Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TANGÓHÁTÍÐIR eru haldnar reglulega í öllum stórborgum Evrópu þar sem tangódansarar frá öllum heimshornum hittast til að læra tangó og skemmta sér. En í dag hefst fyrsta tangóhátíðin sem haldin er á Ís- landi og stendur hún til 13. maí. Góðir vinir Íslands Eitt þekktasta tangódanspar í heiminum Daniela Arcuri og Arm- ando Orzuza frá Buenos Aires ætl- ar að kenna byrj- endum jafnt sem lengra komnum tangódans auk þess að sýna tangó á há- tíðinni. Þau sömdu dansa og dönsuðu í kvikmyndinni Evitu, og Armando samdi dansana í nýjustu kvikmynd Roberts Duvall. Einnig komu þau fram fyrir Julio Iglesias í tengslum við útgáfu á hljóm- plötu hans Tango, og tóku þátt í metsölu- sýningunni „Tango Passion“ á Broadway í New York. „Þau héldu nám- skeið hér hjá okkur fyrir mörgum árum áður en þau urðu fræg,“ segir Hafdís Árnadóttir í Kramhúsinu. „Síðan hafa þau gert víðreist, en alltaf verið í sambandi við okkur, svo hátíðin hef- ur verið í undirbúningi í mörg ár. Þau voru að kenna í Danmörku og eru á leið aftur til Bandaríkjanna, en báðu um að fá að koma og kenna hér í vi- kufríinu sínu, því þau eru svo hrifin af Íslandi.“ Sumartangó er framtíðin Dansinn hefur verið í mikilli sókn á Íslandi á síðustu árum og í dag eru um 20–30 pör sem hittast reglulega til þess að dansa tangó. Fyrir um ári var síðan stofnað tangófélag (www.tango.is), og því má segja að nú hafi í fyrsta sinn skapast skilyrði fyr- ir stóra tangóhátíð á Íslandi. „Námskeiðið hefst í dag á því að Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya hita upp fyrir Armando og Danielu, svo fyrir áhugasama er enn ekki of seint að slást í hópinn,“ segir Hafdís. „Þau kenna síðan föstudag, laug- ardag og sunnudag og síðan er ball með lifandi tónlist á Hótel Borg inni- falið auk sýningar þeirra Danielu og Armando sem verður mjög spenn- andi að sjá,“ segir Hany, en tangó- hópurinn er í umsjón hans og Bryn- dísar konu hans, sem eru bæði tangókennarar í Kramhúsinu. „Hópurinn er skemmtilegur og í honum eru liprir dansarar. Það tekur samt sinn tíma að læra tangó, hann er tæknilega erfiður dans sem alltaf má bæta við. En hópurinn er vaxandi og það er mjög gaman.“ – Á tangóhátíðin að verða að árleg- um viðburði? „Það fer eftir undirtektum núna en það er draumurinn og þess vegna reynum við að auglýsa hana vel. Okk- ar markmið er að með tímanum muni henni svipa til tangóhátíða annars staðar í heiminum þar sem mörg fræg pör koma fram, böll eru haldin á hverju kvöldi, og að tangóáhuga- menn annars staðar úr heiminum komi hingað. Hugmyndin er Sumar- tangó, þar sem hægt er að dansa all- an sólarhringinn,“ segir Hany að lok- um og býður alla velkomna, ef ekki á námskeiðið, þá á sýninguna og ballið á Hótel Borg. Fyrsta tangóhátíðin á Íslandi Lifandi tónlist og tangóhetjur Hany Hadaya Daniela og Armando eru eitt þekktastatangópar í heimi. Morgunblaðið/Kristinn GENGI GJALDMIÐLA mbl.is Vígaíþrótt 3 (Bloodsport III) B a r d a g a m y n d  Leikstjóri Alan Mehrez. Aðal- hlutverk Daniel Bernhardt, Pat Morita. Bandaríkin 1997. Bergvík. (95 mín) Bönnuð innan 16 ára. FYRIR rúmum áratug vakti Jean- Claude van Damme athygli í fyrsta hluta þessarar myndaraðar. Sagði þar frá hermanni sem tók þátt í lífs- hættulegasta bar- dagamóti heims og fór með sigur af hólmi. Nú er komið að þriðju myndinni og hér er hefndinni bætt í pottinn til að hressa upp á áður- nefndan söguþráð. Alex Cardo, úr mynd númer tvö, tek- ur á ný þátt í mótinu en nú til að hefna morðsins á læriföður sínum, meistara Sun. Við taka hefðbundin myndskeið af ofurmannlegri þjálfun í bardagalistum áður en sjálft mótið hefst sem reynist röð af ótrúverðug- um limlestingum. Ég held að mark- hópur myndarinnar sé heldur tak- markaður. Kannski að áhugamenn um sjálfsvarnaríþróttir geta fundið áhugaverða fleti á þessari vitleysu. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Enn er barist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.