekki?
Hefur það gert góðar ráðstafanir til
að stjórna barneignum? Tveir ein-
staklingar í parsambandi hafa iðu-
lega ekki sama áhugann á kynlífi á
sama tíma. Mjög líklegt er að einn
daginn hafi annar aðilinn meiri
áhuga og annan daginn hinn aðilinn.
Þannig getur áhuginn og löngunin
verið mismikil (Kitzinger, 1986).
Af þessum upplýsingum má draga
þá ályktun að margvíslegar skýr-
ingar eru á því hvers vegna kynlífs-
löngun getur verið mismikil hjá fólki.
Svarinu fylgir ítarleg heim-
ildaskrá sem skoða má á vefsetrinu.
Sóley S. Bender, lektor í
hjúkrunarfræði við HÍ.
Vísindavefur Háskóla Íslands
Að undanförnu hafa bæst við svör um
Álandseyjar, brautir reikistjarna, tóma-
rúm, píramíta, hestshófa, sprengingar, gömul tungumál, móð-
urmál, geimgöngu, rafkrafta, tarotspil, kynlífslöngun, dreyrasýki,
stam, lesblindu og verur á borð við líkorma, kóbraslöngur, hákarla-
tegundir, kvenlega stráka og skötur.
VÍSINDI
Er til íslenskt orð í
staðinn fyrir „töffari“?
Reuters
James Dean þótti mikill „töff-
ari“. Leikkonan Carrie Mitchum
stendur við mynd af honum fyrir
frumsýningu myndarinnar
„James Dean: Live Fast, Die
Young“ í september 1999.
Brúðarkjólar, fermingar-
kjólar, samkvæmiskjólar,
brúðarmeyjakjólar,
drengjakjólföt, smoking
og jakkaföt
Sími 567 4727
Stærðir small-3XL
Verð
23.000
Verslunin
Prinsessan í Mjódd,
Vestmannaeyingar
Kvenfélagið Heimaey heldur sitt árlega lokakaffi á
Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 6. maí kl. 14.
Sjáumst öll hress og kát!
Kaffinefndin