Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýttu tímann vel! Nýsköpun 2001 er nú á fullri ferð og enn er nægur tími fyrir þau sem láta ekkert stoppa sig! Þú hefur tíma til 31. maí til að skila okkur viðskiptaáætlun eða hugmyndalýsingu (Evrópukeppnin). Það eru ekki bara peningaverðlaun í boði, heldur fá allir, sem senda fullnægjandi viðskiptaáætlun, vandaða umsögn sérfræðinga. Einnig verða valdir fulltrúar Íslands í sérstaka Evrópukeppni um viðskiptahugmyndir. Skráðu þig núna, það er án skuldbindinga! Skilafrestur er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar fást í síma 510 1800 og á www.spar.is/n2001. Fyrirspurnir með tölvupósti sendist á nyskopun@spar.is Dagskrá á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga í Íslensku óperunni mánudagskvöld kl: 21 HERNÁM Í HÁLFA ÖLD Í Sóleyjarkvæði Vox Feminae Bubbi Morthens XXX Rottweilerhundar og fleira Í MORGUNBLAÐINU 18. apríl sl. er ágæt grein eftir Gunnlaug B. Ólafsson þar sem bent er á oftúlk- anir, einfaldanir og ókrökstuddar alhæfingar í fréttum fjölmiðla af rannsókn- um í erfðavísindum. Þessi grein varð kveikja að ritstjórnar- grein í blaðinu 21. apr- íl þar sem segir m.a. að fjölmiðlar hafi stundum ekki faglegar forsendur til að meta vísindaniðurstöður og að þeir mættu leita oftar þekkingar og viðbragða vísinda- manna við fullyrðing- um um stöðu vísinda. Ofangreind umræða er tímabær. Ég vil nefna annað dæmi um óvönduð skrif um vís- indi í þeim tilgangi að draga úr lík- um að slíkt tíðkist í hérlendum fjöl- miðlum. Hér á ég við grein Gríms Atlasonar í Morgunblaðinu 1. apríl, byggða á samtali við Árna Krist- jánsson doktorsnema í skynjunar- sálarfræði. Ég ætla að andmæla órökstudd- um fullyrðingum og rangfærslum í grein Gríms um þá vísindagrein sem hérlendis er ýmist nefnd at- ferlisfræði, atferlisgreining eða at- ferlissálfræði. Höfuðviðfangsefni atferlisfræði er hegðun lífvera, samspil þeirra við umhverfið og gagnvirk mótunaráhrif. Árni segir í 1. lagi að B.F. Skinn- er, sem var frumkvöðull atferlis- stefnunnar, sé dauður vegna þess að „hann flaskaði á því lykilatriði að sama áreitið hefur ekki alltaf sömu áhrif eða svörun, það fer eftir túlkuninni“. Þetta er rangt að því leyti að tilrauna- niðurstöður atferlis- fræðinga sýna einmitt að sama áreitið hefur ekki alltaf sömu áhrif á lífveruna og vísast hér til umfjöllunar um greinireiti í bókum um atferlisfræði. En at- ferlisfræðingar forðast hins vegar að túlka mikið til að skýra samband áreita og hegðunar og skilur þar á milli þeirra og fólks sem hallt er undir ým- iskonar hughyggju. Í 2. lagi eru staðreyndavillur í greininni. Nafn B.F. Skinners er rangt stafsett og dánarár hans er rangt skráð. Hann hét Burrhus Frederic Skinner, 1904-1990. Í 3. lagi segir Árni, og virðist vera að dæma atferlisfræði, að alls ekki sé hægt að skýra hegðun ein- göngu út frá utanaðkomandi áreit- um og lærðum viðbrögðum og að allar slíkar tilraunir séu dæmdar til að mistakast. Þetta er hvorki dómur yfir atferl- isfræði né ný sannindi og atferl- isfræðingar eru sammála þessu. Augljóslega hafa innri áreiti, eins og verkir, áhrif á hegðun okkar og áhrif erfða eru líka tvímælalaus. Í 4. lagi segir Árni að kenning Skinners sé á undanhaldi og svo hafi verið lengi. Þetta er rangt að tvennu leyti. Fyrst ber að nefna að kenning í hefðbundinni merkingu er safn hugsmíða (hypothetical constructs) sem rökstuddar eru með beinum jafnt sem óbeinum mælingum. Slík kenning verður til þegar grunn- setningar eru látnar mynda ákveðið kerfi. Tilvist þeirra er síðan prófuð með svokallaðri afleiðslu, það er rannsóknum þar sem leitað er eftir tilvikum sem styðja grunnsetning- arnar. Afleiðsluaðferðin er algeng rannsóknaraðferð, t.d. í félagsvís- indum. Hins vegar snýst atferlisfræðin um að greina, mæla, stjórna breyt- um og spá fyrir um atferli lífvera og skoða flókið samspil hegðunar og umhverfis með beinum mælingum og án tilvísana í hugsmíðar. Rann- sóknaraðferð hennar byggist á að- leiðslu þar sem gögnum er safnað og leitað er að samböndum sem leiða í ljós reglur og lögmál. Þúsundir tilrauna hafa sýnt fram á réttmæti höfuðhugtaka atferlis- fræði og áreiðanlegar mæliaðferðir hennar. Rannsóknirnar hafa leitt af sér námslögmál sem eru hagnýtt um heim allan og við fjölbreyttar aðstæður. Önnur rök gegn meintu undan- haldi atferlisfræðinnar er sú stað- reynd að atferlisfræði er sterk og vaxandi vísindagrein sem hefur í áratugi reynst árangursrík við að bæta hag manna og málleysingja. Skoðum nokkur dæmi um það. Atferlisfræði hefur getið af sér margar árangursríkar aðferðir í kennslu og námsefnisgerð með þeim afleiðingum að börn á öllum getustigum læra meira á skemmri tíma en ella. Glæsileg dæmi um það má finna á heimasíðu Morningside grunnskólans í Seattle; www.morn- ingsideinfo.com/. Atferlisfræðin hefur reynst ár- angursrík við að bæta uppeldisskil- yrði barna og kennt forráðamönn- um þeirra að laða fram þætti eins og jákvæðni, stillingu og ákveðni og draga úr frekju, neikvæðni, leti og árásargirni. Hér má nefna að þing Flórída- fylkis samþykkti nýlega að veita mikið fé til að ráða atferlisfræðinga til að sinna barnaverndarmálum vegna gagnlegra aðferða þeirra. Atferlisfræði hefur reynst heilla- drjúg á sviði fatlana. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem vistaðist á stofnunum vegna hegðunar sinnar, en býr nú sjálfstætt í kjölfar atferl- ismeðferðar sem kenndi því að standa á eigin fótum. Notkun atferlismeðferðar til að draga úr einkennum einhverfu lofar góðu. Hér má nefna að heilbrigðisráðu- neyti New Yorkfylkis mælir sér- staklega með atferlismeðferð við al- varlegum þroskaröskunum eins og einhverfu. Atferlisfræðingar hafa þróað að- ferðir sem geta dregið verulega úr einkennum geðraskana eins og þunglyndis, ofvirkni, fælni, kvíða, áráttu og þráhyggju. Gagnsemi atferlisfræði við að draga úr slysum og afbrotum, auka árangur íþróttafólks, bæta um- gengni við náttúruna, greina áhrif lyfja á hegðunog temja dýr er vel þekkt. Kynnast má nánar rannsóknum atferlisfræðinnar á www.en- vmed.rochester.edu/wwwrap/be- havior/jaba. Í stjórnsýslu og rekstri hefur at- ferlisfræði leitt af sér nútímaað- ferðir við stefnumótun og stjórnun undir heitunum afkasta-, árangurs- eða frammistöðustjórnun. Fjöldi háskóla í öllum heimsálf- um býður nám í atferlisfræði, allt frá nokkrum námskeiðum til meist- ara- og doktorsnáms. Alþjóðleg samtök atferlisfræðinga eru með rúmlega 2.500 félagsmenn í öllum heimsálfum. Þau voru stofnuð 1974 og halda árlega ráðstefnu sem sl. ár sóttu rúmlega 2.000 manns. Heima- síða samtakanna er www.wmich.- edu/aba. Atferlisfræði vex stöðugt fiskur um hrygg á Íslandi því að reynslan kennir fólki að aðferðir hennar eru gagnlegar. Nokkrir Íslendingar eru í fram- haldsnámi í atferlisfræði og þeir sem hafa lokið slíku námi eru eft- irsóttir starfskraftar hérlendis sem erlendis. Af ofangreindu má ráða að full- yrðingar um undanhald eða dauða atferlisfræðinnar í samfélagi vís- indanna eru öfugmæli og eiga við engin rök að styðjast. Sterk og vaxandi vísindagrein Ragnar S. Ragnarsson Atferlisfræði Atferlisfræði er sterk og vaxandi vísindagrein, segir Ragnar S. Ragn- arsson, sem hefur í ára- tugi reynst árangursrík við að bæta hag manna og málleysingja. Höfundur er atferlissálfræðingur á Selfossi. Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND. HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN OG ÞÚ BLÓMSTRAR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.