Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 55                       ! "#$%&   " '                    !    "   #   $   !     %  &'(    )*+,-        (  )*+ ,!  -"  + ,!  . **/ *0* *, 1+ ,!  "   * * ,!  * * ,!  *, * ,!  +  ! !0* ( *!** ,!  &*". *,!  . " 23. *,!  ! ,  *. *,!  4 )*+ ,!  + + 0* 0* " + 0*1 ✝ Sturlaugur EinarÁsgeirsson fædd- ist á Landspítalanum 15. október 1983. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 25. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ás- geir Sigmarsson, f. 10. janúar 1962, og Hansína Sturlaugs- dóttir, f. 22. desem- ber 1964. Foreldrar Ásgeirs eru Sigmar B. Ákason, f. 20.11. 1933, og Þorgerður Arndal Sigurðardóttir, f. 19.1. 1942. Foreldrar Hansínu eru Sturlaugur J. Einarsson, f. 28.8. 1943, og Valgerður Þ. Guðbjarts- dóttir, f. 19.3. 1943. Systkini Stur- laugs eru Valgerður Þórunn, f. 31.5. 1991, og Sigurður Þór, f. 7.3. 1994. Sturlaugur Einar bjó ásamt foreldrum sínum á Stöðvarfirði þar til hann var sex ára gamall en þá fluttist fjölskyldan í Neskaupstað þar sem hún býr nú í dag. Hann lauk grunnskólaprófi frá Grunnskólanum í Neskaupstað síðast- liðið vor og hefur stundað nám við Verkmennta- skólann þar í vetur. Útför Sturlaugs fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Miðvikudagskvöldið 25. apríl hringdi sonur minn í mig og sagði, hann Stulli minn er dáinn. Mig setti hljóðan. Þó að maður mætti búast við því að kallið kæmi fyrr en seinna, þá er maður aldrei viðbúinn. Elsku Stulli, þegar við kveðjum þig í hinsta sinn rifjast margt upp fyrir manni. Til dæmis þegar mamma þín kom með þig heim til okkar af fæðingardeildinni. Hraust- an son, þá vissum við ekki hvað beið þín, þessi hræðilegi erfiði sjúkdómur sem kom hægt og bítandi, en þú stóðst þig eins og hetja. Alltaf ánægður þegar við hittum þig, þakk- látur og brosandi. Við skildum aldrei hvað þú varst þolinmóður og góður. Við hugsum til þín með söknuði og trúum því og treystum að þér eigi eftir að líða vel. Þú varst svo lán- samur að eiga góða forreldra sem önnuðust þig vel og það var ekki ónýtt að eiga ömmu og afa á Kamba- nesi sem voru alltaf tilbúin að hjálpa þegar með þurfti. Elsku Stulli, meðan við þökkum þér fyrir samverustundirnar kveðj- um við þig með sorg í hjarta og von- um að við hittumst á ný. Við sendum Ásgeiri, Hansínu, Valgerði og Sig- urði okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Afi, amma og Þórður. Elsku Stulli Einar, mikið var erfitt að heyra að þú værir dáinn. Ég sem var svo viss um, eins og sennilega margir aðrir, að við fengjum að njóta samvista við þig mun lengur. Það sem ég var stolt þegar þú fæddist, þessi líka fallegi frændi. Að fá að vera viðstödd þennan merkis- atburð hefur alltaf verið mér ómet- anlegt. Það var erfitt fyrir foreldra þína og okkur öll þegar kom í ljós að þú værir með sama sjúkdóm og Einar frændi þinn. Þá varstu aðeins eins árs gamall, fjörmikill snáði. Þó vitn- eskjan hafi verið til staðar um að hverju stefndi ólu allir von í brjósti. Án vonar hefði lífið sennilega verið óbærilegt. Þú barst fötlun þína án þess að maður yrði nokkurn tímann var við sjálfsvorkunn hjá þér. Gleðin, hamingjan, hjartahlýjan og húmor- inn einkenndi þig. Þú varst heppinn að eiga svo góða og hjartahlýja fjöl- skyldu sem veitti þér mikla og góða umönnun. En allir sem umgengust þig, Stulli minn, vita að þú varst ekki aðeins þiggjandi heldur gafstu okkur öllum sem þekktum þig mikið. Ég er virkilega þakklát fyrir að að hafa fengið að kynnast þér því þú hefur glætt líf mitt og gefið því gildi. Þú varst alltaf uppáhaldsfrændinn minn og þannig verður það um ókomna tíð. Það er sárt að missa þig en ynd- islegt að geta hlýjað sér við margar góðar og skemmtilegar minningar. Elsku Siggi, Valgerður, Hansína, Ásgeir og aðrir ættingjar og ástvinir, innilegar samúðarkveðjur. Megi all- ar góðar vættir vera með ykkur öll- um og vernda ykkur og hugga. Jóhanna frænka. Það eru kennara- og tímaskipti hjá Stulla, einum nemanda minna í Verkmenntaskóla Austurlands. Ég hlakka til þeirra, geng inn í stofuna. Ég vissi að sá var búinn að reikna al- veg hárrétt hvenær dyrnar opnuð- ust. Gegnum klið skólalífsins og skarkala umferðar og vindhljóð hefði hann þekkt vélarhljóðið í bílnum, vissi hvar ég hafði lagt, hvort ég hefði tekið nagladekkin undan kvöld- ið áður og hvort ég læsti bílnum. Eitt sinn hafði ég snúið við á ganginum miðsvæðis milli lokaðs kennslurým- isins, þar sem hann var í tíma, og tónlist ómaði lágt úr tölvunni. Ég gleymdi töskunni á kennarastofunni. Þegar ég svo kom inn til Stulla og tíminn hófst, gerði hann athugasemd um að ég væri nú að verða svoldið gleyminn. „Af hverju segirðu það?“ spurði ég og þóttist svolítið sár. „Nú þú gleymdir töskunni áðan, ég heyrði það alveg,“ sagði hann með glettninni og smástríðninni sem ein- kenndi þennan 17 ára ungling, allan þann tíma sem ég þekkti hann. Þessi magnaða geta til að meta umhverfi sitt og taka eftir jafnt með sjón, heyrn og reynslu var afskap- lega þroskuð hjá drengnum. „Sýbilla,“ sagði hann kannski þegar rétta bókin fannst ekki á tilætluðum stað, „hún er þarna aftast, í hillunni við vaskinn neðarlega í staflanum þarna,“ sagði hann eitt sinn í bekkj- arstofunni þar sem hann var ásamt 26 bekkjarfélögum með tilheyrandi róti, og gat þó bara bent með aug- unum og svoldið hökunni, eða bara ég veit ekki hverju, því svo skýr var bendingin að hægt hefði verið að ganga að bókinni í niðamyrkri. Sturlaugur Einar, eða Stulli, fæddist með vöðvarýrnunarsjúkdóm sem mannlegur máttur getur ekki læknað. En hægt er með ýmissi tækni að gera lífið bærilegra. Hann þekkti afleiðingar sjúkdómsins og kynntist krökkum með sama sjúk- dóm. Var þannig búinn að missa yfir móðuna miklu kunningja og vini, ásamt frænda. Stulli kvartaði hins vegar aldrei í okkar eyru. Kæmi hann sér í veru- legan bobba á rafmagnsstólnum með ævintýraakstri og sárkenndi til, var viðkvæðið; „þú ert nú meiri klaufinn, Stulli“, en aldrei það sem allir hlutu að sjá ...... æ, æ, þetta var sárt. – Eitt sinn í vetur fékk hann heiftarlega ælupest. Hann kúgaðist og lá við köfnun og var með snarræði fluttur á sjúkrahúsið þar sem þekking, bún- aður og snör handtök urðu honum til lífs. Þegar hann kom í skólann eftir þessi ósköp, spurði ég hann hvort hann hefði verið lasinn. „Iss, það var nú ekkert. Það er ekkert að mér!“ svaraði hann. Svo mörg voru þau orð. Og áfram hélt kennslustundin: Undirbúningur fyrirlesturs Stulla um jákvæð og nei- kvæð áhrif álvers við Reyðarfjörð og virkjunarframkvæmda norðan Vatnajökuls, á ferðamannastraum, lífríki og samfélag fámennra Aust- firðinga. Kollurinn á Stulla var í fínu lagi og húmorinn og skapið var frá- bært og hverjum manni eftirbreytni- vert. Hann var ákaflega heppinn með fjölskyldu, bekkjarfélaga, lækna og hjúkrunarlið. Hann hefði auðveldlega getað verið heppnari með þjóðfélag. Þvílíkt stríð sem bar- átta foreldranna við ónýtt kerfi var á stundum. Og það fyrir sjálfsögðum mannréttindum Stulla, lögboðnum og stjórnarskrárbundnum. Við hjónin vorum svo lánsöm að kenna Stulla nær alla hans skóla- göngu. Auk þess vorum við nágrann- ar lengst af eftir að hann flutti til Neskaupstaðar. Hann var sjálfstæður, stoltur og fyrstu skólaárin þrjóskur. Hann var kannski inntur eftir einhverju að morgni en það gat eins vel verið þremur dögum seinna eða síðdegis sama dag sem honum hugnaðist að svara. Það eltist nú af honum. En matvandur var hann með afbrigðum, og þar birtist þrjóskan. Í vetur borð- uðum við á heimavistinni vikulega. Það fannst honum góðar stundir. Enda skemmtilegur félagsskapur kennara og eins bekkjarfélaganna fyrrverandi. En hann vildi sitt kjöt, kartöflur og sósu meðlætislaust, ekkert græn- metisjukk eða „gras“. „Heldurðu að ég sé belja eða hvað?“ varð honum eitt sinn að orði þegar ég otaði að honum einhverju kálinu. Eins voru kaffitímarnir okkar á kaffistofu Verkmenntaskólans óborganlegar stundir. Þar var hver húmoristinn öðrum betri og oft teknar rosalegar rispur í glensi og gríni. Eins og til dæmis daginn sem hann dó. Það gafst varla tími til að borða, við hlóg- um svo mikið. Bekkurinn hans Stulla í grunn- skóla var góður hópur. Vera Stulla í honum mótaði bekkjarandann, jók ábyrgðartilfinningu og samstöðu nemendanna. Stulli kenndi bekkjarfélögunum mikið með sinni sérstaklega jákvæðu lífssýn og viðhorfum. Með húmor og glettni, bjartsýni og öflugum bar- áttuanda.... í vonlausri baráttu sinni um framtíð og bata. Það var okkur hjónum, heilbrigð- um og fótvissum einstaklingum, ákaflega lærdómsríkt að fara í göngutúr með Stulla í rafmagns- stólnum, þegar hann var kominn til sögunnar. Hindranirnar (sem marg- ar hverjar eru afmáanlegar fyrir verð bjórkippu) voru ótrúlega marg- ar. Alltaf brugðust þó bæjarstarfs- menn fljótt og vel við þegar hringt var og minnt á að nú væri þriðjudag- ur og moka þyrfti leiðina að skólaeld- húsinu, eða fimmtudagur og við yrð- um að komast í t.d. sparisjóðinn í vettvangsnám. En allt of víða leynd- ust grátbroslegar hindranir. Hvað á t.d. að halda þegar lögð er með ærn- um tilkostnaði upphituð skábraut upp að dyrum með fullkomlega ófær- um þröskuldi? Ágæta fjölskylda að Marbakka 9. Okkur er ljóst að harmur ykkar er mikill og tómarúmið sem Stulli skil- ur eftir stórt. Látið minninguna um góðan dreng styrkja ykkur til fram- búðar. Grímur og Sýbilla. Nú hefur hann Stulli kvatt okkur. Líf hans var ekki langt í árum talið. Hann þurfti lengst af í lífinu að berj- ast við illvígan hrörnunarsjúkdóm sem markaði bæði líf hans og fjöl- skyldu. Nú er þeirri baráttu lokið. Við höfum fylgst með foreldrum hans vinna ötullega að því að líf hans gæti orðið honum eins ríkt og mögu- legt var. Við sem kynntumst Stulla gátum ekki annað en dáðst að þess- ari baráttu allri. Hún hefur örugg- lega gefið okkur kraft í glímunni við hin aðskiljanlegustu vandamál sem sum virkuðu samt svo smá í sam- anburðinum. Þrátt fyrir að Stulli sé nú allur er ljóst að minning hans mun lifa með okkur starfsfólki og nemendum Nes- skóla sem fengu að kynnast honum. Ekki minnst bekkjarfélagar hans sem útskrifuðust síðastliðið vor. Ekki er nokkur vafi á því að sá lær- dómur sem þau öðluðust í samveru og samskiptum við hann mun um margt verða þeim meira virði en ým- islegt annað. Stulli var jafnan glað- legur í viðmóti og er gott til þess að vita að þrátt fyrir sviplegt andlát hélt hann sínu góða geðslagi til síð- ustu stundar. Við þökkum samfylgd- ina um leið og við vottum foreldrum hans, systkinum og öðru venslafólki samúð okkar. Fyrir hönd starfsmanna Nes- skóla, Einar Sveinn Árnason skólastjóri. Ljúfur drengur er farinn. Stur- laugur eða Stulli eins og hann var alltaf kallaður skilur eftir sig mörg spor og minningar meðal okkar, þótt hann hafi ekki verið gamall að árum. Stulli var hið mesta ljúfmenni, glað- ur og hress ungur drengur sem kall- aði fram það besta hjá þeim sem um- gengust hann. Fréttin um lát hans nú í sumarbyrjun kom eins og reið- arslag yfir okkur starfsfólk og sam- nemendur hans og sérstaklega var hans tryggu bekkjarsystkinum brugðið. Aldrei er hægt að búa sig undir hið óvænta og lát Stulla var sannarlega óvænt þótt við vissum að hverju stefndi, en framtíðin er svo óráðið hugtak og við svo önnum kaf- in að búa okkur undir sumarið og framtíðina. Sem betur fer fengum við að kynnast Stulla og lífi hans og ekki síst að vera þátttakendur í bar- ráttu hans við sjaldgæfan sjúkdóm. Við erum mun ríkari eftir. Við búum að því alla ævi að hafa kynnst lífsbar- áttu hans og viljastyrk, sem hvetur okkur án efa öll til að láta gott af okkur leiða í lífinu. Elsku Stulli, við vitum að nú ert þú á góðum stað þar sem þér líður vel með góðu fólki, sem hlær með þér og gerir að gamni sínu líkt og værir þú með okkur í skólanum. Í minning- unni verður þú alltaf í huga okkar og minnir okkur á að það skiptir máli að líta björtum augum á tilveruna. Með þessum fátæklegu orðum þakkar starfsfólk og nemendur Verk- menntaskóla Austurlands þér sam- fylgdina og góð kynni af ljúfum dreng, sem nú er farinn. Við sendum Hansínu, Ásgeiri, systkinum Stulla og öllum öðrum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minning hans lifir. Það gisti óður minn eyðiskóg er ófætt vor bjó í kvistum, með morgunsvala á sólardyr leið svefninn ylfrjór og góður. (Snorri Hjartarson.) Helga M. Steinsson, skóla- meistari Verkmenntaskóla Austurlands. Það var að kvöldi miðvikudagsins 25. apríl síðastliðins, þegar ég var kominn heim, eftir að hafa verið úti að leika mér á fallegu vorkvöldi, að mamma sagði mér að Stulli vinur minn væri dáinn. Mér var vissulega mikið brugðið. Mér fannst hlutirnir gerast svo hratt og í reynd vera óraunverulegir. En svona gerast hlutirnir því miður stundum og eftir stend ég aðeins með minningar um kæran vin. Stulli, eins og þú varst alltaf kallaður, þú varst bundinn í hjólastól frá barnsaldri en þú varst alltaf svo duglegur og þú varst alltaf til staðar fyrir mig og mér fannst alltaf svo gott að koma til þín og vera hjá þér. Ekki fannst Hjálmari Aron litla bróður mínum verra að skríða upp í rúmið til þín, þegar mamma þín var að passa hann á morgnana. Þeg- ar ég var að heimsækja pabba minn suður í Reykjavík vorum við alltaf í símasambandi. Við söknuðum hvor annars og það var alltaf það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim, að hlaupa yfir götuna heim til þín og þar beiðst þú alltaf spenntur eftir mér. Ekki grunaði mig að ég væri að veifa þér í síðasta skiptið þegar þú varst á leiðinni á sjúkrahúsið sama dag og þú lést. Nú verð ég að kveðja þig með miklum söknuði, elsku besti vin- ur. Elsku Ásgeir, Hansína, Valgerð- ur og Sigurður og aðrir aðstandend- ur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Þinn vinur, Óskar Halldór Guðmundsson. Stulli var einstakur strákur sem ég gleymi seint. Hann var alltaf svo jákvæður og glaður. Þrátt fyrir fötl- un sína var hann alltaf í góðu skapi og sá ljósu punktana í öllu. Ég kynntist Stulla fyrir tæpum fjórum árum, þegar ég kom aftur til Neskaupstaðar. Hann byrjaði strax hjá mér í sjúkraþjálfun eftir að hafa verið hjá Hafdísi sem hann hafði mikið dálæti á. En við Stulli urðum strax mjög góðir vinir og töluðum saman um allt milli himins og jarðar. Okkur skorti sjaldan umræðuefni og hann hafði ákveðnar skoðanir t.d. hvað varðar tónlist. Hann hafði mjög skemmtilegan tónlistarsmekk, hélt mikið upp á tónlistarmenn eins og Elvis Presley og Vilhjálm Vilhjálms- son. Oft leyfði hann mér að heyra uppáhaldslögin sín og söng hann þá sjálfur mikið með og kunni alla texta utan að. Stulli hafði mjög gaman af krökkum og var ég mjög ánægð þeg- ar Hansína bauðst til þess að passa Magneu Ástu fyrir okkur þegar ég byrjaði aftur að vinna. Hún var, og er, mjög ánægð á þeirra heimili og alltaf þurfti samninga til að plata hana heim með mér eftir pössun. Hún hélt mikið upp á Stulla eins og alla aðra í fjölskyldunni og hún vildi kyssa alla bless í lok dagsins. Það var mikil sorg þegar fréttist af því að Stulli væri dáinn. Þetta gerðist svo skyndilega, ég hitti hann daginn áð- ur og hann var svo hress eins og venjulega og eitthvað að grínast við okkur. Stulli fór snögglega frá okkur og það var kannski bara gott fyrir hann en erfitt fyrir aðstandendur og vini. Þó að við vissum að þessi stund myndi koma var erfitt að búa sig undir hana. En minningin um hann lifir og kærleikurinn sem hann bar með sér snerti okkur öll og vil ég fá að þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast honum Stulla. Elsku Ásgeir, Hansína, Valgerður og Siggi, Sturlaugur og Valgerður og aðrir aðstandendur, ykkur sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Heiða. STURLAUGUR EINAR ÁSGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.