Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 23 Blönduósi - Bjarni Helgason hef- ur opnað sýningu á ljósmynda- samsetningum, undir heitinu Ljósmyndlist, á kaffihúsinu Við árbakkann á Blönduósi. Er þetta fyrsta sýning hans. Bjarni er að útskrifast sem grafískur hönnuður frá Listahá- skóla Íslands. Ljósmyndirnar tek- ur hann á einfalda rússneska Lomo-myndavél og setur saman á margbreytilegan hátt en hver myndasamsetning er af sömu fyr- irmyndinni. Bjarni sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði kynnst þessari tækni hjá deild- arstjóra sínum í Listaháskóla Ís- lands, Guðmundi Oddi myndlist- armanni. Nokkrar myndasamsetning- anna eru frá Blönduósi en annars kemur Bjarni víða við í verkum sínum. Sýning Bjarna Helgasonar stendur til 26. maí og er opin á opnunartíma kaffihússins. Sýnir ljósmyndasamsetningar Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Bjarni Helgason við eitt verka sinna á kaffihúsinu Við árbakkann. Við árbakkann á Blönduósi PÁLL Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, gerir jafnan sprettuspá á vorin. Hér fer á eftir sprettuspá Páls fyrir sumarið 2001: „Nú er komin hundrað ára reynsla af því að vetrarhitinn á landinu ræður mjög miklu um grassprettu á sumrinu sem á eftir fer. Oftast gefur hitinn í Stykk- ishólmi góða hugmynd um hita- farið á landinu öllu. Að þessu sinni var meðalhitinn þar 0,6 stig í októ- ber–apríl, en var 0,7 stig að jafnaði árin 1996–2000, svo að þess vegna má búast við að spretta verði mjög áþekk og síðustu fimm árin. Þess vegna mætti telja eðlilegt að nota nú álíka mikinn áburð á túnin og að undanförnu, en þá verður líka að taka tillit til ýmissa annarra þátta, svo sem heyfyrninga og fyr- irhugaðs ásetnings. Ástæða er til að geta þess að á síðustu tuttugu árum hafa bændur sífellt orðið óháðari veðráttu við heyskapinn, hvort sem litið er til grassprettu eða óþurrka. Þetta má kallast bylting. Sauðfé hefur fækk- að svo að í meðalári þarf ekki að nota eins mikinn áburð og áður var. Þegar útlit er fyrir grasbrest má þá bæta við áburðinn og jafna þannig heyfenginn milli ára. Til þess má nota sprettuspána sem byggist á vetrarhitanum. Nú eru um 85% af heyjunum sett í vothey, aðallega rúllubagga, en fyrir tutt- ugu árum var votheyið aðeins 10% af heyfengnum. Þetta auðveldar heyskap í votviðrum og dregur þannig úr áraskiptum uppskerunn- ar og heygæðanna. Auk þess hefur votheyið mun meira fóðurgildi en þurrheyið, svo að hægt er að spara fóðurbætiskaup. Þetta eru miklar framfarir. Síðari hluti apríl hefur verið mildur, einkum á Suðvesturlandi, en næstu daga eru einnig góðar veðurhorfur austanlands. Frost er að fara úr jörðu í Reykjavík, svo að vorgróður er að byrja. Eftir snjóléttan vetur er mikilsvert að draga ekki lengur að bera á túnin en nauðsynlegt er, svo að jörðin ofþorni ekki áður en gróðurinn kemst vel af stað. Norðanlands kemur vorið seinna eins og venju- lega, en þó er farið að slá grænum lit á að minnsta kosti eitt tún í Hörgárdal.“ Sprettuspá svip- uð og síðustu ár Ólafsvík - Samræmdu prófunum lauk í síðustu viku, sem kunnugt er, og fóru þá margir 10. bekkingar í ferðalag af því tilefni. Nemendur Sandvíkurskóla á Selfossi brugðu sér, ásamt kennurum, á Snæfells- nesið. Farið var í Stykkishólm og í sigl- ingu þaðan um Breiðafjörð en síðan haldið til Ólafsvíkur og fyrrverandi umsjónarkennari sóttur heim. Þaðan var ferðinni haldið að Arnarstapa þar sem beið þeirra ævintýraferð á Snæfellsjökul, veislumáltíð og gist- ing. Frá Arnarstapa var stefnan tek- in heim á Selfoss og framundan að ljúka síðustu prófatörninni fyrir sumarfríið. Ekki var annað að heyra á krökk- unum en þau væru ánægð með þessa ævintýraferð á Snæfellsnesið og voru þau sammála um að þetta væri kærkomin afslöppun eftir sam- ræmdu prófin. Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir Nemendur 10. bekkjar í Sandvíkurskóla virtust alsælir með skólaferðalagið þegar blaðamaður hitti þá. Ævintýraferð á Snæfellsnes Húsavík - Handknattleiksmót fyrir 5. flokk stúlkna og drengja fór fram í Íþróttahöllinni á Húsavík nýlega. Þar kepptu um 430 börn víðs vegar af landinu. Að þessu sinni nefndist mótið Matbæj- armótið en aðalstyrktaraðili þess var Matbær ehf. Þetta mun vera í 11. sinn sem handknattleiksmót fyrir þennan ald- ursflokk er haldið á vegum Völsungs. Mót sem þetta er einn af stærstu íþróttavið- burðum bæjarins á hverju ári og setur sinn svip á bæjarlífið meðan á því stend- ur. Krakkarnir voru dugleg að sækja sundlaugina og eitthvað komu þau við í sjoppunum og haldið var ball fyrir þau eitt kvöldið. Handknattleiksdeild Völsungs bar hit- ann og þungann af mótinu ásamt fjölda af sjálfboðaliðum og hafði undirbúningur staðið yfir frá því í lok janúar. Kristinn Wium í handknattleiksdeildinni sagði að mótið hefði gengið mjög vel fyrir sig allt gengið hnökralaust og góð stemmning í höllinni. Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna, afhenti verðlaun í mótslok og voru þrjú efstu lið í hverjum flokki eft- irfarandi: A-lið stúlkna Fram í fyrsta sæti, ÍR í öðru og FH í þriðja sæti, A-lið drengja Fram í fyrsta, Þór Ak. í öðru og KR í þriðja sæti, B-lið stúlkna Gróttu 1 í fyrsta, Grótta 2 í öðru og Haukar í þriðja sæti, B-lið drengja Vals í fyrsta, ÍR í öðru og Völsungur í þriðja sæti, C-lið stúlkna Fram 1 í fyrsta, KA í öðru og Fram 2 í þriðja sæti, C-lið drengja KA 1 í fyrsta, Grótta í öðru og ÍR í þriðja sæti. Auk þess voru afhent verðlaun fyrir að vera prúðasta liðið, skemmtilegasta liðið og fyrir bestu umgengnina á mótinu. Prúðasta liðið reyndist vera stúlkurnar úr FH. Nafnbótina skemmtilegasta liðið hrepptu drengirnir úr Fylki og fyrir bestu umgengnina fengu verðlaun stúlk- urnar úr KA. 430 börn kepptu í handbolta á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson B-lið Völsungs karla náði bestum árangri heimamanna á Matbæjarmótinu í handknattleik á Húsavík. Hér eru leikmenn liðsins ásamt þjálfurum sínum, þeim Jóhanni Kr. og Hilmari Val Gunnarssonum. SKÓLARÁÐ Skálholtsskóla ákvað á fundi í fyrradag að mæla með því að Guðmundur Einarsson kennari verði ráðinn næsti rektor skólans. Sex sóttu um stöðuna. Umsækjendur voru auk Guð- mundar Árni Svanur Daníels- son guðfræðingur, séra Baldur Gautur Baldursson, séra Bern- harður Guðmundsson verkefn- isstjóri, Smári Ólason tónlistar- maður og séra Torfi H. Stefánsson. Tillaga skólaráðs verður tek- in til afgreiðslu á fundi kirkju- ráðs 10. maí næstkomandi en kirkjuráð skipar í stöðuna. Gert er ráð fyrir ráðningu síðsum- ars. Pétur Pétursson prófessor hefur gegnt stöðu rektors í Skálholti undanfarið. Mælt með Guðmundi Einars- syni Rektor Skálholtsskóla Borgarfirði - Það má orða það þannig að Freyjukórinn syngi án afláts og geti ekki hætt. Eftir tón- leika í Reykholtskirkju á laugar- dag tók kórinn lagið á tröppum kirkjunnar undir glampandi vorsól og streymdu þá að ferðamenn úr rútum sem áttu leið um. Stjórnandi kórsins er Zsuzanna Budai, en hún kemur frá Ung- verjalandi og hefur búið í 10 ár á Íslandi og kennt við Tónlistarskóla Borgarfjarðar síðan 1997. Freyjukórinn var stofnaður 1990 og stjórnaði Bjarni Guðráðsson honum fram til 1997 en það ár stóð kórinn fyrir þriðja Landsmóti ís- lenskra kvennakóra sem var haldið í Reykholti. Á næsta ári hyggur kórinn á sína fyrstu utanlandsferð og ætlar Zsuzanna þá m.a. að fylgja þeim á sínar heimaslóðir. Undirleikari kórsins á píanó var Steinunn Árnadóttir og Haukur Gíslason á kontrabassa og var dag- skráin fjölbreytt með íslenskum og útlendum lögum. Auk kórsins komu fram sópranarnir Dagný Sigurðardóttir, Halldóra Friðjóns- dóttir og Kristín M. Ágústsdóttir. Eitt verk fluttu saman þau Ella Björt Daníelsdóttir á klarinett og Þorsteinn Gauti Sigurðsson á pí- anó. Vortónleikar Freyjukórsins Morgunblaðið/Sigríður Kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.