Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. leggur áherslu á að varnarstöðin í Keflavík sé hér á landi vegna sameig- inlegra hagsmuna þjóðanna tveggja. Forsætisráðherra telur að á næstu árum verði áfram þörf á svipuðum viðbúnaði í varnarstöðinni og verið hefur með tilliti til flugvéla. „Stöðin getur ekki verið minni en hún er,“ segir Davíð Oddsson í við- tali, sem birtist í aukablaði Morgun- blaðsins, sem tileinkað er 50 ára varnarsamstarfi Íslands og Banda- ríkjanna. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir í sama blaði að núverandi fyrirkomulag í Keflavík sé „lágmarksviðbúnaður“ og leggur áherslu á nauðsyn þess að „trúverð- ugar varnir“ þurfi að vera fyrir hendi á Íslandi. Í viðtali við Morgunblaðið segir Davíð Oddsson m.a. að varnarstöð sé óþörf hér á landi þjóni hún eingöngu eftirlits- og forvarnahlutverki fyrir DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kveðst ekki telja að gerðar verði breytingar á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna á næstunni og Bandaríkin en ekki því sem skil- greint hafi verið sem „varnir Ís- lands“. Síðan segir forsætisráðherra: „Ef Bandaríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu að þeir vilji ekki halda uppi stöð sem þjóni hagsmun- um beggja verður hún einfaldlega lögð niður. Flóknara er þetta ekki og í þessu felst engin hótun.“ Síðar segir forsætisráðherra: „Við munum á næstu árum þurfa að hafa hér svip- aðan viðbúnað og hér er nú, ákveðinn lágmarksfjölda flugvéla. Stöðin get- ur ekki verið minni en hún er.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir það lykilatriði í varnar- samstarfinu við Bandaríkjamenn að Íslendingar leitist við að leggja sitt af mörkum. Það hafi verið gert með margvíslegum hætti, m.a. með þátt- töku í friðargæslu. Þegar hann er spurður um vangaveltur þess efnis að Bandaríkjamenn komi til með að krefjast þess í viðræðum þeim sem í vændum eru að Íslendingar taki auk- inn þátt í kostnaði vegna reksturs Keflavíkurflugvallar segir utanríkis- ráðherra: „Aðalatriðið er að Ísland skili sínu til þessa heildarsamstarfs og það framlag verði ekki eingöngu metið út frá krónum, aurum og Keflavíkurflugvelli.“ Halldór Ásgrímsson segir nauð- synlegt að hér á landi verði haldið uppi ákveðnum lágmarksviðbúnaði þótt síðan megi deila um hver hann eigi nákvæmlega að vera. „Ég tel að trúverðugar varnir verði að vera fyrir hendi á Íslandi og á Norður-Atlantshafi á meðan við telj- um að hér geti skapast hættu- ástand,“ segir utanríkisráðherra. Varnarstöðin getur ekki verið minni en hún er  Loforð um hjálp/ 12  Varnarstöð/2C  Trúverðugar varnir/12 C SKIPVERJAR á varðskipinu Tý voru glaðhlakkalegir þegar þeir tóku við vistum um borð í skipið áður en það lagði í eftirlitsferð úr Reykjavíkurhöfn. Ekki er annað að sjá en þeir séu ánægðir með kost- inn og örugglega hefur ein góð saga af sjónum farið á milli manna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ánægðir varðskips- menn á leið úr höfn ÁLAGNING smásala á innfluttum jarðarberjum sl. miðvikudagsmorg- un var 68,4–157% en þá var gerð könnun á kílóverði jarðarberja í nokkrum stórmörkuðum í Reykja- vík. Það var síðan borið saman við verð á jarðarberjum í Ósló og Kaup- mannahöfn. Kom í ljós að jarðar- berin voru langdýrust í Reykjavík. Síðar um daginn var verð á jarð- arberjum lækkað í verslunum í Reykjavík og það hefur síðan verið lækkað enn frekar. Hátt jarðarberjaverð í Reykjavík Smásöluálagn- ing allt að 157%  Álagning smásala/32 SLÖKKVILIÐ var kallað út upp úr klukkan níu í gærkvöldi vegna elds við jarðhúsin í Ártúnsbrekku þar sem áður voru geymdar kartöflur. Slökkviliðsbílar af tveimur stöðvum fóru í útkallið þar sem óttast var að eldmatur gæti leynst í húsunum. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldurinn slokknaður. Í ljós kom að tveir ungir piltar höfðu kveikt í bensíni á bílaplani fyrir utan jarð- húsin. Eldur við jarðhús ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ OLÍUVERZLUN Íslands ákvað í gær að fara að dæmi Olíufélagsins og hækka verð á bensíni til viðbótar þeirri hækkun sem ákveðin var um seinustu mánaðamót. Hækkanirnar eru sambærilegar hækkunum hjá Olíufélaginu sl. fimmtudag. Verð á bensíni hækkar um 3,40 kr. á lítra, gasolía hækkar um 2,90 kr., skipagasolía um 2,50 kr. og svartolía um 2,20 kr. OLÍS hækkar verð á bensíni  Olíufélagið/6 SAMKEPPNISSTOFNUN hefur ákveðið að hefja rannsókn á einstökum fyrirtækjum í smá- sölu á matvörumarkaði í kjölfar niðurstaðna skýrslu sem stofnunin vann fyrir iðnaðar- og við- skiptaráðherra um matvörumarkaðinn og verð- lagsþróun í smásölu á árunum 1996 til 2000. Í þeim kemur m.a. fram að á umræddu tímabili hef- ur samkeppni minnkað í kjölfar samruna og álagning aukist á matvörumarkaði. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, kynnti niðurstöður Samkeppnisstofn- unar í gær. Á milli þeirra tímapunkta sem könn- unin tók til hækkaði smásöluverð á dagvöru sem seld er í matvöruverslunum um 15% á meðan veg- in hækkun á innkaupsverði verslana og birgða- húsa þeirra var um það bil 8–9%. Mismuninn á breytingum á smásöluverði annars vegar og inn- kaupsverði verslana hins vegar telur Samkeppn- isstofnun að rekja megi til hækkunar á smásölu- álagningu. Miðað við þessar forsendur hefur vara sem í ársbyrjun 1996 var seld með 20% smásölu- álagningu verið seld í árslok 2000 með 25 til 26% álagningu. Valgerður segir að með hliðsjón af þeim atrið- um sem fram komu í skýrslunni varðandi sam- keppnis- og viðskiptahætti muni stofnunin fara af stað með mál í því skyni að uppræta hugsanleg brot á samkeppnislögum. Einnig mun felast í því máli rannsókn á viðskiptaháttum einstakra fyr- irtækja á markaðinum. Í skýrslunni kemur fram að samþjöppun hefur verið mikil á því tímabili sem stofnunin skoðaði, bæði á smásölu- og heildsölustigi. Um 2⁄3 hlutar smásölumarkaðarins eru nú á hendi tveggja fyr- irtækja en árið 1996 réðu tvö stærstu fyrirtækin yfir 45% hlut á markaðinum. Stofnunin telur sam- þjöppun meðal birgja einnig hafa verið mikla. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir bersýni- legt að engin samkeppni ríki á smásölumarkaði og að markaðsráðandi aðilar hafi komist upp með að auka álagninguna. „Samkeppnin er þannig orðin nánast að engu og álagningin hækkar í sam- ræmi við það. Þær lækkanir sem þessir aðilar þvinga fram með því að beita einokunaraðstöðu sinni koma ekki fram í verði til neytenda heldur birtast í þeirra eigin gróða,“ sagði Davíð. Rannsókn framundan á einstökum fyrirtækjum Samkeppnisstofnun segir smásöluálagningu hafa aukist með samruna  Samkeppni/38 Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna um varnarsamstarfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.