Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ       5678   9 !:**  7#:" **$%  / *"& ;<     #-*   #   $-     .     #       !   #   % #      : 3, 0*1   ! # !  /    * ,  (   *            3=65 -  :,.> ,1 $    !        $-* #* $     - #   $        #/- 1 (      - *" 0* " " 0* ( *1"  ,!  7!**6  *0* "    0*        *"#&# *0" #:4,1 2  !       /    * (  # (   *                     .? =@ (  5  &!*, )A,1 1 +    7**>1=,!  &# *! ,!  *",0* 0"& *&# *1                ? -    3   3        "  4        - * ! !0* & # " * *,!  *6 # :- *,!  "  6   30* *6   " 0* & # "6 "  ,! 1 2   !     /   * #/0 # (   *        0    . B 3    !&  6 AA1 $   ! ,  (        0           #-*   0 #  3 +* 1 +, **(1C*& # *0* *"& # " : ,!  C* !C*&  * ,!  /: / *"!0* C*& # */ *C*& # *0* /,   ,!  (  *C*& # *0* ( *1" ,!  7!**C*,!      & *&# *0"& *& *&# *1             =3 313=6 D E 4: C:   #      "    /      4* F * =0 ,   + /0*=0 , = /1 !*,!     & *&# *    0" ,3& "1 5   #   !     /    * (  #(   *              . B 3 /3 =   4 ) 4   &G/01 $   !     66 ( #     3   #-*      4* *,0* 3 + 0* /,/:,!  + 0* ** 0 C,,!  7!*+ 0*  )*(  *,!   + 0*  )*/ , * ,!         & *&# *0"& *& *&# *1 ✝ Björgólfur Jóns-son fæddist á Þorvaldsstöðum í Breiðdal 29. nóvem- ber 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Norðfirði 23. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Björg- ólfsson, bóndi á Þor- valdsstöðum, f. 5.3. 1881, d. 10.5. 1960, og Guðný Jónasdótt- ir húsfreyja, f. 30.10. 1891, d. 7.1. 1956. Systkini Björgólfs voru 1) Sigurður, f. 23.5. 1916, nú látinn, bílstjóri í Reykjavík. 2) Kristín Björg, f. 17.9. 1917, nú látin, húsmóðir á Fáskrúðsfirði. 3) Árni Björn, f. 27.9. 1918, leigubílstjóri í Reykja- vík. 4) Helga Björg, f. 10.11. 1920, húsmóðir á Egilsstöðum. 5) Einar Björgvin, f. 29.1. 1922, húsasmið- ur í Borgarnesi. 6) Oddný Aðal- björg, f. 18.3. 1923, húsmóðir í Reykjavík. 7) Hlíf Þórbjörg, f. 26.6. 1924, húsmóðir á Seltjarn- arnesi. 8) Jónas, f. 6.4. 1926, lát- inn, vegaverkstjóri á Breiðdals- verktaki á Breiðdalsvík, kvæntur Unni Björgvinsdóttur og eiga þau tvo syni, Árna Björn og Þorra. 3) Grétar Ármann Björgólfsson, f. 11.5. 1951, vörubílstjóri á Breið- dalsvík, kvæntur Svandísi Ing- ólfsdóttur og á hann þrjú börn, Ísold, Magna og Snævar Leó. 4) Fjóla Ólöf Karlsdóttir (fóstur- dóttir), f. 30.7. 1959, kaupmaður í Reykjavík, gift Lúðvík Sverris- syni og eiga þau þrjá syni, Karl Daða, Björgvin Ingimund og Al- exander Frey. Á Þorvaldsstöðum ólst Björg- ólfur upp við öll almenn sveita- störf í foreldrahúsum. Á ung- lingsárunum var hann þrjár vertíðir í Vestmannaeyjum og síðan á Stöðvarfirði en stundaði jafnframt bústörf á búi foreldra sinna. Hann byggði þar nýbýlið Tungufell 1956 og var þar bóndi síðan með blandaðan búskap. Björgólfur stundaði refa- og minkaveiðar um árabil en hann var minkaveiðimaður fyrir Stöðv- arfjörð, Breiðdal og Fáskrúðs- fjörð. Auk þess stundaði hann byggingarvinnu og önnur störf á Breiðdalsvík meðfram bústörfun- um. Hann starfaði með ung- mennafélaginu Hrafnkeli Freys- goða, í Búnaðarfélagi Breið- dælinga og Veiðifélagi Breið- dælinga. Útför Björgólfs fór fram frá Heydalakirkju 31. mars. vík. 9) Hlífar Pétur, f. 9.4. 1929, bóndi á Þorvaldsstöðum í Breiðdal. 10) Guð- mundur Þórðar, f. 20.8 1930, bóndi á Þorvaldsstöðum. 11) Óskar Sigurjón, f. 24.5. 1932, húsasmið- ur á Seltjarnarnesi. 12) Þórey, f. 5.5. 1936, fótaaðgerða- fræðingur í Reykja- vík. Hinn 10.11. 1951 kvæntist Björgólfur Valborgu Guðmunds- dóttur, f. 26.9. 1923, húsfreyju og ljósmóður, en þau hófu sambúð 1945. Valborg er dóttir hjónanna Guðmundar Magnússonar, bónda á Fossárdal við Berufjörð, og Margrétar Guðmundsdóttur frá Berufirði. Börn Björgólfs og Valborgar eru: 1) Jón Björgólfsson, f. 13.7. 1947, vörubílstjóri á Stöðvarfirði, kvæntur Dagnýju Sverrisdóttur og eiga þau fimm börn, Sverri Inga, Valborgu, Börgólf, Guðlaug Björn og Sunnu Karen. 2) Guð- mundur Björgólfsson, f. 9.3. 1950, Kær mun hvíld af þreyttum þegin. Þrotinn kraftur, lokuð sund. Æðrulaus um æviveginn, ávallt gekkst að hinstu stund. Þegar sjúkdómsþrautir þjaka þá er gott að sofna rótt. Erfitt þeim er eftir vaka er að bjóða góða nótt. (Þ.J.) Við sem þekktum Björgólf best söknum nú vinar í stað. Enn er höggvið skarð í systkinahópinn frá Þorvaldsstöðum. Gamli dalurinn okkar verður ekki sá sami. Þar er nú skarð fyrir skildi. Svo samofinn var bróðir minn sínum æskuslóð- um að manni fannst hann tilheyra dalnum og dalurinn honum. Björgólfur var ekki orðmargur maður en sendi frá sér strauma ör- yggis og hlýju. Þetta fundu öll börn sem komust í kynni við hann, hændust ósjálf- rátt að hans trausta persónuleika og rólega fasi. Enda voru þau ófá sumardvalarbörnin í Tungufelli í gegnum árin. Sum dvöldu þar langdvölum og eina stúlku ólu þau hjónin upp frá unga aldri sem sína eigin. Já maðurinn var traustur eins og klettarnir og fjöllin sem hann unni svo mjög. Þar lágu spor hans tíðum ef færi gafst frá amstri dagsins, í leit að perlum og gimsteinum náttúrunn- ar. Glitrandi steina og alls konar undur úr steinaríkinu sótti hann í fjöllin. Þetta var hans tómstunda- gaman og veitti honum ómælda ánægju. Það var upplifun að fylgj- ast með af hvílíkri natni og var- færni hann handlék þessi djásn jarðar, þvoði þau og þreif eftir kúnstarinnar reglum þar til þau ljómuðu og skinu í dýrð sinni. Nú glóa þessir undurfögru stein- ar á býlinu hans í dalnum og fylla margar hillur og skápa. Það er líkt því að maður standi í álfheimum bernskunnar að standa frammi fyrir þessari glitrandi veröld sem ber vitni um þrotlausa elju safn- arans og umfram allt óbrigðult fegurðarskyn safnarans. Björgólfur var barn náttúrunn- ar, góður bóndi, náttúruskoðandi og góður veiðimaður af því tagi sem ber virðingu fyrir sínum veiði- dýrum og var þá sama hvort um var að ræða rjúpu, eða fjallarefinn, sem hann háði marga hildi við með þrásetu á grenjum inn til fjalla. Þarna kom rólyndið og þolinmæðin að góðum notum. Þetta einstaka æðruleysi sem aldrei brást. Þótt kalt blési stundum á dalnum í þessum útilegum var ekki kvartað. Refum þurfti að útrýma ef fénu átti að vera vært. Björgólfur stundaði einnig annars konar veiði- skap á yngri árum, var til sjós. Hann fór á vertíðir til Vestmanna- eyja sem þá var algengt með unga menn í dalnum, einnig fór hann á vertíð í Höfnum og þóttu góð handtök hans á þessum stöðum sem annars staðar. Gaman fannst honum að gleðjast með góðum grönnum og vinum. Hafði yndi af að dansa og hélt þá flestum lengur út, skildi ekkert í hvað menn urðu fljótt þreyttir. Hann gat haldið áfram fram á morgun. Lombermaður var hann góður eins og margir dalbúar, enda var oft gripið í spil. Þá var mannmargt í sveitinni og menn töldu ekki eftir sér að skreppa milli bæja og „taka slag“ eins og þeir kölluðu það, menn komu jafn- vel yfir heiðar úr næstu sveitum og gistu þá. Þetta voru þeirra tíma íþróttamót á andlega sviðinu, því það þótti vegsauki að vera góður lomberspilari og var álitin mikil íþrótt. Það var létt yfir þessari spilamennsku og menn skemmtu sér hið besta. Að sjálfsögðu var séð um að ekki skorti mat eða drykk og var það auðvitað hlutverk húsfreyjunnar að sjá um það fyrir spilamennina. Gat það orðið býsna löng vakt stundum. En þessu fylgdi líf og fjör og ekki aðrar sam- komur á veturna í sveitinni svo þetta var krydd í tilveruna. Gestkvæmt var í Tungufelli hjá Björgólfi og Valborgu, sérstaklega á sumrin, enda öllum tekið opnum örmum sem leituðu húsa hjá þeim hjónum. Margir sóttu eftir fylgd Björgólfs í leit að fögrum steinum. Var þá gjarnan þeginn beini og gisting dögum saman. Gat ég alltaf dáðst að Valborgu, hvernig hún tók þessu alltaf sem sjáfsögðum hlut. Þarna var opið hús og rúm í hjartanu fyrir alla sem þess ósk- uðu. Þau hjón voru að nálgast gull- brúðkaupið þegar bróðir minn and- aðist. Það er óhætt að segja að þau hafi staðið saman í blíðu og stríðu í lífsins ólgusjó, með greiðasemi og góðvild í farteskinu. Síðustu ár tók heilsu Björgólfs að hraka og var hann á tímabili bundinn við hjólastól. En með fá- dæma hörku hafði hann sig upp úr stólnum og náði sér talsvert, þann- ig að hann gat gengið við staf. Það var honum vafalaust ekki að skapi að vera ekki fleygur og fær en ekki æðraðist hann frekar en fyrri dag- inn. Aldrei gafst hann upp, það var fjarri hans skaplyndi, hann barðist til hinstu stundar. Nú er dagsverkinu lokið með sóma og mál að hvílast bróðir. Þín bíða vafalaust ný störf á landi ljóssins. Með bæn og þökk fyrir allt frá mér og mínum. Samúðarkveðjur til Valborgar og annarra aðstandenda. Þórey Jónsdóttir. BJÖRGÓLFUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.