Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 32
NEYTENDUR 32 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR verð á ferskum jarðarberj- um var kannað í Reykjavík sl. mið- vikudagsmorgun kom í ljós að kíló- verðið var frá 1.145 krónum og upp í 1.745 krónur. Í ljós hefur nú komið að álagning smásala þennan morgun var frá 68,4–157%. Þegar kílóverð á jarðarberjum í Reykjavík var borið saman við verð í Ósló og Kaupmannahöfn kom í ljós að verðið var miklu hærra í Reykjavík en í hinum borgun- um. Munaði allt að 241% á verði jarðarberja í Kaupmannahöfn og Reykjavík þegar miðað var við hæsta verð í báðum borgum. Engir tollar eru lagðir á innflutt jarðarber hérlendis. Þegar verð á jarðarberjum í lágvöruverðsverslununum Rema 1000 í Ósló og Bónusi var skoðað sl. miðvikudag kom í ljós að jarðarber voru 223% dýrari í Bónus. Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bónuss segist kaupa jarðarber í gegnum Ávaxtahúsið. Hann segist hljóta að setja spurn- ingamerki við þau jarðarber sem Ávaxtahúsið sé að bjóða Bónus til sölu í ljósi þessa mikla verðmunar sem fram kom í könnuninni. „Bónus mun nú kanna hvort Ávaxtahúsið sé að leita allra hugsanlegra leiða til að fá ódýrustu og bestu berin til lands- ins.“ Bónus hafði 16,9% upp úr sölu jarðarberja Guðmundur segir að rýrnun á jarðarberjum nemi 20–25% og þegar upp er staðið sé Bónus að hafa 16,9% upp úr sölu á jarðarberjum fyrstu fjóra mánuði ársins og þá sé rýrn- unin ekki talin með. Hann segir að á tímabili í febrúar og fram í apríl hafi hann jafnvel selt jarðarber undir kostnaðarverði til að mæta sam- keppni. Þegar könnunin var gerð á hádegi sl. miðvikudag kostaði 200 g bakki af jarðarberjum 229 krónur með virðisaukaskatti í Bónus en innkaupsverðið var að sögn Guð- mundar 136 krónur með virðisauka- skatti sem þýðir þá 68,4% álagningu. Síðar þann sama dag lækkaði verð á jarðarberjum í Bónus niður í 189 krónur og verðið á 200 gramma bökkum með jarðarberjum hefur lækkað enn frekar því á fimmtudag fór það niður í 159 krónur. Aðrar verslanir Baugs, eins og Nýkaup, fá hollensku jarðarberin frá Kings á sama innkaupsverði og Bónus. Þegar jarðarber voru keypt í Ný- kaupi sl. miðvikudagsmorgun kost- aði 200 g bakki 349 krónur. Sé inn- kaupsverðið 136 krónur með virðisaukaskatti nemur álagning Nýkaups 157%. Að sögn Árna Ingvarssonar kaup- manns í Nýkaupi fylgir kostnaðar- verð á grænmeti og ávöxtum heims- markaðsverði sem þýðir að í sumum tilfellum er verið að borga með vör- unni og í öðrum tilfellum er álagning hærri. Verð segir hann að þurfi því að skoða í stærra samhengi en í örfáa daga. Hann segir að kostnaðarverð á jarðarberjum hafi farið lækkandi undanfarna daga og það endur- speglist í smásöluverði. Fyrir há- degi sl. miðvikudag lækkuðu berin úr 349 krónum í 299 krónur í Ný- kaupi og á fimmtudag í 199 krónur. Verðið lækkar á næstunni Ávaxtahúsið flytur jarðarber til landsins fyrir verslanir Baugs. Einar Þór Sverrisson framkvæmdastjóri Ávaxtahússins segir að jarðarberin sem þeir séu að flytja inn séu ræktuð í gróðurhúsum í Hollandi og uppskeran ný. „Við erum ólíkt Dönum og Norðmönn- um að flytja berin til landsins með flugi og flutnings- kostnaðurinn getur stundum numið allt að 25% af innkaupsverðinu.“ Þegar Einar er spurður hvers- vegna Ávaxtahúsið flytji ekki inn jarðarber frá Spáni þar sem þau virðast vera miklu ódýrari segir hann að ástæðan sé einföld, berin séu ekki nógu góð þegar þau komi hingað til lands. „Mat okkar er að spönsk jarðar- ber, eftir flutning frá Spáni og til Belgíu og þaðan með flugi heim, standist ekki þau gæði sem við vilj- um bjóða.“ Fyrirtækið Bananar/Ágæti hefur að undanförnu einnig verið að flytja jarðarber til landsins frá Hollandi. Að sögn Mána Ásgeirssonar sölu- stjóra hjá Bönunum/Ágæti fluttu þeir inn spönsk jarðarber fram að páskum og þá segir hann að kílóið hafi sums staðar verið selt á um þús- und krónur. Hann segir að gæði spánskra jarðarberja þegar komið er fram að mánaðarmótum apríl-maí séu ekki boðleg og því hafi þeir farið að leita á hollenska markaði. Máni bendir ennfremur á að innan tíðar fari úti- ræktuð ber að koma á markað í Hol- landi og þá lækki verðið en fram til þessa hafa ber verið til sölu sem ræktuð eru í gróðurhúsum þar í landi. Matthías Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Nóatúns segist treysta því að birgjar þeirra hafi verið að bjóða þeim besta fáanlegt verð fyrir hollensk jarðarber en 200 g bakki af jarðarberjum kostaði það sama og í Nýkaupi sl. miðvikudag 349 krónur. Matthías segir að Nóatún hafi fram að páskum reynt að selja spönsk jarðarber sem hann segir að hafi ekki staðist gæðakröfur versl- unarinnar. Þegar Matthías er spurður hversu há álagning Nóatúns sé á jarðarberjum segir hann að miðað við rýrnun sé ekki hægt að tala um háa álagningu. Enn fremur bendir hann á að jarðarber séu mikil sam- keppnisvara. Innflytjendur telja gæði spánskra jarðarberja lítil Morgunblaðið/Golli Álagning smásala var á bilinu 68,4–157% Í GÆR var opnað nýtt bakarí, Kökumeistarinn, í Nýkaupi í Kringlunni. Það er Jón Rúnar Arelíusarson sem rekur bakaríið en hann á einnig bakarí með sama heiti í Hafnarfirði. Jón segist leggja upp úr því að bjóða viðskiptavinum Nýkaups brauð sem eru bökuð eins og í gamla daga. Deigið er lagað sólarhring áður en brauðin eru bökuð til að þau fái nægan tíma til að brjóta sig. Hann notar ekki hvítan sykur í bakst- urinn, heldur maltósu og ekki smjör og olíur. Gríska sveitabrauðið vinsælast Jón segir að vinsælasta brauðið sitt sé gríska sveitabrauðið en það er sykurlaust súrdeigsbrauð. Ávallt verður nýbakað brauð á boð- stólum en flest verður bakað á staðnum í Nýkaupi. Auk brauða hyggst Jón vera með hefðbundið bakkelsi svo og veislutertur og eftirrétti. „Fólk á að geta komið við og náð sér í tertu fyrir saumaklúbbinn eða eftirrétt fyrir matarborðið. Við verðum svo með sérþjónustu fyrir þá sem vant- ar tertu fyrir hátíðleg tækifæri eins og skírn, fermingu eða brúð- kaup.“ Jón var Íslandsmeistari í köku- skreytingum fyrir nokkrum árum en hann fór í framhaldsnám í köku- gerð til Danmerkur. Hann hefur keppt með kokkalandsliðinu er- lendis og tekið þátt í ýmsum öðrum einstaklingskeppnum og dæmt sjálfur. Pastasalat eða fyllt horn í hádeginu Í hádeginu mun Kökumeistarinn bjóða upp á ýmsa rétti eins og t.d. pastasalöt, franska eggjaköku, frönsk, fyllt horn og ýmsa aðra smárétti. Árni Ingvarsson, kaup- maður í Nýkaupi, segir að með þessu nýja bakaríi í versluninni verði aukið við vöruvalið til muna og ýmsar spennandi nýjungar á boðstólum. Hann bendir ennfrem- ur á að ekki sé lengur um sjálfs- afgreiðslu að ræða heldur fái fólk fulla þjónustu í þessu nýja bakaríi. Kökumeistarinn í Nýkaupi Brauð bökuð á gamla mátann Morgunblaðið/Árni Sæberg Bakaríið Kökumeistarinn var opnað í Nýkaupi í Kringlunni í gær. Það er Jón Rúnar Arelíusarson sem rekur bakaríið. Í GÆR var verslunin Iðunn opnuð í Kringlunni þar sem verslunin Knickerbox var áður til húsa. Verslunin selur kvenfatnað og leggur mesta áherslu á þýsk merki eins og Gardeur og Seiden Sticker en er einnig með hollensk og ítölsk vörumerki. Eigendur verslunarinnar eru Njáll Þor- steinsson, Lovísa Marinósdóttir og Helgi Njálsson. Verslunin Iðunn er einnig til húsa á Skerjabraut 1, Seltjarn- arnesi. Verslunin Iðunn í Kringluna Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Njálsson, einn þriggja eigenda verslunarinnar Iðunnar, sem opnuð var í gær á annarri hæð í Kringlunni. Gullsmiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.