Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 59 FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir sunnudaginn 6. maí til gönguferðar um Reykjaveginn og er það annar áfangi af 10. Reykjavegurinn er gönguleið sem liggur frá Reykja- nesvita meðfram Reykjanesfjall- garði og Hengli til Þingvalla. Í fyrsta áfanga, sem farinn var frá Reykjanesvita að Stóru-Sand- vík, mættu 135 þátttakendur svo þessi raðganga Útivistar hefur fengið mikinn hljómgrunn, segir í fréttatilkynningu. Sunnudagsgang- an er aðeins um 3-4 klst. og liggur frá Stóru-Sandvík við ströndina norðan Reykjanestáar og þvert yf- ir að Eldvörpum sem eru mesta gígaröð Reykjanesskagans suð- vestur af Bláa lóninu. Þarna eru fallegir gígar sem gaman er að skoða, en auk þess verður litið á fornar rústir í Eldvarpahrauni sem nefndar eru útilegumannakofarnir. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30, en rútan stansar á leiðinni m.a. við kirkjugarðinn Hafnarfirði og á Fitjum, Njarðvíkum. Verð er 1.500 kr. fyrir félaga og 1.700 kr. fyrir aðra, en frítt fyrir börn með for- eldrum sínum. Á heimasíðu Útivistar, www.uti- vist.is, eru nánari upplýsingar um Reykjaveginn og er kort birt í nýj- um dálki er nefnist Útivistariðan. Annar áfangi göngu um Reykjaveg FLUGKLÚBBURINN Þytur tók í gær formlega í notkun eina af fyrstu sjúkraflugvélum landsmanna sem klúbburinn hefur keypt en var lengst af í eigu Flugþjónustu Björns Pálssonar. Verður vélinni gefið nafn við athöfn við flugskýli Þyts á Reykjavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Cessna 180 og keypti Björn Pálsson hana til landsins ársgamla árið 1954. Skrá- setningarstafir hennar eru TF-HIS, hinir sömu og skammstöfun Hins íslenska steinolíufélags, sem styrkti Björn í kaupunum. Félagar í Þyt eru nú 37, flug- menn, flugvirkjar og aðrir sem hafa eða hafa haft atvinnu sína af flugi. Meðal markmiða félagsins er að leggja sitt af mörkum til að varð- veita flugsöguna. Tómas Dagur Helgason, flugstjóri og formaður félagsins, segir mikinn feng að því að fá þessa merku vél í klúbbinn en með því sé einnig haldið á lofti minningu Björns Pálssonar sem brautryðjanda í sjúkraflugi á Ís- landi en talið er að hann hafi flutt kringum 3.600 sjúklinga á ferli sín- um. Einni af fyrstu sjúkra- flugvélunum gefið nafn KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Ís- lands hefur veitt 20 milljónir króna til framkvæmda við stækkun hjúkr- unarheimilisins Sunnuhlíðar. Framlagið var afhent í þremur hlutum og innti deildin síðustu greiðsluna, 6,6 milljónir króna, af hendi mánudaginn 23. apríl síðast- liðinn. Níu klúbbar og mann- úðarfélög stóðu að stofnun sjálfs- eignarstofnunar um byggingu Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Kópavogi, árið 1979. Drjúgum hluta byggingarkostn- aðarins var safnað meðal Kópa- vogsbúa og rekstur heimilisins hófst 1982. Þar eru nú 50 rúm en síðastliðið haust var hafist handa við byggingu nýrrar álmu á tveim- ur hæðum. Á efri hæð verða 20 hjúkrunarrými og á neðri hæð verða sjö rými til skammtímainn- lagna. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn verður með því besta sem þekkist hérlendis. Kópavogs- deild Rauða kross Íslands hefur átt aðild að Sunnuhlíðarsamtökunum frá upphafi og stutt dyggilega við heimilið með fjárframlögum og gjöfum. Auk þess starfar hópur sjálfboðaliða deildarinnar við ýmiss konar félagslega umönnun við heimilisfólk. Sjálfboðaliðarnir heimsækja heimilismenn, halda þeim félagsskap, lesa fyrir þá og fleira. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í sjálfboðnu starfi á veg- um deildarinnar er bent á að hafa samband við starfsmann deild- arinnar. Á myndinni sést Garðar Briem afhenda Guðjóni Magnússyni, formanni stjórnar Sunnuhlíðar, 6,6 milljóna króna framlag Kópavogsdeildar. Með þeim á myndinni eru stjórnarmenn í Kópavogsdeild, framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar og stjórn hjúkrunarheimilisins. 20 milljónir króna til fram- kvæmda við Sunnuhlíð TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum mánu- daginn 7. maí 2001 og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mín- útur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos Pizza. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan kepp- anda, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Dominos Pizza. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árang- urs á mótinu. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir eru vel- komnir. Atkvöld Tafl- félagsins Hellis ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar á Reykjanesi sunnu- daginn 6. maí. Ekið verður sem leið liggur áleið- is að Keili og stoppað við Höskuld- arvelli, þar sem gangan hefst. Það- an liggur leiðin að Spákonuvatni og yfir Núpshlíðarháls eftir Reykja- veginum með Trölladyngju og Grænudyngju að austanverðu. Komið er niður á Lækjarvelli og gengið síðan yfir Sveifluháls og komið niður við Kleifarvatn, þar sem ættu að sjást hverir úti í vatn- inu, en þeir hafa verið vel sýnilegir að undanförnu. Göngutími er áætlaður 5-6 klst. og hæðaraukning gæti verið um 250 m. Fararstjóri í þessari ferð er Sig- rún Huld Þorgrímsdóttir og þátt- tökugjald er 1.700 kr. Brottför er frá BSÍ kl. 10:30 á sunnudags- morgni og komið við í Mörkinni 6 og hjá kirkjugarðinum í Hafnar- firði. FÍ með ferð á Höskuldar- velli og að Kleifarvatni TAL á þriggja ára afmæli í dag, 5. maí. Af því tilefni býður Tal við- skiptavinum að hringja sín á milli fyrir aðeins 3 kr. á mínútu. Sömu- leiðis kostar aðeins 3 kr. að senda SMS-textaskilaboð. Hleðslukort fyrir TALfrelsi verða seld þrjú saman á verði tveggja í öllum verslunum Tals og hjá umboðsmönnum. Auk þess eru sumartilboð Tals á GSM-símum í fullum gangi. Viðskiptavinum Tals fjölgar stöðugt og eru nú 60 þúsund tals- ins. Þjónustu fyrirtækisins hefur verið mjög vel tekið en með til- komu Tals inn á íslenskan fjar- skiptamarkað var áratuga einokun rofin, segir í fréttatilkynningu. Dreifikerfi TALs nær í dag til 98% landsmanna. Tal GSM-símtöl og SMS á þrjár krónur Tal þriggja ára ♦ ♦ ♦ HINN árlegi flórgoðadagur Fugla- verndarfélagsins og umhverf- isnefndar Hafnarfjarðar verður við Ástjörn við Hafnarfjörð sunnu- daginn 6. maí milli kl. 13:30 og 15:00. Haldið hefur verið upp á dag flórgoðans við Ástjörn síðan 1993. Reyndir fuglaskoðarar verða á staðnum og upplýsa gesti um leyndardóma flórgoðans og sýna þeim hið fjölbreytta lífríki náttúruperlunnar Ástjarnar. Gögnum verður dreift um tjörnina og flórgoðann. Flórgoðinn hefur undanfarið verið í gjörgæslu vegna mikillar fækkunar síðustu áratugi. Fram- ræsla votlendis, landnám minks og aðrar breytingar á lífsskilyrðum þessa skrautlega og sérkennilega fugls eru taldar vera orsakirnar fyrir fækkuninni. Átak er nú í gangi sem stefnir að því að snúa þessari þróun við. Ástjörn og Urr- iðakotsvatn eru einu varpstaðir flórgoðans á Suðvesturlandi, á öllu svæðinu milli Laugardals í Árnes- sýslu og Skorradals í Borgarfirði. Ástjörn er friðlýst og er friðlands- ins gætt af íþróttafélaginu Hauk- um. Umhverfi tjarnarinnar var gert að fólkvangi fyrir fimm árum. Bílastæði eru við íþróttasvæði Hauka. Þaðan liggur göngustígur með norðurbakka Ástjarnar, að sefinu undir Ásfjalli, þar sem flór- goðarnir halda til og vettvangs- fræðslan verður. Flórgoða- dagur við Ástjörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.