Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI
24 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI verður annað séð en eina leið-
in fyrir Ísland til að tengjast evrunni
sé með því að ganga í Evrópusam-
bandið, að sögn Más Guðmundsson-
ar, aðalhagfræðings Seðlabanka Ís-
lands. Hann segir að einhliða
tenging krónunnar við evruna sé
óraunhæfur kostur. Arnar Jónsson,
sérfræðingur í gjaldeyrisviðskiptum
hjá Landsbanka Íslands, tekur í
sama streng.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir að þegar
til lengri tíma sé litið kunni að vera
mun betri kostur að taka upp evruna
hér á landi en að halda uppi eigin
peningastefnu og eigin gjaldmiðli.
Már, Arnar og Þórður voru spurð-
ir um hugsanlega tengingu íslensku
krónunnar við evruna eða upptöku
hennar í tilefni af ummælum for-
svarsmanna nokkurra stórra fyrir-
tækja í Morgunblaðinu í gær þar
sem það sjónarmið kom fram að Ís-
land yrði að komast inn í stærra
myntsvæði. Miklar sveiflur á gengi
krónunnar gætu dregið úr trú er-
lendra fjárfesta á fjárfestingum í ís-
lenskum markaði og
vektu jafnvel spurningar
um stöðu krónunnar sem
sjálfstæðs gjaldmiðils.
Jón Sigurðsson, forstjóri
Össurar hf., sagði til að
mynda að ekki væri
hægt að vera með gjald-
miðil sem enginn vildi. Þá kom fram
í máli Guðmundar Haukssonar,
sparisjóðsstjóra SPRON, að að hans
mati væri tími íslensku krónunnar
liðinn.
Samtök iðnaðarins sendu í gær
frá sér ályktun þar sem segir að
upptaka evrunnar myndi leiða til
varanlegri stöðugleika fyrir íslensk
fyrirtæki og stuðla að hagvexti og
háum lífskjörum í landinu.
Einhliða tenging
yrði strax rofin
Már Guðmundsson segir að ein-
hliða tenging íslensku krónunnar við
evruna myndi engu breyta. Hún
yrði strax rofin á gjaldeyrismörk-
uðum. Hann segir að einhliða teng-
ing sé ákveðið form á einhliða fast-
gengisstefnu. Eftir sem áður yrði
hér gjaldeyrismarkaður og Seðla-
bankinn myndi nota gjaldeyrisforða
sinn og vexti til að verja gengið. Með
þessu væri komið upp sama kerfi og
farið var úr í mars síðastliðnum,
nema hvað staðan væri verri, því þá
væri reynt að halda genginu mun
fastar en áður. Reynslan að undan-
förnu hafi sýnt að fyrir litlar og
miðlungsstórar þjóðir sé mjög erfitt
í hinum nýja heimi frjálsra fjár-
magnsflutninga að vera með ein-
hliða fastgengisstefnu. Til viðbótar
kæmi sá ókostur, við að krónan væri
tengd evrunni, að þá væri krónan
tengd við það sem sé einungis um
þriðjungur af utanríkisviðskiptum
Íslands, svo lengi sem breska pund-
ið sé ekki komið þarna inn.
Már segir að Suðaustur-Asíulönd
hafi tekið upp einhliða tengingu
gagnvart Bandaríkjadal á sínum
tíma. Það hafi verið einn af þeim
þáttum sem hafi stuðlað að fjár-
málakreppunni í þeim
heimshluta fyrir nokkr-
um árum. Einhliða teng-
ing íslensku krónunnar
við evruna væri því glap-
ræði.
„Það sem kemur hins
vegar til greina, og er
allt annað mál, er að fara alla leið og
leggja íslenku myntina af,“ segir
Már. „Þá þyrfti ekki gjaldeyris-
markað hér, evran yrði í umferð og
evrópski Seðlabankinn myndi þá
stýra peningastefnunni. Hættan á
gjaldeyriskreppu væri endanlega
horfin. Þetta er skref sem ég sé ekki
að hægt sé að taka nema með því að
ganga í Evrópusambandið,“ segir
Már.
Engin einföld lausn til á því
vandamáli sem upp hefur komið
Arnar Jónsson segir enga ein-
falda lausn á því vandamáli sem upp
hafi komið á gjaldeyrismarkaði að
undanförnu. Einhliða tenging krón-
unnar við evruna sé ekki talin trú-
verðug því fleiri en Íslendingar
þyrftu þá að styðja hana. Það sé því
ekki raunhæfur kostur. Eini raun-
hæfi kosturinn sé að taka upp evr-
una, en það sé ekki einfalt mál þar
sem Ísland sé ekki í Evrópusam-
bandinu, sem sé fyrst og fremst póli-
tísk ákvörðun.
„Skoðun forsvarsmanna íslenskra
fyrirtækja hefur grundvallaráhrif á
þróunina. Ef skoðun þeirra er að
verða sú sem fram kom í viðtali við
nokkra þeirra í Morgunblaðinu í
gær, þá eykst eflaust þrýstingurinn
í þessum efnum.“
Til lengri tíma litið kann að vera
betri kostur að tengjast evrunni
Þórður Friðjónsson segir að
spurningin um tengingu krónunnar
við evruna eða upptöku hennar sé í
raun tvíþætt. Annars vegar þegar
horft sé til allra næstu missera og
ára og hins vegar þegar horft sé til
lengri tíma.
Hann segir að þegar horft sé til
nokkuð margra ára sýn-
ist honum að margt
bendi til þess að það
kunni að vera erfitt að
halda krónunni sem
sjálfstæðum gjaldmiðli.
Þess vegna þurfi að
skoða mjög vandlega
hvort það sé skynsamlegt að taka
upp evruna með einhverjum hætti.
Til þess þurfi að hugsa til þess að lít-
ið gjaldmiðlasvæði eins og krónan sé
og í nútímafjármálaumhverfi sé ekki
víst að það sé hagfellt fyrir þjóðfé-
lagið að viðhalda sjálfstæðri mynt.
Þetta liggi í hlutarins eðli vegna þró-
unar á alþjóðamörkuðum og megi í
því sambandi benda á að mjög mörg
lönd sem hafi veika gjaldmiðla horfi
mjög til þess að tengjast með ein-
hverjum hætti sterkari gjaldmiðla-
svæðum. Í því efni sé augljóst að
gjaldmiðlarnir þrír evra, dollar og
jen verði ráðandi og aðrir gjaldmiðl-
ar við hliðina á þeim muni eiga erfitt
uppdráttar þegar til lengri tíma sé
litið.
„Þegar litið er til skamms tíma er
ekki svo einfalt mál að tengjast evr-
unni. Við erum ekki aðilar að Evr-
ópusambandinu og þyrftum þess
vegna að leita sérstakra samninga
um upptöku evrunnar. Slíkar samn-
ingaumleitanir yrðu erfiðar á meðan
evrusvæðið hefur ekki fengið á sig
meiri frambúðarmynd en nú er.
Hætt er við því að evrópski seðla-
bankinn myndi telja stækkun Evr-
ópusambandsins og það að snúa sér
að þeim löndum sem hafa ekki tekið
upp evruna brýnari verkefni. Norð-
menn hafa velt þessu fyrir sér og
leitað eftir samningum af einhverju
tagi.
Þó að það sé tæknilega hægt að
taka upp evruna með annaðhvort
myntráði einhvers konar eða með
því að lögleiða evruna með einhliða
hætti, þá eru vandamál fólgin í því.
Við hefðum engar upplýsingar eða
nokkra möguleika á að koma okkar
sjónarmiðum á framfæri hvað varð-
ar peningastefnuna.
Niðurstaðan er því sú að í bráð er
varla hægt að sjá að það séu raun-
hæfir möguleikar á að tengjast evr-
unni með einhverjum þeim hætti
sem viðhlítandi væri fyrir okkur.
Hins vegar þurfum við að horfa til
þess að til lengri tíma kann þetta að
vera mun betri kostur en að halda
uppi eigin peningastefnu og eigin
gjaldmiðli.“
Að sögn Þórðar þarf að að gera
ákveðnar ráðstafanir í þá veruna að
styrkja gjaldeyrisforðann verulega,
til að hægt sé að nota hann til að
bregðast við einhverjum sveiflum, ef
ákvörðun verður tekin
um að halda krónunni.
Sömuleiðis er mikilvægt
að þjóðin greiði niður
skuldir í meiri mæli en
gert hafi verið. Með því
að renna styrkari stoð-
um undir fjárhagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar myndi gjald-
miðillinn styrkjast.
Samtök iðnaðarins segja upptöku
evrunnar leiða til stöðugleika
Samtök iðnaðarins sendu í gær
frá sér ályktun um efnahagsmál.
Þar segir að gengi krónunnar hafi
fallið hratt. Áhrifa rúmlega 30%
lækkunar á gengisvísitölu krónunn-
ar á einu ári sé þegar farið að gæta í
hærra verðlagi og muni gera það í
auknum mæli á komandi mánuðum,
jafnvel þótt lækkun krónunnar
gangi að einhverju leyti til baka.
„Nú ríður á að launin haldist stöð-
ug til þess að ekki komi til víxlverk-
unar launa og verðlags sem leiðir til
stighækkandi verðbólgu. Þá er mik-
ilvægt að líta á þessa þróun sem
eðlilega aðlögun krónunnar og inn-
lends verðlags að miklum viðskipta-
halla. Því er brýnt að bregðast ekki
við falli krónunnar með því að
hækka vexti sem eru enn allt of háir
miðað við þarfir atvinnulífsins.
Hægst hefur þegar á vexti inn-
lendrar eftirspurnar og það hefur
leitt til minnkandi innflutnings sem
gefur fyrirheit um að draga muni úr
viðskiptahallanum og að þrýstingur-
inn á krónuna taki enda. Þessi mikla
sveifla í gengi krónunnar og hækk-
un á verðlagi er erfið fyrir íslensk
fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni
um aðföng, fjárfestingu og markaði
og leiðir berlega í ljós hvað íslenska
krónan er dýru verði keypt.
Upptaka evrunnar myndi leiða til
varanlegri stöðugleika í samkeppn-
isgrundvelli íslenskra fyrirtækja og
treysta forsendur þess að hagvöxtur
og lífskjör í landinu haldist há og
sjálfbær,“ segir í ályktun Samtaka
iðnaðarins.
Einhliða tenging við
evru er óraunhæf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Evrópski
Seðlabankinn
myndi stýra
peninga-
stefnunni
Augljóst að
evra, dollar
og jen verða
ráðandi
gjaldmiðlar
NORSKI seðlabankinn tók upp
verðbólgumarkmið í peninga-
málastefnu í mars á þessu ári
eins og Seðlabanki Íslands. Sér-
fræðingar eru sammála um að
það að taka upp verðbólgumark-
mið sé nauðsynleg afleiðing af
stefnu ríkisstjórnarinnar um að
tengja hluta af olíusjóðnum við
fjárlögin.
Norska ríkisstjórnin beindi
þeim tilmælum til Seðlabanka
Noregs að setja verðbólgu-
markmið framar gengismark-
miðum í mars sl. í tengslum við
þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að nota vextina af olíusjóðnum
svokallaða.
Markmið Seðlabanka Noregs
er að verðbólga í Noregi verði
2,5% með prósentustigs fráviki í
hvora átt og er það hluti af lang-
tímamarkmiði fyrir tímabilið
2002–2005. Fyrra markmið
seðlabankans var að halda geng-
inu stöðugu gagnvart evrunni.
2,5% verðbólga er ívið hærra
markmið en er í Svíþjóð og á
evrusvæðinu en í samræmi við
markmið t.d. í Bretlandi. Ný
stefna í peningamálum og fjár-
lagamálefnum er góður grund-
völlur fyrir stöðugleika í geng-
ismálum, litla verðbólgu og
stöðuga þróun í framleiðslu og
atvinnumálum, að því er komið
hefur fram í máli norska fjár-
málaráðherrans, Karl Eirik
Schjøtt-Pedersen. Markmið
seðlabankans um verðbólgu var
áður 2%, í samræmi við mark-
mið Seðlabanka Evrópu. Vaxta-
stigið hefur haldist óbreytt og
ekki komið til neinna vaxta-
lækkana á þessu ári. Sérfræð-
ingar búast við vaxtalækkun í
fyrsta lagi í október.
Aukin notkun olíupeninganna
á árunum 2002–2005 veldur því
að Seðlabanki Noregs verður að
taka tillit til fleiri þátta í pen-
ingamálastefnu sinni. Bankinn
býst við að verðbólgan verði
nær 2% árið 2003 og hafi í för
með sér lægri vexti.
Verðbólgu-
markmið
afleiðing af
tengingu við
olíusjóðinn
Ósló. Morgunblaðið.
VERÐBÓLGUSPÁR þriggja fjár-
málastofnana gera ráð fyrir að vísi-
tala neysluverðs hækki um 1–1,1%
milli apríl og maí.
Íslandsbanki-FBA spáir að verð-
bólgan hækki um 1,0%, aðallega
vegna gengislækkunar íslensku
krónunnar. Lækkun krónunnar veld-
ur hækkunum á mat og drykkjarvör-
um og liðurinn ferðir og flutningar
hækkar töluvert vegna hækkana á
nýjum bílum og bensíni. Ef spá
ÍSFBA rætist mun vísitala neyslu-
verðs hafa hækkað um 3,1% á fyrstu
fjórum mánuðum ársins sem er
mesta hækkun síðan 1990 á sama
tímabili.
Kaupþing spáir 1,1% hækkun á
neysluverðsvísitölunni. Veldur þar
mestu 7% hækkun á bensínverði en
það hefur áhrif til 0,3% hækkunar
neysluverðsvísitölunnar. Lækkun á
gengi krónunnar veldur einnig verð-
hækkunum á neysluvöru eins og mat-
vöru, fatnaði og bílum. Þá hafa ferða-
skrifstofur hækkað verð á ferðum til
útlanda og í verðbólguspá Kaupþings
segir að gengisþróunin að undan-
förnu skili sér af fullum þunga út í
verðlagið nú og á næstu mánuðum.
Greiningardeild Búnaðarbankans
spáir 1,0–1,1% hækkun neysluverðs-
vísitölu milli apríl og maí. Helstu or-
sakavaldarnir eru hækkun á nýjum
bílum, hækkun á bensíni og hækkun
á fasteignaverði sem veldur 0,1–
0,15% hækkun á vísitölunni. Auk
þessa er gert ráð fyrir að almenn
hækkun verði vegna hækkunar á
gengisvísitölu krónunnar sem skilar
sér í hærra innflutningsverði hér-
lendis. Gangi spáin eftir verður verð-
bólga á ársgrundvelli 5,1–5,2%.
Hagstofa Íslands birtir vísitöluna
föstudaginn 11. maí.
Spáð um 1% hækkun verðbólgu