Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hallur Sigurðs-son fæddist á
Sauðárkróki 11. maí
1953. Hann lést laug-
ardaginn 28. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Guðrún Steinsdóttir,
f. á Hrauni á Skaga
4.9. 1916, d. 7.3.
1999, og Sigurður
Jónsson, f. á Reyni-
stað 4.9. 1917. Bræð-
ur hans eru: Jón, f.
26.9. 1948, búsettur
á Sauðárkróki,
kvæntur Sigur-
björgu Guðjónsdóttur, þau eiga
þrjú börn og þrjú barnabörn;
Steinn Leó, f. 2.2. 1951, búsettur í
Klausturbrekku í Skagafirði,
kvæntur Salmínu S. Tavsen, þau
eiga fjögur börn og eitt barna-
barn; og Helgi Jóhann, f. 14.2.
1957, bóndi á Reynistað, kvæntur
Sigurlaugu Guðmundsdóttur, þau
greininni. Hann hóf störf hjá Bif-
reiðaverkstæði Kaupfélags Skag-
firðinga 1978 og hefur starfað þar
síðan, fyrst við bílaviðgerðir og
síðar í varahlutaverslun Bifreiða-
verkstæðis KS. Hallur gekk til liðs
við slökkviliðið á Sauðárkróki
1978 og þar var hann að störfum
þegar hann lést. Félagsstörf voru
Halli hugleikin og nutu fjölmörg
félög krafta hans. Hann gerðist
félagi í Kiwanisklúbbnum Drang-
ey 1981 og gegndi þar ýmsum
ábyrgðarstöðum, m.a. var hann
starfandi forseti klúbbsins en áður
hafði hann verið forseti 1984–
1985. Einnig hafði hann setið í
flestum nefndum klúbbsins, var
þrjú ár í umdæmisstjórn og rit-
stjóri Kiwanisfrétta 1992–1993.
Einnig var hann formaður Iðnað-
armannafélags Sauðárkróks og
hafði gegnt formennsku í Iðn-
sveinafélagi Skagafjarðar. Hallur
var flokksbundinn sjálfstæðismað-
ur og tók virkan þátt í starfsemi
flokksins. Hann gekk til liðs við
Frímúrararegluna á Sauðárkróki
síðastliðið haust.
Útför Halls fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
eiga þrjú börn.
Hinn 26.10. 1985
kvæntist Hallur Sig-
ríði Svavarsdóttur, f.
26.6. 1958. Foreldrar
hennar eru Margrét
Selma Magnúsdóttir,
f. 13.8. 1926, d. 14.12.
1998, og Svavar Einar
Einarsson, f. 29.7.
1920, búsettur á Sauð-
árkróki. Hallur og
Sigríður eiga þrjár
dætur, þær eru Guð-
rún Ösp, nemi í Fjöl-
brautaskóla Norður-
lands vestra á
Sauðárkróki, f. 13.11. 1979,
Margrét Helga, f. 24.7. 1985, og
Bryndís Lilja, f. 5.2. 1990.
Hallur ólst upp á Reynistað, fór
snemma að vinna við brúargerð
hjá Vegagerð ríkisins og við virkj-
anir á hálendinu. Að skyldunámi
loknu hóf Hallur nám í bifvéla-
virkjun og lauk meistaraprófi í
Elsku pabbi.
Af hverju þurftir þú að fara frá
okkur, af hverju ekki einhver annar,
en líklega myndi þá einhver annar
segja þetta. Ég las bók sem sr. Guð-
björg lánaði mér, hún var mjög fal-
leg og í henni var sagt að maður færi
inn í Dimmadal eða Dauðann og
maður gæti aldrei snúið til baka eða
litið til baka, maður gekk alltaf í átt
að ljósi sem kom frá engli ljóssins.
Þú ert örugglega að fylgjast með
okkur núna og alltaf. En ég var á
móti einu í bókinni. Það var sagt að
maður myndi gleyma öllu en ég held
að þú munir alltaf eftir okkur. Ég á
allavega aldrei eftir að gleyma þér
elsku pabbi minn. Þú varst og ert
besti pabbi í heimi, það getur enginn
mótmælt því.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Svo að lifa að sofni hægt,
svo að deyja að kvöl sé bægt,
svo að greftrast sem Guðs barn hér,
gefðu, sætasti Jesús mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Mér þykir svo vænt um þig.
Þín
Bryndís Lilja.
Það var bjart yfir Skagafirði laug-
ardagsmorguninn 28. apríl síðastlið-
inn. Sólin varpaði geislum sínum yfir
fjörðinn og fuglarnir sungu tilhuga-
lífssöngva, bændur farnir að plægja
akra sína, vorið var komið. Mikið
stóð til á Króknum, þar sem í und-
irbúningi var stór hópslysaæfing við
enda flugvallarins. Allt var tilbúið og
klukkan tvö var æfingin sett í gang.
Hver maður vann eftir fyrirfram-
ákveðinni áætlun, þannig að mikið
var um að vera. Allt í einu stöðvaðist
allt, menn urðu hljóðir og álútir, eitt-
hvað hafði gerst, hvað var að? Jú,
fleiri höfðu mætt en boðaðir höfðu
verið. Dauðinn kom og hreif með sér
einn af slökkviliðsmönnunum og sá
slökkviliðsmaður varst þú, Hallur
bróðir minn. Hver var tilgangurinn?
Veit hann ekki að hann var að taka
þig frá fjölskyldunni þinni sem var
þér svo kær, veit hann ekki að þú átt-
ir svo miklu starfi ólokið, öllum
félagsmálunum, t.d. Kiwanis þar
sem þú varst forseti og hinum ýmsu
félagsstörfum sem þú tókst þátt í.
Veit hann ekki um alla greiðasemina
við náungann, ef einhvern vantaði
varahluti eða átti í vandræðum með
bílinn eða heyvinnuvélina var því
bjargað við, hvort sem var nótt eða
dagur. Jú Hallur, hann vissi þetta
allt og þess vegna er ég ekki sáttur.
Ég er meira en það, ég er verulega
ósáttur og verð það lengi, en sagt er
að tíminn lækni öll sár og ég vona að
það sé rétt. Það er gott að láta hug-
ann reika aftur í tímann þegar við
voru ungir heima á Reynistað. Á
sumrin var líf og fjör, mikið af krökk-
um í sumardvöl og margt um að
vera. Allir höfðu verkefni, reka kýr,
sækja hesta, rifja og raka. Þú varst
mikill hestakarl og smalamennskan
var í uppáhaldi hjá þér. En tíminn
leið fljótt og fyrr en varir erum við
orðnir fullorðnir, búnir að eignast
fjölskyldur og sestir að á Króknum.
Það hefur verið ljúft að rölta sam-
ferða ykkur hjónum í gegnum lífið og
eigum við Sibba mikið af góðum
minningum eftir það rölt, ekki síðst
um alla vinnuna við litla húsið á Mel
og hvað þá fjölskylduferðirnar okkar
til Spánar. Þessar minningar eiga
eftir að ylja okkur um ókomin ár og
ásamt tímanum deyfa þær þá miklu
sorg sem er í hjarta okkar nú. Kæri
bróðir, nú skiljast leiðir að sinni. Þú
hefur haldið til lands hinnar eilífu
sólar, handan móðunnar miklu,
þangað sem leið okkar allra liggur að
lokum. Ég veit að vel verður tekið á
móti þér þar af móður okkar, öfum
og ömmum, tengdamóður þinni og
öðrum sem á undan eru gengnir. Við
fjölskyldan viljum að endingu kveðja
þig með þessu fallega ljóði sem góð-
ur vinur gerði fyrir okkur. Hvíl þú í
friði bróðir og Guð veri með þér.
Þér vorgolan hlýja um vangana strauk
á vettvangi atburða staddur.
Þá lífinu bróðir í skyndingu lauk
til langferðar dauðans. Varst kvaddur.
En myndin þín lifir í minningareit
og mildar nú syrgjenda hug.
Því minningar fagrar af vissu ég veit
þær vinna á hryggðinni bug.
Þær leiða fram atvikin lífinu frá
og létta á erfiðri stund.
Já minningar allar sem um þig ég á
þær efla mér gleði í lund.
Og verkin þín öll, sem vannstu af tryggð
nú verða í félga minni.
Þú forystu sinntir af festu og dyggð
með farsæld og ást þér í sinni.
Að endingu bróðir, svo bljúgur ég bið
þá bæn sem er helguð af trú.
Að sogmæddir hljóti í sálinni frið
og sælu á himninum þú.
(Sh.T.)
Elsku Sirrý, Guðrún, Margrét og
Bryndís, pabbi, bræður mínir og fjöl-
skyldur. Það eru erfiðir tímar núna
hjá okkur, en ég veit að Guð mun
hjálpa okkur að komast í gegn um
sorgina.
Jón og Sigurbjörg.
Það var okkur mikið áfall að frétta
fyrirvaralaust andlát Halls Sigurðs-
sonar. Maður í blóma lífsins, sem átti
svo margt eftir, er skyndilega geng-
inn langt um aldur fram. Það er erf-
itt að horfast í augu við slíka stað-
reynd því hún virðist einhvern
veginn svo óraunveruleg. Á slíkum
stundum er margt sem leitar á hug-
ann. Við eigum margar bjartar
minningar frá samverustundum á
umliðnum árum. Þar koma þorra-
blót, sumarbústaðaferðir, verslunar-
mannahelgar og ættarmót strax upp
í hugann.
Fyrir um það bil 26 árum fór Hall-
ur á Reynistað að venja komur sínar
á Hólaveginn til að heimsækja litlu
systur mína. Mér fannst Sirrý helst
til of ung að festa ráð sitt, þá nýlega
orðin 17 ára, og það með strák sem
var 5 árum eldri. Ég reyndi að hafa
áhrif á hana með því að segja henni
að ekkert lægi á. Blessunarlega lét
hún þær ráðleggingar sem vind um
eyrun þjóta því ég er þess fullviss að
betri eiginmann og barnsföður hefði
Sirrý systir ekki getað valið sér.
Fljótlega flutti Hallur á Hólaveg-
inn þar sem hann og Sirrý bjuggu til
1980 er þau fluttu í eigið húsnæði í
Raftahlíð. Þá var Guðrún Ösp á
fyrsta ári. 1992 fluttu þau síðan í
Barmahlíðina og voru þá búin að
eignast Margréti Helgu og Bryndísi
Lilju.
Hjónaband Halls og Sirrýar var
farsælt og hamingjuríkt og sam-
heldni þeirra einstök. Í orðabók fjöl-
skyldunnar var „Sirrý og Hallur“
eins og eitt orð. Hallur var mikill
fjölskyldumaður og lét sér afar annt
um velferð stelpnanna sinna. Þá má
ekki gleyma þeirri miklu umhyggju
sem hann sýndi tengdaforeldrum
sínum frá fyrstu tíð.
Hallur átti sér mörg áhugamál og
tók mikinn þátt í ýmiss konar félags-
starfi. Þar er nú skarð fyrir skildi á
mörgum vígstöðvum.
Hallur Sigurðsson var vandaður
og góður maður. Nærvera hans var
ávallt notaleg og vakti með manni ör-
yggistilfinningu. Þar fór úrræðagóð-
ur maður sem gott var að leita til um
aðstoð af öllu tagi.
Fjölskylda Halls Sigurðssonar
hefur misst kærleiksríkan eigin-
mann og föður. Fráfall hans er reið-
arslag sem mun taka ástvini hans
langan tíma að átta sig á og sætta sig
við. Á slíkri stundu er gott að vita af
samheldinni fjölskyldu sem mun
gera allt sem í hennar valdi stendur
til aðstoðar á þeim erfiðu tímum sem
fram undan eru.
Um leið og við kveðjum þennan
mæta vin okkar og þökkum honum
samfylgdina biðjum við þann sem
öllu ræður að veita fjölskyldu hans
huggun og styrk í sorginni.
Marta Svavarsdóttir og
fjölskylda.
Kæri mágur og vinur! Nú kallið er
komið svona óvænt og öllum að óvör-
um á blíðviðrisdegi þegar Skaga-
fjörður skartar sínu fegursta.
Fréttir berast okkur, á augnabliki
ert þú allur, það dimmir í sálum okk-
ar og eins dregur ský fyrir sólu og
þokuský hlaðast á himininn í Skaga-
firði.
Hvað veldur að hrífa þig svona
burt frá fjölskyldu og vinum? Við því
á enginn svör en við yljum okkur við
góðar og skemmtilegar minningar.
Við höfum gert svo ótalmargt
saman og skemmt okkur oft á tíðum
býsna vel.
Upp í hugann koma sumarbú-
staðaferðir, t.d. ferðin að Hrísum
þegar hlaupagikkirnir fóru í Akur-
eyrarhlaupið og við gengum svo
fram Eyjafjörð daginn eftir í sól og
blíðu og að sjálfsögðu keyptum við
okkur nammi í Steinhólaskála í leið-
inni, maður verður nú að hafa orku.
Ekki var fjörið minna í Péturs-
borg þar sem Bryndís sá um að bera
fram veitingar við allra hæfi og lagt
var í leiðangur til að fá lánað salt í
grautinn eða sósuna sællar minning-
ar.
Þær eru líka ógleymanlegar versl-
unarmannahelgarnar þar sem fund-
inn var staður til að eyða helginni á,
svo sem Ketilás þar sem hreinsaðir
voru humarhalar eins og í stórútgerð
eða skátakofinn á Vatnsskarði þar
sem við grilluðum í þvílíkri ausandi
rigningu og slagviðri að tæplega log-
aði í kolunum.
Þú hamaðist við að reyna koma
vatns- og frárennslismálum í lag og
hita í kofann við misjafnan árangur
en fjörið var samt við sig.
Oftast voruð þú og þín fjölskylda
síðust heim úr jólaboðum, þorrablót-
um og öðrum fjölskyldusamkomum
frá okkur, það skyldi nú ekki vera
vegna þess að alltaf átti eftir að tala
örlítið meira eða spila örlítið meira af
tónlist.
Það var alltaf gott að koma til ykk-
ar enda gestrisni mikil, það var svo
gott að koma að heimsóknirnar vildu
dragast á langinn þó svo ætti bara
rétt að skjótast. Samt voru heim-
sóknirnar of fáar en það verður
áfram gott að koma til Sirrýar og
stelpnanna, tala um góðu dagana
okkar saman og reyna að styrkja
hvert annað í sorginni.
Okkur er minnisstæð greiðvikni
þín og barngæska, aldrei munaði um
að taka með eða skjóta skjólshúsi yf-
ir og sinna vinum dætra ykkar eða
börnunum í fjölskyldunni ef á þurfti
að halda. Það var alltaf pláss í
Barmahlíðinni.
Já, á þessum 25 og 30 árum sem
leiðir okkar hafa legið saman hefur
margt verið brallað og lífsgleðin ein-
kennt þína fjölskyldu, þið hvatt og
stutt hvort annað þú og Sirrý enda
kætin og gleðin alltaf efst á blaði hjá
henni.
Þið voruð líklega ágætisblanda
saman, þú svona mikill klettur og
hún svona mikið fiðrildi. Þær mæðg-
ur hafa misst mikið, einn máttar-
stólpinn í fjölskyldunni horfinn en
vonandi verður hægt með sameigin-
legu átaki fjölskyldu og vina að létta
undir með þeim í daglegu amstri þó
svo ekkert komi í stað trausts eig-
inmanns og föður.
Það er svo sem ekki ástæða til að
rita langan pistil því meginmálið er
að við erum þakklát fyrir þann tíma
sem okkur var gefinn saman í fjöl-
skyldunni og munum ávallt minnast
þín sem trausts vinar og mágs.
Af eilífðarljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminninn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
( Einar Ben.)
Elsku Sirrý, Guðrún Ösp, Mar-
grét Helga og Bryndís Lilja góður
Guð veiti ykkur styrk í þessari þraut
og til þess að sigrast á sorg og kvíða
þið eigið líka til ótrúlega margar
minningar til að hjálpa ykkur því
vandfundnari er athafnasamari fjöl-
skylda.
Guð veri með ykkur.
Magnús og Ragna.
Það er erfiðara en orð fá lýst að
vera fjarri fjölskyldu sinni og ástvin-
um þegar sorgin knýr dyra. Laug-
ardaginn 28. apríl hringdi pabbi í
mig til Þýskalands og sagði mér að
Hallur væri dáinn. Hvað er hægt að
segja á stundu sem þessari? Ég trúi
því ekki ennþá að ég eigi aldrei eftir
að sjá hann elsku Hall framar. Minn-
ingar um ánægjulegar samveru-
stundir rifjast upp. Hallur var ein-
staklega heill og traustur maður,
alltaf boðinn og búinn til að koma
öðrum til hjálpar.
Elsku Sirrý, Guðrún Ösp, Mar-
grét Helga og Bryndís Lilja. Mikið
langar mig að vera hjá ykkur núna.
Ég veit að þið eigið yndislegar minn-
ingar um elskulegan eiginmann og
pabba. Ég samhryggist ykkur inni-
lega og hugsa til ykkar héðan frá
Þýskalandi. Guð verndi ykkur og
styrki í ykkar miklu sorg. Allri minni
fjölskyldu, föður Halls, bræðrum og
fjölskyldum þeirra votta ég mína
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Halls Sigurðs-
sonar.
Svava Margrét.
Mikið getur lífið stundum verið
óréttlátt. Það var eins og köld hönd
hefði gripið um hjarta okkar þegar
við fengum þær hræðilegu fregnir að
Hallur frændi okkar væri dáinn. Af
hverju er maður í blóma lífsins svona
skyndilega og fyrirvaralaust kallað-
ur á brott frá fjölskyldu sinni sem
honum var svo kær? Við verðum að
líta svo á að einhver tilgangur hafi
verið með dauðsfalli hans og hans
hafi verið þörf á öðrum stað. Kannski
er það þannig að við eigum okkur
bara ákveðinn tíma hér á jörðinni og
þegar kallið kemur getur ekkert
breytt því og þannig var það í þínu
tilfelli, elsku Hallur.
Hallur var mikill fjölskyldumaður
og trúr sínum uppruna. Þær eru ófá-
ar stundirnar sem við systkinin höf-
um eitt með Halli, Sirrý og stelp-
unum, á Reynistað, á heimili þeirra
og heimili foreldra okkar og bjugg-
umst við við að þær stundir yrðu
miklu fleiri.
Elsku Hallur við gætum sagt svo
mikið um þig en okkur fannst þetta
litla ljóð lýsa best þeim hug sem við
berum til þín.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi og vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
(Terri Fernandez.)
Elsku Sirrý, Guðrún, Margrét og
Bryndís, við vitum að amma og
Donna taka vel á móti syni sínum og
saman munu þau vaka yfir ykkur og
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Elsku afi, Svavar, bræður og fjöl-
skyldur, Guð blessi ykkur öll og
styrki.
Hjördís, Brynja og
Sigurður Guðjón.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að meginhluti alls björgunar-
og hjálparstarfs á Íslandi er innt af
hendi af fólki sem ver til þess frítíma
sínum að mennta sig og þjálfa á þess-
um vettvangi og sinnir útköllum á
nóttu sem degi. Á landsbyggðinni er
það enn svo að jafnvel slökkvilið er
að verulegum hluta mannað fólkisem
ekki er fastráðið til þeirra starfa og
gegnir þessari samfélagsþjónustu
samhliða öðrum störfum sínum. Það
er lán okkar fámennu þjóðar að enn
er hægt að finna einstaklinga sem
eru tilbúnir til að leggja á sig þjálfun
og menntun í frítíma sínum í þessu
skyni og vera síðan til taks þegar út-
kall kemur, hvernig sem stendur. Í
önn dagsins gleymist áreiðanlega
mörgum manninum að þakka slíkt
sem skyldi. Það fylgir svo þessum
störfum, sem flestum öðrum mann-
legum athöfnum, að þar verða stund-
um sviplegir atburðir. Laugardaginn
28. apríl sl. var undir stjórn Al-
mannavarna ríkisins búið að undir-
búa æfingu við Alexandersflugvöll í
HALLUR
SIGURÐSSON
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina