Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI 26 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ER ljóst að fyrirhugaður sam- runi Vífilfells og Sólar-Víking mun verða að veruleika þar sem fyrir ligg- ur að Samkeppnisstofnun gerir ekki athugasemdir við hann. Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, á 55% hlut í hinu sameinaða félagi, Kaupþing hf. 25% og Sigfús R. Sigfússon, forstjóri Heklu 20%. Þorsteinn segir að niðurstaða Sam- keppnisstofnunar sé í samræmi við væntingar. Það sé engum blöðum um það að fletta að mjög hörð samkeppni ríki á drykkjarvörumarkaðinum hér á landi og engin ástæða til þess að ætla að samruni Vífilfells og Sólar-Víkings breyti þar nokkru um. Hins vegar sé gott að niðurstaða Samkeppnisstofn- unar liggi fyrir. Nú geti menn sett fullan kraft í samruna fyrirtækjanna. Hversu langan tíma ætlið þið ykkur í samruna fyrirtækjanna? „Við höfum verið að vinna að mjög ítarlegri samrunaáætlun að undan- förnu. Hún á að taka á öllu sem máli skiptir í samruna Vífilfells og Sólar- Víkings. Í henni er nákvæmlega greint hvað þarf að gera, hvenær á að gera það, hvað það kostar og hverju það á að skila. Þessi samrunaáætlun er síðan færð inn í rekstraráætlun sameinaðs fyrirtækis fyrir yfirstand- andi ár. Eins og sakir standa reiknum viðmeð að samrunaferlið taki um átján mánuði. Að þeim tíma liðnum verði búið að flytja alla framleiðslu- starfsemi í Reykjavík í húsakynni Víf- ilfells við Stuðlaháls, þ.e.a.s. að búið verði að rýma Þverholtið þar sem Sól- Víking eru núna með aðstöðu og selja þær fasteignir. Þá verður öll fram- leiðslustarfsemin og lagerhald hér á Stuðlahálsi. Þetta er mjög flókinn þáttur í samrunanum. Hann felur í sér nýjar fjárfestingar, endurskipu- lagningu á húsnæði og uppröðun á tækjum og vélum. Þá þurfum við líka að byggja við húsnæðið og stækka þannig lagerpláss. Framleiðslustarf- semi okkar á Akureyri verður hins vegar með óbreittu sniði, eykst aðeins ef eitthvað er. Það má hafa til marks um kraftinn í samrunanum að við byrjum að selja og dreifa sameigin- lega þegar í næstu viku. “ Má ekki reikna með að fyrst í stað falli til kostnaður vegna samrunans en að hagræðið skila sér ekki fyrr en síðar? „Við sjáum fram á að geta nokkuð fljótt sparað töluvert fé í dreifingu, sölustarfi og þjónustu við verslanir. Núna erum við með tvö teimi og tvö kerfi í hverjum þessara þátta fyrir sig og þar næst fram sparnaður. Þá má og nefna að sparnaður við yfirstjórn ætti að nást fljótt. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum sparnaði í starfs- mannahaldi þegar upp er staðið og kominn endanleg mynd á reksturinn. Við gerum okkur afar vel grein fyrir því að samruna verkefni eins og það sem við glímum við er ekki verk eins manns. Við tökum öll virkan þátt í þessari vinnu, bæði í undirbúningi og síðan þegar kemur að sjálfri fram- kvæmdinni. Við reynum eftir fremsta megni að upplýsa starfsfólk vel um það sem framundan er og verðum með stóra starfsmannaráðstefnu á næstu vikum þar sem verkefnin fram- undan verða útskýrð vandlega. Það er ljóst að samruni getur ekki heppnast vel nema með samstilltu átaki allra starfsmanna. “ Skráning á markað þegar óvissuþáttum hefur verið eytt Hvenær stendur til að skrá hið sameinaða félag á hlutabréfamarkað? „Við stefnum að því að fara með félagið á almennan hlutabréfamarkað og sjáum fram á að það geti orðið þeg- ar búið er að afgreiða stærstu þættina við samruna félaganna, þ.e.a.s. þegar framleiðslustarfsemin á höfuðborgar- svæðinu verður komin á einn stað og búið verður að selja þær eignir sem til stendur að selja o.s.frv. Ef allt gengur að óskum gæti það orðið í lok ársins 2002. Í framhaldinu finnst okkur rétt að að skjóta frekari stoðum undir reksturinn og getum þannig boðið hluthöfum upp á meiri ávinning en þann sem vænta má af heimamark- aðurinn einum sér. Í því augnamiði ætlum við til að mynda að reyna fyrir okkur í útflutningi á bjór. Við teljum okkur hafa að bjóða framúrskarandi góða vöru sem á fyllilega erindi á er- lendan markað. Við eigum líka 15% í vatnsfyrirtækinu Þórsbrunni og þar er mikils að vænta. Við höfum ástæðu til að vona að að sá rekstur verði mjög blómlegur áður en langt um líður.“ Nú gengur reksturinn væntanlega vel hér heima, hvers vegna útrás? „Aðalástæðan í mínum huga er sú að ef fyrirtæki eins og okkar á að eiga erindi á markað og vera hluthafa- vænn og spennandi fjárfestingarkost- ur þá þarf að vera möguleiki í stöð- unni á miklum ávinningi fyrir fjárfesta. Við þurfum að byggja á framtíðarsýn sem felur í sér gnótt tækifæra. Á grundvallarmörkuðum okkar fyrir gos, djús, bjór, orku- og íþróttadrykki og feitivöru eru stærð- irnar nokkuð þekktar. Þar eru tæki- færi sem við munum freista þess að nýta af öllum mætti. Það þarf að hyggja að því hvenær tækifærin á heimamarkaði duga ekki fyllilega til að skila ásættanlegum árangri í okkar rekstri. Við megum ekki tjalda til einnar nætur. Ég held því að við þurf- um að hugsa stórt og út fyrir land- steinana.“ Morgunblaðið/Kristinn Horfum út fyrir heima- markaðinn ) * $  + ,   - . , ! * . / 0    ,   2  '  !+  1 2 0 $ 2 * $ $    !,,   2  '  !  3 $   1 / 0 4 5 3 4 5  4 6 0 4 6 4 7 6 4 - 4 2  5 4 2 4 8 994 2  4 - :4 5 Þorsteinn M. Jónsson. ÚR VERINU FISKIFÉLAG Íslands fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir og hélt félagið sitt 60. Fiskiþing í gær. Í setn- ingarræðu sinni rifjaði Pétur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Fiskifélags- ins, upp aðdragandann að stofnun þess. Hann sagði sögu félagsins langa og tilbreytingarríka þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þeim níutíu ár- um frá því félagið var stofnað. Sam- eiginleg verkefni sjávarútvegsins væru þó enn fyrir hendi og þarfir greinarinnar til að standa saman gagnvart sameiginlegum ógnunum og tækifærum. Sagði Pétur að nú á dögum beindist orka og athygli félagsins þó einkum að umhverfismálum. Það væri tíð- indaríkur málaflokkur og allir væru sammála um að ganga vel um náttúr- una. Hins vegar væri tiltölulega auð- velt að fá fólk til þess að opna pyngjur sínar í þágu góðra verka til stuðnings náttúrunni. „Og það eru alltaf nógir til að notfæra sér trúgirni fólks og vandséð að markmið náttúruverndar skipi alltaf fyrsta sæti í hugum nátt- úruunnandi fjáraflamanna.“ Pétur sagði afar mikilvægt að um- ræður um umhverfismál og nýtingu náttúruauðlinda færu fram í ljósi óhlutdrægra upplýsinga og stað- reynda. „Íslendingar lifa á náttúru- legum auðlindum. Hafið og forðabúr þess eru lífakkeri þjóðarinnar og mun svo verða um ókomna tíð. Nýting náttúruauðlinda og ýtrustu kröfur um náttúruvernd fara ekki alltaf sam- an. Nýting náttúruauðlinda og eðli- legar kröfur um náttúruvernd fara hins vegar vel saman. Hvenær kröfur eru eðlilegar og hvenær ekki er auð- vitað matsatriði og fullkomlega eðli- legt að sjónarmið séu skipt um það. Umræðan verður hins vegar erfið þegar umhverfismál eru sett á þann stall að það jafngildir nánast guðlasti að taka ekki undir öfgafyllstu skoð- anir verndarsinna,“ sagði Pétur. Brottkast ekki afleiðing kvótakerfisins Í ávarpi sínu rifjaði Árni M. Mat- hiesen sjávarútvegsráðherra upp nið- urstöður tveggja rannsókna á brott- kasti og kynntar voru fyrir skömmu. Hann sagðist leggja á það áherslu að tilgangurinn með rannsóknunum væri fyrst og fremst að skýra heild- armyndina svo að hægt sé að gera sér grein fyrir umfangi brottkastsins. Um greiningu væri að ræða, ekki grundvöll til að dæma einn eða neinn. „Í ljósi þessara rannsókna á að vera hægt að grípa til markvissari við- bragða en ella og þær auka þekkingu okkar til lengri tíma litið. Brottkast er vandamál sem fleiri en sjómenn þurfa að taka á, það má nefna vinnsluna, eftirlitsaðila, lögreglu, dómstóla og Alþingi. Ég vil vara við þeirri túlkun sem heyrst hefur fyrr og nú, að brottkast sé afleiðing íslenska kvótakerfisins. Takmörkun á aðgangi í sjávarauð- lindina getur kallað á brottkast en það er vandamál sem stjórnvöld standa frammi fyrir í öllum fiskveiði- stjórnunarkerfum.“ Árni sagði að nefndirnar tvær muni skila endanlegum tillögum á næstu dögum og leggja væntanlega til laga- eða reglugerðabreytingar sem feli í sér tillögur um breyttar vinnuaðferð- ir til að minnka eða koma í veg fyrir brottkast. „Okkar boðskapur, sem greinin þarf einnig að gera að sínum, er að það þurfi að verða hugarfars- breyting varðandi brottkastið. Þegar hugsað er fyrir heildina og litið til lengri tíma er bæði óábyrgt og sið- laust að henda fiski.“ Tekur ekki þátt í vangaveltum Árni vitnaði einnig í ávarpi sínu til þess að undanfarna daga hefði verið mikil umræða um það í fjölmiðlum að búast megi við tillögum um minni þorskkvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Rætt hafi verið um að vísindamenn hafi ofmetið stofninn og við því þurfi að bregðast. Sagði Árni að undanfar- in ár hafi ákvörðun um leyfilegan há- marksafla byggt í stærstum dráttum á tillögum vísindamanna og þegar frá þeim hafi verið vikið hafi það verið vegna mismunandi mats á forsendum tillagnanna. „Við höfum ákveðið vinnulag hvað varðar öflun gagna, úr- vinnslu þeirra, tillögur um hámarks- afla og í framhaldinu ákvörðun um kvóta. Ég hef ekki hugsað mér að taka þátt í vangaveltum um stærri eða minni þorskkvóta fyrr en niður- stöður vísindamanna liggja fyrir, enda vantar mig þangað til mikilvæg- ustu forsendurnar til þess.“ Ráðherrann sagðist þannig ekki tilbúinn til þess að svara því hvort svokölluð sveiflujöfnun í aflareglunni myndi eiga við á næsta fiskveiðiári. Reglan var kynnt á síðasta ári og kveður á um að ekki sé hægt að minnka eða auka þorskkvótann meira en 30 þúsund tonn á milli fiskveiðiára. Árni vék máli sínu einnig að verk- falli sjómanna sem nú hefur staðið í rúman mánuð. Hann sagði stöðuna vera mjög alvarlega og áhrif verk- fallsins í þjóðfélaginu mikil og nefndi meðal annars hugsanleg áhrif á geng- isþróunina undanfarið, áhrifin á at- vinnu fiskverkafólks, áhrifin á út- flutningsverslun og markaði fyrir fiskafurðir, og áhrifin á sjómenn og rekstur útgerða í landinu. Hann sagði að deilan yrði ekki leyst með laga- setningu. „Fyrir þjóð sem er svo háð sjávarútvegi er verkfall sem þetta, mál sem ekki aðeins snýr að sjómönn- um og útgerðarmönnum, það skiptir alla Íslendinga máli. Það er því brýnt að leysa deiluna en sú lausn verður að koma frá deiluaðilum sjálfum,“ sagði Árni. Vaxtarmöguleikar í norskum sjávarútvegi Geir Andreassen, framkvæmda- stjóri samtaka fiskvinnslu- og fiskeld- isstöðva í Noregi, fjallaði á Fiskiþingi um stöðu norskrar fiskvinnslu og vaxtarmöguleika hennar. Hann sagði þróun í greininni hafa verið mjög já- kvæða síðan um miðjan 9. áratuginn. Útflutningsverðmæti sjávarafurða hafi þannig vaxið úr 150 milljörðum króna í 350 milljarða króna. Hins veg- ar stæði greinin nú frammi fyrir sam- drætti í bolfiskafla og útlit fyrir að loka þyrfti einhverjum vinnslum eða fyrirtækjum. Þá væru Norðmenn nokkuð háðir markaðstakmörkunum, einkum á mörkuðum fyrir eldislax í löndum Evrópusambandsins. Hann sagði að Norðmenn væru hins vegar bjartsýnir á enn frekari vöxt sjávar- útvegsins í landinu og meðvitaðir um mikilvægi greinarinnar, samfara minnkandi mikilvægi olíuiðnaðarins. Hins vegar væri ljóst að bæta þyrfti aðgengi Norðmanna að ýmsum mörkuðum, enda útflutningur ýmissa sjávarafurða mjög háður viðskipta- hindrunum og takmarkaði þannig vöxt greinarinnar. Andreassen sagði flókið að leysa úr þessum vanda, enda væri fiskur og fiskafurðir ein mest verndaða varan í heimsversluninni. Hamlað væri á við- skipti með innflutningtollum, heil- brigðistakmörkunum, ýmiss konar leyfum, kvótum og þar fram eftir göt- unum. Hann sagði að þótt Íslending- ar og Norðmenn hefðu ólíkar skoð- anir í þessum efnum væri það báðum þjóðum í hag að tryggja bættan að- gang að mörkuðum, alls staðar í heiminum. Fiskifélag Íslands fagnar 90 ára afmæli sínu Verkefnin eru enn þá næg Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands, setur 60. Fiskiþing. Á myndinni eru einnig Guð- mundur Páll Jónsson fundarstjóri og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.